Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1997, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1997, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1997 Enginn matur Rekstraraðilar veitingastaða á eynni Kýpur hóta því að loka öllum veitingastöðum til fram- búðar ef yfirvöld láta ekki af áætlunum sínum um að banna útlendingum að fá tímabundna vinnu. Yfirvöld stefna að því að minnka atvinnuleysi með ákvörðun sinni en eigendur veitingastaðanna halda þvi fram að ekki sé hægt að reka I staðina án tilkomu erlends vinnuafls. 1 Úkeypis þjónusta Þeir sem koma í garðinn Cenh’al Park í New York taka eftir því að flestir þeir sem leið eiga um garðinn fara um á hjólaskautum og eru með hjálma. Segja má að það sé óvenjuleg sjón orðið að sjá fólk á tveimur jafnfljótum. Yfirvöld í borginni hyggjast verja mn 70 milljón krónum í kaup á hjólaskautum, hjálmum og hlífðarfatnaði fyrir hjóla- skautamenn. Markmiðið er að sendibifreiðir komi til með að dreifa þessum fatnaði ókeypis til láns fyrir þá sem vilja prófa hjólaskautana í Central Park. Einnig verða ráðnir nokkrir leiðbeinendur sem veita ókeypis ráðgjöf. Allt er þetta gert til að auka áhuga fólks á íþróttum. Viskíhátíð IFyrsta alþjóðlega skoska viskíhátíðin verður haldin í Edinborg í haust, nánar tiltek- ið dagana 27. október til 2. nóv- ember. Upplýsingar um hátíð- ina verða gefnar í síma 44 0131 556 7441. Samruni IStarfsmenn frönsku flugfé- laganna TAT og Air Liberte hafa staðið í verkfallsaðgerð- um í meira en viku vegna áætlana um samruna fyrir- tækjanna við breska flugfélag- ið British Airways. Nauðsyn- legt hefur reynst að aflýsa um 60% flugs hjá fyrirtækinu vegna verkfallsins. Verkfalls- sinnar eru ekki ánægðir með þau kjör sem þeim verður boð- iö upp á eftir samrunann. Færri í lestirnar Mikill samdráttur hefur orð- 1 ið á rekstri jámbrautarlesta í Kína á undanfornum misser- um. í marsmánuði síðastliðn- um voru farþegar 76,6 milljón- ir. Þrátt fyrir að það sé há tala er það fækkun um sem svarar 8,1% frá marsmánuði á síðasta ári. Á öllu árinu 1996 voru far- þegar 942 miUjónir sem er fækkun um 12,3% frá árinu 1995 (1.058 milijónir). MMM 49 HUGH MeMANNERS Handbók fyrir útivistarfólk Landsbjörg hefur nú í samráði við innlenda og erlenda aðila gef- ið út bókina „Ferðafélaginn". Bókin er ætluð öllum þeim sem áhuga hafa á útivist og geymir upplýsingar um flest það sem við- kemur ferðamennsku og útiveru. Þarna má m.a. finna fróðleik um gönguskó, veðurfræði, fatnað, ferðaáætlanir, eldamennsku og skyndihjálp, svo fátt eitt sé nefnt. Bókin er þýdd upp úr vinsælli enskri bók, „Backpackers", en er staðfærð af innlendum aðilum sem aUir hafa mjög mikla reynslu af ferða- og fjallamennsku. Það verður æ vinsæUa meðal al- mennings að komast burt úr bæn- um og sífeUt fleiri eyða miklum hluta frítíma síns í óbyggðum. En vUji menn feta í fótspor þeirra, hvernig er þá farið að? Hvernig á að velja úr þeim aragrúa af útilífs- búnaði sem er tU á markaðinum til að finna þann búnað sem hent- ar? Þegar búið er að ákveða að leggja af stað í ferðalag, hvenær árs á þá að fara? Ferðafélaginn hefur að geyma svör við þessum spurningum og fjölda annarra. Allar upplýsingar á einum staö Ferðafélaginn veitir upplýsing- ar um skipulagningu og undirbún- ing ferða, sem og hvernig hægt er að undirbúa sig líkamlega fyrir ferðir, auk þess hvaða matvæli og úthúnað þarf. Fjallað er um hvernig ferðast skal miðað við mismunandi aðstæður, hvernig best er að haga göngu til að forð- ast meiðsli, hvernig nota skal kort og áttavita og komast yfir torfær- ur. Enn fremur er útskýrt hvernig setja skal upp öruggar og um- hverfisvænar tjaldbúðir og loks hvemig bregðast skal við náttúrulegum hættum, eins og ofsaveðri og snjó- flóðum. Ferðafélaginn er kjör- inn ferðafélagi fyrir alla þá sem vilja njóta villtr- ar náttúru af eigin raun þar sem í hókinni er að finna fjöldann allan af þörfum ábendingum og auðskiljanlegum mynd- skreyttum leiðbeining- um. Bókin er 162 síður í vasabókarbroti og hentar þvi vel sem handbók. Mikið er í henni af góð- um skýringarmyndum. Bókin hentar jafnt byrj- endum sem lengra komn- um. Verðið er 2900 krón- _ . . ur og hún er seld m.a. hjá Lands- [erðafelagmn er 162 s.