Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1997, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997 JjV fréttaljós *■* i Flygprastanda, gera úttekt á ísa- íjarðarflugvelli með tilliti til flugs Metró 3-vélar sinnar þangað. Þar kemur fram að notagildi hennar er mjög takmarkað við vissar kring- umstæður. Úttektin er þannig unnin að ráð- gjafafyrirtækið tekur tiltekna flug- vélategund með ákveðnum útbún- aði, svo og brautina eins og hún liggur fyrir. Þaö fær einnig mjög ná- kvæmt kort af fjöllunum í kring. Siðan er byggt upp módel í tölvu og vélinni flogið i þessu módeli. Þannig sést hverju flugvélin afkastar með tilliti til flugaðstæðna á hverjum stað. Þegar flugtak inn fjörðinn var at- hugað á þennan hátt kom í ljós að dæmið gekk ekki upp hvað varðaði Metró-vél íslandsflugs, vegna þess hve brautarendinn er skammt ffá fjallinu og taka þarf krappa beygju til að fljúga út fjörðinn. „í tilvikum þar sem skilyrði eru slæm, er gert ráð fyrir því í úttekt- um að dregið sé úr fjölda farþega. Slíkt tíðkast t.d. á Fokker-og ATR- vélunum á ísafirði," segir Stefán „En þegar aðstæður eru orðnar þannig að ekki mega vera fleiri en tveir í vélinni, þ.e. flugmennimir, og eldsneyti til fararinnar, þá er til- gangslaust aö búa til slíkt líkan.“ Flugtak út fjörðinn Með flugtak út fjörðinn, þar sem vélin getur farið beint í klifur, gegn- ir allt öðru máli. Hún getur farið fullhlaðin ffá ísafirði, ef vindur og hitastig eru innan vissra marka. En hafi hún 10 hnúta vind í stélið þarf að minnka heildarþungann um tæp 500 kg sem eru sex farþegar miðað við farþegaþungímn eins og hann er nú. Takmarkaðir notkunarmöguleik- ar á tilteknum flugvöilum á land- inu, s.s. á Vestfjörðum og Siglufirði, munu hafa ráðið miklu um að ís- landsflug ákvað að nota aðallega Domier-flugvélar á þessa staði. Metró-flugvél þeirra var sl. vor leigð til útlanda eftir að hafa verið hér i notkun um þriggja ára skeið. Ólík úttekt Flugfélags ís- lands Flugfélag íslands hefur einnig látið gera samsvarandi úttekt fyrir Metró-vélar sínar. Það hafa fram- leiðendur umræddra véla annast. Þar segir að allt í lagi sé að nota Metró-vél Flugfélagsins í flug til ísa- fjarðar og að ekkert mæli gegn því að hefja flugtak inn fjörðinn en hún megi þá ekki vera fullhlaðin. Þetta er gerólík niðurstaða þeirri sem ís- landsflug hefur fengið en á því eru tilgreindar haldgóðar skýringar. „Til era margar geröir af Metró- flugvélum. Metró 3, sem Flugfélag Norðurlands hefur rekið mn 6 ára skeið með góðum árangri hefur 6.600 kg flugtaksþyngd. Vél íslands- flugs er Metró 3 H (heavy). Hennar flugtaksþyngd er 7.300 kg. Hún hef- ur sams konar hreyfla og fyrr- nefnda vélin. Flugfélag íslands er með Metró 23, sem hefur 7.500 kg flugtaksþyngd. Hún er 10% kraft- meiri en hinar vélamar. Metró 3 H er óhagstæðust allra þessara véla, þegar flugtaksþyngdin er nýtt, þar sem hún er þá hlutfallslega aflminnst,“ segir Sigurður. Ekki beint mat Stefán hjá íslandsflugi segir að ráðgjafafyrirtæki, s.s. hið sænska, leggi ekki beint mat á það hvort til- tekin vélartegund henti á tilteknum flugvelli. „Það er hins vegar mjög áþreifanlegt ef ráðgjafafyrirtæki getur ekki gefið neitt út fyrir ákveðna