Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1997, Blaðsíða 12
LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1997
12 fólk
(sienskir hestar á sýningu í Bandaríkjunum:
Hraði og ferskleiki
- segir Axel Úmarsson hrossaútflytjandi vera aðal kláranna
„Þessi sama sýning hefur
verið haldin síðastliðin 20 ár í
Þýskalandi. Þar var íslenski
hesturinn mjög þekktur og
átti því greiðan aðgang að
sýningunni í Bandaríkjunum.
Okkur var mjög vel tekið,"
segir Axel Ómarsson hrossa-
útflytjandi en hann var ásamt
nokkrum öðrum íslendingum
með íslenska hestinn á Equit-
ana USA, griðarstórri hrossa-
sýningu sem haldin var í
Kentucky dagana 19.-22. júní.
Talið er að um 40 þúsund
manns hafi komið að sjá sýn-
inguna.
Axel segir að verið sé að
markaðssetja íslenska hest-
inn í Bandarikjunum og þess
vegna hafi þessi sýning skipt
miklu máli, líkt og reyndar
allar slíkar. Hann segir að í
fyrra hafi íslendingar notið
þess heiðurs að taka þátt í
lokaatriðinu en nú hafi þeir
verið með þeim síðustu á
dagskránni.
Á svakalegri ferð
„Fólk talaði fyrst og fremst
um þrjú atriöi: Frieser hest-
ana, risastóra, svarta og
Hér sést Axel í einu atriðanna á sýningunni. Fyrir aftan hann er knapi á Fagra-Blakk,
hesti sem leikiö hefur í bíómyndum. Sá vakti mikla hrifningu.
Hópatriöii íslendinganna vöktu gríöarlega hrifningu. Hraðinn er meiri en fólk
sér annars staðar. DV-mynd Ómar Axelsson
svakalega fallega hesta, atriði þar
sem amerískar stúlkur gerðu fím-
leikaæfingar á hestum á harða-
stökki og loks okkar. Atriði
stelpnanna var rosalega flott en
okkar fékk ekki síðri viðtökur.
Hraðinn og ferskleikinn vakti at-
hygli á okkur. Við komum inn á
svakalegri ferð, þeir sjá aldrei
svona hraða nema í sýningum hjá
okkur. Skeiðsprettirnir vöktu rosa-
lega hrifningu," segir Axel.
Frábær hross
Axel segir margt frægra hrossa
og manna hafa verið á sýningunni
og nefnir Fagra-Blakk sem dæmi,
klárinn sem notaður hefur verið í
kvikmyndum. Hann var látinn gera
ýmsar kúnstir við mikinn fógnuð
áhorfenda.
„Þetta er rosalega stór sýning og
geysilegur fjöldi áhorfenda. Hrossin
okkar eru stór útflutningsvara og
við vitum að þau eru frábær. Við
erum stoltir af því að sýna þau og
það gerir þetta enn meira gaman.
Það er fátt betra en að bjóða upp á
vörum sem við vitum að er
framúrskarandi." segir Axel
Ómarsson hrossaútflytjandi í
samtali við DV.
-sv
erlend bóksjá
Metsölukiljur
| •••••••••♦♦•♦*•
Bretland
Skáldsögur:
1. Meave Blnchy:
Evenlng Class.
2. Joanna Trollope:
Next of Kln.
3. Roddy Doyle:
The Woman Who Walked Into
Doors.
4. Danlelle Steel:
Mallce.
5. Jackie Colllns:
Vendetta.
6. John Grlsham:
Runaway Jury.
7. John le Carré:
The Talor of Panama.
8. Terry Pratchett:
Feet of Clay.
9. Mlchael Ondaatje:
The Engllsh Patlent.
10. Ben Elton:
Popcorn.
Rit almenns eölis:
1. Bill Bryson:
Notes from a Small Island.
2. Frank McCourt:
Angela's Ashes.
3. Paul Wllson:
A Llttle Book of Calm.
4. Nlck Hornby:
Fever Pltch.
5. John Gray:
Men are from Mars, Women are
from Venus.
6. The Art Book.
7. Richard E. Grant.
Wlth Nalls.
8. Redmond O'Hanlon:
Congo Journey.
9. Grlff Rhys Jones rltstjórl:
The Natlon's Favourite Poems.
10. Laurle Lee:
Clder with Rosel.
Innbundnar skáldsögur:
1. Bernard Cornwell:
Sharp'e Tlger.
2. John Grlsham:
The Partner.
3. Arundhatl Roy:
The God of Small Thlngs.
4. Wllbur Smlth:
Blrds off Prey.
5. Edward Rutherfurd:
London: The Novel.
Innbundln rlt almenns eðlls:
1. Mlchael Drosnln:
The Blble Code.
2. Paul Brltton:
The Jlgsaw Man.
3. Jean-Dominlque Bauby:
The Divlng-Bell and the Butterfly.
4. Slmon Slngh:
Fermat’s Last Theorem.
5. J. Russell & P. Murphy:
Jack Russell Unleashed.
II
(Byggt á The Sunday Times)
Sagnaskáldið Arthur
Conan Doyle skapaði
ekki aðeins kunnasta
leynilögreglumann allra
tima, Sherlock Holmes,
og félaga hans Watson
lækni. Hann bjó einnig
til þann ljóta skúrk
Moriarty prófessor,
Napóleon glæpamann-
anna, sem gjaman er
nefndur í sömu andrá
og spæjarinn mikli.
Doyle mun hafa leitað
fyrirmynda að Holmes
hjá tveimur mönnum -
prófessor sem hann
kynntist í Edinborg, dr.
