Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1997, Blaðsíða 22
LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1997 JjV
22 slérstæð sakamál
■k~k
Afbrýðisemin náði vfirhöndinni
Anita Kargl var tuttugu og fjög-
urra ára. Hún stóð frammi í eldhúsi
og var að laga hádegismat fyrir
manninn sinn, Rolf, sem var tveim-
ur árum eldri en hún. Þau bjuggu í
austurríska smábænum
Frantschach. í þetta sinn ætlaði
hún að gleðja mann sinn með því að
gefa honum uppáhaldsmatinn hans,
vínarsnitsel, en eins og kunnugt er
þykir sumum Austurríkismenn
taka öllum öðrum fram í að mat-
reiða þann rétt.
Eins og oft áður hafði æskuvinur
Rolfs, Andreas Otti, komið í heim-
sókn nokkru áður. Hann var fjórum
árum yngri, eða tvítugur. Og enn á
ný kom Andreas Otti Anitu í nokk-
urn vanda með því að lýsa yfir ást
sinni á henni. Það hafði hann gert
með næstum reglulegu millibili, allt
siðan þeir vinimir höfðu hitt hina
laglegu ljóshærðu Anitu í fyrsta
sinn. Það hafði gerst tveimur árum
áður við járnbrautarstöðina í Wolfs-
berg, þar sem hún afgreiddi þá í
pylsuvagni.
Rolf með Jasmin.
Samfylgd um árabil
Rolf og Andreas Otti höfðu
kynnst i æsku. Þeir voru samrýndir
og voru flestum stundum saman
meðan þeir voru að vaxa úr grasi.
Báðir fóru svo í læri hjá pípulagn-
ingameistara, og um helgar og á
öðrum frídögum skemmtu þeir sér
saman. Og það var einmitt á leið af
skemmtun sem þeir komu að pylsu-
vagninum sem Anita vann í. Báðir
sýndu henni strax áhuga, og þar eð
hún var brosmild þótti þeim sem
hún kynni að sýna áhuga á nánari
kynnum. Hvor um sig beitti þó
sinni aðferð.
Rolf nálgaðist Anitu af alvöru,
þótt segja mætti að hann væri leið-
inlegur í samanburði við hinn frek-
ar gáskafulla Andreas Otti, sem
reyndi að koma fram eins og
kvennagull. En það var eins og
Anita fyndist framkoma Rolfs lýsa
traustari og ábyggilegri manni en
Andreas Otti væri, enda var ekki
laust við að sumum þætti hann
stundum dálitið barnalegur.
Trúlofun og hjónaband
Eftir að þeir Rolf og Andreas Otti
höfðu gert hosur sínar grænar fyrir
Anitu um hríð fór hún að vera með
Rolf. Kynni þeirra urðu æ nánari,
en jafnframt gaf hún Andreasi Otti
til kynna að hann væri ekki sá
þeirra félaganna sem hún hefði
áhuga á. Og þar kom að þau Rolf og
Anita trúlofuðu sig. Andreas Otti
óskaði þeim aö vísu báðum til ham-
ingju, en það var eins og skuggi
hefði fallið á til-
veru hans.
Allt gekk
nokkurn veginn
eðlilega í sam-
skiptum þessa
unga fólks fram að
því er Rolf og
Anita gengu í
hjónaband. Þá
höfðu þau verið
trúlofuð í hálft ár.
Og þar kom að
ljóst varð að Anita
gekk með barn.
Andreas Otti
færöi hjónunum
stóran blómvönd
þegar dóttir kom i
heiminn, en
henni var síðar
gefið nafnið
Jasmin. En þrátt
fyrir þá fram-
komu sem Andre-
as Otti reyndi að
temja sér þegar
hann var með
þeim hjónum,
sem var oft, duld-
ist engum sem
heyrðu tal hans
að hann átti mjög
erfitt með að sætta sig við að Rolf
æskuvinur hans skyldi hafa unnið
ástir konu sem hann hafði sjálfur
sýnt áhuga. Og það var sem þessi
ósigur færi brátt að setja óafmáanleg
merki á persónuna Andreas Otti.
