Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1997, Qupperneq 35
«» 1
Sólarpottur DV og Flugleiða:
„I alvöru, ertu aö segja satt?“ spurði Hcifdís Guð-
mundsdóttir, skuldlaus áskrifandi að DV í Reykja-
vík sem datt í lukkupottinn þegar síðasti vinnings-
hafi í Sólarpotti DV og Flugleiða veir dreginn út.
Hafdís átti erfitt með að trúa því að hún hefði ver-
ið dregin út sem vinningshafi í Sólarpottin-
um. Hafdís fær í verðlaun vikuferð fyrir
tvo til St. Petersburg Beach á Flórída
með hóteli og íslenskri far-
arstjóm. St. Peters-
hurg Beach er
nýr áfangastað-
ur Flugleiða á
Flórída og er á
vesturströnd
skagans við
Mexíkóflóa.
„Ég er ekki
vön því að
fá vinning þótt ég sé gjöm á að styrkja alls kon-
ar málefni. Við hjónin gerðumst áskrifendur að
DV fyrir nokkrum mánuðum. DV er keypt á
vinnustaðnum hjá eiginmanni mínum en hann
gleymdi iðulega að taka blaðið með sér heim. Ég
les svo mikið í DV, aðallega reyndar í helgarblað-
inu sem er í uppáhaldi hjá mér, að við ákváð-
um að gerast áskrifendur. Þú getur rétt
ímyndað þér hvort ég sé eftir því núna
eftir þessa uppákomu," sagði Hafdís.
Við hjónin vorum ekki farin að skipu-
leggja neitt frí í sum-
ar en með þessum
$i . vinningi gefst
kærkomið tæki-
færi til þess.“
-ÍS
Aning á
Alnetinu
Þeim fjölgar sífellt aðilimum sem gefa
upplýsingar um starfsemi sína á AI-
netinu. Þann 4. apríl síðastliðinn
var opnuð á Alnetinu ný heimasiða
Áningar undir heitinu Islenski
gistivefurinn. Á vefnum er að
finna upplýsingar í máli og
myndum um rúmlega 300 gisti-
staði á Islandi.
Allir sem aðgang hafa að net-
inu geta nú, með því að opna
íslenska gistivefinn sam-
kvæmt slóðinni http:
//www.mmedia.is/aning,
fengið fjölþættar upplýsing-
ar um hvern gististað fýrir
sig. Þar með taldar upplýs-
ingar um hvar staðinn sé að
í apríl síð- finna á korti, tegund gistinga
astliðnum var (hótel, bændagisting, gistiheim-
opnuðáAlnet- ili o.s.frv.), hvaða þjónusta og
inu ný heima- afþreying sé í boði auk myndar
síða Áningar af staðnum.
undir heitinu ís- Auðvelt er að kalla upplýsing-
lenski gistivef- arnar fram eftir þvi hvar stað-
urinn. imir eru eða eftir nafnalista
þeirra. Þá má fá upplýsingarnar
eftir tegund gistinga, til dæmis ef ferðamaðurinn
vill sjá hvar farfuglaheimili er að finna eða hvar
hægt er að fá bændagistingu, svo dæmi séu tek-
in. Með tilkomu íslenska gistivefsins geta ferða-
menn skoðað í rólegheitum hvaða gistimöguleik-
ar eru í boði og bókað gistingu áður en lagt er i
ferðalagið.
-ÍS
LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1997
Hafdis Guömundsdottir atti erfitt meö að trúa því að hún hefði verið dregin ut
sem vinningshafi í Sólarpotti DV og Flugleiöa.
Sjoferðir a Dalvík:
Cb PIONEET
The Art of Entertainment
LOEWE.
'Liwmmh
SJÓNVÖRP
Gott útlit í sumar
Hljómtækja-
verslun Akureyri ~ ^/ ÍT462 3626
Norðurlands örugg þjónusta ífjörtíu ár
<
rs-
Hvalaskoðunarferðir, sjóstangaveiði og hvers kyns feröir til sjós njóta sívax-
andi vinsælda feröamanna.
DV, Dalvík:
Hvalaskoðunarferðir, sjóstanga-
veiði og hvers kyns ferðir til sjós
njóta sívaxandi vinsælda ferða-
manna. Sjóferðir ehf. á Dalvík eru
einn aðila sem sinna þessum þætti
ferðamennsku og sl. sumar keypti
fyrirtækið nýjan og stærri bát til að
sinna vaxandi eftirspurn. Báturinn
ber heitið Hrólfur og tekur um 40
manns.
Að sögn Símonar Ellertssonar hjá
Sjóferðum er mikið um fyrirspumir
um bátinn í sumar og talsvert búið
að panta, bæði ferðir til Grímseyjar
og hvalaskoðunarferðir. „Við finn-
um fyrir vaxandi meðbyr í þessu og
það er mikil aukning í fyrirspum-
um og pöntunum miðað við fyrri ár.
Það sem við höfum kannski fram
yfir marga aðra er hversu fljótir við
eram að bera okkur yfir. Það skipt-
ir miklu máli i hvalaskoðunarferð-
unum og einnig í lengri ferðum.
Sem dæmi má nefna að við erum
ekki nema hálfan annan klukku-
tíma milli Dalvikur og Grimseyjar
og það skiptir máli, sérstaklega fyr-
ir þá ferðamenn sem vilja komast
yfir að sjá og gera sem mest á sem
skemmstum tíma.
Við leituðum eftir því fyrir ára-
mót við Hafnarsamlag Eyjafjaröar
að fá bætta aðstöðu fyrir bátinn, eða
sérstaklega aðgengi að honum, því
smábátahryggjan hentar ekki nægi-
lega vel, sérstaklega ekki fótluðu
fólki. Ekkert svar hefúr borist og
því er ekki enn vitað hvort úr þessu
verður bætt.
Báturinn er í slipp eins og er og
verið að gera á honum smávægileg-
ar breytingar og lagfæringar. Við
verðum samt klárir í slaginn í bytj-
un maí, enda báturinn pantaður
fljótlega upp úr mánaðamótum,"
sagði Símon Ellertsson að lokum.
-hiá
TRYGGING HF.
Óskar eftir tilboðum í neðanskráðar bifreiðar sem hafa skemmst
í umferðaróhöppum. Bifreiðamar verða seldar í því ástandi sem
þær em í og kaupendur skulu kynna sér á staðnum.
Renault Megane 1997
Renault Clio 1995
MMC Lancer 1993
MMC Colt 1993
MMC Space Wagon 1990
MMC Lancer 1988
MMC Lancer 1988
Hyundai Excel GL 1988
Nissan Cedric 1987
Subam 1800 st4x4 1986
Fiat UNO 1986
Toyota Camry 1983
MMC Cordia 1983
Jeep Cherokee 1988
Daihatsu Charade 1986
MMC Colt 1988
Honda Civic 1983
Bifreiðamar verða til sýnis mánudaginn 21. apríl 1997
í Skipholti 35, (kjallara) frá kl. 9-15. Tilboðum óskast skilað
fyrir kl. 16 sama dag til Tryggingar hf. Laugavegi 178,
105 Reykjavík sími 540 6000.
Stelnþórssor