Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1997, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1997, Blaðsíða 23
TVtir laugardagur 30. ágúst 1997 „Upphaflegi tilgangur- inn var að komast til Seyð- isfjarðar til að rifja upp síldarárin fyrir 30 árum. Ég hafði enga áætlun gert fyrirfram þar sem ég vissi ekki hversu langt ég kæm- ist. Svo bara kláraði ég dæmið,“ segir Gróa Sigríð- ur Einarsdóttir, gjaman kölluð Lóa. Skírð eftir frænku sinni, Ólöfu Gróu, sem alltaf var kölluð Lóa. Lóa er 46 ára fimm bama móðir í Grafarvogi sem gerði sér lítið fyrir á dögunum og fór alein hringveginn á mótorhjóli, nánar tiltekið á Hondu NX 250. Hún lagði af stað á fimmtudegi austur yfir og var komin til Reykjavikur fimm sólarhringum og nærri íjórtán hundruð kílómetrum síðar. Lóa er örugglega eina fimm harna mamman á íslandi sem get- ur státað af þessu afreki! Borin á gullstóli „Þetta gekk æðislega vel. Hvarvetna hitti ég yndis- legt fólk sem alltaf var reiðubúið að hjálpa mér. Hvar sem ég kom fannst mér ég vera borin í gull- stóli af fólki sem ég þekkti ekki neitt,“ segir Lóa og ber samlöndum sínum greinlega vel söguna. Hún segir það hafa verið ansi kalt að fara hringinn, sérstaklega í Mývatnssveit og nágrenni. Það versta var að hún hefði þurft að bíða hátt í tvo tíma eftir að sundlaugin við Mývatn opnaði til að komast í heitu pottana. Það væri ótrúleg þjónusta á jafn fjöl- fomum ferðamannastað að opna sundlaugina ekki fyrr en klukkan þrjú á daginn. Fjölskyldan búin að heimta mömmu heim að lokinni ævintýraferð um ísland. Frá vinstri eru það Jón Hafsteinn, Lóa, Hildur Imma, 18 ára, Klara, 11 ára, Kári, 9 ára, og Þorri, 6 ára. Elsta afkvæmið, Viggó Örn, var ekki heima þegar Ijósmyndara bar aö garði. DV-mynd Pjetur Sprungið dekk „Erfiðasti kaflinn var frá Egils- stöðum til Akureyrar, fór hann á einum degi. Ég blotnaði ekki en mér var orðið kalt í gegn. Heitu pottarn- ir björguðu mér víða,“ segir Lóa sem fór í einum rykk frá Akureyri til Reykjavíkur síðasta daginn. Nema hvað að hjá Grábrók í Borg- arfirði sprakk á afturdekkinu. „Það lak rólega úr dekkinu þar sem naglar höfðu farið í það. Ég stöðvaði tvo bíla til að biðja um að- stoð, þó ekki hefði verið nema að fá skiptilykil til að ná hjólinu af. í fyrra skiptið voru það veiðimenn sem sögðust bara vera með veiðistangir og orma. í seinna skipt- ið fékk ég aðstoð. Maður á Econoline gerði sér lítið fyrir og ók mér niður í Borgarnes með hjólið aftur í. Þar var gert viö hjólið á dekkjaverkstæði og ég gat haldið áfram til Reykjavíkur," segir Lóa. Lífið ein hamingja Á jafn langri leið gefst gott tæki- færi til að láta hugann reika. Hún segist hafa hugsað margt og mikið. „Ég hugsaði fyrst og fremst hvað allt mitt líf hefur verið mikil ham- ingja. Ég á barnaláni að fagna og hef varla kynnst sorginni," segir hún og lífsgleðin skin í gegn. Hún segir lítið mál að fara í svona ferð þegar traust og skiln- ingsrík fjölskylda stendur á bak- við með góðan eiginmann í farar- broddi, Jón Hafstein Magnússon húsasmíðameistara. Þau eiga fimm börn á aldrinum 6-26 ára, sem ekki hafa hleypt heimdragan- um. „Ég er hér alla daga að