Hann fór að sýna einkenni þess sem
tapar og fram að koma önnur ein-
kenni sem bentu til að hann fyndi
innri þörf til „að rétta hlut sinn“. En
það þykir oft ávísun á enn stærri
ósigur þegar svona stendur á.
Enn ein ástarjátningin
Daginn sem Andreas Otti lét end-
anlega í minni pokann fyrir afbrýði-
seminni sem hafði einkennt alla
framkomu hans svo mikið kom
hann i heimsóknina sem greint er
frá í byrjun. Anita var ein heima, og
það vissi hann. Reyndar var það
einmitt ástæðan til þess að hann
kom í heimsókn einmitt þá. Hann
var að leita tækifæris til að vera
einn með Anitu um stund, því hann
taldi sig verða að gera allt sem hann
gæti til að snúa dæminu við. Rolf
væri í Wolfsburg að kaupa inn og
kæmi ekki strax. Því gæfist tími til
að taka á málinu af alvöru, og von
Andreas Otti var að standa uppi
sem sigurvegari þegar hinn gamli
vinur hans kæmi heim.
Eins og fyrr segir stóð Anita frammi
í eldhúsinu þegar at-
burðarásin hófst.
Andreas Otti gekk til
hennar og lýsti enn
einu sinni yfir ást
sinni á henni, ást sem
hafði nú náð hættuleg-
um þráhyggjutökum á
honum. Hann sagði
Anitu að hún yrði að
skilja við Rolf og gift-
ast sér. Ef hann fengi
hana ekki skyldi eng-
inn fá hana framar.
„Þú ert indæll
maður,“ sagði Anita.
„En lengra nær það
ekki. Ég svík ekki
manninn minn.“
Lokaráðið
Aðeins er hægt að
geta sér til um það
sem gerðist næstu
augnablikin, en ljóst
er þó að með þessari
höfnun sinni var
Anita búin að kveða
upp yfir sér dauðadóm, óafvitandi
þó að sjálfsögðu. Það lýsir hins veg-
ar hugarástandi Andreas Otti að
hann kom í þessa heimsókn með
skammbyssu innan klæða. Hann
dró hana nú upp og augnabliki síð-
ar hafði hann skotið Anitu til bana
þar sem hún stóð við eldavélina og
sneri bakinu í hann.
Hún féll á gólfið og var þegar öll.
Frammi í stofunni var Jasmin.
Rolf kom heim klukkutíma síðar
með vörur úr stórmarkaðnum.
Hann opnaði, gekk inn fyrir og
undraðist hina miklu þögn í ibúð-
inni. „Anita,“ kallaði hann, en fékk
ekkert svar. Þá heyrði hann í
Jasmin þar sem hún fór að kjökra
inni í stofunni. Hann ákvað að fara
með vörurnar fram í eldhús áður en
hann sinnti dóttur sinni, en þegar
hann gekk inn um eldhúsdyrnar sá
hann Anitu liggja á gólfinu í blóði
sínu. Hann beygði sig yfir hana,
sneri höfðinu og talaði til hennar.
En hún svaraði ekki, starði aðeins á
hann stirðnuðum augunum.
Örvænting
Um hríð starði Rolf á hina látnu
eiginkonu sína eins og hann gæti
ekki trúað því sem hann sá. Hvað
hafði gerst? Svo varð honum
skyndilega hugsað til Jasmin þar
sem hún væri frammi í stofu. Var
hún líka í lífs-
hættu? Hún
kjökraði enn, og
hann hljóp af
stað.
Þegar Rolf
hljóp inn í stof-
una var hann
næstum dottinn
um líkið af hin-
um gamla vini
sínum og félaga,
Andreas Otti.
Hann lá þar I
hnipri á gólfi,
blóðugur og á
gagnauga var
skotsár.
