Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1997, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1997, Blaðsíða 46
« afmæli LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1997 TW Haukur Lárus Hauksson Haukur Lárus Hauksson blaða- maður, Kirkjuteigi 25, Reykjavík, er fertugur í dag. Starfsferill Haukur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Heimunum. Hann lauk stúdentsprófi frá MT 1977, og stundaði nám í sálarfræði við HÍ og Kaupmannahafnarháskóla. Haukur stundaði verslunarstörf með námi í Kaupmannahöfn og var fréttaritari DV þar 1985-88. Hann hefur verið hlaðamaður við DV frá 1988. Haukur var trúnaðarmaður Blaðamannafélags íslands hjá Frjálsri fjölmiðlun um skeið og situr nú í stjóm BÍ. Fjölskylda Haukur kvæntist 30.12. 1982 Heru Sveinsdóttur, f. 22.9. 1963, fótaað- gerðafræðingi. Hún er dóttir Sveins Davíðssonar, f. 3.3. 1927, vélgæslu- manns i Stykkishólmi, og k.h., Guð- rúnar Bjömsdóttur, f. 8.7. 1934, hús- móður. Börn Hauks og Heru era Arinbjöm, f. 2.8.1984, nemi; Edda Þöll, f. 31.7. 1989, nemi. Systkini Hauks era El- ísabet, f. 12.3. 1939, læknafulltrúi í Reykja- vík, gift Arnóri Valgeirs- syni framkvæmdastjóra og er sonur þeirra Valur, f. 8.12. 1958, vátrygginga- ráðgjafi í Reykjavík; Karl Pétur, f. 8.4. 1942, prent- ari í Reykjavík. Foreldrar Hauks era Haukur Bragi Lárasson, f. 27.4. 1916, d. 23.4.1975, yfirvélstjóri hjá Eimskipafélagi íslands, og k.h., Edith Clausen, f. 7.9. 1917, húsmóðir í Reykjavík. Ætt Haukur var bróðir Vals, fóður Trausta arkitekts. Haukur var son- ur Lárasar, bræðslumanns í Reykja- vík, bróður Kristins, afa Hjálmars Jónssonar, prests og alþm. Lárus var sonur Bjarna, oddvita á Sýra- parti á Akranesi, Jóns- sonar, b. í Heynesi, Bjarnasonar, bróður Guðbjarna, langafa Sigmundar, fyrrv. há- skólarektors. Móðir Bjarna var Margrét Jónsdóttir. Móðir Lárusar var Sigríður Hjálmarsdóttir, b. í Hauganesi í Blöndu- hlíð, bróður Benja- míns, langafa Sverris Ólafssonar myndlist- armanns. Hjálmar var sonur Hjálmars, skálds í Bólu, Jónssonar. Móðir Hauks vélstjóra var Elísa- bet, systir Grims, föður Stefáns Harðar skálds. Elísabet var dóttir Jónasar, b. i Hliði á Álftanesi. Móðir Elísabetar var Sigríður, systir Guðfinnu, ömmu Olafs Jenssonar, yfirlæknis Blóðbankans. Sigríður var dóttir Jóns, b. i Deild, Jónssonar. Hálfbróðir Edithar var Arinbjörn, rafveitustjóri á ísafirði, afi Amórs Péturssonar, fulltrúa í Tryggingastofnun ríkisins. Edith er dóttir Jens Peters Clausens, vélstjóra á Sólbakka í Önundarfirði og á ísafirði, af kaupmannaættum í Álaborg í Danmörku. Móðir Edithar var Borghildur, veitingakona á ísafirði, systir Hansínu Guðbjargar, móður Jens Guðjónssonar gullsmiðs. Bróðir Borghildar var Guðlaugur Asberg gullsmiður, afi Guðlaugs Óttars- sonar, gítarleikara og stærðfræðings. Borghildur var dóttir Magnúsar, b. í Svínaskógi á Fellsströnd