Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1997, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1997, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1997 J3"V Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111,105 RVÍK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverö 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins I stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Kaflaskil í hagblindusögu Furðulegum kafla lýkur í hagblindusögu íslendinga á þriðjudaginn, þegar þeir geta valið sér flugfélag mifli staða innanlands. Frá og með þeim degi verða sérleyfi lögð niður í innanlandsflugi. Samkeppni hefst að nýju eftir áratuga hlé og frjálst verð tekið upp á farseðlum. Hagblinda hélt innreið sína í hagstjórn ríkisins snemma í kreppunni miklu á fjórða áratug aldarinnar. Hún lá eins og mara á þjóðinni í þrjá áratugi og byrjaði ekki að sjatna fyrr en með Viðreisn. Leifar hagblind- unnar sjást t.d. í skömmtun í samgöngum og fjölmiðlun. Enn eimir eftir af hagblindu hugarfarsins. Enn reikna margir verðgildi hluta og þjónustu út frá fyrirhöfninni, sem fer í að búa hlutina til eða sinna þjónustunni. Þeir hafa ekki áttað sig á, að í markaðskerfi er ekki beint or- sakasamband milli fyrirhafnar og tekna af henni. í markaðskerfi ræðst verðlag af því, sem markaðurinn vill borga, en ekki af útreiknuðum flölda vinnustunda margfölduðum með tímakaupi og af útreiknuðu verð- gildi fjárfestinga deilt með afskriftatíma þeirra. Það er ekki til neitt verð, „sem kostar að gera hlutina“. í markaðskerfi er spurt, hvers virði varan eða þjónust- an sé fyrir þann, sem vifl eða vifl ekki nota hana, en ekki hvers virði fýrirhöfnin var fyrir þann, sem býður vör- una eða þjónustuna. íslendingar hafa átt vestrænna þjóða erfiðast með að skilja þetta grundvallarlögmál. Samt er lögmálið ekki ný bóla. Markaðshyggjan hefur verið mannkyninu eðlileg frá örófi alda. Skömmtunar- hagfræðin var hins vegar tiltölulega ný bóla, sem á skömmum tíma sannaði undraverða hæfni við að leggja heilar þjóðir að velli í efnahagsmálum. Einna sterkust er hagblinda íslendinga í landbúnaði. Þar eru framdir flóknir útreikningar á kostnaði og síð- an fundið út, hvað neytendur og skattgreiðendur eigi að borga til að reikningsdæmin gangi upp. Þar er þó að renna upp fyrir mönnum, að útreikningarnir dugi ekki. Árum saman höfum við heyrt og lesið, að tap sé á inn- anlandsflugi, að tekjur af því svari ekki kostnaði. Þetta hefur verið notað sem rök gegn endurheimtu frelsi á flugleiðum innanlands og sem rök með framhaldi for- sjárhyggju á vegum reiknimeistara ríkisins. Árum saman hefur farþegum í innanlandsflugi verið talin trú um, að verið sé að gefa með 14 þúsund króna farseðli fram og til baka milli Akureyrar og Reykjavík- ur. Frá og með þriðjudeginum gefst fólki kostur á að borga helminginn, 7 þúsund krónur, fyrir þessa leið. Nú er viðurkennt eins og fyrr á öldum, að það sé ekki hlutverk ríkisins að hafa vit fyrir athafnamönnum, sem vilja bjóða lægra verð fyrir vöru sína og þjónustu. Hlut- verk ríkisins sé þvert á móti að setja leikreglur, sem ryðji samkeppnishindrunum úr vegi markaðarins. Ein af leikreglunmn er, að ríkið varðveiti tryggingafé til að nota til aðstoðar farþegum, sem annars yrðu strandaglópar, ef illa fer fyrir kappsömum athafnamönn- um. Þannig tryggir