Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1997, Blaðsíða 28
hejgarviðtalið
LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1997
LAUGARDAGUR 28. JUNI 1997
helgarviðtalið
„Með því að stofna samfélag erum
við ekki að segja okkur úr lögum við
rikjandi samfélag á íslandi - einung-
is að byggja upp kjarna þar sem sam-
einast er um önnur lífsgildi og fólk
skuldbindur sig til að vinna og lifa
samkvæmt þeim,“ segja Guðlaugur
og Guðrún Bergmann sem eru í for-
svari fyrir hóp af fólki sem vinnur að
því að á Hellnum á Snæfellsnesi rísi
andlegt samfélag.
Á jörðinni Brekkubæ á Hellnum er
að rísa andlegt, vistvænt og sjálfbært
samfélag sem kallast Snæfellsás-sam-
félagið. Þangað hafa sjö manns flutt
allt sitt hafurtask og selt húsnæði sitt
annars staðar á landinu. Þau eru,
auk Guðlaugs og Guðrúnar, Anna
Katrín Ottesen, sem býr enn i Ólafs-
vík en starfar á Hellnum í sumar,
Guðriður Hannesdóttir, Jóhann Þór-
oddsson og Bryndís Sigrún Sigurðar-
dóttir sem stunda kristallaheilun,
reiki og svæðanudd. Sveinbjörg Ey-
vindsdóttir hjúkrunarfræðingur legg-
ur áherslu á heilbrigði og ábyrgð ein-
staklingsins á eigin heilsu. Ketill Sig-
urjónsson er húsasmiður og orgel-
smiður og mun sjá um viðhald,
ásamt því að stunda reikiheilun.
Samfélagið leitast við að gera gömlu
hlutina á nýjan máta. Fólkið sem sest
i hefur þarna að vinnur með kærleik
að leiðarljósi. Það lifir í augnablik-
, inu en hefur hugsjónir, jákvætt gild-
i ismat og stefnu sem það fylgir. Það
' vill lifa í sátt og samlyndi við náttúr-
i una í fallegu og kraftmiklu umhverfi.
. Snæfellsjökull gnæfir yfir bæinn og
sendir íbúunum orku.
Hefði ekki trúað þessu
„Við komum hingað sumarið 1989
og fórum á Snæfellsjökul. Við ókum
til Arnarstapa, gengum með strönd-
inni og ókum síðan aö Hellnum. Við
flytja hingað og elska að búa hérna
hefði ég sagt að það kæmi ekki til
greina. Meira að segja Akureyri var
of lítil fyrir mig þá,“ segir Guðrún.
Samfélagið á Hellnum verður vist-
vænt þar sem meðvitund ríkir um
efnin í þeim vörum sem neytt er. í
öllum tilvikum er valið það umhverf-
isvænsta. Þótt það sé íjárhagslega
dýrara í augnablikinu þá skilar það
sér í framtíðinni er skoðun samfé-
lagsins á Brekkubæ. Sorpið er flokk-
að og endurunnið. Allar húsbygging-
ar og endurbætur á núverandi hús-
um eru unnar úr umhverfisvænum
efnum og frárennslismál eru um-
hverfisvæn.
Vístvænt og sjálfbært
„Við fórum sex á vikunámskeið í
fyrra í Findhorn í Norður- Skotlandi.
Það er elsta vistvæna, sjálfbæra og
andlega samfélagið í heiminum. Þar
lærðum við hvemig við getum sam-
einað hið daglega líf, viðskipti og
andlega vinnu. Ef við neituðum að
kaupa einhverja ákveðna vöru eða
beindum öllum kröftum okkar í að
kaupa aðra tegund værum við um
leið búin að breyta framboði og eftir-
spurn. Þeir sem moka yfir okkur
óvistvænum vörur í dag myndu
finna leiðir til þess að vera með vist-
vænar vörur þegar þeir sæju að fólk
vildi kaupa þær frekar," segir Guð-
rún.
