Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1997, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1997, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1997 1 fréttir Bæjarráö Vesturbyggðar: Óskar eftir opinberri rann- sókn á Látravíkurmáli - hrikalegt mál, segir formaður bæjarráðs Vesturbyggðar Bæjarráð Vesturbyggðar sam- þykkti á bæjarráðsfundi í fyrra- kvöld að óska eftir opinberri rann- sókn á lányeitingu Patrekshrepps til handa Útgerðarfélagi Patreks- fjarðar vegna skuldabréfs með veði í Látravík BA 66 sem útgefið var 5. mars 1993. Veðskuldabréflð er að fjárhæð tæplega 46 milljónir króna. Þá fer bæjarráð einnig fram á að skoðað verði sérstaklega, með hlið- sjón af sveitarstjómarlögum hvað varðar fjárhagslega ábyrgð, hver voru afskipti og aðild oddvita og for- manns hreppsráðs Patreksfjarðar, þ.e. þeirra Sigurðar Viggóssonar og Bjöms Gíslasonar, vegna lánveit- ingarinnar með hliðsjón af setu þeirra í stjóm Útgerðarfélags Pat- reksfjarðar á þeim tíma. Sigurður Viggósson hefur verið leystur frá störfum sem annar af skoðunarmönnum ársreikninga Vesturbyggðar. Bréfinu aldrei þinglýst Forsaga málsins er sú að Útgerð- arfélag Patreksfjarðar skuldaði Pat- rekshreppi verulegar fjárhæðir. Samkomulag varð um að ganga frá þeim skuldum með því að útgerðar- félagið gæfi út veðskuldabréf með veði í eignum félagsins til trygging- ar gréiðslu skuldarinnar. Ákveðið var að setja tryggingu á Látravík- ina. Löngu síðar kom í ljós, þegar nýir sveitarstjómarmenn vom komnir til starfa, að veðskuldabréf- inu hafði aldrei verið þinglýst. Gerð var dauðaleit að bréflnu sem að lok- um fannst í bankahólfí í Lands- banka íslands á Patreksfírði. Þá kom fram að nýtt veðskuldabréf hafði verið gert og þinglýst á Látra- víkina, að upphæð rúmar 11 millj- ónir króna. Bæði bréfin eru sett á áttunda veðrétt og með sömu undir- skriftum þeirra einstaklinga sem þama eiga í hlut. Hrikalegt mál „Bjöm og Sigurður skrifuðu und- ir bæði veðskuldabréfm. Fyrst fyrir Patrekshrepp upp á rúmar 43 millj- ónir. Þeir þinglýstu aldrei bréfinu, veittu síðan öðrum veðréttinn og hagsmunir sveitarfélagsins fóm bara fyrir bí. Hér er um að ræða geming sem að stóðu stjómarfor- maður Útgerðarfélags Patreksfjarð- ar og framkvæmdastjóri sem jafii- framt áttu sem oddviti og varaodd- viti að gæta hagsmuna sveitarfé- lagsins. Þetta er auðvitað hrikalegt mál. Svo sitjum við í Vesturbyggð eftir með sárt ennið og allar skuld- imar. Lánið stendur á sveitarfélag- inu núna og er í 60 milljónum með vöxtum. Þetta em engar smáupp- hæðir og vora þó nógar skuldir fýr- ir. Þetta er afar sorglegt," segir Ólaf- m- Öm Ólafsson, formaður bæjar- ráðs Vesturbyggðar, aðspurður um málið. -RR Máltækiö segir aö hvítir hrafnar séu sjaldséðir. Hvítir þrestir eru álíka sjald- séöir. Einn slikur heldur sig þó i húsagaröi í Garöabæ. Heimilisfólkiö segir hann einstaklega mannelskan og gæfan. Fólkinu var sagt, á Náttúrufræði- stofnun, aö hér væri um afar sjaldgæft fyrirbæri í fuglaríkinu aö ræöa. Hér má sjá hvíta þröstinn meö maök í gogginum. DV-mynd GVA Ingólfur Margeirsson: Gáttaður á ærumeiðingum Hannesar „Ég vissi nú ekki hvaðan á mig stóð veðrið þegar ég las þessar dæmalausu