Um stund stóð
Rolf sem lamað-
ur. Að honum
sótti hver spurningin á fætur
annarri. Hvað hafði gerst þarna á
heimilinu í fjarveru hans? Hvernig
Andreas Otti.
stóð á því að bæði Anita og Andre-
as Otti höfðu verið skotin til bana?
Loks fór Rolf að lita betur á veg-
summerkin í stofunni og þá sá hann
skammbyssuna við hlið Andreas
Otti. Um leið varð honum ljóst hvað
gerst hafði. Hinn gamli vinur hans
hafði komið enn eina ferðina til að
lýsa ást sinni á Anitu, sem hafði
greinilega hafnað honum eins og í
öll fyrri skiptin, en í þetta sinn
hafði hann misst aUa stjóm á sér.
Á spítala
Rolf hringdi á lögregluna sem
kom fljótlega á vettvang. Þegar lög-
regluþjónarnir komu í stofuna gekk
Rolf þar um gólf með Jasmin í fang-
inu, alblóðuga eftir að hafa skriðið
um við hlið líksins af Andreas Otti.
Lögregluþjónamir sögðu síðar að
sjónin hefði verið óhugnanleg, og
Rolf talað í sífeUu, þó án þess að
hægt væri að skilja hann. Eina orð-
ið sem þeir skUdu í raun hafi verið
„Anita“. Þeir litu svo á að atburður-
inn hefði orðið honum um of og
hætta gæti verið á að hann missti
með öUu andlegt jafnvægi. Eftir
nokkra stund tókst að ná barninu af
honum, en síðan var hann leiddur
burt og út í sjúkrabU. Þar var hann
reyrður niður, en síðar var ekið
með hann beint á spítala þar sem
hann var settur í hendur sérfræð-
inga á gjörgæsludeUd.
Jasmin litlu var komið til móður
Rolfs eins fljótt og unnt var, en hún
bjó í fjallaþorpi.
Eftirmálinn
Málið þótti sérstakt og varð á
aUra vörum í Frantschach. Þótti
flestum með ólíkindum á hvem hátt
lauk vináttu tveggja ungra manna
sem höfðu verið saman flestar
stundir frá því þeir voru drengir.
Voru uppi margar kenningar um
hvað valdið hefði. ÖUum sem tU
þekktu var þó ljóst að málið snerist
um ást á konu, ást eiginmanns og
vinar hans sem gat ekki sætt sig við
að hafa ekki náð ástum konu hans.
Jú, það var afbrýðisemi, sögðu
flestir. Aðrir vUdu kafa dýpra og
sögðu sem svo að í þessu tUviki að
minnsta kosti skýrði afbrýðisemi
ekki aUt. Andreas Otti hlyti að hafa
búið við einhvem innri vanda, van-
mátt eða óöryggiskennd, sem hefði
gert honum ókleift að taka ósigri, ef
ósigur skyldi kaUa, því fæstir menn
kæmust hjá því að stúlka eða kona
sem þeir sýndu áhuga sýndi ekki
öðrum en þeim meiri áhuga.
Hver hin sálfræðilega skýring var
veit enginn, og enginn fær það vitað
með vissu því Andreas Otti var aU-
ur og komst því hvorki í hendur sál-
fræðinga né geðlækna.
Rolf er nú fámæltur og hlédrægur
að sögn. Hann sagði upp íbúðinni og
seldi aUt innbúið sem hann sagði
minna sig um of á Anitu. Hann seg-
ir það von sína að kynnast konu
sem vUji verða dóttur hans góð
móðir og lífsforunautur hans sjálfs.
Rolf hefur lítið vUjað ræða málið,
en svaraði þó eftirfarandi spurningu
sem tU hans var beint: „Gmnaði þig
aldrei að Andreas væri farinn út fyr-
ir eðlUeg mörk? Hann var aUtaf að
koma í heimsókn tU ykkar.“
„Maður á ekki von á slíku frá
besta vini sínum,“ var svarið.
Móöir Rolfs meö Jasmin.
Anita.
Anita og Rolf á brúðkaupsdaginn.