Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1997, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1997, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1997 39 Tóvinna í Húsinu 1 r -if' ;• Unnið verður úr ull í Byggðasafni Ár- nesinga í Húsinu á Eyrarbakka í dag og á morgun milli kl. 14 og 17. Þá koma kon- ur frá ullarverkstæðinu á Þingborg í heimsókn. Þingborgarkonur hafa um ára- bil unnið að því að endurvekja og við-- halda ullarvinnslu í margvíslegu formi.' Mikil hefð hefur verið fyrir tóvinnu og vefnaði i Húsinu gegnum tiðina. Atvinnulífssýning á Hvammstanga Vegleg atvinnulífssýning verður hald- in i Félagsheimilinu á Hvammstanga nú um helgina. Fjöldi fyrirtækja og stofnana úr Vestur- Húnavatnssýslu sýnir starf- semi sina og afurðir. Sýningin verður-' opin frá kl. 13-19 á laugardeginum og 13-18 á sunnudeginum og er aðgangur ókeypis. Akranes... milli fjalls og fjöru Valgeir Benediktsson opnar í dag handverkshús í Árnesi í Trékyllisvík á Ströndum. Húsið er byggt úr rekaviði og þar verður handverk og listmunir eftir hagleiksmenn í héraðinu til sýnis og sölu. í húsinu verður einnig sýning á gömlum munum og myndum. Kaffiveit- ingar verða til kl. 14 í tilefni opnunarinn- ar. Mývatnsmaraþon Mývatnsmaraþon ’97 er haldið í dag. Þátttakendur leggja af stað frá Skútustöð- um og hlaupa kringum Mývatn. Mara- þonhlaupið hefst kl. 12 og hálfmaraþon kl 13. Upphitun fyrir 10 km og 3 km hlaup byrjar kl. 13.30 og blásið til leiks kl 14. Skipt verður í hópa eftir aldri og kyni. Vöru- og þjónustusýning í tilefni af afmælisári Sauðárkróks- kaupstaðar verður vöru- og þjónustusýn- ing haldin í íþróttahúsi Sauðárkróks dag- ana 9.-13. júlí. Á sýningunni munu fyrir- tæki og stofnanir, einkum í Skagafirði og á Norðurlandi, kynna starfsemi sína og framleiðslu. Sérstök dagskrá verður alla dagana þar sem meðal annars verður boðið upp á tískusýningar, kynningar, tónlist og skemmtiatriði. -VÁ Byggðasafnið að Görðum Steinsnar frá íþróttarsvæð- inu er Byggðasafnið að Görð- um þar sem margir fágætir munir eru í annars fjöl- breyttu safni. Fyrir innan Garða er skógrækt Akurnes- inga og golfvöllur. Hvarvetna af Akranesi sést til fjallsins sem einkennir byggðina og er í merki hennar. Hér hefur verið stiklað á stóru frá fjörunni til fjallsins en á leiðinni getur ferðamað- urinn séð eitt af einkennum Akraness. Hafi ferðamaður- inn sannfærst um að á einum degi sé ekki hægt að skoða allt Handverkshús áStröndum Það er sagt að umhverfið móti okkur að hluta til en nokkur hluti sé í genunum. Nýlega sagði lands- þekktur knattspyrnuþjálfari að ef Skagamenn yrðu íslandsmeistarar í fótbolta í 6. skipti í röð hlyti fótbolt- inn að vera í genunum. Andinn og umhverfið á Skaganum hefur engu að síður átt sinn þátt í þvi að byggja upp sigurlið. Ferðamaður sem heimsækir Skagann hrífst með og sannfærist um jákvæð áhrif um- hverfisins. Ferðamaður ætti að hafa þrjú orð í huga þegar hann heim- sækir Skagann. Útivist, útgerð ... og íþróttir. Dægradvöl ferðamanna tengist þessum þáttum í lífi bæjar- búa. Allir velkomnir Sundlaugin á Akranesi. Skagamenn hafa orðið íslandsmeistarar í fótbolta fimm ár í röð. ;r % 'h-Æ. „ 7 -^Í’J Á byggðasafninu að Görðum eru margir fágætir munir. það sem markvert er og upplifa stemninguna þá eru á Akranesi gististaðir