Að vera sjálfbær þýðir að þau vilja
skila landinu í því ástandi að afkom-
endur okkar geti haldið áfram að lifa
í því. Mannræktarmiðstöðin býður
meðal annars fimm daga dvöl á
Hellnum í sumar. Dagskrá dvalarinn-
ar byggist á samblandi af fræðslu,
leik og hvíld. Þar er lögð áhersla á að
kynna leiðir til að gera líflð betra,
ánægjulegra og innihaldsríkara. Efld
svæðisins þar sem hnútar og flækjur
myndast.
Anna segist hafa verið leitandi í
mörg ár eftir heildrænni meðferð til
viðbótar sjúkraþjálfuninni og eftir að
hún fann Tao og Ayurveda sé leitinni
lokið og tilgangnum náð að hennar
mati.
Anna starfar einnig með heilsu- og
forvarnarkerfi sem kallast Ayurveda
og er upprunnið frá Indlandi. Kjarn-
inn er að hver einstaklingur sé fædd-
ur með ákveðna forskrift eða eðli-
seinkenni sem eru arfgeng og
ákvarðast við getnað.
„Til að ná fullkomnu heilbrigði,
sem veltur á fullkomnu jafnvægi,
þurfum við að huga að öllu sem við
segjum, gerum, hugsum, sjáum og
borðum því það hefur áhrif á heildar-
jafnvægi okkar. Erfitt er að stjórna
öllum þessum þáttum í einu en hægt
er að fylgja sérstöku mataræði, lík-
amsæfingum og lífsvenjum sem
henta hverri líkamsgerð. Hægt er að
finna sállíkamsgerð sína með því að
svara spurningum og með púlsa-
greiningu. Gömlu Ayurveda-speking-
arnir á Indlandi geta greint og lesið
út úr manneskjunni á nokkrum sek-
úndiun hver sállíkamsgerðin er og
hvar ójafnvægið er,“ segir Anna.
Anna segist ekki vera orðin svo
æfð en hún ætlar að kenna fólki sem
kemur til fimm daga dvalar í mann-
ræktarmiðstöðina á sállíkamsgerð
sína og hvað hver og einn þarf að
gera til að styrkja hana og efla.
Jökullinn togaði
mig til sín
„Þetta er draumastaður," segir
Bryndis Sigrún Sigurðardóttir, reiki-
meistari og svæðanuddari, sem flutti
búferlum frá Reykjavík að Hellnum
reikimeistarinn framkvæmir. í vígsl-
unni opnast orkustöðvar í hjarta,
höfði og höndum og tenging myndast
við alheimsheilunarkraftinn.“ Bryn-
dís kom fyrst að Hellnum á mann-
ræktarmót árið 1991 og heillaðist að
fyrirætlunum hópsins sem stóð að
Snæfellsási ehf. um að reisa þar and-
lega miðstöð og ári seinna keypti hún
hlutabréf í félaginu til að leggja hug-
sjóninni lið.
Bryndís bjó um tíma í sveit og er
mikið náttúrubarn. Hún finnur
sterka tengingu við sveitina aftur hér
á Hellnum og finnst það frábært.
„Varðandi spurninguna um það
hvort ég heili betur hér í sveitinni þá
held ég að svarið hljóti að vera ját-
andi. Hér líður mér betur en I
skarkala borgarinnar og líðan mín
hlýtur að skila sér út í vinnuna. Líð-
an sjálfsins verður alltaf betri í nátt-
úrunni. Hér undir Jökli er eitthvað
sterkt sem togar mann hingað aftur
og aftur, hafi maður einu sinni kom-
ið. Það hafði ekki hvarflað að mér að
flytja aftur í sveit en þegar farið var
að ræða um að reisa samfélag hérna
togaði Jökullinn mig til sín og hér er
ég.“
Finn breytingu
eftir fjarveru
„Við maðurinn minn komum fyrst
að Hellnum á mannræktarmót og
fundum í framhaldi af því að okkur
langaði að breyta um lífsstíl og vera
með í uppbyggingu andlegrar mið-
stöðvar. Við keyptum því hlutabréf
árið 1992 og höfum unnið í sjálfboða-
vinnu, eins og allir aðrir hér, að upp-
byggingu staðarins. Þegar samfélags-
hugmyndin kom fram var í raun ekk-
ert sem liélt í okkur þar sem bömin
okkar eru uppkomin," segir Guðríð-
ur Hannesdóttir frá Akranesi sem
Maríulindin er kunn úr íslandssög-
unni þar sem Guðmundur Arason
góði biskup á Hólum í Hjaltadal
blessaði vatnið eftir að María mey
birtist honum þar. Síðan er talið að
vatnið hafi læknandi mátt.
