Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1997, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1997, Blaðsíða 30
V I I ! V Á ferð um sveitir, fjallaháruð og strandir Algarveháraðs: Portúgalar eiu góðirgestgjafar „Obrigado," sagði þjónustulund- aður Portúgali og hneigði sig kankvíslega þegar hann þakkaði tveimur íslenskum ferðalöngum fyr- ir ofurlitil en vinsamleg leirmuna- og teppaviðskipti í bænum Al- bufeira á Algarveströndinni snemma í júni. Ef sölumaðurinn hefði þekkt þetta framandi fólk að- eins betur hefði hann sennilega kysst ferðakonuna á báða vanga og faðmað karlinn hennar að sér eins og Portúgalar gera gjarnan innbyrð- is. Portúgalar eru afar þægilegir gestgjafar - ekki eins framhleypnir og „feröamannagleypnir" og t.a.m. Spánverjar. Þeir virðast dálítið feimnir og varfærnir við fyrstu sýn en þegar ferðamaðurinn gefur örlít- ið af sjálfum sér opnast allar dyr - vinsemd, kurteisi og heiðarleg þjón- ustulund er allsráðandi. Óhætt er að mæla í hvívetna með ferð til Albufeira við Algarveströnd- ina, í syðsta héraði Portúgals. Þar er hæfilegt og sólrlkt loftslag og góð- ur aðbúnaður í litríkum og hrein- legum bæ. Verðlagi á flestu er stillt í hóf. Auk fjölda skipulagðra ferða þarf heldur ekki að fara langt til að komast í ævintýraferð eftir eigin höfði í ódýrum bílaleigubíl. Algarve er nú orðinn aðalvið- komustaður farþega hjá Úrvali-Út- sýn. Þangað hefur skrifstofan reynd- ar skipulagt ferðir í 15 ár. Fyrst á barminn, svo í bæinn Þegar ferðast er til framandi sól- arlanda liggur fólk gjarnan fyrst við sundlaugarbarm hótelsins og fer síðan niður á strönd viðkomandi staðar. í Albufeira er löng og mikil aðalströnd fyrir neðan gamla bæinn þar sem öldufaldar Atlantshafsins renna með þungrnn nið upp á sand. Sjórinn er ekki eins kaldur og marg- ir halda. Austast í bænum eru fleiri góðar strandir í rólegri kantinum sem hægt er að mæla með. I gamla bæjarhluta Albufeira eru flestir veitinga- og skemmtistaðimir aðskildir frá hótelkjörnunum þannig að fólk getur hvílst í friði ef það vill en atast fram eftir nóttu í bænum ef svo ber undir. Af nógu er að taka á þessu sviði. Eftirminnilegur piri-piri kjúklingur, fjölbreyttar steikur, með og án teins, og ógrynni sjávarrétta er það algengasta sem fyrir augu ber á matseðlum í Algarvehéraði. Meðalverð góðrar kvöldmáltíðar með víni er um 800 krónur. Draumaströnd í Lagos I ferð til Algarvestrandarinnar er afar heppilegt að taka bílaleiguhil - ferðast a.m.k. um héraðið og kynn- ast öðru en túrismanum - fara út á meðal hins dæmigerða Portúgala og kynnast þjóðinni „beint í æð“. Vega- lengdir eru ekki miklar. Fjórir dag- ar með prýðilegum bílaleigubíl með ótakmörkuðum kílómetrafjölda Á hinni kyrrlátu og fallegu strönd suður af Lagos - Praia do Porto de Mos. Pangaö koma helst innfæddir en aðeins einstaka feröamenn. Um 50 mínútur tekur að aka frá Albufeira til kletta- og kastalabæjarins Lagos. DV-myndir Óttar í grillveislu meö margs konar portú- gölskum mat á hótel Brisa sol. Portúgalskir þjóödansar meö tilheyrandi söng og hljóöfæraslætti eru gjarn- an sýndir á torginu í gamla bænum í Albufeira. kosta um 8000 krónur i Albufeira. í Silves eru gamlar rústir sem vert er að skoða. Höfnin í Portimao er athyglisverð, svo og hafnar- og kastalabærinn Lagos. Þar er falleg klettaströnd og gamli bærinn ein- stakur. Þegar ekið er um níðþröngar göt- ur gamla hluta Lagos á bíl er eins gott að aka ekki yfir tærnar á fólk- inu sem annaðhvort stendur í gætt- inni á heimili sínu eða úti á skó- breiðum gangstéttunum. Rétt er að flauta áður en ekið er fyrir hom - til að láta vita af sér. Útilokað er að sjá hvað er fyrir handan. 