Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1997, Blaðsíða 10
10
LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1997 10"V
viðtal
Magnús Geir Þórðarson, kornungur leikstjóri, setur upp bandarískt leikrit í Loftkastalanum:
Magnús Geir Þórðarson er ungur
leikstjóri sem þegar hefur getið sér
gott orð í leiklistarheiminum þó
hann sé aðeins 23 ára að aldri.
Magnús smitaðist snemma af leik-
húsbakteriunni og stofnaði á sínum
tíma bamaleikhúsið Gamanleikhú-
sið tíu ára gamall. Frumraun Magn-
úsar Geirs í íslensku atvinnuleik-
húsi var í fyrra þegar hann setti
upp leikritið Stone Free sem var
mesta sótta leiksýning ársins með
26 þúsund áhorfendur. Nýtt stykki
er væntanlegt frá honum í Loftkast-
alanum í júlí. Um er að ræða banda-
ríska leikritið Veðmálið eftir verð-
launahöfundinn Mark Medoff.
„Gamanleikhúsið stofnaði ég
ásamt félögum mínum en áður hafði
ég leikið hjá Hrafni Gunnlaugssyni
og í Þjóðleikhúsinu. Gamanleikhús-
ið var tiltölulega aktíft áhugaleik-
hús, setti upp átta leiksýningar. Fé-
lagið vatt upp á sig. Við fórum í
leikferðir út fyrir landsteinana.
Einnig sýndum við í Iðnó, íslensku
óperunni og í Borgarleikhúsinu.
Síðustu sýningarnar voru settar
upp þegar við vorum öll komin í
framhaldsskóla,“ segir Magnús
Geir.
Magnús Geir er fæddur og uppal-
inn í Reykjavík. Hann gekk í Mela-
skóla, Hagaskóla og MR. Þar tók
hann meðal annars þátt í leiksýn-
ingu á Herranótt. Eftir stúdentspróf
lá leiðin til Englands. Þar stundaði
hann nám í virtum leiklistarskóla,
Bristol Old Vic Theatre School, sem
stofnaður var af Sir Laurence Olivi-
er.
Nám í leikstjórn
„Ég var mjög ánægður með nám-
ið í Bristol. Það var sniðið að þörf-
um hvers og eins þannig að ég gat
einbeitt mér að því sem mér fannst
mig helst skorta. Einnig var mjög
hollt að fara frá íslandi og fá víðari
sjóndeildarhring. Leikhús í
Englandi er kannski ekki í neitt
gríðarlega mikilli gerjun en þar er
sterk leikhúshefð og mikið af stór-
kostlegum leikurum. Ég tel það vera
góðan grunn fyrir mig. Skólinn var
rekinn í nánu sambandi við starf-
andi leikhúsmenn. Það er mjög já-
kvætt,“ segir Magnús Geir.
Þegar heim kom tók við starf sem
verkefnastjóri hjá Leikfélagi
Reykjavíkur. Starfið fólst í því að
skipuleggja ásamt leikhússtjóra
aðra starfsemi og samstarfsverkefni
leikfélagsins.
„Mér fannst að með þessum nýj-
Andorra fyrir leikfélag MR Á Herra-
nótt.
Aðalleikararnir Baltasar Kormákur, Margrét Vilhjálmsdóttir, Benedikt Erlingsson og Kjartan Guðjónsson ásamt leik-
stjóra sínum, Magnúsi Geir Þórðarsyni, sem er talsvert yngri en þeir allir.
ungum bættist skemmtilegur vaxt-
arbroddur við þá starfsemi sem fyr-
ir var í húsinu,“ segir Magnús Geir.
Árið 1996 setti hann upp leikritið
Sjálfsmorðið fyrir leikfélag MR Á
Herranótt.
Mér fannst sérstaklega gaman að
vinna með Herranótt. Þar er mikill
kraftur og leikgleði. Því þáði ég boð
um að leikstýra þar aftur í vetur
þegar við settum upp Andorra eftir
Marx Frisch. Metnaðurinn er mik-
ill. Kannski er sérstaklega gaman
fyrir mig að vinna með þessu fólki
þar sem ég er ekki langt frá því í
aldri,“ segir Magnús Geir.
Stone Free var mest sótta sýning
leikársins 1996. Leikfélag íslands
setti sýninguna upp í samstarfi við
LR. Aðstandendur sýningarinnar
óraði ekki fyrir þessari velgengni.
„Auðvitað vonuðum við það besta
og trúðum statt og stöðugt á Stone
Free. Við þurftum síðan að hætta
fyrir troðfullu húsi þar sem samn-
ingar við listamennina voru runnir
út og margir búnir að lofa sér í önn-
ur verkefni," segir Magnús Geir.
Drepfyndið
og spennandi
Nú er Leikfélag íslands aftur
komið af stað og í þetta sinn með
leikritið Veðmálið í samstarfi við
Flugfélagið Loft.
„Það er afskaplega ánægjulegt að
setja þetta upp í samstarfi við Lofts-
menn. Hópurinn sem stendur á bak
við uppfærsluna er mjög sterkur.
Þar er valinn maður í hverju rúmi
og við erum með frábæra lista-
menn,“ segir Magnús Geir.
Að sögn Magnúsar Geirs er Veð-
málið mjög skemmtilegt verk,
spennandi og drepfyndið. Það ætti
að höfða til allra því þar er verið að
fjalla um sammannlegar tilfinning-
ar, ást, vináttu og afbrýði.
Baltasar Kormákur, Margrét Vil-
hjálmsdóttir, Benedikt Erlingsson
og Kjartan Guðjónsson leika aðal-
hlutverkin. Verkið hefur farið sig-
urför um Bandaríkin og gekk lengi
fyrir fullu húsi á Broadway.
-em
Stone Free var mest sótta leiksýning ársins 1996.
Magnús Geir setti upp leikritið.