Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1997, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1997
39
Tóvinna í Húsinu
1 r -if' ;•
Unnið verður úr ull í Byggðasafni Ár-
nesinga í Húsinu á Eyrarbakka í dag og
á morgun milli kl. 14 og 17. Þá koma kon-
ur frá ullarverkstæðinu á Þingborg í
heimsókn. Þingborgarkonur hafa um ára-
bil unnið að því að endurvekja og við--
halda ullarvinnslu í margvíslegu formi.'
Mikil hefð hefur verið fyrir tóvinnu og
vefnaði i Húsinu gegnum tiðina.
Atvinnulífssýning á
Hvammstanga
Vegleg atvinnulífssýning verður hald-
in i Félagsheimilinu á Hvammstanga nú
um helgina. Fjöldi fyrirtækja og stofnana
úr Vestur- Húnavatnssýslu sýnir starf-
semi sina og afurðir. Sýningin verður-'
opin frá kl. 13-19 á laugardeginum og
13-18 á sunnudeginum og er aðgangur
ókeypis.
Akranes... milli fjalls og fjöru
Valgeir Benediktsson opnar í dag
handverkshús í Árnesi í Trékyllisvík á
Ströndum. Húsið er byggt úr rekaviði og
þar verður handverk og listmunir eftir
hagleiksmenn í héraðinu til sýnis og
sölu. í húsinu verður einnig sýning á
gömlum munum og myndum. Kaffiveit-
ingar verða til kl. 14 í tilefni opnunarinn-
ar.
Mývatnsmaraþon
Mývatnsmaraþon ’97 er haldið í dag.
Þátttakendur leggja af stað frá Skútustöð-
um og hlaupa kringum Mývatn. Mara-
þonhlaupið hefst kl. 12 og hálfmaraþon kl
13. Upphitun fyrir 10 km og 3 km hlaup
byrjar kl. 13.30 og blásið til leiks kl 14.
Skipt verður í hópa eftir aldri og kyni.
Vöru- og
þjónustusýning
í tilefni af afmælisári Sauðárkróks-
kaupstaðar verður vöru- og þjónustusýn-
ing haldin í íþróttahúsi Sauðárkróks dag-
ana 9.-13. júlí. Á sýningunni munu fyrir-
tæki og stofnanir, einkum í Skagafirði og
á Norðurlandi, kynna starfsemi sína og
framleiðslu. Sérstök dagskrá verður alla
dagana þar sem meðal annars verður
boðið upp á tískusýningar, kynningar,
tónlist og skemmtiatriði.
-VÁ
Byggðasafnið
að Görðum
Steinsnar frá íþróttarsvæð-
inu er Byggðasafnið að Görð-
um þar sem margir fágætir
munir eru í annars fjöl-
breyttu safni. Fyrir innan
Garða er skógrækt Akurnes-
inga og golfvöllur. Hvarvetna
af Akranesi sést til fjallsins
sem einkennir byggðina og er
í merki hennar.
Hér hefur verið stiklað á
stóru frá fjörunni til fjallsins
en á leiðinni getur ferðamað-
urinn séð eitt af einkennum
Akraness. Hafi ferðamaður-
inn sannfærst um að á einum
degi sé ekki hægt að skoða allt
Handverkshús
áStröndum
Það er sagt að umhverfið móti
okkur að hluta til en nokkur hluti
sé í genunum. Nýlega sagði lands-
þekktur knattspyrnuþjálfari að ef
Skagamenn yrðu íslandsmeistarar í
fótbolta í 6. skipti í röð hlyti fótbolt-
inn að vera í genunum. Andinn og
umhverfið á Skaganum hefur engu
að síður átt sinn þátt í þvi að byggja
upp sigurlið. Ferðamaður sem
heimsækir Skagann hrífst með og
sannfærist um jákvæð áhrif um-
hverfisins. Ferðamaður ætti að hafa
þrjú orð í huga þegar hann heim-
sækir Skagann. Útivist, útgerð ... og
íþróttir. Dægradvöl ferðamanna
tengist þessum þáttum í lífi bæjar-
búa.
Allir velkomnir
Sundlaugin á Akranesi.
Skagamenn hafa orðið íslandsmeistarar í fótbolta fimm ár í röð.
;r
% 'h-Æ. „ 7 -^Í’J
Á byggðasafninu að Görðum eru margir fágætir munir.
það sem markvert er og upplifa
stemninguna þá eru á Akranesi
gististaðir við allra hæfi og veit-
ingastaðir sem bjóða upp á fjöl-
breyttan og góðan mat.
