Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1997, Blaðsíða 18
18
LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1997 Tfr’XT’"
"itfágur í lífi
W:...................................
Rallkappinn og bílasalinn Jón R. Ragnarsson:
Bíllinn fór ekki í gang
„Dagurinn byrjaði frekar
snemma. Ég gat ekki sofið lengrn-
en til sex. Fram undan var erfiður
dagur þar sem ég þurfti bæði að
sjá um hin daglegu störf í vinn-
unni og eins að undirbúa mig fyr-
ir Nóatúns-rallið sem átti að byrja
um kvöldið. Um sjö dreif ég mig á
lappir, fékk mér komilögur, las
blöðin og var mættur í vinnuna
hálfátta. Næstu þrjá tímana var
ég að undirbúa daginn, átti eftir
að fara á marga staði þennan dag.
Til að reka góða bílasölu, eins og
við gerum í Bílahöllinni, þarf að
leggja gríðarlega mikla vinnu í
umsýslu og halda mjög vel utan
inn alla pappíra. Ég held að fólk
geri sér ekki alveg grein fyrir
hversu mikiU tími fer í þessar
ferðir.
BílHnn ekki í gang
Þennan morgun fór ég af stað í
útréttingar um klukkan ellefu,
m.a. til Sýslumannsins í Reykjavík
og Kópavogi þar sem ég þurfti að
fara með bréf úr og í þinglýsingu.
Síðan lá leiðin í lánastofnanir eins
og Samvinnusjóð Islands, Sjóvá-
Almennar, Glitni og VÍS. Annað-
hvort v£ir ég að sækja bréf eða
borga upp bréf og fara síðan með í
aílýsingu. Segja má að nánast ann-
ar hver bíll sé með veðböndum í
dag.
Föstudagsstressið i umferðinni
var hafið og maður varð var við
þessa dæmigerðu umferðarmenn-
ingu íslendinga þar sem alltaf eru
ákveðnir menn sem aka á 40 km
hraða á vinstri akrein og aðrir
sem gefa séns. Alltaf eru nokkrir
sem telja sig ofsalega góða öku-
menn og glanna eins og bjánar.
Skilaboð mín til þeirra eru að
koma heldur og keppa í ralli eða
rallkrossi. Færum kappakstm-inn
út af götunum.
Um klukkan þrjú var ég aftur
kominn upp í Bílahöll og þá átti að
fara að huga að rallbílnum. Rúnar
ætlaði að setja bOinn í gang en það
gekk ekki. Nú voru góð ráð dýr þar
sem bíllinn átti að vera mættur
klukkan sex í Nóatún í Mosfells-
bæ. Bíllinn hafði hrokkið í gang
daginn áður er við fórum með
hann í skoðun fyrir rallkeppnina
og við trúðum því ekki að hann
ætlaði að fara að vera með leið-
indi.
Stressið rosalegt
Okkar frábæru viðgerðarmenn
höfðu undirbúið bílinn mjög vel
og þess vegna var þetta óskiljan-
E.ÓI.
legt. Nú var stressið orðið rosa-
legt. Nú var ákveðið að safna liði
og ýta bilnum í gang. Menn ýttu
og ýttu en ekkert gekk. Þá var
bara að draga hann í gang. Það
var vitaskuld alveg sama sagan,
bíllinn ætlaði ekki í gang. Nú var
ég orðinn hrikalega stressaður og
hringdi í annan viðgerðarmann-
inn okkar og kom hann með
reyk. Hann var varla búinn að
vera mikið lengur en fimm mín-
útur þegar hann sá hvað var að.
Tölvuheilinn sem stjómar öllu
hafði verið tekinn úr sambandi á
meðan verið var að sjóða í boddí-
ið og það var bara eftir að setja
hann aftur í samband. Hvílíkur
léttir.
Síðan um klukkan sex var ég
mættur með bílinn i Nóatún og fór
svo aftur að vinna, var að til rúm-
lega sjö og fór þá að gera mig klár-
an í rallið. Ég skipti um fót í Bíla-
höllinni þar sem fyrirséð var að ég
hefði ekki tíma til að komast heim.
Nú leið már vel
Rúmlega átta var ég sestur í rall-
stólinn, hjálmm-inn kominn á
hausinn, beltin spennt og við
komnir á annað hundraðið á leið
um Geitháls. Nú leið mér vel. Geit-
hálsleiðin var farin tvisvar og sið-
an var gert hlé fram á laugardag.
En það var nóg eftir að gera, fýrst
að fara yfir með viðgerðarmönnun-
um hvað þyrfti að gera um kvöldið
þar sem meðal annars þurfti að
skipta um stýrisdælu. Hún gaf sig
á Geithálsi. Síðan þurfti að skipu-
leggja laugardaginn.
Þegar allt í kringmn rallið var
búið þaut ég heim, klæddi mig í
mitt finasta dress og brunaði niður
í Borgarleikhús þar sem Toyota-
umboðið var með stórglæsilega
kynningu á hinum nýja Corolla-bíl
sínum. Því miður missti ég af frá-
bærri sýningu en náði þó að kom-
ast í ljúffengar veitingar sem þar
voru bomar fram.
Um miðnætti fórum við hjónin
heim þar sem ég þurfti að vakna
rétt fyrir sex og gera klárt fyrir
seinni dag Nóatúns-rallsins sem
átti að hefjast klukkan átta.“
Finnur þú fintm breytingar? 417
Þaö er akkúrat þetta sem er hættan vib þessi opnu hús.
Nafn: _
Heimili:
Vinningshafar fyrir fjögur hundruðustu og fimmtándu
getraun reyndust vera:
Sandra Dögg Svansdóttir, Kristinn Gislason,
Ásgaröi 19, Hátúni 11,
108 Reykjavík. 230 Keflavik.
Myndimar tvær virðast við fyrstu
sýn eins en þegar betur er að gáð kem-
ur í ljós að á myndinni til hægri hefur
fimm atriðum veriö breytt. Finnir þú
þessi fimm atriði skaltu merkja við
þau með krossi á myndinni til hægri
og senda okkur hana ásamt nafhi þínu
og heimilisfangi. Að tveimur vikiun
liðnum birtum við nöfn sigurvegar-
anna.
1. verðlaun:
Kalimar-Spirit AF, 35 mm myndavél
frá Radíóbæ, Ármúla 38, að verðmæti
3.995 kr.
2. verðlaun:
Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr.
1570, Sekur eftir Scott Turow og Kóli-
brísúpan eftir David Parry og Patrick
Withrow.
Vinningamir verða sendir heim.
Merkið umslagið meö lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 417
c/oDV, pósthólf 5380
125 Reykjavík