Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1997, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1997, Blaðsíða 16
' \ I. 16 tjornur LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997 Fína og fræga fólkið kemur gjarnan á Hótel Sögu þegar það heimsækir ísland: Heitasta gestabókin Louis Armstrong, Ella Fitzgerald, Charlton Heston, Olympia Dukakis, Hussein Jórdaníukonungur, Filipus drottningarmaöur, Damon Albam, The Platters, Isabel Allende, Michel Platini, Ivan Rebroff, Vaclav Havel, Shimon Perez, Jerry Seinfeld. Hvað skyldu þessi nöfn eiga sameiginlegt? Jú, fyrir utan það að vera heims- fræg þá hefur þetta fólk komið til ís- lands á undanförnum áratugum og allt gist í svítunum á Hótel Sögu. Helgarblað DV fékk nefnilega leyfi hótelstjórans á dögunum til að rýna í gestabókina sem allt fina og fræga fólkið skrifar i. Þar má finna ofan- greind nöfn og fullt af öðrum. Bæk- urnar eru orðnar tvær frá stofnun hótelsins 1964. í svítunum hafa gist kóngar, drottningar, prinsar, prinsessur, forsetar, ráðherrar, háttsettir emb- ættismenn, kvikmyndastjörnur, poppstjömur, tískuhönnuðir, rithöf- undar, íþróttamenn, viðskiptajöfrar og aðrir þeir sem hafa þótt nógu merkilegir til að komast í þessa góðu gestabók. Jónas Hvannberg hótelstjóri segir að þessir gestir séu yfirleitt mjög áhugaverðir. Þeir gefi misjafnlega mik- ið af sér. Sumir vilji algjörlegan frið en aðrir gefi færi á nokkrum samskiptum. „Sumir koma aftur og aðrir með margra ára millibili. Það er skemmtilegt með stjórnmálamenn- ina að þeir koma kannski fyrst sem óbreyttir þingmenn en næst sem ráðherrar, jafhvel forsætisráðherr- ar eða forsetar,“ segir Jónas. Trúnaður og leynd Starfsmenn eru bundnir trúnaði um að upplýsa ekki hverjir gista á hótelinu á meðan á dvöl þeirra stendur, hvort sem það eru kóngar eða almennir ferðamenn. Jónas seg- ir ganga misjafnlega vel að halda þessu leyndu með stjörnumar, eftir því sem þær fari oftar út úr húsi sé þeim mun líklegra að fréttist af dvöl þeirra hér. Ekki síst ef þær fari á öldurhús borgarinnar. Fjölmiðlar hafa skiljanlega mik- inn áhuga á stjörnunum þegar þær koma hingað og fylgja þeim stíft eft- ir. Það hefur hins vegar gerst nokkrum sinnum, að sögn Jónasar, að fjölmiðlar hafa „misst af‘ þeim. Það séu reyndar ein bestu meðmæli síns starfsfólks! Þannig gisti eigandi Harrods í London og mögulegur til- vonandi tengdapabbi Díönu prins- essu, Mohammed A1 Fayed, á Sögu þijár nætur nýlega án þess að nokk- ur fjölmiðill vissi. Auðjöfurinn ferð- aðist m.a. um Suðurland og hitti fjölda fólks. Þetta upplýstist ekki fyrr en í frétt i DV - eftir að kapp- inn var farinn! Víkjum aftur að gestabókunum. Misjafnt er hvað fræga fólkið skilur eftir sig i bókinni. Flestir skrifa ein- göngu nafnið sitt, sumir skrifa reyndar ekki neitt, af einhverjum ástæðum, en margir skrifa smáum- mæli um dvölina og þakkarkveðjur. Oft er það reyndar fyr- ir færustu hand- rita- Jónas Hvannberg, hótelstjóri Hótels Sögu, flettir gestabókunum sem stjörn- urnar hafa skrifað í undanfarna áratugi. DV-mynd JAK sérfræðinga að skilja skriftina þannig að starfsmenn hótelsins hafa verið svo forsjálir að setja skýring- ar neðanmáls á síður bókanna. Hér á síðunni getur að líta aðeins brotabrot úr bókunum tveimur. Lík- lega hcifa varla áður birst jafn marg- ar eiginhandaráritanir fræga fólks- ins á einum stað í íslenskum fjölm- iðli! -bjb Leonard Cohen, júní 1988. Bobby Charlton, 13. maí 1972. Francois Mitterand, ágúst 1990.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.