Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1997, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1997, Blaðsíða 26
LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1997 26 jiþglingar Krakkar í víðum fbtum, hanga á brettum allan daginn og gera alls kyns kúnstir. Hvað eru þau eigin- lega að bralla? Öflugt starf MR-ingarnir Amar Steinn Þor- steinsson og Hafsteinn Gunnarsson eru forsvarsmenn Hagsmunasam- taka hjólabrettalýðs i Reykjavík. Samtökin eru í náinni samvinnu við ÍTR og Reykjavíkurborg og nú í sumar hafa þeir Arnar Steinn og Hafsteinn umsjón með mikilli og öflugri starfsemi samtakanna. „Við erum með aðstöðu í Laugar- nesskóla og þangað geta krakkar komið allan daginn, æft sig og leik- ið sér. Við erum yfirleitt alltaf á staðnum, fylgjumst með og dyttum að hjólabrettapöllum,“ segir Arnar Steinn Þorsteinsson sem er jafn- framt formaður Brettafélags Reykja- víkur. Alltaf gott veður vera tvö hjólabrettamót í sumar, annað í Reykja- vík og hitt á Akur- eyri. Mótin gengu mjög vel og fengu mikla aðsókn. Við vorum í bæði skiptin heppin með veður og á mótinu í Reykja- vík, sem var haldið á Ingólfs- torgi, voru um 600 áhorf- endur. Við stefnum að því að hafa að minnsta kosti tvö mót á hverju sumri. Ég veit ekki hvort fleiri mót verða í sumar en allavega verður haldið stórt hjólabrettamót í haust. Við höfum verið í góðri sam- vinnu við Týnda hlekkinn sem hefur staðið með okkur á bak við mótin og meðal annars gefið verðlaun.“ Hjólabrettaæði Fyrir 4-5 árum var krakki á hjólabretti sjald- gæf og næstum furðuleg sjón. Síðan þá hefur áhugamönnum um hjólabretti farið sifjölgandi og Amar Steinn segir að í sumar sé fjöldi þeirra sem stunda hjólabretti meiri en nokkru sinni fyrr. „Ég get fullyrt að næstum því hver einasti krakki á bretti eða er á leiðinni að fá sér bretti og meira en þúsund krakkar stunda íþróttina að einhverju ráði.“ Það kostar um 14.000 krónur að fá sér nýtt bretti með öllu til- heyrandi en svo þarf að skipta um plötu, öxul og Arnar Steinn Þorsteinsson er formaöur Hagsmunasamtaka hjólabrettalýös í Reykjavik. hjól af og til. Það er því í rauninni ekki dýrt að stunda hjólabretti. Bæta ímyndina Hagsmunasamtök hjólabrettalýðs í Reykjavík eru stofnuð til að bæta þá aðstöðu sem hjólabrettafólk hef- ur, halda mót, kynna íþróttina og bæta afstöðu almennings gagnvart þeim sem íþróttina stunda. „Það er mjög misjafnt hvernig viðmót við fáum hjá fólki. Sumir halda varla vatni yfir okkur og finnst frábært að ungt fólk sé að gera eitthvað svona sniðugt og upp- byggilegt en öðrum finnst þetta hinn mesti flflaskapur. Fordómarn- ir hafa þó heldur farið minnkandi.“ Fyndin föt „Fyrir nokkrum árum, þegar við byrjuðum að ganga í víðum fótum, var hlegið að okkur. Núna ganga allir 1 víðum fótum. Upprunalega fór hjólabrettafólk að ganga í svona fótum eingöngu vegna þægindanna en núna eru þau komin í tísku. Á leið í ferðalag 18. júlí eru Arnar Steinn og Haf- steinn á leið í eins mánaðar Interrail-ferð um Evrópu. „Við tök- um auðvitað brettin með okkur og ætlum að heimsækja aðalhjóla- brettastaðina. Hver veit nema við tökum þátt í einhverjum mótum. Við tökum kvikmyndatökuvél með okkur og ætlum að gera heimildar- mynd um ferðina." Allir með „Það er fín aðstaða í Laugarnes- skóla til að vera á brettum og ég hvet alla til að koma og prófa. Mað- ur þarf ekki að vera snillingur til að hafa gaman af þessu, bara vera með.