Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1997, Side 55
X^'V' LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1997
Michael í Sam-bíóum:
Engillinn Travolta
Michael, sem Sam-bíóin frum-
sýndu í gær er enn ein myndin
með John Travolta sem slær i
gegn. í Phenomenon lék hann
einfaldan bifvélavirkja sem öðl-
ast yfimáttúrulegan kraft. í
Michael er hann enn ójarð-
bundnari því hann leikur erki-
engilinn Michael, sem er enginn
venjulegur engill. Michael er að
vísu með vængi eins og aðrir
englar, en englar með skegg-
brodda og frekar illa til hafðir
eru sjaldgæfari. Þannig er Mich-
ael þegar hann heimsækir jörð-
ina. Fréttir berast af komu hans
og blaðamenn fara á vettvang til
þess fyrst og fremst að afsanna
tilveru hans.
Michael er verk systranna
Nora og Delia Ephron sem lögðu
af stað með það að gera róman-
tíska gamanmynd sem hefði yf-
imáttúrulegt yfirbragð. Hug-
mynd um að gera mynd um eng-
il sem heimsækir jörðina kom
fljótt upp á yfirborðið og úr
henni var unnið. Þær systur
gerðu sér ljóst að til að dæmið
gengi upp þurfti leikara sem
hefði mikið aðdráttarafl: „John
Travolta var í raun strax i huga
okkar því hann hefur sýnt að
hann á auðvelt með að að vera
allt í senn sakleysislegur, stríð-
inn og kynþokkafullur," segir
Nora Ephron. Hlutverkið höfð-
aði til Travolta. „Ég las handrit-
ið meðan á tökum á Broken Ar-
row stóð yfir,“ segir John Tra-
volta, „ég sá strax að það var
hægt að gera Michael fyndinn
um leið og hægt var að skapa eft-
irtektarverða persónu.“
Dansinn hefur ailtaf loðað við
John Travolta. Hann var frægur
fyrir hiutverk sín í Saturday
Night Fever og Grease, þar sem
hann þurfti að sýna danshæfni
sína og eitt af bestu atriðum í
Pulp Fiction er dansatriðið með
honum og Uma Thurman. í
Michael fær hann tækifæri til að
dansa: „Eitt af því skemmtileg-
var einmitt Heartburn sem opn-
aði leið fyrir hana yfir í kvik-
myndimar, en hún skrifaði sjálf
handritið að kvikmyndinni, en í
aðalhlutverkum vom Jack
Nicholson og Meryl Streep.
Fyrir utan Sleepless in Seattle
og Michael hefur Nora Ephron
leikstýrt Mixed Nuts og This Is
My Life sem var hennar fyrsta
mynd sem leikstjóri. Nora
Ephron ert gift Nicholas Pileggi,
höfundi metsölubókarinnar
Wiseguy, sem hann svo
síðar skrifaði
kvikmyndahnd-
ritið að Good-
Fellas upp úr.
-HK
fyrst var það fyrir When Harry
Met Sally, síðan kom Silkwood
og þá Sleepless in Seattle. Önnur
afrek hennar í handritsgerð eru
My Blue Heaven, Cookie og This
Is My Life.
Áður en Nora Ephron byrjaði
að skrifa fyrir kvikmyndir var
hún mjög þekkt blaðakona. Hún
byrjaði feril sinn í þeim geira á
Esquire en fór síðan yfir á The
New York Times Magazine og
New York Magazine. Tvær bæk-
ur með greinum eftir hana,
Crazy Salad og Scribble,
Scribble urðu metsölubæk-
ur. Það var líka fyrsta
skáldsaga hennar Heart-
burn, en þar lýsir hún
í skáldsöguformi
hjónbandi hennar og
blaðamannsins fræga
Carl Bernstein, sem
er annar tveggja sem
komu upp um Wa-
tergate
annarri
mynd
sinni
Sleepless
in Seattle.
Ephron
hefur
þrisvar
fengið til-
nefningu
til ósk-
arsverð-
launa, var
það í öll
skiptin fyr-
ir besta
frumsamda
handritið,
John Travolta í hlutverki
erkiengilsins Michaels. Á
innfelldu myndinni er
Travolta í dansatriði.
asta við gerð myndarinnar var
þegar ég var að leikstýra John
Travolta í dansatriðinu, eða
þóttist gera það því það leikstýr-
ir enginn Travolta þegar hann
stígur danssporin,“ segir Nora
Ephron, „og satt best að segja
var dagurinn sem dansinn var
tekinn upp skemmtilegasti dag-
ur kvikmyndatökunnar. Þegar
verið var að æfa vildu að sjálf-
sögðu allir dansa við Travolta og
þau sem þorðu að koma fram
fengu svo sannarlega tækifæri,
þvi hann lék á alls oddi þennan
dag og margir fóru brosandi úr
vinnunni þann daginn.“
Auk John Travolta leika stór
hlutverk í myndinni William
Hurt, Andie MacDowell og Bob
Hoskins.
