Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1997, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1997, Blaðsíða 44
LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 199' Em á Ítalíu 1997: Kemst íslenska landsliðið til Túni Þegar þetta er skrifað hefir ís- lenska karlalandsliðið staðið sig frá bærlega, unnið 16 leiki, tapað 7 en engum illa. Fræknasti sigur þeirra er gegn italska landsliðinu sem þeir unnu með 24 vinningsstigum gegn. 6. Þótt enginn leikur sé unninn fyr- Umsjón Stefán Guðjohnsen irfram þá fer ekki á milli mála að sveitin hefur góða möguleika á sæti á næsta heimsmeistaramóti, sem haldið verður í Túnis í haust. Af þeim 11 leikjum sem eftir eru má segja að 4 séu erfiðir en hinir 7 minna erfiðir. Alla vega vonar maður að sveitin verði í einu af fimm efstu sætunum. Gott gengi sveitarinnar má þakka öllum þremur pörunum og þegar skoðaður er fjölsveitaútreikningur (Butler) kemur í ljós að Jón og Sæv- ar eru við toppinn, þeir virðast skora mest og eru einnig búnir að spila flesta leiki liðsins. Þegar þetta er skrifað eru þeir í öðru sæti á eft- ir Norðmönnunum Helgemo og Hel- ness og munar aðeins broti úr pró- sentu. Guðmundur Páll og Þorlákur eru í 14. sæti og Aðalsteinn og Matt- hías í 32. sæti. í þetta sterku móti er þessi útreikningur góður mæli- kvarði á frammistöðu paranna. Kvennaliðinu hefir hins vegar vegnað illa og er í 21. sæti eftir 15 umferðir. Þar eru líklegir sigurveg- arar annað hvort Frakkland eða Bretland. Eins og að ofan greinir var frækn- asti sigur okkar manna gegn ítölum og spilið í dag sýnir i hnotskum betra spilamat þeirra. N/N-S 4 ÁG854 *4 43 -t 102 4 ÁK76 4 - 4* ÁD1095 ♦ 873 * DG1054 * 10732 *» 86 * ÁK54 * 832 í opna salnum sátu n-s Versace og Lauria en a-v Sævar og Jón. Sagn- imar sýndu að bæði pör höfðu unn- ið heimavinnuna sína en spilamat Versace fékk makleg málagjöld. Norður Austur Suður Vestur 1* pass 3*>* 34** 44! Dobl Allir pass áskorun í spaðageim ** 5-5 í hjarta og láglit Vörnin hirti alla sína slagi og það vora 800 til íslands. í lokaða salnum sátu n-s Matthías og Aðalsteinn en a-v Bocchi og Duboin. Sagnir hófust á svipuðum nótum. Norður Austm- Suður Vestur 14 pass 34* 3» 34 4*4 dobl pass pass redobl Allir pass áskorun í spaðageim Spilamat Matthíasar var betra en Versace á hinu borðinu og hann sló af í þremur spöðum hann sagt pass við þr og því álykta ég að ha boðum til Aðalsteins gæti varist í fjómr sagnir þróuðust þann Alla vega doblaði A ur hjörtu og þótt ausf þeirri von að n-s flýð ekki að þeirri ósk sin Vömin var barn Matthías og Aðalsti spiiaði út laufás og A tvistinn sem undirs styrk. Reyndar hafði öðru að spila en tígli.. tvo hæstu og gaf Ma1 Einn niður og 200 til: Það vom dýrmætir 46. helgarskákmót tímaritsins Skákar: Stórmeistaraslagur íTrékyllisv - og Kasparov sigraði á ofurmótinu í Novgorod Góður rómur var gerður að helg- arskákmóti tímaritsins Skákar sem fram fór í Trékyllisvík á Ströndum um liðna helgi. Trúlega hafa sjaldan eða aldrei jafhmargir snjallir skák- menn verið þar saman komnir en skákáhugi hefur þó löngum blundað meðal Strandamanna. Mótið var haldið til minningar um Axel Thorarensen sem var kunnur áhugamaður um skák og hélt uppi öfhigu skáklífi á staðnum. Afkom- endur hans gáfu þrjá forláta bikara fyrir efstu sætin en auk þess var teflt um vegleg peningaverðlaun. Mótið í Trékyllisvík var 46. helg- armót tímaritsins Skákar sem hald- in hafa verið um allt land í sam- vinnu við heimamenn. Ætlunin er að framhald verði á i sumar því að Jóhann Þórir Jónsson, ritstjóri Skákar, hefur boðað helgarskákmót í Mjóafirði, Borgarfirði eystri og millihelgaskákmót i Skjöldólfsstaða- skóla á Jökuldal. Þessi mót verða haldin frá 15.