og Skáley á Breiðafirði, Hannessonar, b. í Svínaskógi, Hannessonar. Móðir Borghildar var Kristín Jónsdóttir, b. á Keisbakka, Guðmundssonar. Móðir Kristínar var Kristín Jónsdóttir. Móðir Kristínar var Salóme Oddsdóttir. Móðir Salóme var Þuríður, systir Ingibjargar, langömmu Steinunnar, móður Friðjóns Þórðarsonar, fyrrv. ráðherra, föður Þórðar, forstjóra Þjóhagsstofnunar. Haukur og Hera hafa opið hús fyrir vini og vandamenn í salnum að Sléttuvegi 15-17 i dag kl. 16-19. Haukur L. Hauksson. Ingibjörg Guðrún Sólveig Ingibjörg Guðrún Sólveig Larsen, til heimilis að Engi við Vesturlandsveg, er sextug í dag. Starfsferill Ingibjörg fæddist á Grímsstaðaholtinu í Reykjavík en ólst upp í Sogamýrinni. Hún lauk landsprófi frá Héraðsskólanum að Skógum. Á unglingsárunum starfaði Ingibjörg við Loftskeytastöðina í Gufunesi. Hún Faðir hennar var Sigurður Jóhann Ingibjörg Guörún Sólveig Larsen. var þerna, bæði á hótelum og til sjós, rak hænsnabú á Engi á árunum 1980-89 og hefur reyndar lengst af stundað landbúnaðarstörf á Engi. Fjölskylda Dóttir Ingibjargar er Helga Fanney Sigurðardóttir Bergmann, f. 22.1. 1969, starfsmaður við pósthúsið í Ármúla. Bergmann, f. 14.4.1943, d. 27.12.1990, bátsmaður hjá Landhelgisgæslunni. Systkini Ingibjargar: Zoe Fanney Sóley Larsen, f. 13.7. 1929, d. 13.3. 1943; Ketill Ágúst Kierulff Larsen, f. 1.9. 1934, leikari, listmálari og starfsmaður hjá íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar. Foreldrar Ingibjargar voru Axel Larsen, f. 12.11. 1879, d. 9.4. 1938, verslunarmaður í Danmörku og síðar verkamaður í Reykjavík, og k.h., Helga Þórðardóttir Larsen, f. 14.5. 1901, d. 15.4. 1989, bóndi. Þau bjuggu á Grímsstaðaholtinu og síðar í Hafnarfirði en Helga var búsett á Engi frá 1952. Larsen Ætt Axel var sonur Rasmus Larsen, tónlistarstjóra í Tívólí í Kaupmannahöfn í tæpa hálfa öld, sem auk þess spilaði við dönsku hirðina, og k.h., Sofíe (f. Lassen). Sofie var í fjórða lið komin frá Jósep Spánarkóngs, elsta bróður Napóleon Bonaparte. Helga var dóttir Þórðar Magnússonar, b. í Auðsholti i Biskupstungum, frá Skollagróf í Hrunamannahreppi, og k.h., Ólafiu Ólafsdóttur frá Auðsholti í Biskupstungum. A Jenný Asgerður Magnúsdóttir Jenný Ásgerður Magnúsdóttir, starfsstúlka við Sjúkrahúsið á Akra- nesi og skrautritari, Vesturgötu 101, Akranesi, er fertug í dag. Starfsferill i Jenný fæddist á Akranesi og ólst j þar upp. Hún lauk landsprófi 1972 , og stundaði nám í 1. bekk á hjúkr- unarbraut 1973. Jenný hefur stundað ýmis störf á undanförnum árum en er nú starfs- stúlka við Sjúkrahús Akraness. Jenný hefur leikið á trompet í lúðrasveit frá tólf ára aldri og spilar enn með Skólahljómsveit Akraness. Þá hafa þau hjónin starfað mikið með Skátafélagi Akraness og unnið að uppbyggingu útilífsmiðstöðvar í Skorradal. Jenný hefur tekið að sér skrautritun í hjáverkum frá 1982. Fjölskylda Jenný giftist 1.3. 