Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1997, Qupperneq 54
66
LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1997 i!^"V
Íj H tJ
Háskólabíó — The Empire Strikes Back:
Ævintýrið heldur áfram
****
Episode V: Empire Strikes Back var gerö árið 1980 eða þremur árum á
eftir Star Wars og þótt George Lucas hafi látið það vera að leikstýra
myndinni, lét það eftir reyndum spennumyndaleikstjóra, Irvin Kershner,
þá leyna sér ekki handbrögð Lucasar og óhætt að eigna honum að mikl-
um hluta þá staðreynd að kvikmyndalega séð er Empire Strikes Back
betri mynd en Star Wars. Það sem gerir aftur á móti Star Wars betri en
Empire Strikes Back og frekar að klassík í kvikmyndasögunni er að hún
er frummyndin. Empire Strikes Back er jafhvel enn betri skemmtun en
er samt sem áður aðeins mjög gott framhald.
Sagan er mun þéttari í Empire Strikes Back en í Star Wars þar sem tíma
tók að kynna persónumar. Við fylgjumst sem fyrr með Leiu prinsessu,
Han Solo og Luke Skyewalker i baráttu þeirra við hin illu öfl sem Darth
Vater stýrir og í Empire Strikes Back kemur það í ljós að Darth Vater er
hinn raunverulegi faðir Lukes Skywalkers. Hvemig hann varð að þessu
illmenni fáum við að kynnast í hlutum 1-3 sem Lucas undirbýr nú af
miklu kappi. Ný persóna, sem kemur til sögunnar í Empire og vekur
hvað mesta hrifningu, er Yoda, átta hundmð ára gamall þjálfari þeirra
sem búa yfir kraftinum. Setur þessi litla flgúra sterkan svip á myndina.
Það eina sem virðist í fljótu bragði hafa elst illa era tvífættu jámdrek-
amir.
Empire Strikes Back er mikið sjónarspil og eins og Star Wars hefúr hún
enn í dag mikið aðdráttarfl og hér hefur enn betur tekist til við notkun á
nýrri tölvugrafík. Hvað era módel og hvað er grafík? Það er ekki svo
auðvelt að sjá, enda skiptir það kannski engu máli, myndin stendur vel
fyrir sinu, hvemig sem á hana er litið, er mikil og góð skemmtun.
Leikstjóri: irvin Kershner. Handrit: George Lucas og Lawrence Kasdan.
Tónlist: John Williams.
Aðalleikarar: Mark Hamill, Harrison Ford, Carrie Fisher og Billy Dee Wili-
ams. Hilmar Karlsson
Saga-bíó - Aftur til fortíðar: ★★
Nútímariddari Arthurs konungs
Ódauðlegu ævin-
týrin era mörg og
eitt þeirra er um
Arthur komrng og
riddara hring-
borðsins og
skemmst að minn-
ast hinnar ágætu
First Knight sem
sýnd var í fyrra.
Þar var farið öðra-
vísi leiðir að goð-
sögninni en áður
hefur verið gert og
það er svo sannar-
lega einnig gert í
Aftur til fortíðar
(A Kid in the Art-
hurs Court) þar
sem aðalpersónan
er nútlmadrengur
sem lendir í tima-
ferðalagi í fortíðina og endar hjá hirö Arthurs svo úr verður nokkurs
konar Kókópuffs-kynslóðarútgáfa af þessu vinsæla ævintýri.
Það er ekki verra að þekkja söguna um Arthur og riddara hans þegar
horft er á Aftur til fortíðar því besti húmorinn í myndinni er sá að sag-
an gerist tuttugu árum eftir að Arthur hefúr lokið verki sínu með sverð-
ið Excalibur sér við hlið. Arthur er orðinn værakært gamalmenni sem
hefur slæma aðstoðarmenn, Guineviere er horfin á fund feðra sinna og
afraksturinn af hjónabandi þeirra era tvær dætur, þá stendur hringborð-
ið autt. Merlin er samur við sig nema nú er honum farið að forlast því
hann ætlaði að galdra til stn riddara en fékk tyggjójórtrandi unglings-
slána úr nútímanum í staðinn.
Aftur til fortíðar er ekki merkileg mynd og það gengur erfiðlega að halda
dampi enda sagan götótt og handritið uppfullt af ofnotuðum hendingum.
Leikarar standa sig ágætlega og bjarga því sem bjargað verður, en í hlut-
verki eldri prinsessunnar er Kate Winslett, sem leikið hefúr í hverri úr-
valsmyndinni á fætur annarri að undanfómu.
Leikstjóri: Michael Gottlieb. Aöalleikarar: Thomas lan Nicholas, Joss
Ackland, Art Malik og Kate Winslet.
Nýjasta kvikmynd Davids Cronenbergs, Crash, í Laugarásbíói:
Framtíðarástarsaga
sett í nútímann
David Cronenberg við tökur á Crash.
