Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1997, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1997 3^‘V 2 ' fréttir ---- Fargjaldalækkun íslandsflugs sem sprengja inn á markaðinn: Stórsókn okkar er hafin - segir Sigfús Sigfússon, markaðsstjóri íslandsflugs „Stórsókn okkar á þessum mark- aöi er hafln. Við ætlum okkur meiri hlutdeild en áður og stefnum ákveð- ið að því að né henni,“ segir Sigfús Sigfússon, markaðsstjóri íslands- flugs, um fyrirhugaða fargjaldalækk- un félagsins þann 1. júlí sem valdið hefur uppnámi á markaðnum. Allar símalínur íslandsflugs voru rauðgló- andi og nýtt símakerfi félagsins, sem sett var upp fyrir örfáum dögum, sprakk. í gærmorgun streymdu inn bókanir hjá félaginu og á fyrstu tveimur tímunum var búið að selja 58 miða á hinu nýja verði. Spara 10 þúsund Lækkun sú sem íslandsflug boðar eftir 1. júlí og út mánuðinn er ekk- ert smáræði. Þannig mun það að- eins kosta íbúa á Egilstöðum 6.900 krónur að fljúga með íslandsflugi til Reykjavíkur og heim aftur. Samvar- andi ferðalag kostaði áður með sama félagi 16.330. Með hinu nýja Flugfélagi íslands kostar ferðalagið 17.330 krónur. Ferðalangurinn fær því um 10 þúsund krónur í bónus. Sá sem vill ferðast á milli Akureyr- ar og Reykjavíkur þarf að greiða fram og til baka 14.130 með Flugfé- lagi íslands. Á hinu nýja fargjaldi íslandsflugs sparast rúmlega helm- ingur þar sem fargjaldið kostar það sama og til Egilsstaða. Svipaða sögu er að segja af Ísafjarðarílugi. Þar greiða farþegar nú 11.800 krónur með íslandsflugi og 12.930 með Flug- félagi íslands. Á nýja fargjaldinu sparast því tæpur helmingur. Gífurleg viöbrögö Sigfús segir viðbrögðin vera gíf- urleg og það sé greinilegt að fólk Ómar Benediktsson, framkvæmdastjóri Islandsflugs, og Sigfús Sigfússon markaðsstjóri við eina af vélum félagsins. Þeir félagar vörpuðu sprengju inn á fargjaldamarkaðinn þegar þeir tilkynntu að fargjöld til allra helstu við- komustaða yröu 6.900 krónur. DV-mynd þök 18.000 kr. 16.000 14.000 12.000 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000 0 Verðsprenging - 5oðu5“fargjöld og núverandi - “ kunni að meta þetta útspil félagsins. Hann segir að markmið félagsins sé að ná fram varanlegri lækkun far- gjalda með því að hagræða í flug- rekstrinum. „Við ætlum okkur aö ná fram betri sætanýtingu með því að hag- ræða. Það liggur alveg fyrir að lægri fargjöld en áður hafa sést eru komin til að vera. Ef markaðurinn tekur þessu vel munum við ekki bregðast,“ segir hann. Það er eftir miklu að slægjast fyr- ir íslandsflug sem fram undir þetta hefur haft um 10 prósenta hlutdeild í heildarfarþegafjölda innanlands. Alls er um að ræða 350 þúsund sæti sem seld eru árlega. Sigfús segir ís- landsflug vera í stakk búið til að mæta stórauknum farþegafjölda. „Við erum með rúman og sveigj- anlegan flugflota og getiun því ann- að mikilli aukningu. Ef allt fyllist þá munum þá einfaldlega setja upp fleiri vélar," segir hann. Flugfélag Islands hefúr enn ekki boðað mótleik vegna hinnar gífur- legu fargjaldalækkunnar en þess er þó vænst. Margir hafa orðið til að fagna boðaðri lækkun og telja hana verða til að færa höfuðborgina nær landsbyggðinni. Þá er það skoðun margra að flugfarþegum muni fjölga ef lækkunin verður varanleg. Þannig myndi markaðurinn stækka, öllum til góðs. Helgi