Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1997, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1997, Blaðsíða 23
LAUGAKDAGUR 28. JÚNÍ 1997 Qtlönd 23 Ferill Aitkens eyðilagður vegna lyga um mútur frá Sádi-Aröbum: Utvegaði gleðikonur gegn gimsteinum Opið alla daga 10-21 Breski stjórnmálamaðurmn Jon- athan Aitken féll á eigin lygum. Hann er búinn að missa fjölskyldu sína, ferillinn er eyðilagður og fjár- hagurinn í rúst. Fyrir tveimur árum var nafn Jon- athans Aitkens á hvers manns vör- um þegar rætt var um hver ætti að taka við stjórnartaumunum í breska íhaldsflokknum eftir John Major. En þá fékk hann allt í einu viðurnefnið Arabíu-Jonathan vegna meintra leynilegra funda með full- trúum konungsfjölskyldunnar í Sádi-Arabíu meðan hann gegndi embætti varnarmálaráðherra 1993. Sumir segja að saga Jonathans Aitkens, sem á áttunda áratugnum var sagður gáfaðasti, mest töfrandi og efnilegasti ungi maðurinn í breskri pólítík, sé persónuleg harm- saga í stíl Shakespears. Erlent fréttaljós á laugardegi Aitken stundaði nám í Eton og Oxford. Hann fylgdi hefð innan fjöl- skyldunnar og gerðist blaðamaður. Svo ákvað hann að græða peninga. í gegnum eitt af fjárfestingarfyrir- tækjum sínum komst hann snemma á áttunda áratugnum í samband við konungsijölskylduna í Sádi-Arabíu. Spilaborgin hrundi Á fostudeginum fyrir viku hrundi spilaborg Aitkens saman. Lögmenn hans létu niður falla meið- yrðamál á hendur dagblaðinu Guar- dian og Granadasjónvarpsstöðinni. Verjendur höfðu fundið sönnunar- gögn sem voru Aitken i óhag. Ait- ken samþykkti að greiða málskostn- að upp á nær 200 milljónir Islenskra króna. Daginn áður hafði eiginkona Aitkens, sem komið hafði í réttinn með honum á hverjum degi þá tólf daga sem réttarhöldin stóðu, skilið við hann. Lögreglan hefur hafið rannsókn á því hvort Jonathan hafi gerst sekur um meinsæri. Háður auðjöfrum frá Sádi-Arabíu Árið 1974 hlaut Aitken sæti í neðri deild breska þingsins. Vegna þekkingar sinnar á alþjóðlegum vopnaviðskiptum var hann í sam- bandi við leyniþjónustuna. Árið 1995 skrifaði dagblaðið Guardian að Aitken væri fjárhagslega háður auð- jöfrum frá Sádi-Arabíu, að hann út- vegaði þeim gleðikonur og reyndi Margaret Thatcher fyrirgaf Aitken aldrei. 20—50% afsláttur 20-24 stjúpur, kr. 490,- 10 stjúpur, kr. 290,- Sumarblóm, 20-50% afsl. Fjölærar plöntur, 35% afsl. Tré og runnar, 20-50% afsl. Garóóhöld, 20-50% afslj^ Blómaker og pottahlífar, 20- Plastpottar, 50% afsl. Kerti, 50% afsl. • Fræ, 50% afsl. v! Fossvogskirkjugarð, sími 55 40 500 í upphafi þessa áratugar var Ait- ken ein af skærustu stjörnum breska íhaldsflokksins. Þegar dag- blaðið Guardian sakaði hann um að hafa staðið í leynilegu sambandi við Sádi- Araba á meðan hann var varn- armálaráðherra og útvegað þeim gleðikonur lagði hann til atlögu. Sagði eiginkonuna hafa greitt reikninginn Um miðjan maí kom mál hans fyrir rétt. Deilan hefur staðið um hver borgaði reikning fyrir gistingu á Ritzhótel- inu í París í septemb- er 1993. Aitken hef- ur allan tímann haldið því fram að það hafi ardian sýnt fram á að bæði eigin- konan og dóttirin voru í Genf en ekki í París á umræddum tíma. Það voru konunglegir vinir Aitkens í Sádi-Arabíu sem höfðu greitt fyrir næturnar tvær á Ritz. Bretar velta því nú fyrir sér hvers vegna Aitken laug. Hvað hafi getað verið þess virði að fá bæði eig- inkonu sína og dóttur til að ljúga fyrir sig í dómsalnum? Hvers vegna hann hafi ekki dregið sig í hlé í tæka tíð í stað þess að auðmýkja alla fjölskyldu sina og vini sína í flokknum sem trúfastir stóðu við hlið hans? Hvernig