Er hægt að fá
kynferðislega
fullnægingu við
það eitt að horfa
á bílslys? Svo
segir David
Cronenberg í
nýjustu kvik-
mynd sinni,
Crash, sem
Laugarásbió
framsýndi í
gær. Crash er
ein umdeildasta
kvikmynd síðari
ára og sýnist
sitt hverjum,
sumir hafa hafið
hana til skýj-
anna, meðan
aðrir era fullir
vandlætingar.
Aðalpersónum-
ar eru auglýs-
ingamaðurinn
James Ballard
og eiginkona
hans Catherine.
Á yfirborðinu
eru þau ósköp venjulegt millistéttarfólk, en bæði eru
haldin komplexum gagnvart kynlífi. Kvöld eitt lenda
þau í árekstri og slysi sem nærri kostar Ballard lifið, en
svo einkennilega vill til að Ballard upplifir á hættu-
augnabliki, samband hættu, kynlífs og dauða. í fram-
haldi af kynnum hjónanna og vísindamannsins Vaugh-
an og fómarlamb bílslyss, Catherine, uppgötva hjónin
nýjar leiðir til að tjá sig kynferðislega.
„Crash er framtíðarástarsaga sett í nútímann,“ segir
David Cronenberg. „I henni kynnumst við fólki sem er
ástfangið en nær ekki sambandi fyrr en það lendir í
bílslysi og fer þvi að leita uppi annað fólk sem hefur
upplifað það sama og reynir að ná sambandi við það.“
Cronenberg telur Crash vera mikla
áskorun fyrir sig: „Þetta er hættuleg
kvikmynd að mörgu leyti. Allir í mynd-
inni eru á einhvern hátt hræddir og
spenntir, en era samt að reyna að skap
sér nýtt lífsmunstur í gegnum kynlif og
erótík. Þau hafa öll upplifað bílslys og
verða aldrei söm eftir þá reynslu og þau
reyna öll á sinn hátt að taka þessa
reynslu inn í sitt eigið lifsmunstur."
Mikil áreynsla fyrir leikarana
1 aðalhlutverkum í Crash eru James
Spader, HoOy Hunter, Deborah Unger,
Rosanna Arquette og Elias Koteas.
Crash er gerö eftir skáldsögu sem bar
sama nafn og kom út árið 1993. Höfund-
urinn er J.G. BaOard, þekktur vísinda-
skáldsagnahöfundur. Tíu ár era síðan
David Cronenberg las skáldsöguna og í
fyrstu vakti hún með honum óróa og
fannst honum hún fráhindrandi. Hann
gat samt ekki gleymt henni og hreifst
eftir þvi sem hann kafaði meira í sög-
una. Það tók hann síðan fimm ár með
hléum að fullklára handritið.
BaUard hefur ekki eingöngu fengist við
vísindaskáldsagnagerð. Ein þekktasta
bók hans er Empire of the Sun, sem
hann byggði á eigin ævi. Steven Spiel-
berg gerði kvikmynd eftir þeirri bók
fyrir tíu árum.
Þegar fram-
leiðandi
myndar-
innar Ro-
bert
Lantos
hafði séð
saeðf W' James Spader leikur
auglýsingamanninn
þ James Ballard, sem
u ft. kemur út úr bílslysi
með nýtt lífsviöhort.
mikla kvikmynd
mun ekki gera
aUa ánægða, en
hún á eftir að
hræra i fólki og
vekja það tU um-
hugsunar.“ Það
hefur komið á
daginn að það
voru orð að
sönnu.
Fyrir leikarana
var Crash erfið
reynsla en gef-
andi og bæði
James Spader og
Holly Hunter
segja að þrátt
fyrir erfiðleik-
ana við að finna
persónumar hafi
verið mjög gef-
andi að leika
þær. BaUard
sem fylgdist með
kvikmyndatök-
unni er fullur
aðdáunar á leik-
urunum: „Mér
fannst sérstaklega James Spader standa sig stórkostlega
og náði hann að lýsa fullkomlega persónunni eins og ég
hugsaði hana.“ Þá var BaUard ekki síður hrifinn af
kvenfólkinu. Fyrirfram vissi ég að það yrði mjög erfitt
að túlka kvenpersónumar enda ekki verið að túlka
venjulegar tilfinningar, þær þurftu að opna sig, lík-
amann sem og sálina, og þeim tókst það.“
Að lokum skulum við vitna í orð Cronenbergs: „Ég vUdi
gera Crash að áreitinni, ástríðufullri og gefandi kvik-
mynd. Ef áhorfandinn kemur út úr kvikmyndahúsinu
undir tilfmningalegu álagi þá veit ég að myndin hefur
virkað rétt.“
-HK
Deborah Unger og Elias
Koteas í hlutverkum sín-
um i Crash.
Hilmar Karlsson