Fremst meðal jafningja
Nora Ephron er sá leikstjóri
kvenkyns ásamt Penny Mars-
hall, sem náð hefur hvað lengst i
hinni karlavænu leikstjórastétt í
Hollywood. Hún byrjaði feril
sinn sem handritshöfundur og
náði fljótt góðum árangri á þvi
sviði og þegar hún söðlaði um og
gerðist leikstjóri tók hún
Hollywood
með
trompi
með
kvikmyndiri
Kemur
Bergman
til Cannes?
í tilefni af því að í ár er haldin 50.
kvikmyndahátíðin í Cannes verður
veittur gullpálmi gullpálmanna og er
það í eina skiptið sem þessi verðlaun
verða veitt. Öllum fyrrum pálmavinn-
ingshöfum var boðið að greiða at-
kvæði um það hver ætti að fá þenn-
an gullpálma og þeir sem höfðu rétt
á honum eru leikstjórar sem aldrei
áður hafa fengið verðlaun. Það kom
engum á óvart að sigm-vegarinn var
Ingmar Bergman. Nú er aftur á móti
komið babb í bátinn, Bergman neit-
ar að yfirgefa eyjuna sína kæru,
Faro, og taka á móti verðlaununum.
Aðstandendur hátíðarinnar hafa þó
ekki gefið upp vonina og segja að
hann fái gullpálmann, hvort sem
hann vilji hann eða ekki.
Harold Ramis kominn á
lappirnar á ný
Viðtökurnar sem Multiplicity fékk
hjá almenningi í Bandaríkjunum
urðu leikstjóranum Harold Ramis
mikil vonbrigði. Hann er þó kominn
á lappirnar á ný og er að undirbúa
endurgerð gamanmyndarinnar
Bedazzled sem gerð var 1967. í þeirri
mynd lék Dudley Moore ástfanginn
kokk sem fær sjö óskir frá skrattan-
um og þarf í staðinn að láta sál sína
af hendi. Handrit þeirrar myndar
skrifuðu Dudley Moore og Peter'
Cook og sá síðamefndi lék skrattann.
Ekki er Ramis búinn að velja leikara
en fastlega er gert ráð fyrir að það
verði einhverjir af þeim „stóru“ í
Hollywood.
Nýjasta kvikmynd
Sigurjóns fær óblíðar
viðtökur
Lakeshore Entertainment, fyrirtæk-
ið sem Sigurjón Sighvatsson veitir
forstöðu, er farið að senda frá sér
kvikmyndir og er ein sú fyrsta róm-
antíska gamanmyndin Till There
Was You sem frumsýnd verður vest-
anhafs um helgina. Leikarar eru ekki
af verri endanum. Dylan McDermott,
Sarah Jessica Parker, Jeanne
Tripplehorn og Jennifer Aniston
leika öfl stór hlutverk. Ef marka má
dóm í Variety, þar sem meðal annars
er sagt að áhorfendur séu á iði í
sætunum vegna leiðinda, þá á hún
grýtta framtíð fyrir sér.
I BOÐI KRAKKAKLUBBS DV OG STJORNUBIOS
í tilefni af 5 ára afmæli Krakkaklúbbs DV
bjóða klúbburinn og Stjörnubíó öllum
Krakkaklúbbsfélögum í bíó
á myndina Gullbrá og birnirnir þrír.
Þeir sem geta ekki nýtt sér
bíómiðana fá í staðinn
gómsætan Kjöríshtunk.
Ávísanir á Kjöríshtunkana
verða afhentar hjá
umboðsmönnum DV
um land atlt.
Afhendingartími
á hverjum stað verður
auglýstur í DV
þriðjudaginn 8. apríl.
Krakkaklúbbssýningar verða alla laugardaga og sunnudaga í
apriT. kl. 15. Miðar verða afhentir á laugardögum hjá DV.
Þverhotti 11, frá kl. 10-14. Hver félagi færtvo bíómiða.
Munið að koma með Krakkaklúbbsskírteinin.
*