Aitken, sem skrifaði ævisögu Richards Nixons, hafi getað tcdið að lygavefurinn myndi ekki rakna? Blaðið Guardian fagnar nú fjórða sigri sínum yfir stjómmálamönnum sem létu persónulega hagsmuni ganga fyrir skyldum sínum. Nú gef- ur blaðið í skyn að Aitken megi vænta málaferla þar sem sannast hafi á hann lygar og þar sem hann hafi afvegaleitt dómstólinn. Fleiri hneykslismál Símamyndir Reuter verið Lolicia, eiginkona hans, sem daglega sat við hlið hans í réttar- salnum. Ásamt annarri tvíburadótt- urinni átti hún að vitna um þetta á föstudeginum í síðustu viku. Voru í Genf en ekki í París Eftir nákvæma rannsókn gat Gu- Núna í vikunni sagði Aitken sig úr ráðgjafanefnd Elísabetar Eng- landsdrottningar. Áður höfðu að- eins þrír aðilar sagt sig úr nefnd- inni. Fyrrverandi ráðherrarnir John Profumo, sem laug að þing- inu um samband sitt við gleði- konu á sjöunda áratugnum, og John Stonehouse, sem varð upp- vís að tryggingasvindli 1976, sögðu báðir af sér. Árið 1921 var Edgar Speyer rekinn úr nefnd- inni eftir að hafa verið fundinn sekur um samstarf við Þjóð- verja í heimsstyrjöldinni fyrri. Athyglin mun áfram beinast að spilltum stjórnmálamönn- um innan Íhaldsílokksins. Eig- in rannsóknarnefnd þingsins mun innan skamms leggja fram skýrslu sína. Bent er á að Egyptinn Mo- hamed al-Fayed, sem er eigandi Harrods-verslunarinnar og Ritz-hót- elsins í París, sé reiðubúinn að leita hefnda gagnvart þeim stjórnmála- mönnum sem neituðu honum um breskan ríkisborgararétt. Byggt á Reuter og Aftenposten að koma á vopnasölu til íraks þegar stríðið milli íraks og írans stóð sem hæst. Aitken sagði að mannorð sitt hefði verið eyðilagt vegna þessara ásakana og sagði af sér ráðherraemb- ætti til að höfða mál. Hann kvaðst ætla að bregða fyrir sig sverði sannleikans til að berjast gegn lyginni í breskum tjöl- miðlum. í stað- inn féll hann á eigin lygum. Aitken neitaði því fyrir rétti fæddi hún tvíburadætur og síðar son. Þau héldu viðhafnarmiklar veisl- ur í London og þekktir alþjóðlegir stjórnmálamenn afþökkuðu aldrei boð í veislur þeirra. Hjónabandið var hins vegar óhamingjusamt vegna sambands Aitkens við gleðikonu þegar tvíburamir fæddust. Fjölskyldan fyrirgaf honum þó. Gleðikonan hefur lýst sam- skiptum sínum við Aitken við bresku slúðurblöðin. Hún full- yrðir að hann hafi greint frá því að hann færi alltaf með fjöl- skylduna til Suður-Frakklands að minnsta kosti Jonathan Aitken ásamt eiginkonu sinni, Loliciu. að hafa logið en viðurkenndi skort á hreinskilni í ýmsum atriðum. Hann viðurkenndi einnig að hafa látið hjá líða að greina frá öðrum atriðum. Sagt var að Aitken væri tvibura- sál Margaretar Thatcher i pólitík- inni. Þrátt fyrir að hann væri efni- legur fyrirgaf hún honum hins veg- ar aldrei að hann skyldi segja dótt- ur hennar, Carol, upp. í augum Thachter var Aitken maðurinn sem grætti Carol. Hann varð að bíða eft- ir ráðherrastól þar til John Major varð forsætisráðherra. En áður en Aitken varð ráðherra gekk hann að eiga dóttur ríks serb- nesks kaupsýslumanns, Loliciu Azucki. Þau hittust á dansleik 1977 og hún lýsti því yfir við hann að hann væri maðurinn sem hún ætl- aði að giftast. Fíórum ámm seinna tvisvar á ári. Það væru arabískir vinir hans sem greiddu reikning- inn. „Hann sagði mér einnig frá öll- um gullúrunum og demantshring- unum sem arabar gáfu honum og konu hans. Það var ekki hans stíll að ganga um skreyttur gulli og gim- steinum þannig að hann notaði í raun aldrei það sem þeir gáfu hon- um. En hann þáði gjafimar," er haft eftir gleðikommni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.