flugbraut eða þungatak- markanir em svo miklar að flugið geti ekki verið arðbært." Úttektarskýrslur af því tagi sem hér um ræðir em ekki kynntar flug- málayfirvöldum sem slíkar. Loft- ferðaeftirlitið fær hins vegar yfir- leitt afrit af þeim. Sigurður segir að ísaijarðarvöllur sé sérstakur að því leyti að hann standist ekki almennar kröfúr Al- þjóða flugmálastofnunarinnar. Það séu fjöllin og þrengslin á alla vegú sem geri það að verkum. „Við höfum valið Metró-vélamar með tilliti til þeirra valla sem við þjónum og þar er ísafjörður erfið- astur.“ Metró-vél Flugfélags íslands fékk tvisvar fugl í hreyfilinn með aðeins 18 daga millibili i júlí. DV-mynd S. Metróinn hentar vel á beinum leggjum og lengri brautum: Isafjorður erfiðastur Hinar tvær nýju Metró-flugvélar Flugfélags Islands hafa verið mikið í umræðunni að undanfomu og ekki aö ástæðulausu þar sem þær hafa lent í nokkrum óhöppiun á mjög skömmum tíma. Tvö tilvik komu upp í sumar þar sem önnur Metróvélin fékk fúgla f hreyfla sína. í fyrra tilvikinu var um að ræða þjálfunarflug þann 12. júlí. TF-JME lagði upp frá Akureyri og lenti á Húsavíkurflugvelli. Á bakaleiðinni fór fugl í hægri hreyfil vélarinnar með þeim afleiðingum að hreyfillinn stórskemmdist. Við- búnaður var á Akureyrarflugvelli þegar vélin kom inn til lendingar. Hún var eðlileg og tjónið var ein- göngu bimdið við hreyfilinn. Á þeim 11 dögum sem vélin var í skýli var samkvæmt ferilbók henn- ar skipt um mótorinn sem var meg- inástæðan fyrir þeim tima sem tók að gera við vélina. Þá var skipt um tvö dekk vélarinnar vegna slits, að sögn Flugfélagsmanna, pem í væng og dæld í byrði vélarinnar var lög- uð. Loks var skipt um svokallaða G- svissa sem gegna því hlutverki að rjúfa samband við flugritann þegar um harða lendingu er að ræða. Til- gangurinn er sá að hávaði sem myndast við harða lendingu berist ekki inn á flugritann og trufli aðrar upptökur. Að sögn Flugfélagsmanna vom rofamir heilir þegar skipt var um þá en öryggissjónarmið réðu því að nýir rofar vora settir í vélina. Skoð- un á henni fór fram með það fyrir augum að kanna hvort mögulega hefði verið um harkalega lendingu að ræða. í því skyni var flugritinn sendur utan til rannsóknar og nið- urstaðan var ótvíræð. A þeim 212,6 tfmum sem vélin átti að baki í flug- timmn hafði aldrei komið til harðr- ar lendingar samkvæmt aflestri. Það var því ekki rétt farið með í DV þar sem því var haldið fram að harkaleg lending hafi átt sér stað og skemmdir orðið á hjólabúnaöi. Annar fugl í hreyfil Þá fékk sama vél annan fugl i hreyfil aðeins viku eftir að viðgerð vegna fyrra tilviksins lauk. Skv. fer- ilbók varð atvikið þann 30. júlí en þá var um að ræða vinstri hreyfil- inn. Það tilvik uppgötvaðist þó ekki fyrr en eftir lendingu þegar flug- maðurinn sá blóð á hreyflinum. í ljós kom að loftinntaksblað í honum hafði skemmst og kostaði það tilvik 14 daga stöðvun. Vélin komst í um- ferð á ný þann 13. ágúst. Á einum mánuði var því umrædd flugvél úr umferð í 25 daga vegna ofan- greindra óhappa. Rétt er að ítreka að ekki er hægt að kenna flugvéla- gerðinni um þessi tilvik. „Við höfum verið alveg einstak- lega óheppnir hvað þetta varðar,“ segir Sigurður Aðalsteinsson, flug- rekstrarstjóri