Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1997, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1997 10"V viðtal Magnús Geir Þórðarson, kornungur leikstjóri, setur upp bandarískt leikrit í Loftkastalanum: Magnús Geir Þórðarson er ungur leikstjóri sem þegar hefur getið sér gott orð í leiklistarheiminum þó hann sé aðeins 23 ára að aldri. Magnús smitaðist snemma af leik- húsbakteriunni og stofnaði á sínum tíma bamaleikhúsið Gamanleikhú- sið tíu ára gamall. Frumraun Magn- úsar Geirs í íslensku atvinnuleik- húsi var í fyrra þegar hann setti upp leikritið Stone Free sem var mesta sótta leiksýning ársins með 26 þúsund áhorfendur. Nýtt stykki er væntanlegt frá honum í Loftkast- alanum í júlí. Um er að ræða banda- ríska leikritið Veðmálið eftir verð- launahöfundinn Mark Medoff. „Gamanleikhúsið stofnaði ég ásamt félögum mínum en áður hafði ég leikið hjá Hrafni Gunnlaugssyni og í Þjóðleikhúsinu. Gamanleikhús- ið var tiltölulega aktíft áhugaleik- hús, setti upp átta leiksýningar. Fé- lagið vatt upp á sig. Við fórum í leikferðir út fyrir landsteinana. Einnig sýndum við í Iðnó, íslensku óperunni og í Borgarleikhúsinu. Síðustu sýningarnar voru settar upp þegar við vorum öll komin í framhaldsskóla,“ segir Magnús Geir. Magnús Geir er fæddur og uppal- inn í Reykjavík. Hann gekk í Mela- skóla, Hagaskóla og MR. Þar tók hann meðal annars þátt í leiksýn- ingu á Herranótt. Eftir stúdentspróf lá leiðin til Englands. Þar stundaði hann nám í virtum leiklistarskóla, Bristol Old Vic Theatre School, sem stofnaður var af Sir Laurence Olivi- er. Nám í leikstjórn „Ég var mjög ánægður með nám- ið í Bristol. Það var sniðið að þörf- um hvers og eins þannig að ég gat einbeitt mér að því sem mér fannst mig helst skorta. Einnig var mjög hollt að fara frá íslandi og fá víðari sjóndeildarhring. Leikhús í Englandi er kannski ekki í neitt gríðarlega mikilli gerjun en þar er sterk leikhúshefð og mikið af stór- kostlegum leikurum. Ég tel það vera góðan grunn fyrir mig. Skólinn var rekinn í nánu sambandi við starf- andi leikhúsmenn. Það er mjög já- kvætt,“ segir Magnús Geir. Þegar heim kom tók við starf sem verkefnastjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Starfið fólst í því að skipuleggja ásamt leikhússtjóra aðra starfsemi og samstarfsverkefni leikfélagsins. „Mér fannst að með þessum nýj- Andorra fyrir leikfélag MR Á Herra- nótt. Aðalleikararnir Baltasar Kormákur, Margrét Vilhjálmsdóttir, Benedikt Erlingsson og Kjartan Guðjónsson ásamt leik- stjóra sínum, Magnúsi Geir Þórðarsyni, sem er talsvert yngri en þeir allir. ungum bættist skemmtilegur vaxt- arbroddur við þá starfsemi sem fyr- ir var í húsinu,“ segir Magnús Geir. Árið 1996 setti hann upp leikritið Sjálfsmorðið fyrir leikfélag MR Á Herranótt. Mér fannst sérstaklega gaman að vinna með Herranótt. Þar er mikill kraftur og leikgleði. Því þáði ég boð um að leikstýra þar aftur í vetur þegar við settum upp Andorra eftir Marx Frisch. Metnaðurinn er mik- ill. Kannski er sérstaklega gaman fyrir mig að vinna með þessu fólki þar sem ég er ekki langt frá því í aldri,“ segir Magnús Geir. Stone Free var mest sótta sýning leikársins 1996. Leikfélag íslands setti sýninguna upp í samstarfi við LR. Aðstandendur sýningarinnar óraði ekki fyrir þessari velgengni. „Auðvitað vonuðum við það besta og trúðum statt og stöðugt á Stone Free. Við þurftum síðan að hætta fyrir troðfullu húsi þar sem samn- ingar við listamennina voru runnir út og margir búnir að lofa sér í önn- ur verkefni," segir Magnús Geir. Drepfyndið og spennandi Nú er Leikfélag íslands aftur komið af stað og í þetta sinn með leikritið Veðmálið í samstarfi við Flugfélagið Loft. „Það er afskaplega ánægjulegt að setja þetta upp í samstarfi við Lofts- menn. Hópurinn sem stendur á bak við uppfærsluna er mjög sterkur. Þar er valinn maður í hverju rúmi og við erum með frábæra lista- menn,“ segir Magnús Geir. Að sögn Magnúsar Geirs er Veð- málið mjög skemmtilegt verk, spennandi og drepfyndið. Það ætti að höfða til allra því þar er verið að fjalla um sammannlegar tilfinning- ar, ást, vináttu og afbrýði. Baltasar Kormákur, Margrét Vil- hjálmsdóttir, Benedikt Erlingsson og Kjartan Guðjónsson leika aðal- hlutverkin. Verkið hefur farið sig- urför um Bandaríkin og gekk lengi fyrir fullu húsi á Broadway. -em Stone Free var mest sótta leiksýning ársins 1996. Magnús Geir setti upp leikritið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.