90 gráða beygja á meðalbíl er vonlítil í aðeins einni atrennu. Þetta er upplifun. Ströndin í Lagos - Praia do Porto de Mos - er sú besta sem sá sem þetta ritar hefur reynt til þessa. Þar koma tiltölulega fáir, flestir heima- menn en einstaka ferðamaður. Hún er klettótt og falleg en umfram allt hreinleg og þægileg. Þangað tekur um 50 mínútur að aka I bíl frá Al- bufeira. Heimsendi, Spánn og Monchique Til suðvestasta odda meginlands Evrópu er rösklega klukkustundar akstur frá Albufeira. Þetta er svo- kallaður Heimsendi - klettóttur St. Vincente-höfði. í góðu skyggni sést Monchiquefjallið, 900 metra hátt, hvaðanæva frá syðsta hluta Portú- gals - hæsti tindur Algarve. Þetta fjall og byggðir þess er vert að aka um. Þangað fara margir til að ná heilsu og njóta kyrrðar og fjallalofts. Hægt er að aka alla leið upp á efsta tindinn - Foia. Þegar þangað er komið er ekki laust við að vart verði við dálítinn fslandssvala en útsýnið er óborganlegt. í fjallinu eru seldar þekktar por- túgalskar peysur og ullarvarningur og ýmsar aðrar áhugaverðar vömr. Við strönd, skammt austur af Albufeira, er dekurbærinn Vila- moura með öllum sínum lúxus og íburði. Þangað er hægt að fara í leið- inni, t.a.m. ef fólk ákveður að skreppa til Spánar. Ef síðan er farið út á hraðbraut tekur aðeins um eina klukkustund að aka til Spánar. Ef farið er þangað og t.d. litið til Sevilla er tilvalið að aka strand- og sveitaleiðina í Portúgal til baka. Fyrirmyndaraðstaða Óhætt er að segja að auðvelt sé að dvelja í góðu yfirlæti á Albufeira. íbúeir Portúgals og landið er einfald- lega hliðhollt fólki í fríi. Þeim er vel til íslendinga. En fyrir utan það er gistiaðstaða og aðbúnaður sem Úr- val-Útsýn býður sínu fólki upp á til fyrirmyndar. Hvergi heyrðist kvart- að. Vel samansettur 6 manna hópur fararstjóra sá á skipulagðan hátt um ferðir og „allt annað sem kemur upp á“. Hér er eindregið mælt með dvöl i Albufeira. Óttar Sveinsson Foia (900 m) • @ Monchique deMos St.Vincent höfði 1v | Silves II \\ nao ■ Jóhanna Jóhannsdóttir átti hugmynd sem fékk góöar und- irtektir og var framkvæmd með góöum árangri. DV-mynd GVA Nanný fékk 101 konu til að hlaupa á Albufeira Jóhanna (Nanný) Jóhanns- dóttir, blaðamaður og farar- stjóri Úrvals-Útsýnar á Al- bufeira, var hugmyndasmiður- inn að því að fá konur til að hlaupa um götur og strand- hverfi Albufeira sunnudags- morguninn 15. júní síðastliðinn. Klukkan tíu þann morgun Ifengu Nanný og Ingibjörg Jóns- dóttir, iþróttakennari og farar- stjóri, 101 konu til að mæta í Supphitun fyrir framan Brisa sol hótelið. „Þama voru mættar konur á öllum aldri, rosknar sem ungar stelpur og allt niður í böm í I kerrum," sagði Jóhanna í sam- tali við DV. „Það var hlaupið niður að strönd, farinn hringur og síðan upp eftir aftur. Við höfðum Emælt vegalengdina daginn áður sem var 3 kílómetrar. Síðan fengum við nokkra eiginmenn til að varða leiðina þegar kon- Íurnar hlupu,“ sagði Jóhanna. Jóhanna sagðist vera mjög ánægð með ótrúlega góða þátt- I töku. „Ég var mest hissa á því að sumar konumar sem hlupu hér hlaupa aldrei heima. En þær ætla að gera það núna.“ EHlaupið var skipulagt í sam- ráði við Þorstein G. Gunnars- I son hjá Iþróttum fyrir alla. All- (ir þátttakendur fengu bol og verðlaunapening. -Ótt I Rúmlega 500 víkingar frá átta löndum munu taka þátt i al- þjóðlegri vikingahátíð sem haldin verður i annað sinn í Hafnarflrði dagana 9.-13. júlí. Forseti íslands mun setja hátíð- ina á Víðistaðatúni í Hafnar- firði 9. júlí kl. 16. Laugardaginn 12. júlí halda víkingamir til Þingvalla þar sem hins forna Alþingis verður meðal annars minnst. Alla daga hátíðarinnar Lverður þéttskipuð dagskrá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.