Ekki hefðbundinn
ferðamannastaður
Akranes hefur þrátt fyrir allt ekki
á sér blæ hefðbundins ferða-
mannastaðar með ijölbreytta til-
búna afþreyingu fyrir ferðamenn.
Allt sem ferðamönnum er boðið
upp á tengist atvinnuháttum og
lífi bæjarbúa. Hægt er að bregða
sér á sjóstöng og fá
aflann matreiddan á
einu af veitingahús-
um bæjarins.
Þannig flétta Skaga-
menn saman því
sem þeir þekkja
best og þjónustu við
ferðamenn. Bærinn
er og verður útgerð-
ar-, þjónustu- og
verslunarstaður.
@.mfyr;Akraborgin að hætta
Sæmundur sérleyfishafi heldur
uppi ferðum milli Akraness og
Reykjavíkur en langflestir koma
nú með Akraborginni eða á eigin
bílum fyrir Hvalfjörð. Nú fer hver
að verða síðastur að nota Akra-
borgina til að ferðast á milli Akra-
ness og Reykjavíkur. Gert er ráð
fyrir að hún hætti þegar Hval-
fjarðargöngin verða opnuð. Göng-
in stytta leiðina um 60 km og inn-
an við klukkustundarakstur verð-
ur frá miðborg Reykjavíkur til
Akraness. Gera má ráð fyrir
að göngin hafi mikið aðdrátt-
arafl, að minnsta kosti í
fyrstu.
Steyptar götur bæjarins
minna á steinlögð stræti gam-
als bæjar i Evrópu. Göturnar
gefa bænum sérstakt yfir-
bragð en byrjað var að steypa
þær löngu áður en flest bæjar-
félög fóru að úða tjöru á sínar
götur. Þetta hefur leitt til þess
að löng hefð er fyrir því og
reyndar sjálfsagður hlutur að
halda bænum hreinum og
snyrtilegum - hann er því
laus við allt tjöruryk. Ferða-
menn fá það strax á tilfinning-
una að á Skagann eru þeir
velkomnir og að hér hefur
ekki verið búin til nein gervi-
veröld fyrir þá. Þeir verða
einfaldlega hluti bæjarlífs.
-DVÓ
Það sem
markvert er að sjá
Þegar gengið er um Akranes dug-
ir vart dagurinn til að skoða það
sem markvert er milli fallegrar
Qöru og fjallsins, Akrafjalls. Kirkj-
an á Akranesi setur svip á bæinn
rétt eins og Hallgrimskirkja á
Reykjavík. Hún var reist árið 1896
og þykir með fegurstu guðshúsum á
landinu. Skirnarfontur er gerður af
Ríkarði Jónssyni og altaristafla af
Sigurði Guðmyndssyni málara.
Á Akratorgi, í hjarta bæjarins,
stendur minnismerki sjómanna,
stytta eftir Martein Guðmundsson,
sem minnir á þann toll sem hafið
hefur tekið. Langisandur er ein af
útivistarperlum Akraness hvort
sem ferðamenn vilja stunda sjóböð,
göngu, skokk eða njóta útsýnis til
Reykjanesskagans. Fyrir ofan
Langasand, á Jaðarsbökkum, er
miðstöð iþrótta í bænum -
ekki færri en tíu íþróttavellir,
tvö íþróttahús og tvær sund-
laugar (úti og inni). Þessi að-
staða er einhver sú besta á
landinu og ekki spillir um-
hverfið.
N
U ER KOMIN TIÐIN TIL
AT HEIMSÖKJA FÖROYAR !
Færeyjaferöir d frdbæru verbi
./00, .
VERÐ frá kr.
mann’
*Verö miöast vib 4. manna fjölskyldu d eigin bíl í
svefnpokaplássi. Tveir fuilorðnir og tvö börn yngri en 15 ára.
Vikuferbir 5. og 12. júní.
Siqlinq - Hótel - Bíll
rJ r" f \
VERÐ frá kr.
*Verb mibast vib vikuferb fyrir 4. manna fjölskyldu á éigin bíl. Tveir
fullorbnir og tvö börn yngri en 15 ára. Gisting á Hótel Foroyar í 5 daga
mcb morgunmat. Ef 2 í bíl þá er verbib 38.550 kr á mann.
f jöldi armara feróamöguleika
S
£
§
CO
■á
u,
'<
'2
Uh
H
PZ
co
mann’'
NORRÆNA
FERÐASKRIFSTDFAN
LAUGAVEGUR 3 • SÍMI: 562 6362
AUSTFAR ehf. og umboðsmenn
472