“ -me ^tin hliðin Fótbolti og tónlist Hildur Guðjónsdóttir var valin besti leikmaður pæjumótsins sem var haldiö í Vestmanneyjum dag- | ana ll.-15.júní. Hún er i Lauga- lækjarskóla og fer næsta vetur í 10. bekk . Hildur hefur spilað á selló í átta ár og æft knattspymu með Val frá tíu ára aldri. Hildur er í þriðja flokki í Val en í sumar spilar hún einnig með öðrum flokki. Hún er í unglingalandslið- inu í knattspymu og er þessa dag- ana einmitt í Svíþjóð að keppa fyr- ir hönd íslands á Norðurlandamót- inu. Stúlkan er ekki búin að ákveða hvað hún ætlar að verða í framtíð- inni en stefnan er auðvitað tekin á A-landsliðið. Hildur Guðjónsdóttir sýnir að þessu sinni á sér hina jj hliðina. Fullt nafn: Hildur Guðjónsdótt- ir. Fæðingardagur og ár: 20. júní : 1982. Maki: Enginn. Börn: Engin. Bifreið: Hjólið mitt. Starf: Ég er í unglingavinnunni. Laun: Veit ekki, léleg held ég. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói? Aldrei meira en 500 P| amimmmaMmsmmmmmmKmmm krónur og það er langt síðan. Hvað finnst þér skemmtileg- ast að gera? Auðvitað að spila fót- bolta, síðan að spila og hlusta á tónlist. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að tapa eða hanga og gera ekki neitt. Uppáhaldsmatur: Lasagne og kjúklingaréttir. Uppáhaldsdrykkur: Vatn og appelsinusafi. Hvaða iþróttamaður stendur fremstur í dag? Jón Arnar Magn- ússon, fjölþraut, og Ásthildur Magnúsdóttir, fótbolta. Uppáhaldstímarit: íþróttablað- ið. Hver er fallegasti karl sem þú hefur séð? Get ekki svarað þess- ari, hef séð þá marga fallega. Ertu hlynnt eða andvíg ríkis- stjóminni? Algjörlega hlutlaus, ég er ekkert í stjórnmálum. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Ég mundi vilja hitta Ruud Gullit og sellóleikarann Rostropovich. Uppáhaldsleikari: Sean Conn- ery. Uppáhaldsleikkona: Geena Davis. Uppáhaldssöngvari: Enginn sérstakur. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Ég fylgist ekki með. Uppáhaldsteiknimyndaper- sóna: Grettir. Uppáhaldssjónvarpsefni: íþróttaþættir og góðar kvikmynd- ir. Uppáhaldsmatsölustað- ur/veitingahús: Sjanghæ. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Ég er búin að lesa bókina sem mig langaði að lesa en það var Hringadrottinssaga. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Hlusta aðallega á FM og X-ið. Uppáhaldsútvarpsmaður: Eng- inn sérstakur. Hverja sjónvarpsstöðina horf- ir þú mest á? Við erum bara með Ríkissjónvarpið. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Logi Bergmann Eiðsson. Uppáhaldsskemmtistað- ur/krá: Ég er nú ekki mikið úti á lífinu. Uppáhaldsfélag í íþróttum? Valur, varla annað sem kemur til greina. Stefnir þú að einhverju sér- stöku í framtíðinni? Ég ætla að halda áfram í skóla en svo veit ég ekki hvort ég fer áfram í tónlist, íþróttum eða fer í framhaldsnám. Hvað ætlar þú að gera í sum- arfríinu? Sumarið fer mest í fót- boltann en ég fer líka eitthvað upp í sveit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.