Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1997, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1997, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1997 DV isælkerinn________________________________________ Checiche-sjávarfang í sítrónu: Argentína hefur nokkuð verið til umfjöllunar í þjóðfélaginu upp á síðkastið, ekki kannski hvað síst vegna bíómyndarinnar og söngleiksins um Evu Peron eða Evítu. íslendingar hafa í æ rík- ara mæli sótt hugmyndir austur til Asíu og vestur til Ameríku. Þennan rétt hafa Suður- Amerík- anar eiginlega allir eignað sér en argentínskur er hann að sögn sérfræðinga. Hér er ekki verið að finna upp hjólið því íslendingar eru mjög gjama með svipaðan rétt á boðstólum hjá sér. Fullboðlegur Argentínskur réttur sem þykir fullboðlegur er sóttur í sameign- lega smiðju þeirra Andreu Gylfa- dóttur, Evítu, og matreiðslu- mannanna á Argentínu steik- húsi. Hér er um að ræða forrétt fyrir fjóra, sjávarfang sem íslend- ingar ættu að eiga auðvelt með að tileinka sér. „Á að borða þetta hrátt,“ spurði saklaus blaðamaðurinn, blautur á bak við eyran þegar matreiðsla er annars vegar en viijugur að læra, þegar hann sá uppskriftina. Svarið kom um hæl: „Þetta er ekki hrátt þar sem fiskurinn soðnar í sítrónunni. reiðslumeistari. Og þá vitið þið það og þá er bara að prófa. Muna bara að best er að baka brauðið heima og leyfa allri fjölskyldunni að taka þátt. Þetta er létt og gott áður en fólk skellir sér á steikina af grillinu. Uppskrift 100 g bein- og roðlaus smálúða 100 g bein- og roðlaus lax 100 g hörpuskelfiskur 100 g rækjur /i dl sítrónusafi % dl hvítvínsedik /2 dl hvítvín 1 vorlaukur /z rauð paprika 5 stk. svartar góðar olífúr 2 msk ólífuolía (græn) nýmulinn svartur pipar ögn salt Aðferð Skerið fiskinn í bita á stærð við rækjumar. Skerið grænmetið smátt. Steinhreinsið ólífumar og skerið í smábita. Blandið öllu saman og látið standa í kæli í minnst 12 tíma. Hrærið ööru hverju. Berið fram á salatblaði með nýbök- uðu brauði. -sv Andrea Gyifadóttir er fullsæmd af því að bjóða upp á Ceciche- sjávarfang í sítrónu. DV-mynd JAK Fiskurinn er svo eggjahvíturíkur að hann soðn- ar í sýranni," segir Ingvar Sigurðsson mat- Krabbagrateng með eggjum Krabbagrateng er góm- sætrn- léttur réttur sem fljótlegt er að elda. Réttur- inn er fyrir 5-6 manns. 2 gulir laukar 1 paprika 1 hvítlauksgeiri 50 g smjör eða smjörlíki 2 msk. hökkuð steinselja 3 harðsoðin egg 1 egg 2 msk. brauðrasp /> tsk. vineger 1 tsk. salt 1 hnífsoddur svartur pipar 1 tsk. paprikuduft 1-2 krabbadósir með 185 g hver. Stillið ofninn á 250 gráð- ur. Afhýðiö og hakkið laukinn. Skeriö paprikuna í teninga og takið úr henni kjarnann. Pressið hvítl- aukinn. Svissið lauk, papriku og hvítlauk í feit- inni ásamt steinseljunni á vægum hita undir loki í 6-8 mínútur. Takið skurn- ina af eggjunum og hakkið þau. Blandið þeim saman við hráu eggin. Blandið eggjunum og brauð-raspin- um saman við grænmetiö. Bragðbætið með vineger, pipar og paprikudufti. Hreinsið krabbann og skerið kjötið í litla bita. Blandið kjötinu varlega saman við eggja- og græn- metisblönduna. Gratineriö efst í ofninum þar til rétt- urinn er orðinn gegnheit- ur, í 5-7 mínútur. Beriö fram strax með ristuðu eða heitu, nýbökuðu brauði. -em '(fpatgæðingur vikunnar Soffía Sæmundsdóttir: Kryddleginn fiskur og austurlenskt grjónasalat Matgæðingur vikunnar er Soffia Sæmundsdóttir myndlistarkona. Soff- ía gefur uppskrift að kryddlegnum fiski og austurlensku grjónasalati sem era mjög gómsætir réttir. 