1975 Jóni Þóri Leifssyni, f. 30.11. 1948, lögreglu- manni. Hann er sonur Leifs Jóns- sonar og Áslaugar Ellu Helgadóttur. Synir Jennýjar og Jóns Þóris eru Daníel Birkir Jónsson, f. 15.7. 1975; Davíð Þór Jónsson, f. 27.6.1978; Leif- ur Jónsson, f. 26.1. 1982; Arnar Freyr Jónsson, f. 2.3. 1985. Systkini Jennýjar: Valgeir Borgþór, f. 23.2. 1947; Guðrún Jón- ína, f. 20.12. 1949; Guð- mundur Trausti, f. 7.5. 1952; Sævar Þór, f. 13.11. 1953; drengur, f. 1.9. 1958, d. 9.11. sama ár; Margrét Högna, f. 13.6. 1960; Erlingur Birgir, f. 24.3. 1962; Vil- helmína Oddný, f. 25.8. 1963; Jónína Björg, f. 25.8. 1965. Foreldrar Jennýjar eru Magnús Sigurjón Jenný Ásgerður Magnúsdóttir. Guðmundsson, f. 30.11. 1921, vélamaður á Akra- nesi, síðar verkamaður og loks gæslumaður við Vistheimilið í Grims- nesi, og k.h., Sigurbjörg Oddsdóttir, f. 16.7. 1930, húsmóðir, saumakona og starfsmaður við Vist- heimilið i Grímsnesi.. Jenný er í útlöndum á afmælisdaginn en sendir kveðjur og þakklæti til allra sem glöddu hana þann 2.5. s.l. Dóra Pálsdóttir Dóra Pálsdóttir sér- kennari, Tjarnargötu 44, Reykjavík, verður fimmtug á morgun. Starfsferill Dóra fæddist í Reykja- vik og ólst þar upp, í Hraunkoti í Lóni og í Kaupmannahöfn. Hún lauk stúdentsprófi frá MA 1967, kennaraprófi { frá KÍ 1968, prófi sem heyrnleysingjakennari frá University of Arizona í Bandaríkjunum 1969, stundaði nám í tölvufræðum fyrir fatlaða við Statens Spesiallærehögskole í Osló og lauk prófi þaðan 1987. Dóra var kennari við Heyrnleys- ingjaskólann 1969-86 og hefur verið kennari í tölvufræðum hjá Hringsjá, starfsþjálfun fatlaðra, frá ársbyrjun 1988. Þá hefur hún kennt íslensku fyrir útlendinga við Málaskólann Mími, í Bandaríska sendiráðinu og við Bandaríska barnaskólann. Dóra sat í stjórn Nemendasambands MA 1987-91 og var formaður þess 1989-91, sat í stjórn Félags íslenskra sér- kennara 1985-87, var trúnaðarmaður Kenn- arafélags Heyrnleys- ingjaskólans 1975-77 og sat í stjórn Foreldrafé- lags Melaskólans. Hún hefur skrifað greinar um tölvur i sérkennslu. Fjölskylda Dóra giftist 4.4. 1970 Davíð Janis. Þau skildu 1987. Dóra giftist 28.8. 1994 Jens Tollef- sen, forstjóra og forritara. Synir Dóru og Davíðs eru Páll Ás- geir, f. 26.1. 1970, lögfræðingur hjá Evrópuráðinu í Strassborg; Tryggvi Björn, f. 15.12. 1973, hagfræðingur í Reykjavík; Davíð Tómas, f. 1979, nemi í Reykjavík. Systkini Dóru eru Tryggvi, f. 28.2. 1949, framkvæmdastjóri hjá íslands- banka; Herdís, f. 9.8. 1950, fóstra og sérkennari í Noregi; Ásgeir, f. 29.10. 1951, framkvæmdastjóri hjá Flug- málastjórn; Sólveig, f. 13.9. 1959, leikari og bókmenntafræðingur. Foreldrar Dóru: Páll Ásgeir Tryggvason, f. 19.2. 1922, fyrrv. sendiherra, og k.h., Björg Ásgeirs- dóttir, f. 22.2. 1925, d. 7.8. 