öur. vasabokar- björg og í Skátabúðinni. brot' °9 hentar þv. vel sem handbok. <) t I i Vestmannaeyjar: Bætt ferðaþjónusta ■ A. rfc ■ .n'; w ■Jf Vi Átak hefur verið gert til að bæta ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum og gera hana fjölbreyttari. Ferðamönn- um gefst kostur á að skoða eyjamar, hvort heldur er frá sjó í bátsferðum með PH-Víking eða frá landi í rútu- ferðum um Heimaey með leiðsögn. í boði eru daglegar ferðir með bátnum PH-Víking sem er nýupp- gerður. Hann gekk í vetur í endur- nýjun lífdaga þar sem hann var lengdur og aðbúnaöur bættur á ýmsa lund. PH Víking er 50 manna bátur, sérsmíðaður til farþegaflutn- inga og geta farþegar notið útsýnis í siglingunni utan- eða innandyra eft- ir því hvernig viðrar. Báturinn hefur verið í siglingum við Eyjar frá árinu 1990. Með PH- Víking er boðið upp á siglingu í kringum Heimaey og víðar við Eyj- ar þar sem ferðamenn geta virt fyr- ir sér hina mörgu hella, fjölskrúð- ugt fuglalíf og háhyminga. Einnig er hægt að fá bátinn leigðan fyrir sérstakar uppákomur eða veislur. PH-Tours reka bátinn en bókanir í ferðir með honum era hjá Ferða- þjónustu Vestmannaeyja sem einnig bókar í skoðunarferðir í landi og skipuleggur þær, rekur Hótel Bræðraborg og Gistiheimilið Heimi. Allt árið er boðið upp á skoðunar- ferðir um Heimaey með leiðsögn. Ekið er vítt og breitt um eyna, yfir hraunið sem rann í gosinu 1973 úti í Stórhöfða og inn í Herjólfsdal og fuglalíf, Sprangan og lífið við höfn- ina skoðað. -ÍS Daglegt flug Bandaríska flugfélagið Continental Airways tilkynnti í vik- unni að samgönguráðuneyti Banda- ríkjanna og Brasilíu hefðu gefið heimild til daglegs flugs milli flug- vallarins Newark við New York og brasilísku borganna Sao Paulo og Rio de Janeiro. Þessar daglegu ferð- ir munu hefjast 10. júlí næstkom- andi. PH Víking er 50 manna bátur, sérsmíöaður til farþegaflutninga og geta farþeg- ar notið útsýnis í siglingunni utan- eöa innandyra eftir því hvernig viðrar. ÁsffanqiS fólk Við smíðum hringana, sendum trúlofunarhringa litmyndalistann um land allt. Q CD nJ o C/3 Kyrrsettir g Það er ekki nóg að heita fínu nafni til þess að hafa rekstrarleyfi. Bandaríska flugfélagið Great Amer- ican Airways, sem aðsetur hefur í borginni Reno í Nevada, hefur verið svipt starfsleyfi sínu vegna fjöl- margra brota á öryggisreglum. Flug- félagið er lítið á bandarískan mæli- kvarða, var með 9 DC-9 þotur í þjón- ustu sinni. o X Oí o w o VÆR MED TIL AT SKABE SAMMENHÆNG... gENí0. - i uddannelsen, K i jobbet, i verden... E:i! diplomingeniör pá Ingeniorhojskole Syd iderborg og lær at skabe sammenhæng meilem dine ideer og samtundets behov. Lær at udvikle bruger- og miljovenlige syste- mer i et studiemiljo med tæt kontakt og samspil med det omgivende samfund. Undervisningen toregár i stor udstrækning i samarbej- de med erhvervslivet og du vil derfor opleve “det vir- kelige llv” allerede under studiet. Du vil ogsá mode báde sprogfolk og okonomer, da Ingeniorhojskole Syd og Handelshojskole Syd indgár i et fælles studiemiljo. Som islandsk ingeniorstuderende kommer du til at fole dlg hjemme i Sonderborg, der er en spændende studieby med mange inspirerende kultur- og fritids- tilbud. Kollegiernes Kontor hjælper dig med at íinde en bolig og du vil mode andre islændige pá studlet, i byen og i den islandske forening. Du er velkommen til at kontakte formanden for den islandske forening i Sonderborg, Einar Jón Pólsson, som er ingeniorstuderende ved skolen. Tlf. privat ♦45 74 42 66 59 Læs niere om Ingeniorhojskole Syd pá vores Islandske ■< homepage http://is.hhs.dk , ,^-v Du kan ogsá rekvirere Study Point brochuren, der fortæller mere om studiebyen Sonderborg. Encstácndc i Danmarkt Lær at lose produktlonstekniske opgaver ud fra et okonomisk/teknlsk helhedssyn. H? Lær at udvikle hardware til intelllgente elektronlksystemer. ___________ Datainúeiiior Lær at udvikle software til intelligente elektroniksystemer. Ring og fá cn snak mcd ________tX ‘taV osp&telefon J” IAN +45 79 3216 00 Send mlg yderllgere eller send - ** InformaUon om uddannelser og kuponen. INGENI0RH0JSKOLE SYD Grundtvigs Allé 150 • 6400 Sonderborg • Danmark Tlf. .45 79 32 16 00 • hhtp://is.hhs.dk / / 1 B«kjrttitírUr g / 1 Aiifrsw • CukJ TU nr Send kuponcn pA Inx *45 74 42 92 33 eller tll Sludy Polnt tt*rhi>»n*er(d ll/iv *fT) Hlf iu'tnHnrlvirti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.