1 kg fiskur (lax, lúða, rækjur, hörpudiskur) 1 græn paprika 1 rauö paprika 1 gulrót y2 blaðlaukur /2 rauðlaukiu- lögur 1 boUi sítrónusafi 1 bolli edik (hvítvinsedik) 1 bolli mysa eða hvítvín 1 msk. Herbs de Provence 1 tsk. sykur 1 tsk. rósapipar Fiskurinn skorinn í u.þ.b. 1 sentí- metra bita. Grænmetið skorið smátt, allt jafnstórt. Blandað saman við löginn og látið marinerast í sólar- hring. Borið fram með ristuðu brauði og hvítlaukssósu. Hvítlaukssósa 1 dós sýrður rjómi 2 msk. majones 1 tsk. Dijon sinnep 2 msk. ijómi örlítill safi af sýrðum gúrkum 1 hvítlauksrif 1 tsk. sykur steinselja klippt yfir. Öllu blandað saman og kælt. H Austurlenskt grjóna- salat 4 dl soðin hrísgrjón (eða kús kús) 1 laukur 2 hvítlauksgeirar 2 dl rúsínur 1 rauð paprika 100 g svartar og grænar ólífur graslauksbúnt 1 dl sesamfræ lögur 2 msk. ljóst vínedik 4 msk. ólifuolía salt + pipar Paprika og laukur skorin smátt og blandað saman við hrísgrjónin ásamt klipptum graslauk, rúsínum og ses- amfræjum. Ólifurnar skornar i tvennt og bætt út í. Lögurinn settur út í og öllu blandað vel saman og lát- ið bíða í a.m.k. tvo tíma. Soffla skorar á Gunnhildi Stef- ánsdóttur, sann- færð um að hún lumi á ein- hverjum góð- um uppskrift- um.. Soffía Sæmundsdóttir myndlistarkona er matgæöingur vikunnar. DV-mynd E.ÓI. Ostasalat Ostasalat er léttur og gómsætur réttur. Uppskriftin er fyrir fjóra. 4 dl soðnar makkarónur 2 harðsoðin egg 2 tómatar 10-12 radisur 100-150 g ostur Sósa 50 g mjúkostur 1 msk. sitrónusafi /2 di rjómi 2 msk. fínhakkað dill og graslaukur Takið skumina af eggjunum og skerið þau ásamt tómötunum og radísunum í sneiðar. Skerið ost- inn I teninga. Setið makkarónur, egg, tómata, radísur og ost í skál. Hrærið mjúkostinn út í sítrónusafa og rjóma. Sósan á að vera talsvert mjúk. Smakkið til með kryddi, salti og pipar. Hellið sósunni yfir salatið og látið það standa á köldum stað í 15 mínút- ur áður en það er borið fram. Ber- iö fram með grófú brauði. Skinkuhorn 1 pakki djúpfryst smjördeig, ca 425 g 1 lítill laukur 25 g smjör eða smjörlíki 250 g soðin skinka y2 dl finhökkuð steinselja m tsk. sinnep, ósætt 3 egg salt nýmalaður svartur pipar Stillið ofhinn á 200 gráður. Tak- ið snyördeigsplötumar úr pakk- anum og látið þær þiðna í tíu mínútur. Afhýðið og hakkið lauk- inn. Steikið hann þar til hann er mjúkur. Skerið skinkuna í ten- inga og blandið hana ásamt stein- seljunni og sinnepinu I laukinn. Þeytið saman eggin og hrærið þeim saman við blönduna. Bragðbætið með salti og pipar. Fletjið út, skerið í ferhyminga og síðan í minni þríhyminga. Deilið fyllingunni á deigið og rúllið skinkuhornunum saman frá breiðari endanum. Leggiö þau á plötu sem búið er að skola með vatni. Bakið í miðjum ofninum í 12-15 mínútur. Berið fram strax með salati. -em
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.