Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1997, Blaðsíða 14
14
LAUGARDAGUR 19. APRIL 1997
Þjóðleikhúsið frumsýndi í gær
söngleikinn Fiðlarann á þakinu.
Tæp 30 ár eru liðin síðan Fiðlarinn
var sýndur í fyrsta sinn í Þjóðleik-
húsinu og voru vinsældir þeirrar
uppfærslu með eindæmum. Nú
leika Jóhann Sigurðarson og Edda
Heiðrún Backman aðalhlutverkin
en árið 1969 voru Róbert Arnfinns-
son og Guðmunda Elíasdóttir í
þeim hlutverkum. Róbert gerði lag-
ið Ef ég væri ríkur ódauðlegt og
margir muna mætavel eftir þeirri
sýningu.
Sögusvið verksins er lítið rúss-
neskt þorp í upphafi aldarinnar í
gyðingasamfélagi. Þar býr mjólk-
urpósturinn Tevje ásamt eigin-
konu sinni Goldu og fimm dætrum
í sátt við Guð og menn. Lífið er í
föstum skorðum hjá þorpsbúum,
mótað af aldagömlum hefðum, allir
vinna hörðum höndum, flestir fá-
tækir en fáeinir ríkir. Hjúskapar-
miðlarinn Jenta hleypur á milli
húsa og útvegar eiginmenn og eig-
inkonur, unga fólkið verður ást-
fangið en faðirinn á að velja eigin-
menn. Einhvers staðar á bak við
grúfir þó hin stöðuga ógn sem gyð-
ingar í gegnum aldimar lifðu við
og óttinn sem honum fylgir. í brot-
hættri og þversagnakenndri til-
veru eru hefðimar, siðvenjan, því
traust haldreipi en tímarnir bylt-
ast og breytast.
„Hlutverkið krefst mikils af
manni bæði sem leikara og söngv-
ara. Mér líður mjög vel í þessu hlut-
verki og tónlistin liggur vel við
röddina mína. Mér finnst þetta mjög
vel skrifað og skemmtilegt stykki.
Það er manneskjulegt og hlýtt en í
því er einnig mikið drama, sorg og
gleði,“ segir Jóhann.
Þetta er með stærri hlutverkum frá
því Jóhann lék Don Giovanni en
hann er í kringum 70% inni á sviðinu
eða í öllum atriðum nema fjórum.
Eins og að ganga á fjöll
Jóhann var spurður að því hvort
hann byggist við jafn miklum fögn-
uði og Róbert og Guðmunda upp-
lifðu. Hann sagði að á sínum tima
hafi verkið verið nýstárlegt og ís-
lendingar ekki vanir stórum söng-
leikjum. Sýningin var áreiðanlega
frábær, segir hann, og allir þekkja
það orðspor.
Gyðingamæður heilla
Edda Heiðrún Backman syngur
aðalkvenhlutverkið í Fiðlaranum á
neinar hugmyndir um gang verka
áður en þau koma til sýninga. Það
sama gilti um Fiðlarann á þakinu,"
segir Róbert Arnfinnsson leikari
þetta þótt það sé farið að náigast
þijátíu ár frá því það var sýnt,“seg-
ir Róbert.
Að auki lék Róbert þetta sama
Aðalleikarar Fiðlarans á þakinu árið 1969, þau Róbert Arnfinnsson og Guömunda Elíasdottir ásamt Jóhanni Sigurðarsyni og Eddu Heiðrúnu Backman, aö-
alleikurum Fiðlarans sem frumsýndur var í gær. DV-mynd E.ÓI
„Þetta er eins og að ganga á
fjöll, maður veit ekki alltaf fyrir-
fram hvar maður lendir. Auðvitað
eiga viss stykki meiri möguleika á
lengri gangi en önnur. Mér finnst
ég ekkert sérstaklega vera að feta
í fótspor Róberts þó hann hafí
leikið þetta hlutverk á sínum tíma
en það hafa einnig margir aðrir
gert. Ég er fyrst og
fremst þakklátur fyrir
að hafa fengið að
spreyta mig á þessu.
Öllum leikurum sem
hreppa svona hlutverk
hlýtur að fmnast þeir
hafa dottið I lukku-
pottinn. Svona hlut-
verk eru ekki á
boðstólum á hverjum
degi,“ segir Jóhann.
þakinu. Edda lærði að syngja og hef-
ur lokið 4. stigi hjá Guðmundu Elí-
asdóttur og debuteraði í útvarps-
leikriti með Róberti Amfinnssyni
þar sem hann var orðinn frægur
leikari þannig að hún þekkir þau
mæta vel. Lögin henta Eddu
Heiðrúnu afar vel eins og söngleik-
urinn er skrifaður.
