Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1997, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1997 1 fréttir Bæjarráö Vesturbyggðar: Óskar eftir opinberri rann- sókn á Látravíkurmáli - hrikalegt mál, segir formaður bæjarráðs Vesturbyggðar Bæjarráð Vesturbyggðar sam- þykkti á bæjarráðsfundi í fyrra- kvöld að óska eftir opinberri rann- sókn á lányeitingu Patrekshrepps til handa Útgerðarfélagi Patreks- fjarðar vegna skuldabréfs með veði í Látravík BA 66 sem útgefið var 5. mars 1993. Veðskuldabréflð er að fjárhæð tæplega 46 milljónir króna. Þá fer bæjarráð einnig fram á að skoðað verði sérstaklega, með hlið- sjón af sveitarstjómarlögum hvað varðar fjárhagslega ábyrgð, hver voru afskipti og aðild oddvita og for- manns hreppsráðs Patreksfjarðar, þ.e. þeirra Sigurðar Viggóssonar og Bjöms Gíslasonar, vegna lánveit- ingarinnar með hliðsjón af setu þeirra í stjóm Útgerðarfélags Pat- reksfjarðar á þeim tíma. Sigurður Viggósson hefur verið leystur frá störfum sem annar af skoðunarmönnum ársreikninga Vesturbyggðar. Bréfinu aldrei þinglýst Forsaga málsins er sú að Útgerð- arfélag Patreksfjarðar skuldaði Pat- rekshreppi verulegar fjárhæðir. Samkomulag varð um að ganga frá þeim skuldum með því að útgerðar- félagið gæfi út veðskuldabréf með veði í eignum félagsins til trygging- ar gréiðslu skuldarinnar. Ákveðið var að setja tryggingu á Látravík- ina. Löngu síðar kom í ljós, þegar nýir sveitarstjómarmenn vom komnir til starfa, að veðskuldabréf- inu hafði aldrei verið þinglýst. Gerð var dauðaleit að bréflnu sem að lok- um fannst í bankahólfí í Lands- banka íslands á Patreksfírði. Þá kom fram að nýtt veðskuldabréf hafði verið gert og þinglýst á Látra- víkina, að upphæð rúmar 11 millj- ónir króna. Bæði bréfin eru sett á áttunda veðrétt og með sömu undir- skriftum þeirra einstaklinga sem þama eiga í hlut. Hrikalegt mál „Bjöm og Sigurður skrifuðu und- ir bæði veðskuldabréfm. Fyrst fyrir Patrekshrepp upp á rúmar 43 millj- ónir. Þeir þinglýstu aldrei bréfinu, veittu síðan öðrum veðréttinn og hagsmunir sveitarfélagsins fóm bara fyrir bí. Hér er um að ræða geming sem að stóðu stjómarfor- maður Útgerðarfélags Patreksfjarð- ar og framkvæmdastjóri sem jafii- framt áttu sem oddviti og varaodd- viti að gæta hagsmuna sveitarfé- lagsins. Þetta er auðvitað hrikalegt mál. Svo sitjum við í Vesturbyggð eftir með sárt ennið og allar skuld- imar. Lánið stendur á sveitarfélag- inu núna og er í 60 milljónum með vöxtum. Þetta em engar smáupp- hæðir og vora þó nógar skuldir fýr- ir. Þetta er afar sorglegt," segir Ólaf- m- Öm Ólafsson, formaður bæjar- ráðs Vesturbyggðar, aðspurður um málið. -RR Máltækiö segir aö hvítir hrafnar séu sjaldséðir. Hvítir þrestir eru álíka sjald- séöir. Einn slikur heldur sig þó i húsagaröi í Garöabæ. Heimilisfólkiö segir hann einstaklega mannelskan og gæfan. Fólkinu var sagt, á Náttúrufræði- stofnun, aö hér væri um afar sjaldgæft fyrirbæri í fuglaríkinu aö ræöa. Hér má sjá hvíta þröstinn meö maök í gogginum. DV-mynd GVA Ingólfur Margeirsson: Gáttaður á ærumeiðingum Hannesar „Ég vissi nú ekki hvaðan á mig stóð veðrið þegar ég las þessar dæmalausu fúllyrðingar Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar í dálkn- um Með og á móti í DV í gær. Ég hef aldrei unnið hjá Jóni Ólafssyni eða þegið laun hjá honum, hvað þá fyr- ir að hanna ímynd hans í fjölmiðl- um. Ég er satt að segja gáttaður á því að prófessor við Háskóla íslands geti vaðið með slíkar ærumeiðingar í víðlesinn fjölmiðil," segir Ingólfur Margeirsson. Logi Ólafsson var leystur frá störfum - Eggert Magnússyni falið að heQa viðræður við Guðjón Þórðarson Stjóm Rnattspymusambands ís- lands ákvað á fundi sínum á ffrnmtu- dagskvöldið að leysa Loga Ólafsson, þjáifara A-landsliðs karla, frá störf- um. „Það var ávailt fullur stuðningur við Loga fyrir leikinn gegn Lithámn en eftir þann leik varð ljóst á næsta stjómarfundi á eftir að það var ekki áhugi fyrir því að framlengja samn- inginn við hann. Menn tóku síðan sínar ákvarðanir í framhaldi af því af ýmsum ástæðum og okkur fannst þessi tímasetning núna ágæt að því leytinu til að það era enn noklfffr leikir eftir í þessari keppni sem ætti að gefa nýjum þjáifara færi á að móta nýtt lið fyrir næstu keppni," sagði Eggert Magnússon, formaður KSÍ, við DV i gær. „Ástæða uppsagnarinnar er auð- vitað fyrst og fremst sú að árangur liðsins hefur því miður verið lélegur, hverju sem um er að kenna, en við hjá KSÍ vitum að Logi er góður þjálf- ari eins og hann hefur áður sýnt. Það er nú hins vegar þannig í boltanum að hann dettur ekki alltaf fýrir fætur manna og kannski passar bara þessi þjáifari ekki á þessum stað á þessum tima. Staðreyndimar eru því bara þessar í dag en frá því ég tók við KSÍ man ég ekki eftir eins neikvæðri og áhugalausri umfjöllun um landsliðið og verið hefur undanfarið,“ sagði Eggert en sú umfjöllun sem landslið- ið hefur fengið í þjóðfélaginu undan- farið hlýtu bara að vera í beinu sam- hengi við gengi liðsins. Logi mun fá starfslokasamning við knattspymusambandið sem mun ná til loka upphaflegs ráðningartíma hans, þ.e. til haustsins. Guðjón efstur á óskalistanum Eftir að ákvörðun stjómar KSÍ lá fyrir var Eggert Magnússyni, for- manni sambandsins, falið að heíja viðræður við Guðjón Þórðarson, fyrram þjálfara Skagamanna, um hvort hann væri reiðubúinn að taka að sér landsliðið. „Ég hafði samband við Guðjón í síma í morgun (í gærmorgun) og sagði honum frá stöðu mála og hann hafði greinilega mikinn áhuga á starfinu og tilbúinn í nánari viðræð- ur,“ sagði Eggert að lokum. Það kemur fáum á óvart að KSÍ skuli fyrst hefja viðræður við Guðjón þvi hann hefur náð frábærum ár- angri síðustu árin sem þjálfari. Und- ir hans stjóm urðu Skagamenn fjór- um sinnum íslandsmeistarar og unnu líka bikarinn, hann gerði KA að íslandsmeisturum og KR-inga að tvöfóldum bikarmeisturum. íslendingar eiga eftir að leika íjóra leiki í undankeppni HM. Liðið hefúr hlotið þrjú stig af 18 mögulegum. Nýr þjálfari mun stýra liðinu tvívegis gegn Liechtenstein, gegn írum og Rúmenum. Auk þess verður afinæl- isleikur gegn Norðmönnum í tengsl- um við 50 ára aftnæli KSÍ á Laugar- dasvellinum 20. júlí. Ekki náðist í Loga Ólafsson þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. -JKS/ÖB HAFNARFJÖRÐUR • LAUGALÆKUR • SELFOSS • VESTURLANDSVEGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.