1996, hús- móðir. Ætt Páll er sonur Tryggva, útgerðar- manns í Reykjavík, Ófeigssonar, b. í Ráðagerði í Leiru, Ófeigssonar, b. á Fjalli, Ófeigssonar, ríka, ættföður Fjallsættarinnar, Vigfússonar. Móð- ir Ófeigs ríka var Ingunn Eiríksdótt- ir, ættfðður Reykjaættarinnar Vig- fússonar. Móðir Tryggva var Jó- hanna Frímannsdóttir af Hafnarætt- inni. Móðir Jóhönnu var Helga Ei- ríksdóttir af Skeggsstaðaættinni. Móðir Páls var Herdís Ásgeirs- dóttir, skipstjóra í Reykjavík, Þor- steinssonar. Björg var dóttir Ásgeirs forseta Ásgeirssonar, kaupmanns i Reykja- vík, Eyþórssonar. Móðir Ásgeirs kaupmanns var Kristín Grímsdóttir, prests á Helgafelli, Pálssonar, bróð- ur Margrétar, langalangömmu Ólafs Thors. Móðir Ásgeirs forseta var Jensína Matthíasdóttir af Vigurætt. Móðir Bjargar var Dóra, systir Tryggva forsætisráðherra. Dóra var dóttir Þórhalls, biskups Bjarnarson- ar og Valgerðar Jónsdóttur. Dóra tekur á móti gestum á heimili sínu 28.6. kl. 18.00. Dóra Pálsdóttir. Til hamingju með afmælið 28. júní 80 ára Kiistín Stefánsdóttir, Aðalstræti 7, Akueyri. 75 ára Þóra Kristín Kristjánsdóttir, Sogavegi 158, Reykjavík. Steinunn Þorsteinsdóttir, Ennisbraut 8, Ólafsvík. Hallgrímur Benediktsson, Safamýri 54, Reykjavík. Lára Guðnadóttir, Borgarbraut 65A, Borgamesi. Vilmar Guðmundsson, Tjamargötu 25, Keflavik. Þórey Bryndís Magnúsdóttir, Smárahlíð 3A, Akureyri. Vigdís Auðunsdóttir, Sæunnargötu 8, Borgamesi. 70 ára Brigitte A.L. Jónsson, Kleppsvegi 62, Reykjavík. Rafn K. Kristjánsson, Seljalandi 5, Reykjavik. Halldóra Hjörleifsdóttir, Víðivöllum 14, Selfossi. Theódór Líndal Helgason, Jöldugróf 20, Reykjavík. Ásgeir Guðbjartsson, Fagrabergi 6, Hafnarfirði. Jón Magnússon, Vesturbergi 78, Reykjavík. Jón er að heiman. 60 áxa Aðalbjörn Þorsteinsson, Viðidal, Jökuldalshreppi. Hreinn Oddsson, Dvergholti 5, Mosfellsbæ. Guðmimdur Eiríksson, Torfufelli 32, Reykjavík. Sigríður Guðmundsdóttir, Víðilundi 20, Akureyri. Bjöm Bogason, Bakkaseli 26, Reykjavík. Sigurbjöm Friðrik Ólason, Lyngbergi 19, Þorlákshöfn. 50 ára Ingi Gunnar Steindórsson, Hamraborg 26, Kópavogi. Sveinn Frímannsson, Sæviðarsundi 56, Reykjavík. Steinunn Þorgrímsdóttir, Eiðistorgi 7, Seltjarnamesi. Ambjörg Ágústsdóttir, Ásbúðartröð 1, Hafnarfirði. Þorkell Diego Þorkelsson, Möðrufelli 1, Reykjavík. Sigrún Kristófersdóttir, Húnabraut 26, Blönduósi. Salbjörg Jónsdóttir, Mánagerði 5, Grindavík. Sigríður Sigurðardóttir, Bjarkargrund 18, Akranesi. Auður Elimarsdóttir, Birkiteigi 26, Keflavik. 40 ára Sigurður Ingi Guðmundsson, írabakka 26, Reykjavík. Pamela J. Svavarsdóttir, gjaldkeri hjá Pósti og síma, Freyjuvöllum 13, Keflavík. Eiginmaður hennar er Kristján Þór Svavarsson flugvirki. Gulli Berg, Lyngmóum 9, Garðabæ. Hrafnliildur Ingimarsdóttir, Hjarðarlandi 5, Mosfellsbæ. Ásgeir Halldór Ingvarsson, Lindasmára 89, Kópavogi. Unnur Petra Sigurjónsdóttir, Miðvangi 102, Hafnarfirði. Guðný Snjólaug Guðjohnsen, Stakkhömrum 2, Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.