við allra hæfi og veit- ingastaðir sem bjóða upp á fjöl- breyttan og góðan mat. Ekki hefðbundinn ferðamannastaður Akranes hefur þrátt fyrir allt ekki á sér blæ hefðbundins ferða- mannastaðar með ijölbreytta til- búna afþreyingu fyrir ferðamenn. Allt sem ferðamönnum er boðið upp á tengist atvinnuháttum og lífi bæjarbúa. Hægt er að bregða sér á sjóstöng og fá aflann matreiddan á einu af veitingahús- um bæjarins. Þannig flétta Skaga- menn saman því sem þeir þekkja best og þjónustu við ferðamenn. Bærinn er og verður útgerð- ar-, þjónustu- og verslunarstaður. @.mfyr;Akraborgin að hætta Sæmundur sérleyfishafi heldur uppi ferðum milli Akraness og Reykjavíkur en langflestir koma nú með Akraborginni eða á eigin bílum fyrir Hvalfjörð. Nú fer hver að verða síðastur að nota Akra- borgina til að ferðast á milli Akra- ness og Reykjavíkur. Gert er ráð fyrir að hún hætti þegar Hval- fjarðargöngin verða opnuð. Göng- in stytta leiðina um 60 km og inn- an við klukkustundarakstur verð- ur frá miðborg Reykjavíkur til Akraness. Gera má ráð fyrir að göngin hafi mikið aðdrátt- arafl, að minnsta kosti í fyrstu. Steyptar götur bæjarins minna á steinlögð stræti gam- als bæjar i Evrópu. Göturnar gefa bænum sérstakt yfir- bragð en byrjað var að steypa þær löngu áður en flest bæjar- félög fóru að úða tjöru á sínar götur. Þetta hefur leitt til þess að löng hefð er fyrir því og reyndar sjálfsagður hlutur að halda bænum hreinum og snyrtilegum - hann er því laus við allt tjöruryk. Ferða- menn fá það strax á tilfinning- una að á Skagann eru þeir velkomnir og að hér hefur ekki verið búin til nein gervi- veröld fyrir þá. Þeir verða einfaldlega hluti bæjarlífs. -DVÓ Það sem markvert er að sjá Þegar gengið er um Akranes dug- ir vart dagurinn til að skoða það sem markvert er milli fallegrar Qöru og fjallsins, Akrafjalls. Kirkj- an á Akranesi setur svip á bæinn rétt eins og Hallgrimskirkja á Reykjavík. Hún var reist árið 1896 og þykir með fegurstu guðshúsum á landinu. Skirnarfontur er gerður af Ríkarði Jónssyni og altaristafla af Sigurði Guðmyndssyni málara. Á Akratorgi, í hjarta bæjarins, stendur minnismerki sjómanna, stytta eftir Martein Guðmundsson, sem minnir á þann toll sem hafið hefur tekið. Langisandur er ein af útivistarperlum Akraness hvort sem ferðamenn vilja stunda sjóböð, göngu, skokk eða njóta útsýnis til Reykjanesskagans. Fyrir ofan Langasand, á Jaðarsbökkum, er miðstöð iþrótta í bænum - ekki færri en tíu íþróttavellir, tvö íþróttahús og tvær sund- laugar (úti og inni). Þessi að- staða er einhver sú besta á landinu og ekki spillir um- hverfið. N U ER KOMIN TIÐIN TIL AT HEIMSÖKJA FÖROYAR ! Færeyjaferöir d frdbæru verbi ./00, . VERÐ frá kr. mann’ *Verö miöast vib 4. manna fjölskyldu d eigin bíl í svefnpokaplássi. Tveir fuilorðnir og tvö börn yngri en 15 ára. Vikuferbir 5. og 12. júní. Siqlinq - Hótel - Bíll rJ r" f \ VERÐ frá kr. *Verb mibast vib vikuferb fyrir 4. manna fjölskyldu á éigin bíl. Tveir fullorbnir og tvö börn yngri en 15 ára. Gisting á Hótel Foroyar í 5 daga mcb morgunmat. Ef 2 í bíl þá er verbib 38.550 kr á mann. f jöldi armara feróamöguleika S £ § CO ■á u, '< '2 Uh H PZ co mann’' NORRÆNA FERÐASKRIFSTDFAN LAUGAVEGUR 3 • SÍMI: 562 6362 AUSTFAR ehf. og umboðsmenn 472
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.