„Á hverju mannræktarmóti er
haldin guðsþjónusta við lindina.
Þá brýst sólin alltaf fram úr skýj-
unum hvernig sem veður hefur
verið áður. Á mótinu árið 1994 gift-
um við okkur þar í annað sinn 10.
júlí. Við vöknuðum klukkan hálf-
átta um morguninn í grenjandi
rigningu og roki. Um hálftvö var
byrjað að létta til. Um þrjúleytið
komum við gangandi að lindinni.
Þá var jökullinn orðinn hreinn og
léttskýjað," segir Guðrún.
„Við ráðleggjum fólki eindregið
að fara hingað út og biðjast fyrir.
Það er svo mikil og góð orka hérna.
Ef fólk þjáist af kvíða og ótta líður
þvi miklu betur eftir að hafa kom-
ið hingað. Umhverfið gerir það að
verkum að fólk slakar á og fær
aukinn kraft,“ segir Guðrún.
Guðlaugur segist einhverju sinni
hafa beðist fyrir við Maríulindina
fyrir tveimur árum þegar honum
lá mikið á hjarta.
Reykur úr styttunni
„Þegar ég var að biðjast fyrir
kom ljós undan kufli styttunnar af
Maríu mey. Þykkur reykur steig út
og liðaðist um styttuna. Ég áttaði
mig allt í einu á því að verið var að
gefa mér tákn um að hlustað væri
á mig. Þegar ég hætti að biðja
hvarf þetta,“ segir Guðlaugur, „en
ég var bænheyrður.“
Að sögn Guðlaugs er mjög mikil-
vægt að hugsa vel um hvað við lát-
um ofan í okkur. Einnig skiptir
máli að við hreyfum okkur. Hann
segir að fólk sé ekki
endilega hamingjusamt
þó að það sé úti að
skokka og hamist á lík-
amsræktarstöðvunum.
„Fólk er ekki ham-
ingjusamt vegna þess að
likaminn er bara einn af
íjórum þáttum sem fólk
er að takast á við. Til-
finningaþátturinn og
huglíkaminn (heilinn)
hafa einnig mikil áhrif á
okkur og gera okkur
einstök. Þegar maður
fær tilfinningar sem
manni líkar illa við fara
þær upp í heilann sem
magnar þær og veit ekki
hvað hann á að gera við
þær. Þvi er hætta á að
hann sendi þær til
geymslu í maganum,
herðunum og hjartanu.
Þá byrjar svikamyllan.
Líffærin eða vöðvamir
veikjast. Heildræn heil-
un er að fara í alla þessa
þætti," segir Guðlaugur.
Forvarnir bestar
Hann trúir þvi að all-
ar heilbrigðisstofnanir
muni átta sig á þessu og
kenna fólki að gera fyr-
irbyggjandi ráðstafanir í tíma.
„Þar með erum við langt frá því að
segja að læknavísindi dagsins í dag
séu ekki stórkostleg. Læknar hafa
náð langt á sínu sviði en það þarf að
kenna fólki að hugsa betur um lík-
ama sinn til þess að hann verði ekki
veikur. Fólk þarf að læra um lík-
amann. Við viljum gerast ábyrg fyrir
okkar eigin lífi og hugsa um okkur
sjálf. Og ég er svo sannarlega ekki
með geislabaug þegar ég segi þetta,“
segir Guðlaugur.
Hann segir að ekki sé hægt að vera
Anna Katrín tekur inn hvítt Ijós og brosir til líffæranna.