velferðarríki nútímans, að óheft sam- keppni komi ekki niður á óheppnum notendum hennar. Fullur sigur er ekki unninn, þótt tvö fyrirtæki stundi innanlandsflug. Skemmst er að minnast þess, að nýlega var með sameiningu lögð niður samkeppni tveggja fyrir- tækja á nokkrum flugleiðum. Hugsanlegt er, að Flugfé- lagið og íslandsflug verði einhvern tíma sameinuð. Ef nýja samkeppnin dofnar, er mikilvægt, að leikregl- ur ríkisins séu jafnan slíkar, að ekki sé lagður steinn í götu annarra, sem vilja hlaupa í samkeppnisskarðið. Jónas Kristjánsson Alþjóðleg úttekt á umhverfisvernd í þessari viku hafa forystumenn frá öllum þjóðum heims haldið til New York til að flytja ávörp á sér- stöku allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna (S.Þ.) um umhverfismál. Er þingið haldið í samræmi við ákvarðanir sem teknar voru í Rio de Janeiro fyrir fimm árum þegar mikla umhverfisráðstefnan var haldin þar. Nú á að sjá hvernig til hefur tekist síðan og leggja á ráð- in um framtíðina. Þjóðir standa misjafnlega vel að vígi þegar til umhverflsverndar er litið. Þar eins og endranær má greina mun á milli hinna ríku og fátæku, þeirra, sem búa við háþró- að efnahagskerfi og hinna, sem enn eiga vart til hnífs og skeiðar. í Rio lofuðu iðnríkin að standa við gamla SÞ-markmiðið frá 1972 um að auka þróunaraðstoð í 0,7% af brúttóþjóðartekjum í því skyni að auðvelda þróunarríkjunum að til- einka sér sjálfbæra þróun. Síðan í Rio 1992 hefur þróunin gengið í þveröfuga átt, þá veittu iðnríkin aðstoð sem nam að meöaltali 0,34% af brúttóþjóðartekjum, árið 1995 hafði þessi tala lækkað í 0,27%. Gróðurhúsaáhrif í Rio var gerður samningur um að minnka útblástur í því skyni að koma í veg fyrir loftslagsbreyt- ingar sem raktar eru til svo- nefndra gróðurhúsaáhrifa. Verður framkvæmd þessa samnings til umræðu á sérstakri ráðstefnu í Kyoto í Japan í desember næst- komandi. Telja margir alls ekki nóg að gert á þessu sviði. Aðrir benda á að loftslagsbreytingar geti hæglega orðið af öðru en manna- völdum. Það blasir til dæmis við hér á norðurslóðum, eins og sjá má af rannsóknum, sem gerðar voru með því að bora í Grænlandsjök- ul, að mikil hitaskipti urðu á ótrú- lega skömmum tíma fyrir árþús- undum, án þess að maðurinn kæmi þar við sögu eða útblástur úr vélum hans. Raunar sýna línurit, sem dregin eru samkvæmt borkjarnanum úr Grænlandsjökli, að hlýindaskeiðið á norðurhjara veraldar um þessar mundir og undanfarin árþúsund hefur staðið óvenjulega lengi. Samkvæmt Grænlandsjökli ætt- um við íbúar á norðurhveli frem- ur að óttast nýtt kuldaskeið frá náttúrunnar hendi en of mikil hlý- indi af mannavöldum. Við vitum það best af því, hve eldgos og jarðskjálftar gera lítil boð á undan sér, að náttúran er duttlungafull. Þess vegna kann það að vera okkur íslendingum fjarlægara en ýmsum öðrum að hafa nægan skilning á langvinn- um gróðurhúsaáhrifum af manna- völdum eða átta okkur á því hvað felst í alþjóðlegum kröfum um að takmarka þessi áhrif. Þó blasir við samkvæmt núgildandi reglum Erlend tíðindi Björn Bjarnason að íslendingum eru settar mjög þröngar skorður varðandi útblást- ur. Stafar það af því hve lítill hann var þegar reglurnar voru settar og þeirri staðreynd að fáar þjóðir treysta á hreinni orku en við sem bæði höfum gnægð vatns- falla og gufuorku. Verði svigrúm okkar að þessu leyti ekki aukið munum