hugsa um fjölskylduna. Að baka, elda, þrífa, þvo og strauja. Það er svo gott að brjóta upp þetta munstur. Yngsti sonur okkar er að byrja í skóla. Ég varð að gera þetta áður og hafði átján ára dóttur mína fyrir ráðs- konu á meðan. Það er um að gera að nota tækifærin þegar þau gefast," segir Lóa. Engin terta á afmælis- daginn! Á meðan Lóa var í hringferðinni átti elsti sonur hennar afmæli, varð 26 ára. I fyrsta skiptið fékk hann ekki tertu frá mömmu á sjálfan afmælis- daginn. Varð að gera sér að góðu að fá hana að hringferð lokinni! Það voru Jón Hafsteinn og elsti sonurinn, Viggó Örn, sem smituðu Lóu af mótorhjólabakteríunni. Það tókst reyndar ekki endanlega fyrr en á síðasta ári þegar Lóa tók próf. „Ég greip tækifærið í júní í fyrra þegar feðgam- ir fóru norður til Akureyr- ar að keppa. Á meðan hringdi ég í ökukennara og var byijuð að læra þeg- ar þeir komu í bæinn. Maðurinn minn varð stór- hneykslaður og hélt að ég hefði ætlað að æfa hjá sér.“ Stakk bóndann af Fyrsta alvöru ferð Lóu á mótorhjóli var farin um verslunarmannahelgi í fyrra. Gefum henni orðið: „Þetta var á hjólinu hans Jóns. Það er of stórt fyrir mig, næ ekki niður með báða fætur. Hjólið er stigið í gahg og ég lét hann hjálpa mér. Hann steig það i gang fyrir mig á stéttinni heima og ég keyrði alveg þangað til ég varð bensínlaus, alla leið austur í Þjórsárdal. Hann ætlaði að elta mig en ég fór allt aðrar leiðir og týndi honum. Hann fann mig að lokum og þá var ég búin að fá hjálp við að ná mér í bensín og ná hjólinu aftur og aftur í gang,“ segir Lóa og er greinilega skemmt við upprifjunina. Fyrir utan mótorhjólið er söng- urinn helsta áhugamál Lóu. Hún syngur með Mosfellskórnum og hefur sótt söng- og píanótíma. „Enda söng ég alla ferðina. „ís- land í sumarsins algræna skrúði“ og öll hin lögin," segir hún Lóa, komin heim í faðm fjölskyldunnar að lokinni ævintýraferð. -bjb Hundadagar í tilefni 10 ára afmælis hundaskóla Hundaræktarfélags íslands höldum vib hátíb hunda og hundavina í reibskemmu og á útivistarsvæbi Sörla í Hafnarfirbi BO. og 31. ágúst 1997 Meðal dagskrárliða: ★ Hundafimi ★ Hlýðnikeppni ★ Sporleit ★ Sækjapróf ★ Björgunarhundar ★ Kynning á hundategundum r Dagskrá hefst kl. 13. á laugardag og kl. 11. ^ á sunnudag ^ & Fyrirlestrar: a&nuqsa um að fá bér hi Ertu að nugsa um að fá þér hund? Getnaðarvarnir og ófrjósemisaðgeröir á hundum. Hundaeftirlit í Reykjavík. Þjálfun Björgunarhunda. Blóðspor. Veiðiprófsreglur. Enginn aögangseyrir á kynningar og fyrirlestra. Þátttökugjald í keppnisgreinum kr. 250. Veitingasala. Náði uppáhaldsþættin- um í Sjonvarpinu Hún komst í tæka tíð heim á mánudagskvöldið til að sjá uppá- haldsþáttinn í Sjónvarpinu, Blóma- flóðið, þann eina sem hún sagðist vilja sjá. Hún hefði séð það á sjón- varpsskjá í Brú í Hrútafirði, þar sem hún áði, að þátturinn yrði á dagskrá um kvöldið. Því hefði hún drifið sig af stað! Til merkis um að Lóa hafi ekki planað ferðina til hlítar þá átti hún að mæta hjá tannlækni á mánudags- morgun! „Þú sérð að það var engin hugsun á bakvið þetta,“ segir Lóa við blaða- mann og skellihlær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.