Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1996, Page 53

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1996, Page 53
J-lV LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1996 Demi Moore: Rangeyg og fátæk í æsku Demi Moore leikur aðalhlut- verkið í kvikmyndinni Striptease sem Regnboginn frmnsýndi í gær. Hún fæddist 11. nóvember 1962 í Roswell í Nýju-Mexíkó og rétt nafii hennar er Demetria. Hún hætti í skóla á menntaskólaárunum. Eig- inmaður hennar er Bruce Willis en hún var áður gift rokkaranum Freddi Moore. Demi Moore á þijú böm, Rumer Glenn, Scout Lame og Tallulah Belle. Demi Moore hef- ur óneitanlega orðið eitt mesta kyntákn Hollywood með árunum og fækkar fötum fýrir framan myndavélamar án þess að depla auga. Moore var fjarri því að vera hamingjusöm og auðug i bemsku. Hún fæddist ekki með silfurskeið í munni heldur er af fátækum for- eldrum komin. Foreldrar hennar, Danny og Virginia Guynes, giftu sig og skildu tvisvar og það virtist ekki eiga fyrir henni að liggja að neitt yrði úr henni. Faðir hennar var mestmegnis atvinnulaus og spilaði fiárhættuspil fyrir þá litlu peninga sem til vom í fjölskyld- unni. Að auki var Moore rangeyg þeg- ar hún var lítil stúlka en það þurfti tvær skurðaðgerðir til þess að laga það. Þegar Moore var orðin sextán ára var hún farin að vinna fyrir sér sjálf sem fyrirsæta. Lykillinn að frama Þegar hún var átján ára giftist hún rokkaranum Freddy Moore sem var tólf árum eldri. Þó að hjónabandið entist ekki lengi var það samt lykillinn að frama Demi Moore. Næsti nágranni þeirra hjóna var leikkonan Nastassja Kinski sem bað hana að hjálpa sér að lesa handrit. Moore ákvað að reyna sjálf fyrir sér við leikstörf. Ári síðar hreppti hún hlutverk í sápunni General Hospital. Hún hætti þar þegar hún fékk hlutverk í kvikmyndinni Blame It on Rio árið 1984. Demi Moore sló í gegn sama ár þegar hún lék í kvikmyndinni St. Elmo’s Fire. Á þeim tíma átti hún sjálf í baráttu við eiturlyf en var settur stóllinn fyrir dymar. Hún fór að vera með leikaranum Emilio Estevez á meðan á tökum myndar- innar stóð og samband þeirra ent- ist í nokkra mánuði. Moore giftist leikaramnn Bruce Willis eftir þriggja mánaða samband. Á toppinn eftir Ghost Leiðin var greið fyrir Moore á toppinn eftir að kvikmyndin Ghost sló eftirminnilega í gegn. Á eftir fylgdu bitastæð hlutverk eins og Mortal Thoughts og The Butcher’s Wife og A Few Good Men. í Disclosure lék hún konu sem beitir starfsfélaga sinn kynferðislegri áreitni. Hún lék einnig í The Scar- let Letter og nú nýlega í Striptease sem hún fékk aðeins 12,5 milljónir Bandaríkjadala fyrir. Hjónin Demi og Bruce eru fræg fyrir mikla peningaeyðslu og eru boð þeirra annáluð. Nekt hefur aldrei vafist fyrir Demi Moore enda kom hún fram nakin á for- síðu Vanity Fair, sem frægt er orð- ið, þegar hún var ófrísk að dóttur sinni, Scout Laru. Demi Moore er dýrasta leikkona Hollywood. * *f ★ kvikmyndir * ★ 61 Þríðja kvikmynd Dannys Boyle Um mánaðamótin hófust tökur í Utah á Life Less Ordinary sem er þriðja kvikmynd skoska leikstjór- ans Danny Boyle (Shallow Grave, Trainspotting). Myndinni er lýst sem blöndu af svartri kómedíu og fantasíu. Sem fyrr í myndum Boyle leikur Ewan McGregor eitt aðal- hlutverkið en nú er orðið eftirsótt að leika í mynd eftir Boyle og meðal annarra leikara má nefiia Cameron Diaz, Holly Hunter, Delroy Lindo, Stanley Tucci og Ian Holm. Maðurínn með röntgenaugun Fyrir rúmum þrjátíu árum gerði B- myndakóngurinn Roger Corman kvikmynd sem bar heitið The Man with the X-Ray Eyes. Nú á að fara að endurgera þessa kvikmynd og er það Skotinn Pete Capaldi sem mun leikstýra myndinni en han'n fekk óskarsverðlaun fyrir stuttmynd sína, Franz Kafka’s It’s a Wonderful Life. Capaldi er fyrrum leikari sem leikið hefur í mörgum