„Hlutverkið er stílað upp á leik-
konu með góða rödd. Golda er yndis-
legt hlutverk,“ segir Edda Heiðrún.
Edda Heiðrún segir jafnframt að
gyðingamæður heilli hana mjög þvi
þær væru svo líkar íslenskum
sem lék aðalhlutverkið í Fiðlaran-
um sem sýndur var 92 sinnum árið
1969.
„Allir reyna að vinna af alúð og
kostgæfni að sýningum sem eru
settar á svið. Síðan gerðist það ein-
hvem veginn að Fiðlarinn féll í af-
skaplega góðan jarðveg hjá áhorf-
endum. Fólk kunni vel að meta efn-
ið og söngleikinn. Kannski áttum
við sem tókum þátt í þessu ein-
hvern lilut að máli þar. Leikritið
gekk lengi og varð geysilega vin-
sælt. Þetta var skemmtilegur tími,
mikil ósköp. Ég var maður á besta
Siðir og venjur
Róbert Arnfinnsson og Guðmunda
æfingum á Fiölaranum á þakinu árið
Að sögn Jóhanns er
Tevje fátækur maður
sem býr í gyðingasam-
félagi og vinnur hörð-
um höndum. Hann er í
góðu sambandi við Guð
sinn og spjallar mikið
við hann. Tevje er
bundinn af ákveðnum
reglum og siðum sem
þetta samfélag hefur
þróað með sér í mörg
hundruð ár. Hann þarf í
rauninni að horfast í
augu við að raunveru-
leikinn er annar en sið-
irnir og venjurnar
bjóða upp á. Hann þarf
að taka afstöðu til þess
og fylgja hjartanu," seg-
ir Jóhann.
Að sögn Jóhanns trú-
Elíasdóttir á ir Tevie á ástina °§ hiö
1969 ^óða í manninum.
Jóhann Siguröarson í hlutverki Tevje.
mæðrum. Það væri viss umhyggja,
drift, ákveðni og ráðriki sem þær þó
vilji ekki viðurkenna. Þeim þyki
allt í lagi að hlusta á annarra
manna skoðanir en þær ráði samt
sem áður því sem þær vilji ráða.
Hef ekki fengið að
gleyma hlutverkinu
„Ég hef aldrei fyrirfram gert mér
aldri þá og hafði nægilega orku,“
segir Róbert.
Sýningin var skrautleg og mikil
og á þessum tíma voru söngleikir
ekki daglegt brauð. Fiðlarinn hefur
orðið eitt af eftirminnilegustu hlut-
verkum sem Róbert hefur leikið og
allir þekkja lagið Ef ég væri ríkur
þótt þeir hafi ekki séð söngleikinn.
„Ég hef ekki fengið frið til þess að
gleyma hlutverkinu og það lifir enn
i minningunni hjá mörgum sem sáu
hlutverk- í Númberg og Lúbeck í
Þýskalandi árið 1974. Fiðlarinn hlóð
meira utan á sig af minningum leik-
húsgestanna vegna þess að það var
svo lengi í umræðunni og hefur ver-
ið fram á þennan dag.
Þó viðtökurnar á Fiðlaranum
yrðu svona framúrskarandi góðar
þá voru þær ekki síðri i Þýskalandi.
Betra fyrir leikkonu
„Eftirminnilegast frá Fiðlaranum
á þakinu er að þetta var mjög mikið
hlutverk. Það var mjög skapandi að
taka þátt en hlutverkið er kannski
meira fyrir leikkonu heldur en
söngkonu eða leikkonu með sæmi-
lega rödd fremur en söngkonu með
litla leikhæfileika," segir Guð-
munda.
Guðmunda segist hafa haft mikla
minnimáttarkennd og henni þótti
hún hvorki nógu góð leikkona né
góð söngkona fyrir verkið en Bene-
dikt Ámason leikstjóri náði sjálfs-
trausti hennar upp.
„Golda er yndislegt hlutverk og
er mér mjög kært og nálægt í senn.
Ég skil vel grundvallarhugsunina í
þessu stykki sem er að lifa af og
bjarga sér hvað sem á dynur. Mér
þótti mjög gaman og lærdómsríkt að
taka þátt í þessari uppfærslu," segir
Guðmunda.
Guðmunda var spurð hvort
hún teldi erfitt að feta í fótspor
þeirra Róberts. „Það er engin
sýning eins og það er liðið langt
síðan síðasta sýning var hjá okk-
ur og líklega farið að fyrnast hjá
áhorfendum. Þetta kemur endur-
nýjað núna og við vonum allt það
besta. Þetta eru stólpaleikarar og
góðir söngvarar svo þetta ætti að
verða fín sýning," segir Guð-
munda.
-em
Þjóðleikhúsið frumsýnir Fiðlarann á þakinu:
Dottið í lukkupottinn
- segir Jóhann Sigurðarson