Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1997, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1997, Blaðsíða 56
 f SIMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö I hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. B55Ö 5555 Frjálst,óháð dagblað LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ1997 140 í fyrradag ígær Verðþróun á grænmeti í Bónus í vikunni Gúrkan lækkar Verö á gúrkum hefur lækkað mikið i Bónusi síðustu daga og var komið í 99 kr. í gær, úr 225 kr. sem kílóið kostaði á miðvikudag. S Tómatar eru hins vegar á uppleið, voru á 69 kr. síðastliðinn laugardag en kostuðu á hádegi í gær 109 kr. í versluninni. Verð á grænni papriku hefur verið 269 kr. í Bónusi um nokkurt skeið en liklegt þykir að paprikuverð stígi á næstunni. í Hagkaup var grænmetið mun dýrara. Kíló af tómötum kostaði 298 kr. en fór lægst í 85 kr. fyrir viku. Gúrkur voru á tilboði á 149 kr. og græn paprika kostaði 598 kr., hækk- aði úr 398 krónum frá því á mið- ^ vikudag. Reynt að fá orminn upp úr „Það var ýmislegt reynt til að koma orminum upp úr en við höf- um ekki séð hann,“ sagði lögreglu- maður á Egilsstöðum við DV í gam- ansömum tón. Mikil uppákoma var við bakka Lagarfljóts í gær í tilefni 50 ára af- mælis Egilsstaðabæjar. Var það gert til að reyna að fá hinn sögu- fræga Lagarfljótsorm upp úr fljót- inu. Bruggaöur var seiður og kistill settur út í fljótið sem í var hárlokk- ur af elsta íbúa bæjarins. -RR Fjórhjóladrifinn fjölskyidubfil - hannaður fyrir íslenskar aðstæður CR-V Sjálfskiptur með tveimur loftpúðum kostar frá 2.270.000,- E) HONDA _S: 568 9900 L O K I Skýrsla rannsóknarlögreglustjóra í máli Franklíns Steiners og lögreglunnar: Eitt mál Franklíns fór ekki í dómsmeðferð rannsóknin beindist einnig að afskiptum tveggja ráðherra að beiðni lögreglu í skýrslu sem sérstakur rann- sóknarlögreglustjóri skilaði til rík- issaksóknara um samskipti Frank- líns Steiners við flkniefnalögregl- una kemur fram að eitt sakamál gegn honum seint á síðasta áratug fór aldrei i dómsmeðferð. Málið varðaði innflutning á fikniefnum þar sem tvær konur koma við sögu, Franklín og annar karlmað- ur. Franklín var þá búsettur i Kópavogi. Einnig er í skýrslunni tekið á samskiptum fikniefnalögreglunnar við tvo dómsmálaráðherra vegna Franklins - þá Óla Þ. Guðbjartsson og siðan Þorstein Pálsson. Þau urðu til þegar lögreglan leitaði til dómsmálaráðuneytisins um að Franklín Steiner fengi reynslu- lausn árið 1991 - reynslulausn frá fangelsisafplánun fyrr en vaninn var. Raunin varð síðan sú að Franklín var sleppt eftir helming afplánunar í stað þess aö fá reynslulausn eftir tvo þriðju hluta þeirrar fangelsisrefsingar sem hann var dæmdur til að sæta fyrir fíkniefnamisferli. Sérstakur rannsóknarlögreglu- stjóri tekur ekki afstöðu til þess hvort fyrir liggi nokkurt sakarefhi á hendur lögreglufulltrúunum Arnari Jenssyni og Birni Halldórs- syni, þeim tveimur sem hafa verið við stjómvöl fíkniefnadeildarinnar síðasta áratuginn sem rannsóknin tók til. Sá síðarnefndi hefur reynd- ar oftsinnis gagnrýnt yfirstjórn lögreglunnar og jafnvel ákæruvald fyrir að „leggja ekki skýrar línur" hvað varðar óhefðbundnar rann- sóknaraðferðir. Á hinn bóginn kemur fram í skýrslunni að greinilegir ann- markar hafi verið á boðleiðum inn- an lögreglustjóraembættisins. Þar hafa ýmsar spumingar vaknað um ákvarðanatöku og ábyrgð yfir- stjórnar og lögreglustjóra. Ríkissaksóknari hefur nú skýrslu Atla Gíslasonar, sérstaks rannsóknarlögreglustjóra, undir höndum. Henni var skilað um miöjan júní, eftir tveggja mánaða vinnu hans og nokkurra aðstoðar- manna. Afrit hefur verið sent dómsmálaráðuneytinu. Ekki liggur fyrir hvort ríkissaksóknari mun láta málið niður falla, ákæra eða óska eftir frekari rannsókn. Rann- sóknin var framkvæmd að beiðni Þorsteins Pálssonar dómsmálaráð- herra. -Ótt - sjá umíjöllim um lækkunina á bls. 2 Farþegar íslandsflugs eru himinlifandi yfir útspiii félagsins sem felur í sér stórlækkun flugfargjalda innanlands í næsta mánuði þegar frelsi í flugi verður að raunveruleika. Hvort þeir farþegar sem hér stíga um borö í ATR-vél fé- lagsins njóta góðs af er ómögulegt að segja en þeir voru eigi að síöur fullir tilhlökkunar þar sem þeir stigu um borö. Hópur frá Taívan er þarna á leiö til Grænlands. DV-mynd ÞÖK EM í bridge: Frakkar gjörsigraðir íslenska sveitin í opna flokknum á EM í bridge á Ítalíu gerði sér lítið fyrir í gær og gjörsigraði ólympíu- meistara Frakka 24-6. Sömu úrslit og þegar ísland vann Evrópumeist- ara ítala fyrr á mótinu. ísland er enn í baráttunni um sæti á heimsmeistaramótinu í Túnis í haust, nú í 6. sæti, en 5 efstu þjóðir komast á HM. Önnur helstu úrslit í 32. umferðinni í gær urðu þau að Ítalía vann Grikkland 16-14, Noreg- ur vann Portúgal 24-6, Danir unnu Tékka 21-9, Holland vann Pólland 19-11 og Finnland vann Spán 25-4. Staðan eftir 32 umferðir: Ítalía 613.5, Pólland 599, Noregur 591, Frakkland 579, Danmörk 571, ísland 563.5, HoUand 556, Spánn 550. í 31. umferð fyrr um daginn tapaði ísland fyrir einni af botnþjóðunum á mótinu, Eistlandi, 13-17. Noregur vann Frakkland 16-14, PóUand vann Spán 24-6, írland vann Ítalíu 20-10, Þýskaland vann Holland 22-8 og Danmörk fékk 25 stig gegn Litháen. í kvennaflokki sigraði Bretland. ísland vann helstu keppinauta þeirra, Frakkland, 21-9 í lokaum- ferðinni í gær og varð í 16. sæti 24 þjóða með 303,5 stig. -hsim 7° 10° . ^ <3 12» w 3 3 v 11° 9 v 12 ‘tl V y l Upplýsingar frá Voöurstofu íslands S111111U C 10° / lM / <r 15” ^ • ■»• - 15” 0 (þ Éí ■-•- lagur Manudagur ^ Veðurhorfur á morgun og mánudag: Afram hlýtt austanlands Á morgun sunnudag veðúr hæg breytileg átt og sums staðar síðdegisskúrir. Hiti verður á bflinu 8 til 16 stig, hlýjast austanlands. Mánudaginn verður hæg norðlæg átt með rigningu eða skúrum norðaustanlands en annars úrkomulítið. Hiti verður á bflinu 6 til 14 stig. Veðrið í dag er á bls. 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.