Efnisheimur
og dulræna
„Ég hefði aldrei lif-
að af efnisheiminn
sem ég var í ef ég
hefði ekki líka verið á
kafi i dulrænum mál-
um. Ég var mjög ung-
ur þegar ég fór að
stunda jógaheimspeki.
Það sem ég gerði áður
var einungis æfing
fyrir það sem ég er að
gera núna,“ segir Guð-
laugur.
Guðrún segir ís-
lendinga alltaf hafa
verið í mjög nánu
sambandi við náttúr-
una. Þau benda á að
mikil andleg vitund sé
í landinu. Sífellt fleira
fólk snýr sér innávið.
Hann segir að eftir því
sem fleiri snúi sér að
þessu því auðveldara
eigi þeir með að festa
sig i sessi og nefnir
dæmi sem styður þá
kenningu.
í jafnvægi við líkama sinn nema til-
finningamar séu einnig í jafnvægi.
Ef hugurinn er ekki í jafnvægi og
fólk hefur ekki vald á hugsrmum sín-
um þá er það ekki heldur í jafnvægi.
Ef fólk er ekki tengt friði og alheims-
orkunni er það heldur ekki i jafn-
vægi. Á fimm daga námskeiðunum
er hægt að kenna fólki leiðir til að ná
jafnvægi í öllum þessum þáttum.
Guðlaugur var spurður hvort þetta
væri ekki mikil kúvending fyrir
hann úr efnislega heiminum og inná-
við.
Hundrað til að
Bryndísi þykir gott að vera komin í sveitasæluna
breyta
„Vísindamenn ákváðu að skoöa
eyjar fyrir utan Japan eftir seinni
heimsstyrjöldina. Lífríkið var allt í
ójafnvægi og þeir könnuðu hvernig
það myndaðist á ný. Api á einni eyj-
unni fann rót sem hann hafði aldrei
borðað áður og komst að því að hún
var æt. Næsta dag tók hann annan
apa með sér og síðan koll af kolli. Á
99 dögum komu 99 apar og gerðu ná-
kvæmlega það sama. Á hundraðasta
degi komu ekki 100 apar heldur allir
aparnir á öllum eyjunum og borðuðu
rætur. Þetta þekki ég úr tískuheimin-
um og veit að það virkar í andlegu
málunum líka. Það sem ég þarf með
mér eru hundrað til þess að breyting-
in eigi sér stað,“ segir Guðlaugur.
Guðrún og Guðlaugur hafa kennt
saman á samskiptanámskeiðum.
„Til þess að eiga góð samskipti við
aðra verður maður að eiga góð sam-
skipti við sjálfan sig,“ segir Guðlaug-
ur.
Hann segist læra mest af þessum
námskeiðum sjálfur.
Að sögn Guðrúnar
byggja þau mikið á
eigin reynslu eftir að
þau hafa farið í gegn-
um alls kyns erfið-
leika í lífinu. Sam-
búðin í svona litlu
samfélagi reynir
mjög á samskipti
allra sem þar búa.
„Það reynir auðvit-
að mjög mikið á sam-
band okkar á milli að
búa og starfa saman.
Það er tvöfalt álag á
okkur að vera saman
24 tíma á sólar-
hring," segir Guðrún.
Lífsorkan í
fyrirrúmi
Anna Katrín
Ottesen hefur starfað
sem sjúkraþjálfari
frá árinu 1984 og
vinnur að hluta við
það í Ólafsvík í sum-
ar og að hluta við
mannræktarmiðstöð-
ina á Brekkubæ. Hún
hefur lært nokkrar
greinar Taoisma sem
er ákveðið heimspeki-
kerfi er varðveist hef-
ur meðal hástétta í Kína í þúsundir
ára. Taoisminn er nytsamt orku-
kerfi þar sem unnið er með huga,
sál og líkama með æfingum og ákveð-
inni nuddtækni sem kallast Chi Nei
Tsang. Allt krefst mikillar ögunar og
ástundunar. Lífsorkan (eða chi eins
og Kínverjar kalla hana) minnkar
við neikvæðar tilfinningar, streitu,
svefnleysi, slys, skurðaðgerðir og eit-
urefni sem við fáum m.a. úr fæðunni
og vegna ofáts. Við truflun á chi eða
lífsorkunni myndast orkustíflur i lik-
amanum, sér í lagi í líffærum maga-
Guðríður stundar meðal annars kristallaheilun á Hellnum.