breskum myndum. Má þar nefiia Local Hero, Dangerous Liasons og The Lair of the White Worm. Coppola og The Rainmaker Bækur Johns Grishams þykja góð- ur kostur til að kvikmynda og er hér á landi verið að sýna A Time to Kill. Vestan hafs var The Cham- ber frumsýnd um síðustu helgi og nú er sjálfiir Francis Ford Coppola að hefja tökur á The Rainmaker. Þegar Coppola var spurður af hverju hann ætlaði að leikstýra The Rainmaker svaraði hann ein- faldlega: „Peningar" og bætti við að meðan hann hefði ekki bak- hjarla til að geta gert eigin verk- efni þá yrði hann að vinna fyrir salti í grautinn. Meðal leikara sem verða í The Rainmaker má nefiia Danny Glover, Claire Danes, Mickey Rourke, Jon Voight og Matt Damon. Striptease í Regnboganum og Laugarásbíói: Nektardansmær á kvöldin, móðir á daginn Mikið er búið að fjalla um Strip- tease, sem Regnboginn og Laugarás- bíó frumsýndu í gær, og þá aðallega vegna þess að aldrei hefur kvik- myndaleikkona fengið jafii hátt kaup fyrir leik í kvikmynd. Um er að ræða Demi Moore sem fékk 12 milljónir dollara fyrir leik sinn í myndinni. Þrátt fyrir þessar tekjur er hún þó ekki nema rúmlega hálfdrættingur á við það sem vinsælustu karlleikar- arnir fá. í Striptease leikur Demi Moore nektardansmeyna Erin Grant, sem vinnur á næturklúbbnum Eager Bea- ver. Erin haföi áður verið skrifstofú- dama en hún hefur fyrir einni dóttur að sjá og með nektardansinum þénar hún mun meira heldur en í fyrra starfí sem skrifstofúdama. Vandræðin byrja þegar þingmaðurinn David Dil- beck, sem er í nánum tengslum við sykurreyrsframleiðendur og í raun- inni fjarstýrt af þeim, kemur inn í klúbbinn, þar sem Erin dansar. Einn af fastagestunum í klúbbnum, Kihian, Burt Reynolds og Demi More í hlut- verkum sfnum í Striptease. sem sér ekki sólina fyrir Erin, þekkir þingmanninn og reynir að fá hann til að beita áhrifúm sínum á þann veg að Erin fái fúllt forræði yfir dóttur sinni, en það tekst ekki betur til en svo að Killian er myrtur og fljótt er Erin flækt inn í heim spillingar og glæpa, þar sem líf hennar er lítils virði. Auk Demi Moore leika í myndinni Burt Reynolds, sem er í hlutverki þingmannsins, Armand Assante leik- ur lögreglumann sem rannsakar morðið á Killian, Ving Rhames leikur útkastara á næturklúbbnum, sem hjálpar Erin og Robert Patrick leikur fýrrverandi eiginmann Erin, smá- krimma sem aðallega fæst við að stela hjólastólum. Þá má geta þess að sú sem leikur dóttir Erin, heitir Rumer Willis og er dóttir Demi More og Bruce Willis. Striptease er þrátt fyrir alla alvör- una meira í ætt við svarta kómedíu heldur en trylli og fylgir þar með for- múlunni sem gefm er upp í bókinni sem myndin er gerð eftir, en höfúnd- ur hennar, Carl Hiaasen, nýtur nú vaxandi vinsælda í Bandarikjunum. Striptease er tekin þar sem sagan í bókinni gerist, í Fort Lauderdale í Flórída, sem margir íslendingar þekkja eftir að Flugleiðir hófu beint flug þangað, og á næturklúbbum á því svæði lærði Demi Moore listina að dansa nakin. Leikstjóri Striptease er Andrew Bergman og skrifar hann einnig handritið. Hann er margreyndur handritshöfundur sem á fyrri árum sínum í bransanum skrifaði handritið við Blazing Saddles, Fletch og The In- Laws. Meðal kvikmynda sem hann hefur leikstýrt eru Honeymoon in Ve- gas, The Freshman og It Could Happen to You. Andrew Bergman hef- ur auk þess skrifað skáldsögur og leikrit. Á Broadway hafa tvö leikrit hans verið sýnd, Social Security og Working Title. Skáldsögur hann eru allt sakamálasögur og sú nýjasta heit- ir Sleepless Nights. -HK ;i as, ooíffiMiy ni IKM ra Eiöku BH Visit the STRIPTEASE web site at http://strip-tease.com ms-r OKGWAL SOCMOTkACT fiECORDPaG AVAlAKi 0N EMIRECORDS LA UOAFtÁS, 0 ET i M i B > , T i M M'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.