Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1997, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1997
15
Náttúrulegt stífelsi
Frá og meö Jónsmessu og fram
yfir verslunarmannahelgi fer ís-
lenskt samfélag í hægagang.
Menn leggjast í sumarfrí, slaka á
og safna kröftum fyrir næsta vet-
ur. Viö stigum inn í þessa sumar-
veröld um síöustu helgi. Það má
segja að íslenskt vor sé í raun
fram að 20. júní. Þá tekur sumar-
iö við og það varir rétt fram yfir
verslunarmannahelgi. Raunveru-
legt sumar er því varla nema tveir
mánuðir. Það er því betra að nýta
þann tíma þokkalega.
Það er þó ekkert garantí fyrir
því að sumarið komi að neinu
gagni. Til eru þau sumur sunnan
heiða þar sem rigning er allsráð-
andi og kuldi fyrir norðan. Þetta
fer þó tæpast saman. Ef vel viðrar
fyrir sunnan er veður síðra norð-
anlands og öfugt. Þeir sem eru í
fríi geta því brugðið undir sig
betri fætinum og elt veðrið. Duttl-
ungar þess eru þó slíkir að eins er
líklegt að þoka og suddi bíði þess
sem ætlar sér að elta sólina.
Regnvot sólarströnd
Við höfum þvi lært af langri
reynslu. Við tökrnn því veðri sem
er enda fátt annaö til bragðs að
taka. Menn verða að halda sinni
dagskrá hvemig sem viðrar. Þeir
sem hafa gefist upp á sólarleitinni
fara einfaldlega til sólarlanda. Það
er þó eins með sólarlönd og önnur
lönd. Þar getur rignt. Það eru að-
eins tvö ár síöan við hjónakomin
vorum á spretti um Evrópu og
ákváðum að vera sex daga á Rim-
ini, ítalskri sólarströnd, til slök-
unar. Það hellirigndi alla dagana.
Fátt var til ráöa gegn þessari ít-
ölsku rigningu. Við höfðum keypt
okkar gistingu eins og lög gera
ráð fyrir. Við sátum því sólarlaus
í sólarlandinu. Það er ekkert að
því að vera í borg þótt það rigni.
Þar er hægt að skoða sig um á
söfnum, fara á veitingastaði, í
leikhús eða bíó. Staðan er önnur á
sólarströndinni. Rigni þar er ekk-
ert um að vera. Fólkið hverfúr.
Allt er miðað við útiþjónustu.
Sums staðar er þjónustunni
hreinlega hætt og hengilás settur
fyrir. Það þýðir lítið að bjóða
báta, seglbretti og sóltjöld ef eng-
inn er á ströndinni. Það dofhar
yfir öllu.
Rok á þjóðarsálinni
Konan var heldur sorgmædd
yfír þessu enda sólarvera. Ég
nýtti mér ástandið og sagði henni
að í svona veðri væri betra að
vera á íslandi en Ítalíu. Á Fróni
væri reiknað með skítviðri. Allt
mannlíf byggðist upp á vondu
veðri. Byggingar væra rammgerð-
ar, ökutæki traust og útiveitinga-
staðir þættu grín eitt. Allt væri
heldur grátt að eðlisfari. Fólkið
væri fólt og kappklætt. Þar væm
tilfinningar ekki bomar á borð.
íslendingum væri eðlislægt að
vera stífir. Fólk faðmaðist ekki
nema einhver dæi. Rigningin og
rokið væm inngróin í þjóðarsál-
ina. Stifelsið væri náttúrulegt
ástand.
Ég tók dæmi og benti konunni
á utanríkisráðherrann. Hann
væri stífúr sem klettur í hafinu.
Sá góði ráðherra lítur flest mál al-
varlegum augum og brosir tæpast
nema við náum að krækja í
norskan veiðiþjóf og færa til hafn-
ar. Svona skrýtin er íslensk lund.
Til viðmiðunar benti ég kon-
unni á að svo væri hins vegar
ekki i suðlægum löndum. Þar
væm menn opnir og tilfinninga-
ríkir. Sólin og hitinn hefði þessi
áhrif á fólk á þeim breiddargráð-
um. Vandinn væri bara ef hann
rigndi. Þá kynni sunnanfólkið
ekki að hegða sér eðlilega. Því
lamaðist samfélagið í sumarregni.
Þá væri skítt að vera gestur á sól-
arströnd. Það væri varla hægt að
Laugardagspistill
Jónas Haraldsson
kaupa sér bjór. Allir væra famir
heim. Hver vill svo sem lepja bjór
í rigningu á sólarströnd?