fúllyrðingar Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar í dálkn- um Með og á móti í DV í gær. Ég hef aldrei unnið hjá Jóni Ólafssyni eða þegið laun hjá honum, hvað þá fyr- ir að hanna ímynd hans í fjölmiðl- um. Ég er satt að segja gáttaður á því að prófessor við Háskóla íslands geti vaðið með slíkar ærumeiðingar í víðlesinn fjölmiðil," segir Ingólfur Margeirsson. Logi Ólafsson var leystur frá störfum - Eggert Magnússyni falið að heQa viðræður við Guðjón Þórðarson Stjóm Rnattspymusambands ís- lands ákvað á fundi sínum á ffrnmtu- dagskvöldið að leysa Loga Ólafsson, þjáifara A-landsliðs karla, frá störf- um. „Það var ávailt fullur stuðningur við Loga fyrir leikinn gegn Lithámn en eftir þann leik varð ljóst á næsta stjómarfundi á eftir að það var ekki áhugi fyrir því að framlengja samn- inginn við hann. Menn tóku síðan sínar ákvarðanir í framhaldi af því af ýmsum ástæðum og okkur fannst þessi tímasetning núna ágæt að því leytinu til að það era enn noklfffr leikir eftir í þessari keppni sem ætti að gefa nýjum þjáifara færi á að móta nýtt lið fyrir næstu keppni," sagði Eggert Magnússon, formaður KSÍ, við DV i gær. „Ástæða uppsagnarinnar er auð- vitað fyrst og fremst sú að árangur liðsins hefur því miður verið lélegur, hverju sem um er að kenna, en við hjá KSÍ vitum að Logi er góður þjálf- ari eins og hann hefur áður sýnt. Það er nú hins vegar þannig í boltanum að hann dettur ekki alltaf fýrir fætur manna og kannski passar bara þessi þjáifari ekki á þessum stað á þessum tima. Staðreyndimar eru því bara þessar í dag en frá því ég tók við KSÍ man ég ekki eftir eins neikvæðri og áhugalausri umfjöllun um landsliðið og verið hefur undanfarið,“ sagði Eggert en sú umfjöllun sem landslið- ið hefur fengið í þjóðfélaginu undan- farið hlýtu bara að vera í beinu sam- hengi við gengi liðsins. Logi mun fá starfslokasamning við knattspymusambandið sem mun ná til loka upphaflegs ráðningartíma hans, þ.e. til haustsins. Guðjón efstur á óskalistanum Eftir að ákvörðun stjómar KSÍ lá fyrir var Eggert Magnússyni, for- manni sambandsins, falið að heíja viðræður við Guðjón Þórðarson, fyrram þjálfara Skagamanna, um hvort hann væri reiðubúinn að taka að sér landsliðið. „Ég hafði samband við Guðjón í síma í morgun (í gærmorgun) og sagði honum frá stöðu mála og hann hafði greinilega mikinn áhuga á starfinu og tilbúinn í nánari viðræð- ur,“ sagði Eggert að lokum. Það kemur fáum á óvart að KSÍ skuli fyrst hefja viðræður við Guðjón þvi hann hefur náð frábærum ár- angri síðustu árin sem þjálfari. Und- ir hans stjóm urðu Skagamenn fjór- um sinnum íslandsmeistarar og unnu líka bikarinn, hann gerði KA að íslandsmeisturum og KR-inga að tvöfóldum bikarmeisturum. íslendingar eiga eftir að leika íjóra leiki í undankeppni HM. Liðið hefúr hlotið þrjú stig af 18 mögulegum. Nýr þjálfari mun stýra liðinu tvívegis gegn Liechtenstein, gegn írum og Rúmenum. Auk þess verður afinæl- isleikur gegn Norðmönnum í tengsl- um við 50 ára aftnæli KSÍ á Laugar- dasvellinum 20. júlí. Ekki náðist í Loga Ólafsson þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. -JKS/ÖB HAFNARFJÖRÐUR • LAUGALÆKUR • SELFOSS • VESTURLANDSVEGUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.