og er að koma sér fyrir í nýja húsinu
sínu. „Ég vinn við öll þau störf sem
til falla við rekstur mannræktarmið-
stöðvarinnar því við vinnum saman
að honum einn fyrir alla og allir fyr-
ir einn, auk þess sem ég stunda mín-
ar sérgreinar sem eru svæðanudd,
kristalaheilun, kinesología og svo
held ég reikinámskeið. Reikiheilun
er einföld og góð og þekkingin er yf-
irfærð til nemandans með vígslu sem
ásamt eiginmanni
sínum, Jóhanni
Þóroddssyni, er sest
að á Hellnum.
„Hér er friðsælt
og gott að vera, mik-
il orka og fólkið er
gott. Auðvitað er
mikil vinna fram
undan við uppbygg-
inguna en þetta er
mjög spennandi. Ég
finn breytingu á
mér þegar ég kem
aftur hingað eftir
ijarveru,“ segir
Guðríður.
Guðríður byrjaði
í jóga fyrir 20 árum.
Þegar sálarrann-
sóknarfélagið á
Akranesi var stofn-
að gekk hún í það
og var í stjórn þess i
nokkur ár og for-
maður í 2 ár. Hún
hefur alltaf haft
áhuga á andlegum
málum. Guðríður
stundar kristalla-
heilun. Einnig not-
ar hún ilmolíur og
tóna við heilunina
og velur þá ákveð-
inn tón fyrir hverja
orkustöð.
„Heilun með
kristöllum er byggð
á gamalli þekkingu
sem hefur verið not-
uð frá örófi alda og verið er að taka
upp á ný. Ég vinn einnig að
orkuflæði í líkamanum í gegnum ki-
nesologíu, sem er nudd á sömu orku-
punkta og eru örvaðir með nálast-
ungurn," segir Guðríður. -em
stöðvuðum bílinn þar og ég sagði við
Gulla að við gætum tekið smádans-
spor fyrst hér væri ekkert markvert
að sjá. Við dönsuðum enskan vals.
Árið 1990 komum við hingað aftur
með fólkinu sem var með Snæfellsás-
mótin. 1991 var stofnað hlutafélag
sem keypti jörðina Brekkubæ og vor-
um við með í því. Fyrir ekki svo
löngu komumst við að því að Brekku-
bær á Gróuhól þar sem við dönsuð-
um fyrst enskan vals. Ef einhver
hefði sagt mér þá að ég ætti eftir að
eru tengsl við náttúruna með göngu-
ferðum og öðrum ferðum í næsta um-
hverfi. Þar er að finna margar stór-
kostlegar náttúruperlur.
Blessað vatn
Margir staðir í nágrenni Hellna
heilla Guðrúnu og Guðlaug. Þau trúa
því að vatnið úr Maríulindinni hafi
heilandi áhrif og segja að margir hafi
hlotið bata með því að drekka af því.
„Frumbyggjar" a Hellnum. Þau lifa r augnablikinu en hafa hugsjonir, jakvætt gildismat og stefnu sem þau fylgja. Þau vilja
lifa I sátt og samlyndi við náttúruna í fallegu og kraftmiklu umhverfi. Snæfellsjökull gnæfir yfir bæinn og sendir íbúunum
orku. DVmyndir: ÞÖK.
Gulli Bergmann drekkur blessað vatn úr Maríulindinni á Hellnum.