við fljótlega fara að finna fyrir því hvernig það þrengir að atvinnustarfsemi hér. Hvernig hefur miðað? Þeir stjómmálamenn sem tala í New York nálgast viðfangsefni sitt annars vegar meö hagsmuni þjóða sinna í huga og hins vegar þá vís- indalegu ráðgjöf sem þeir hafa fengið og taka góða og gilda. Vandinn í þessu máli er sá að vís- indalegar rannsóknir gefa oft ekki annað en vísbendingu. Þær sanna í raun ekki neitt því að náttúru- kraftarnir eru svo miklir og breytilegir að ekki er unnt að segja neitt með vissu. Hafni menn hinni vísindalegu ráðgjöf hins vegar alfarið við stjórnmálalegar ákvarðanir til vemdar umhverfinu eru þeir á hættulegri braut. Hinir em ekki síður á villigötum sem neita að viðurkenna vísindalegar niður- stöður því til stuðnings að slakað sé á kröfum í þágu umhverfis- vemdar. Nægir þar að nefna þá sem hafna hvalveiðum þótt vís- indalega sé sannað að þær valdi engum skaða. Samtök umhverfisverndar- manna segja að síðan 1992 hafi ástandið í umhverfismálum frek- ar versnað en batnað. Erfitt er fyr- ir talsmenn stjómvalda að hafna þessari skoðun þótt þeir nefni verndun andrúmsloftsins og að- gerðir til bjargar skógum á norð- urhveli jarðar þegar þeir henda á sviö þar sem árangur hefur náðst síðan í Rio. Allsherjarþing Sameinuöu þjóöanna (S.Þ.) um umhverfismál stendur nú yfir í New York. Meöal þeirra sem þar tala er forseti Alþjóöabankans, James Wolfensohn. skoðanir annarra Pol Pot fyrir rétt „Einstakt tækifæri gefst nú til að láta Pol Pot, einn af alræmdustu tjöldamorðingjum þessarar ald- ar, svara tU saka fyrir glæpi sina gegn mannkyninu og þjóðinni í Kambódíu. Það þarf samt að yfirstíga | margar hindranir áður en hægt verður að draga ] hann fyrir alþjóðlegan dómstól. En núverandi staða : í stjórnmálum Kambódíu og alþjóðlegur erindis- | rekstur gerir það mögulegt að reyna. Á áranum ! 1975 til 1979 fyrirskipaði Pol Pot fjöldamorð á yfir j milljón manna er hann reyndi að fá fötfestu fyrir j róttækar maóískar skoðanir sinar.“ Úr forystugrein New York Times 25. júní. Saddam enn að „Saddam Hussein heldur áfram að risa gegn Sam- : einuðu þjóðunum. í yfir sex ár hefúr hann blekkt og hótað til að hindra eftirlitsmenn Sameinuðu þjóð- j anna í störfum sínum, það er að leita að ólöglegum j kjama-, sýkla- og efhavopnum og langdrægum eld- flaugum. Vegna þessa þjáist íraska þjóðin áfram af afleiðingum viðskiptabanns Sameinuðu þjóðanna sem hægt hefði verið að binda enda á fyrir mörgmn áram. Úr forystugrein Washington Post 25. júní. Peninganna vegna „Lars Emil Johansen er sterkur og reyndur stjórnmálamaður sem í Grænlandi er vanur að fá vilja sínum framgengt. Reynist honum erfitt að sannfæra stjómina sveiflar hann bara brandi sín- um og fær þá hið árlega milljarða framlag sem er svo lífsnauðsynlegt fyrir grænlenskt þjóðfélag. Nú vill Lars Emil fá milljarða dollara til viöbótar frá Bandarikjunum og eins og honum er lagið fram- kvæmir hann hlutina upp á eigin spýtur. Formaður grænlensku landsstjórnarinnar hefúr boðið Banda- ríkjunum til að geyma kjarnasprengjuodda á Græn- landi eins og Randstofnunin hafði lagt til. Efnahags- legt sjónarmið er mikilvægasta ástæða ákvörðunar- innar þrátt fyrir fogur orð um heimsfriöinn og tillit til umhverfisins." Úr forystugi'etn Jyllands-Posten 24. júní. mmmmm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.