Flugfélags íslands, um þessi atvik. „Það er engin skýr- ing á þessu en það er ótrúlegt hve mikil fuglamergð er við marga flug- velli og hve lítið er gert í þeim mál- um. Flugvélar hafa á undanfomum árum verið að skemmast af þeirra völdum." Önnur Metró-vél Flugfélagsins varð sem kunnugt er fyrir skemmd- um, þegar hún lenti í hrakningum yfir ísafjarðardjúpi laugardags- kvöldið 16. ágúst sl. Að sögn Páls Halldórssonar framkvæmdastjóra liggja enn engar vísbendingar fyrir vun hvað olli óhappinu. Hann ítrek- ar ummæli Jack Morgans, sérfræð- ings hjá Metró Fairchild-flugvéla- verksmiðjunum, að aldrei á öllum þeim 15 milljóna flugtíma ferli, sem vélunum hefur verið flogið, hafi orðið dauðsfall sem rekja megi til kerfisbilana eða galla á burðarþoli í þeim. Innient fréttaljós Jóhanna S. Sigþórsdóttir í fyrstu var talið að ísafjaröarvél- in hefði lent í svokölluðum göndli en svo nefnist það fyrirbæri þegar mikið niðurstreymi myndast við fjöll við tilteknar aðstæöur. Veður- fræðingar hafa leitað göndulsins en ekki fundið, að sögn Guðmundar Hafsteinssonar veðurfræðings. Sú staðreynd hefur valdið flugrekstrar- aðilum nokkrum áhyggjum því hefði hann fundist væri komin skýr- ing á orsökum atviksins við Isa- fjörð. Raunar telur Guðmundur ólíklegt að göndull myndist við þær veðurfarslegu aðstæður sem vora þetta tiltekna kvöld, en þá „vora skil að færast norðvestur yfir land- ið. Þau vom að fikra sig yfir Vest- firði en ekki farin að valda neinni vætu þar og ekki hvasst í þeim að því er virtist." Þetta alvarlega atik er því enn án skýringa þegar þetta er skrifað. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Metró-vél lendir í erfiðum veður- skilyrðum viö ísafjaröardjúp. I apr- íl 1996 var Metró-flugvél íslands- flugs flogið til ísafjarðar og lenti hún í miklu niðurstreymi nærri flugvellinum á Isafirði. Aðspurður sagðist Stefán Sæmundsson, flug- rekstrarstjóri íslandsflugs, hafa kynnt sér málið og f þessu tilfelli hafi farþegar ekki orðið varir við ókyrrð en flugmenn og sjónarvottar hafi gert sér grein fyrir því að flug- vélin flaug mjög lágt og missti hæð þótt hreyflar væra á fullu afli. Vegna þessara atvika yfir ísa- fjaröardjúpi hafa vaknað spuming- ar þess efnis hvort Metró-vélar séu yfirhöfuð heppilegar í áætlunarflugi til tiltekinna staða á landinu, svo sem ísafjarðar. Því er til að svara að vissulega henta íslenskir flugvellir og aðstæður þessum vélum misjafii- lega. Það er t.d. útilokað að fljúga þeim til Siglufjarðar, enda ekki gert. Hins vegar henta þær afar vel á beinum leggjum og lengri flugbraut- um, svo sem til flugs á Sauðárkrók, til Húsavíkur, Akureyrar og Hafn- ar, þar sem þær em aflmiklar og búnar jafnþrýstibúnaði, sem þýðir að þær klifra hratt og eiga auðvelt með að forðast fsingu. Útreikningar á flugtaki En hvemig er hægt að setja fram fullyrðingar af þessu tagi með fullri vissu? Jú, til þess að flugrekstrarað- ili fái tilskilin leyfi á tilteknum leið- um þarf hann að láta gera úttekt á þeirri vélartegund sem hann hyggst nota og hvemig hún hentar þeim aðstæðum sem em á viökomandi flugvelli. Þannig lét Islandsflug sænskt ráðgjafafyrirtæki,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.