Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1997, Side 56

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1997, Side 56
 f SIMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö I hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. B55Ö 5555 Frjálst,óháð dagblað LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ1997 140 í fyrradag ígær Verðþróun á grænmeti í Bónus í vikunni Gúrkan lækkar Verö á gúrkum hefur lækkað mikið i Bónusi síðustu daga og var komið í 99 kr. í gær, úr 225 kr. sem kílóið kostaði á miðvikudag. S Tómatar eru hins vegar á uppleið, voru á 69 kr. síðastliðinn laugardag en kostuðu á hádegi í gær 109 kr. í versluninni. Verð á grænni papriku hefur verið 269 kr. í Bónusi um nokkurt skeið en liklegt þykir að paprikuverð stígi á næstunni. í Hagkaup var grænmetið mun dýrara. Kíló af tómötum kostaði 298 kr. en fór lægst í 85 kr. fyrir viku. Gúrkur voru á tilboði á 149 kr. og græn paprika kostaði 598 kr., hækk- aði úr 398 krónum frá því á mið- ^ vikudag. Reynt að fá orminn upp úr „Það var ýmislegt reynt til að koma orminum upp úr en við höf- um ekki séð hann,“ sagði lögreglu- maður á Egilsstöðum við DV í gam- ansömum tón. Mikil uppákoma var við bakka Lagarfljóts í gær í tilefni 50 ára af- mælis Egilsstaðabæjar. Var það gert til að reyna að fá hinn sögu- fræga Lagarfljótsorm upp úr fljót- inu. Bruggaöur var seiður og kistill settur út í fljótið sem í var hárlokk- ur af elsta íbúa bæjarins. -RR Fjórhjóladrifinn fjölskyidubfil - hannaður fyrir íslenskar aðstæður CR-V Sjálfskiptur með tveimur loftpúðum kostar frá 2.270.000,- E) HONDA _S: 568 9900 L O K I Skýrsla rannsóknarlögreglustjóra í máli Franklíns Steiners og lögreglunnar: Eitt mál Franklíns fór ekki í dómsmeðferð rannsóknin beindist einnig að afskiptum tveggja ráðherra að beiðni lögreglu í skýrslu sem sérstakur rann- sóknarlögreglustjóri skilaði til rík- issaksóknara um samskipti Frank- líns Steiners við flkniefnalögregl- una kemur fram að eitt sakamál gegn honum seint á síðasta áratug fór aldrei i dómsmeðferð. Málið varðaði innflutning á fikniefnum þar sem tvær konur koma við sögu, Franklín og annar karlmað- ur. Franklín var þá búsettur i Kópavogi. Einnig er í skýrslunni tekið á samskiptum fikniefnalögreglunnar við tvo dómsmálaráðherra vegna Franklins - þá Óla Þ. Guðbjartsson og siðan Þorstein Pálsson. Þau urðu til þegar lögreglan leitaði til dómsmálaráðuneytisins um að Franklín Steiner fengi reynslu- lausn árið 1991 - reynslulausn frá fangelsisafplánun fyrr en vaninn var. Raunin varð síðan sú að Franklín var sleppt eftir helming afplánunar í stað þess aö fá reynslulausn eftir tvo þriðju hluta þeirrar fangelsisrefsingar sem hann var dæmdur til að sæta fyrir fíkniefnamisferli. Sérstakur rannsóknarlögreglu- stjóri tekur ekki afstöðu til þess hvort fyrir liggi nokkurt sakarefhi á hendur lögreglufulltrúunum Arnari Jenssyni og Birni Halldórs- syni, þeim tveimur sem hafa verið við stjómvöl fíkniefnadeildarinnar síðasta áratuginn sem rannsóknin tók til. Sá síðarnefndi hefur reynd- ar oftsinnis gagnrýnt yfirstjórn lögreglunnar og jafnvel ákæruvald fyrir að „leggja ekki skýrar línur" hvað varðar óhefðbundnar rann- sóknaraðferðir. Á hinn bóginn kemur fram í skýrslunni að greinilegir ann- markar hafi verið á boðleiðum inn- an lögreglustjóraembættisins. Þar hafa ýmsar spumingar vaknað um ákvarðanatöku og ábyrgð yfir- stjórnar og lögreglustjóra. Ríkissaksóknari hefur nú skýrslu Atla Gíslasonar, sérstaks rannsóknarlögreglustjóra, undir höndum. Henni var skilað um miöjan júní, eftir tveggja mánaða vinnu hans og nokkurra aðstoðar- manna. Afrit hefur verið sent dómsmálaráðuneytinu. Ekki liggur fyrir hvort ríkissaksóknari mun láta málið niður falla, ákæra eða óska eftir frekari rannsókn. Rann- sóknin var framkvæmd að beiðni Þorsteins Pálssonar dómsmálaráð- herra. -Ótt - sjá umíjöllim um lækkunina á bls. 2 Farþegar íslandsflugs eru himinlifandi yfir útspiii félagsins sem felur í sér stórlækkun flugfargjalda innanlands í næsta mánuði þegar frelsi í flugi verður að raunveruleika. Hvort þeir farþegar sem hér stíga um borö í ATR-vél fé- lagsins njóta góðs af er ómögulegt að segja en þeir voru eigi að síöur fullir tilhlökkunar þar sem þeir stigu um borö. Hópur frá Taívan er þarna á leiö til Grænlands. DV-mynd ÞÖK EM í bridge: Frakkar gjörsigraðir íslenska sveitin í opna flokknum á EM í bridge á Ítalíu gerði sér lítið fyrir í gær og gjörsigraði ólympíu- meistara Frakka 24-6. Sömu úrslit og þegar ísland vann Evrópumeist- ara ítala fyrr á mótinu. ísland er enn í baráttunni um sæti á heimsmeistaramótinu í Túnis í haust, nú í 6. sæti, en 5 efstu þjóðir komast á HM. Önnur helstu úrslit í 32. umferðinni í gær urðu þau að Ítalía vann Grikkland 16-14, Noreg- ur vann Portúgal 24-6, Danir unnu Tékka 21-9, Holland vann Pólland 19-11 og Finnland vann Spán 25-4. Staðan eftir 32 umferðir: Ítalía 613.5, Pólland 599, Noregur 591, Frakkland 579, Danmörk 571, ísland 563.5, HoUand 556, Spánn 550. í 31. umferð fyrr um daginn tapaði ísland fyrir einni af botnþjóðunum á mótinu, Eistlandi, 13-17. Noregur vann Frakkland 16-14, PóUand vann Spán 24-6, írland vann Ítalíu 20-10, Þýskaland vann Holland 22-8 og Danmörk fékk 25 stig gegn Litháen. í kvennaflokki sigraði Bretland. ísland vann helstu keppinauta þeirra, Frakkland, 21-9 í lokaum- ferðinni í gær og varð í 16. sæti 24 þjóða með 303,5 stig. -hsim 7° 10° . ^ <3 12» w 3 3 v 11° 9 v 12 ‘tl V y l Upplýsingar frá Voöurstofu íslands S111111U C 10° / lM / <r 15” ^ • ■»• - 15” 0 (þ Éí ■-•- lagur Manudagur ^ Veðurhorfur á morgun og mánudag: Afram hlýtt austanlands Á morgun sunnudag veðúr hæg breytileg átt og sums staðar síðdegisskúrir. Hiti verður á bflinu 8 til 16 stig, hlýjast austanlands. Mánudaginn verður hæg norðlæg átt með rigningu eða skúrum norðaustanlands en annars úrkomulítið. Hiti verður á bflinu 6 til 14 stig. Veðrið í dag er á bls. 57

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.