Hall- dórsson, bæjarstjóri á Egilsstöðum, er ekki í vafa um að lækkun far- gjalda sé til góðs. „Auðvitað fognum við því þegar lækkun verður á fargjöldun innan- lands. Það hefur mikil áhrif að geta ferðast á ódýran hátt innanlands. Ef engar kvaðir eru á þessu er þetta mjög jákvætt. Það eru margir sem ferðast og koma til okkar. Þetta auð- veldar mönnum að komast á milli staða,“ segir Helgi Halldórsson. -rt Pétur Ármann Jónsson. Pétur Ármann Jónsson: Mun feröast meira „Mér líst mjög vel á þetta. Ég vil ferðast á sem ódýrastan máta og þetta verður til þess að ég ferðast oftar í flugi með fjölskylduna," seg- ir Pétur Ármann Jónsson, sjómaður frá ísafirði, um lækkun flugfar- gjalda. Pétur var á leið frá Vest- mannaeyjum, þar sem hann stundar humarveiðar, heim til ísafjarðar þegar DV ræddi við hann. -rt Stuttar fréttir : Áfrýjaö í máli Hrafns I Ríkissaksóknari hefúr áfrýj- að sýknudómi Héraðsdóms | Reykjavíkur yflr Hraíhi Jökuls- | syni til Hæstaréttar. Hra&i var 5 kærður er hann skrifaði að Haraldur Johannessen væri ekki forstjóri fangelsismála- stofhunar heldur glæpamanna- ffamleiðandi ríkisins. Landsvirkjun velur tilboð Stjórn Landsvirkjunar hefur ákveðið að taka tilboði Sulzer | Hydro GmbH frá Þýskalandi og I ESB Intemational frá írlandi í Svél- og rafbúnað Sultartanga- virkjunar. Tilboðiö nemur 3.275 milljónum króna sem er 79,7% af kostnaðaráætlun. -vix tmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmamm Hrafnhildur Halldórsdóttir. Hrafnhildur Halldórsdóttir: Hitti vinina oftar „Mért finnst alveg frábært hjá þeim að lækka þetta. Ég á vini hér og þar um landið sem mér gefst nú kostur á að hitta oftar. Þó að það sé gaman að keyra um landið þá hefur mér fundist það alltof dýrt,“ segir Hrafnhildur Halldórsdóttir úr Reykjavík sem var á leið út á land þegar DV ræddi við hana um fyrir- hugaða lækkun flugfargjalda. „Það hefur hingað til verið alltof dýrt aö fljúga, sérstaklega fyrir fjöl- skyldur. Varanleg lækkun mun leiða til þess að ég ferðast meira með flugi,“ segir Hrafnhildur -rt Anthony Wales. Anthony Wales: Kann vel aö meta framtakið „Ég á heima á Flateyri en er á skipi sem rær frá Þorlákshöfh. Það verður ódýrara að ferðast á milli og ég fagna því,“ segir Anthony Wales, skipverji á línubátnum Styrmi ÍS, sem var á leið heim til Flateyrar þegar DV talaði við hann í af- greiðslu fslandsflugs á Reykjavíkur- flugvelli. „Ég kann virkilega vel að meta þetta framtak þeirra," segir An- thony. -rt Heiðar Bragason: Hætti kannski við aö keyra „Þetta mun helst koma mér til góða á styttri leiðunum og til Akur- eyrar. Ég ætlaði að keyra með fjöl- skylduna til Akureyrar í sumar en mun nú endurskoða það,“ sagði Heiðar Bragason þar sem DV ræddi við hann í afgreiðslu íslandsflugs um fargjaldalækkun félagsins sem hann sagði vera fagnaðarefni. -rt Heiöar Bragason kaupir farmiða af starfsmanni íslandsflugs. Dómhildur Eiríksdóttir: Einfald- lega glöð „Mér list mjög vel á þetta og félag- iö hefur þjónað okkur mjög vel,“ segir Dómhildur Eiríksdóttir, fram- kvæmdastjóri í Vesturbyggð, um boðaða fargjaldalækkun íslands- flugs. Hún segist hafa verið ánægð með félagið fyrir og fargjaldalækkunin sé aðeins kærkomin viðbót. „Ég er einfaldlega mjög glöð,“ seg- ir hún. -rt Dómhildur Eiríksdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.