-24. ágúst og verða númer 47-^49 í röðinni. Styttist því i 50. mótið á hálfrar aldar afmælisári tímaritsins Skákar. Á helgarmótunum hefur oft bragðið við að heimamenn hafa ekki treyst sér til að etja kappi við fræga aðkomumennina en látið sér nægja að leika hlutverk áhorfand- ans. í Trékyllisvík var þessu öðru- vísi farið því að nærri lætur að tí- undi hluti íbúanna hafi tekið þátt í mótinu. Heimamenn sóttu þó ekki gull í greipar stórmeistaranna að sunnan sem röðuðu sér í efstu sæt- in. Umsjón Jón L. Árnason Niðurstaða mótsins kom þó að mörgu leyti á óvart, ekki síst vask- leg framganga Kristjáns Guðmunds- sonar, framkvæmdastjóra Sjóslysa- nefndar. Kristján, sem er 63 ára gamall, hefur ekki teflt opinberlega síðan um fermingu en greinilegt var þó að hann kunni sitthvað fyrir sér. Skák hans við Ágúst S. Karlsson, forseta Skáksambands íslands og liðsstjóra íslensku ólympíusveitar- innar í Jerevan, vakti feikna at- hygli. Kristján vann skákina mjög sannfærandi og þótti tefla snúið drottningarendatafl eins og stór- meistari. í síðustu umferð sýndi hann enn hvaö í honum býr, með því að halda velli í erflðu hróks- endatafli gegn Jóhanni Hjartarsyni, stigahæsta skákmanni íslendinga. Kristján tapaði aðeins einni skák á mótinu, fyrir Helga Ólafssyni stór- meistara og hreppti fjórða sætið. Jóhann Hjartarson varð einn efst- ur með 8 vinninga af 9 mögulegum - vann sjö skákir en gerði jafntefli við Kristján og Helga Ólafsson. Helgi Áss Grétarsson varð í 2. sæti með 7,5 v. og Helgi Ólafsson fékk 7 v. og varð í 3. sæti. Kristján Guð- mundsson fékk 6,5 v. og varð í 4. sæti. Síðan komu Ágúst S. Karlsson, Sævar Bjamason og Bjöm Lárasson með 6 v. og í 8. sæti varð Guðmund- ur G. Þórarinsson með 5,5. Guð- mundur hafði orð á þvi, er hann sté af forsetastóli Skáksambandsins í vor, að nú gæfist honum loks tóm til þess að tefla sjálfur og nú hefur hann stigið fyrsta skrefið. Guð- mundrn- tók síðast þátt í helg- arskákmóti i Grímsey 1982. Unglingaverðlaun á mótinu fengu Hjörtur Ingvi Jóhannsson (Hjartar- sonar) og Benedikt Bjamason. Ald- ursforseti mótsins, Stiu-la Péturs- son, sem er 82 ára gamall, og Hauk- ur Sveinsson fengu öldungaverð- laun. Árangur Sturlu er athyglis- verður en nú era 60 ár frá því hann tefLdi á ólympíumóti. Bestm- heima- manna varð Jakob Thorarensen, sonur Axels heitins, sem mótið var til minningar um. Gunnar Finnsson hreppti verðlaun með besta frammi- stöðu dreifbýlismanna. Teflt var í félagsheimilinu og höfðu skákmenn á orði að gestrisni heimamanna hefði verið einstök og aðstæður allar til skákiðkunar eins og best verður á kosið. Látið var að því liggja að þarna væri kjörið að slá upp alþjóðlegu skákmóti. Kasparov sigraði í Novgorod Kapphlaupi Garrís Kasparovs og Vladimirs Kramniks á ofurmótinu í Novgorod lauk með sigri Kasparovs sem tókst að hrista keppinaut sinn af sér á lokasprettinum. Kasparov fékk 6,5 vinninga af 10 mögulegum, Kramnik fékk 6 v., síðan kom Nigel Short með 5, Evgení Bareev fékk 4,5, en Boris Gelfand og Veselin Topalov deildu neðsta sæti með 4 v. — jafn- ara gat þetta ekki orðið. Lítum á skemmtilega skák frá mótinu, þar sem Englendingnum Nigel Short tekst fimlega að verjast „rússneskri“ skiptamunsfóm Borisar Gelfands. Hvítt: Nigel Short Svart: Boris Gelfand staðgreiðslu- og greiðslukortaafsláttur aW milli ó//7jy og stighœkkandi birtingarafsláttur ,:nsr yo, % 0, Smáauglýsingar ÐV 550 5000 Mig vantaði mann í vinnu og það bara stoppaði ekki síminn! afttmillihinyns V. í rji Smáauglýsingar riTT 550 5000 Sikileyjarvöm. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 Rxd4 Rf6 5. Rc3 a( Rde2 Be7 8. h3 b5 9. a3 Bb7 11. g4 Rb6 1 g5 Rfd7 14. h4 Hc8 1 Short er óhræddu: með konunginn á ver tafls, enda farinn að bragði við hátíðleg sem hans hátign vill i fremstu víglínu. Hugn skuld sú að nýta hrób eftir h-línunni og þess hvítur ekki stutt. 15. - 0-0 16. Kgl Hxc3!? Dæmigerð skipta áþekkum stöðum í S Svartur tvistrar peð hyggst jafnframt nýta hvíts á hl virðist ek vamar á drottningarv 18. bxc3 Rc4 19. R 20. Hh3! Með laglegri hugsu Dxc3? 21. Bb6! (lo: drottningarinnar) Db drottningin fellur. Á kemst hrókurinn til fyrir allt. 20. - Hc8 21. h5 B Bxg5 23. hxg6 hxg6 25. Hdl Dxd6 26. 1 Rd5 Rh5 28. Hd3 Svartur hefúr farið orrustunni en nú er : Short vinnur úr stöði 28. - Kg7 29. Rb6 Bc6 31. Hc7 Be8 32. Rd5 a5 34. Hd8 Bxa: 36. Hxe8 Hxe8 37. I Bfl a3 39. Ha8. Og Gelfand gafst uj
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.