Ekki ónáða
Arnesinginn
Meö þessum snilldarlegu rök-
um reyndi ég að sannfæra konuna
um að betra væri aö vera heima
en að eyða peningum í útlöndum.
Ég sagði henni að í næsta sumar-
frii gætum við tjaldað hjá Heimi
þjóðgarðsverði á Þingvöllum, hit-
að okkur súpu á prímus ef okkur
væri kalt og gengið okkur til hita
að Valhöll. Þar gætum við farið í
sjoppuna og fengið okkur pulsu og
kók hvemig sem viðraði. Við gæt-
um líka róið saman á Öxará. Það
skipti ekki máli á þeim góða stað
hvort sól skini eða regnið lemdi
tjaldið. Nokk mætti treysta á bát-
ana þar. Það væri eitthvað annað
en þessar hjólabátadmslur á suð-
rænni strönd. Traustir trébátar
með árum.
Áður en ég lýsti fleiri ferða-
möguleikum, t.d. heimsókn í
Húsafell, Bjarkalund, Ásbyrgi og
Vík í Mýrdal greip konan fram í.
„Við eigum ekki tjald,“ sagði hún.
„Ég sé því enga ástæðu fyrir því
að ónáða Heimi Ámesing. Svo vil
ég benda þér á,“ hélt konan
áfram, „að við eigum ekki prímus.
Þú fengir því ekki heita súpu á
Þingvöllum."
Ég fann að rigningin í sólar-
landinu hafði áhrif á fleiri en inn-
fædda og nefndi því hvorki Kalda-
dal né Melrakkasléttu. Það verður
að bíða betri tíma. Þessi rigning á
Rimini hafði þó ekki varanleg
áhrif á konuna. Eftir að við kom-
um heim úr Ítalíureisunni liðu
ekki nema 48 stundir þar til hún
var farin að huga að næstu ferða-
möguleikum okkar - utanlands.
Hvild frá brauðstritinu
Sumarfríið í ár bíður flestra,
nema þeir hafi verið svo bráðlátir
að stökkva í frí í júníbyrjun. Þá er
farið að styttast í sælunni hjá
þeim. Þeir em þó væntanlega
orðnir fullir af vítamínum og
koma galvaskir til starfa. Aðrir
geta látið sig hlakka til. Þegar vel
er að gáð skiptir nefnilega ekki
öllu hvar menn eyða fríinu. Það
er tilbreytingin, hvíldin frá brauð-
stritinu sem gerir fríið svo eftir-
sóknarvert. Menn ná að hlaða sig
upp og koma endurnærðir til
baka.
Sárstök
hagfræðiformúla
Ég hef ekkert minnst á Rimini
við frúna þetta sumarið. Ég hef
lítillega neöit stuttar ferðir í ná-
grenni höfuðborgarinnar en læt
lengri bunur bíða betri tíma. Það
fer eftir veðri og vindum. Aðeins
hefur frúin orðað Lundúnaborg
við mig og nefnt það sem ástæðu
að hún þurfi að kaupa veggfóður.
Hún sagði mér að ódýrara væri að
fljúga til London en til Akureyrar.
Ég kunni ekki við að spyrja hvort
veggfóður fengist líka á Akureyri.
Ég veit nefnilega að eiginkona
mín fær stundum góðar hagfræði-
hugmyndir. Þessi er ein af þeim.
Hún veit af búð í London þar sem
hún kemst á veggfóðursútsölu.
Hún ber það saman við verð á
veggfóðri út úr búð hér á landi. Sá
samanburður er ensku útsölurini
í hag. Konan lætur aðra útreikn-
inga við veggfóðurskaupin liggja
milli hluta.
íslandsflug-leiðir
Þessar vangaveltur hennar
vom raunar áður en íslandsflug
sprengdi upp markaðinn. Nú
munu flestir íslendingar ætla i
innanlandsflug. Erindið er auka-
atriði. Þetta er orðið svo ódýrt. Ef
sagan kennir okkur eitthvað
stefriir í það að samgönguráð-
herra sameini Flugfélag íslands
og íslandsflug líkt og gerðist með
Flugfélagið og Loftleiðir í eina tið.
Það félag sameinast svo Flugleið-
um. Þá verður allt eðlilegt á ný.
Gæti félagið ekki kallast íslands-
flug- leiðir? Það yrði leiðandi flug-
félag á íslandi.
En er á meðan er. Það verður
væntanlega nóg að gera í innan-
landsfluginu frá og með næsta
þriðjudegi. Verst að ekki skuli
einnig boðinn kynningarafsláttur
á ferðum til borga sem selja vegg-
fóður fyrir slikk eða til niður-
rigndra sólarstranda. Þá væri lík-
legra að hagfræðiformúla eigin-
kommnar gengi upp.