Joseph Bell, og svo auð-
vitað sjálfum sér! En
hann hafði líka fyrir-
mynd að Moriarty. Sá
var mjög umtalaður
glæpamaður einmitt um
það leyti sem Doyle
skrifaði fyrstu Sherlock
Holmes-söguna þar sem
Moriarty er nefndur á nafn.
Ævintýralegur ferill
Doyle gerði Moriarty að snillingi
á sina vísu. Hann var jafnsnjall og
hann var ófyrirleitinn; stærðfræði-
séní sem skipulagði og stjórnaði
víðtækri glæpastarfsemi og komst
upp með það án þess að gefa lögregl-
unni höggstað á sér.
Fyrirmyndin var óneitanlega líka
árangursríkur glæpamaður um
hríð, en slapp þó ekki undan
hrammi laganna. En þá hafði hann
líka að baki ótrúlega ævintýraríkan
feril sem rakinn er ítarlega í nýrri
bók sem ber heitið: „The Napoleon
of Crime. The Life and Times of
Adam Worth, The Real Moriarty."
Útgefandi er HarperCollins forlagið.
Hver var svo þessi maður? Upp-
runi hans er óviss. Höfundur bókar-
innar, Ben Macintyre, telur líkleg-
ast að hann hafi fæðst í austurhluta
Þýskalands árið 1844 og farið með
foreldrum sínum til Ameríku fimm
ára að aldri. Þar gekk hann í her
norðanmanna í borgarastyrjöldinni.
Honum tókst að láta líta út fyrir að
hann hefði fallið í orustunni við
Bull Run, fór til New York og hóf
Umsjón
Elías Snæland Jónsson
þar feril sinn sem þjófur. Fljótlega
var hann á bak við lás og slá í Sing
Sing, en flúði þaðan snarlega aö eig-
in sögn og sótti fram á við á glæpa-
brautinni. Eftir vel heppnað banka-
rán í Boston árið 1869 hélt hann til
Englands ásamt félaga sínum með
ránsfenginn. Hann lifði kóngalífi i
Liverpool um hríð, en flutti síðan til
Parísar og byggði þar upp viða-
mikla glæpahreyf-
ingu. Nokkrum árum
síðar færði hann sig
vellauðugur til
London og hélt þar
áfram glæpaferli sín-
um. Hann kvæntist
ungri konu sem vissi
ekkert um afbrot
hans; þegar Worth
var handtekinn i
Belgíu árið 1893 og
allt komst upp missti
hún vitið.
Játaði glæpi
sína
Worth slapp úr fang-
elsi árið 1897, eða fyr-
ir eitt hundrað árum,
en þá var hann að
sjálfsögðu brenni-
merktur og líka bú-
inn að missa heils-
una. Hann tók það til
bragðs að játa alla glæpi sína fyrir
bandaríska einkaspæjaranum Pin-
kerton, sem reyndar hafði milli-
göngu um að selja afar verðmætt
málverk sem Worth hafði stolið
mörgum árum áður til fyrri eig-
anda. Hversu mikið er að marka
þessa játningu er umdeilt, enda var
Worth ekkert að draga úr glæpadáð-
um sínum á elliárunum.
Víst er um það að Doyle gerði
Moriarty að mun meiri snillingi en
fyrirmyndin var nokkru sinni. Hon-
um tókst líka að nýta einstök atriði
úr ferli Worths í sögum sínum, en
bætti þar verulega um. Dæmi um
þetta er sagan um Rauðhærða
bandalagið. Hugmyndin var fengin
af banka, áni sem Worth framdi
með því að leigja hús við hliðina á
bankar.um og grafa síðan göng á
•.niili bygginganna, en á þeirri stað-
reynd byggði Doyle einstaklega eft-
irminnilega sögu sína um hið dular-
fulla bandalag hinna rauðhærðu.
Metsölukiljur
Bandaríkin
Skáldsögur:
1. Danlelle Steel:
Mallce.
2. V.C. Andrews:
Heart Song.
3. Mlchael Crichton:
The Lost World.
4. Julle Garwood:
One Pink Rose.
5. Mary Higglns Clark:
Moonllght Becomes You.
6. John Darnton:
Neanderthal
7. Terry McMillan:
How Stella Got Her Groove Back.
8. John Grisham:
The Runaway Jury.
9. Elizabeth George:
In the Presence of the Enemy.
10. Chaterine Coulter:
Rosehaven.
11. Wally Lamb:
She’s Come Undone.
12. Sheri Reynoids:
The Rapture of Canaan.
13. Nora Roberts:
Montana Sky.
14. Ursula Hegi:
Stones From the River.
15. John Saul:
The Blackstone Chronicles: Parts
1-5.
Rlt almenns eðlis:
j 1. Maya Angelou:
The Heart of a Woman.
2. Andrew Weil:
Spontaneous Heallng.
3. Stephen E. Ambrose:
Undaunted Courage.
4. Mary Plpher:
Reviving Ophella.
5. James McBride:
The Color of Water.
6. Jon Krakauer:
Into the Wlld.
7. Jonathan Harr:
A Clvll Actlon.
8. Carmen R. Berry & T. Traeder:
Glrlfrlends.
9. Laura Schiesslnger:
How Could You Do ThatT!
10. D. Rodman & T. Keown:
Bad As I Wanna Be.
11. Scott Adams:
The Dllbert Prlnclple.
12. Thomas Cahlll:
How the Irlsh Saved Clvillzation.
13. Kathleen Norrls:
The Clolster Walk
14. Mary Pipher:
The Shelter of Each Other
15. Carl Sagan:
The Demon-Haunted World.
(Byggt á New York Times Book Revlew)