Andlegt samfélag
Andlegt samfélag er samfélag sem
leitast við að gera gömlu hlutina
á nýjan máta. Samfélag fólks sem
vinnur með kærleik að leiðarljósi,
fólks sem lifir í augnablikinu en
hefur hugsjónir, jákvætt gildismat
og stefnu sem þaö fylgir. Það er
samfélag fólks sem viöurkennir
eigin takmarkanir og er tilbúið til
þess að vinna að því að yfirstíga
þær. Það er samfélag þar sem
hver er ábyrgur fyrir sér. Þaö er
samfélag þar sem einstaklingur-
inn fær tækifæri til að vinna að
eigin þroska um leið og hann tek-
ur þátt í starfi heildarinnar.
Ekki trúfélag
Snæfellsás-samfélagið er ekki trú-
félag og er ekki að boöa trú-
arbrögð. Fólk meö allar trúarskoð-
anir er velkomið. Þaö tileinkar sér
nýjan lífsstíl sem það telur aö veröi
til góða fyrir það sjálft, landiö og
umhverfið sem við lifum í.
Núverandi íbúar samfélagsins hafa
allir selt eignir sínar annars stað-
ar á landinu og ákveðið aö fjár-
festa í húsum á þessu svæði. Þeir
vilja vinna að þeirri hugsjón sem
liggur á bak við samfélagsmynd-
unina meö því aö leggja sig alla í
hana.
Atvinna
Til að byrja með sameinast tbúar
samfélagsins um að reka Mann-
ræktarmiðstöö samfélagsins yfir
sumartímann, undir mottóinu „all-
ir fyrir einn", en yfir vetrartímann
má reikna með aö flestir þurfi að
sækja atvinnu fyrir utan svæöið,
að minnsta kosti meðan á aðlög-
unartíma stendur og meðan unn-
iö er aö því að byggja upp atvinnu-
skapandi rekstur á svæöinu eða
utan þess.
Vistvænt
Samfélagiö á Hellnum veröurvist-
vænt þar sem meövitund rtkir um
efnin í þeim vörum sem neytt er.
I öllum tilvikum er valiö það um-
hverfisvænsta. Þó það sé dýrara
í augnablikinu þá skilar það sér í
framtíðinni er skoðun samfélags-
ins á Brekkubæ. Sorpið er flokk-
að og endurunniö. Allar húsbygg-
ingar og endurbætur á núverandi
eru unnar úr umhverfisvænum
efnum og frárennslismál eru um-
hverfisvæn.
Siúlfbœrt
samfélag
I sjálfbæru samfélagi vinnur fólk
með umhverfinu, náttúrunni, jörð-
inni, vættunum, hrynjandi lífsins
og í flæði við eigið sjálf. Þaö gæt-
ir þess að ofnota ekkert eða spilla
landinu með eiturefnum eða illri
meðferð til þess að komandi kyn-
slóöirgeti haldið áfram að lifa af
því.
Mannrækt
Samfélagið rekur Mannræktarmiö-
stöö allt árið meö námskeiöum
og einkavinnu. Yfir sumarttmann
frá júnt til ágúst er um samfellda
dagskrá aö ræöa. Búast má viö
að á veturna þurfi flestir að sækja
atvinnu fyrir utan svæöiö.
Boðið er upp á fimm daga dvöl.
Dagskrá dvalarinnar byggist á sam-
blandi af fræðslu, leik og hvíld.
Þar er lögð áhersla á aö kynna
leiðirtil að gera lífið betra, ánægju-
legra og innihaldsríkara. Efld eru
tengsl við náttúruna meö göngu-
ferðum og öörum feröum t næsta
umhverfi. Þar er að finna margar
stórkostlegar náttúruperlur.
Þemahelgar
Yfir sumartímann eru námskeið
og þemahelgar og í byrjun ágúst
er árlegt mannræktarmót. Þar verð-
ur boðiö upp á fyrirlestra, fræðslu,
gönguferöir og góöar kvöldvökur.
Á Hellnum er hægt að fara í skipu-
lagðar gönguferðir um orkulínur
og álfabyggð og grasatínsluferöir.
Þar gefst fólki kostur á aö tína
grös til tegeröar á hverjum laug-
ardegi.
Andlegt vistvænt og sjálfbært samfálag rís á Brekkubæ á Hellnum:
Dönsuðum enskan vals undir Jökli