Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1997, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1997, Blaðsíða 8
 8 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997 sælkerinn Sjávarréttarsalatið er spari - segir Helga Gunnarsdóttir sælkeri „Ég nota þennan rétt gjarnan þeg- ar ég er með stórar veislur. Þetta er spariréttur hjá mér og ofsalega vin- sæll. Bestur held ég að mér finnist hann á undan nautakjöti," segir Helga Gunnarsdóttir, sælkeri dags- ins. Hún býður upp á sjávarréttar- salat sem forrétt og síðan pönnu- kökutertu með rifsbeijum og hlá- berjum. Hráefni 300 g hörpuskel 300 g rækjur 100 g krabbakjöt (súrimi) 1 rauð paprika 1 laukur 3 epli 1 púrra karrí hvítlaukur paprikuduft hvítvín sýrður rjómi (2 dósir) Aðferð Paprika, laukur og púrra eru látin krauma smástund í smjörlíki á pönnu. Karríið sett út i eftir smekk og síðan eplum, hvítlauk og papriku- dufti bætt út í. Því næst er hvítvíni hellt út á pönnuna og hörpudiskurinn látinn malla í þessu öllu í um það bil eina mínútu. Rækj- ur og krabbakjötiö fara síðast út á pönnuna. Þessu er siðan öllu blandað saman við sýrðan ijóma, 2 dósir ættu að nægja. Best er að láta þetta bíða yfir nótt. Bæði má krydda þetta með salti og meira karríi ef viU, daginn eftir. Þetta sjávarréttar- salat má bæði bera fram heitt og kalt. Berið fram með ný- bökuðum smjör- deigslengjum (fæst frosið í matvöru- verslunum). Það er skorið í fingurlangar lengjur og bakað eins og segir tU um Helga Gunnarsdóttir aö búa rifsberin undir að fara í gómsæta pönnukökutertuna. á pakkanum. DV-mynd Sigrún Lovísa. Pönnukökutertan Pönnukökumar eru bakaðar að- eins í þykkra lagi. Lagðar saman með rifsberjum og þeyttum rjóma og bláberjum og þeyttum rjóma. Tertan er höfð eins há og hver viU en best er að láta hana bíða í eina klukkustund. -sv Italskt ávaxtasalat Þegar fjöldi manna er væntanlegur eru menn oft í vandræðum með hvað skuli bjóða upp á. Hér kemur uppskrift að afar gimilegu ítölsku ávaxta- salati sem ætlað er fyrir 15 manns. matgæðingur vikunnar Guðbjörg Bjömsdóttir býður upp á Chow chow og eplaköku: Vil ekki verða leið á honum Hráefni 600 ml appelsínusafi rifinn börkur af 2 sítrónum 6 msk. sítrónusafi 125 g svört kirsuber y2 melóna 3 bananar 4 nektarínur 1 mangóávöxtur 3 ferskjur 125 g apríkósur 4 græn epli 2 perur 125 g hvítt greip 25-50 g strásykur 10 msk. Maraschino líkjör Aðferð Hellið appelsínusafan- um og berkinum og safan- um úr sítrónunni í stóra skál. Undirbúiö að setja ávextina í skálina: Takið steinana úr kirsuberj- unum; skerið melónuna í litla bita; skerið banan- ana; steinhreinsið og sker- ið nektarínurnar, mangóið, ferskjurnar og apríkósurnar; kjarn- hreinsið og skerið eplin og pemrnar. Setjið greipið út í og hrærið öllu vel sam- an. Sáldrið strásykrinum yfir og hellið líkjörnum út í. Hrærið vel. Hyljið og kælið í eina klukkustund. Berið fram með rjóma og „Ég hef ekki hugmynd um hvaðan þetta nafn er komið en réttinn nota ég svona frekar spari. Fyrir fimmtán áram var ég alltaf með einn tilrauna- rétt í hverri viku og þetta er einn fárra sem ég nota aftur og aftur. Reyndar reyni ég að vera ekki með hann alltof oft því ég vil alls ekki verða leið á honum,“ segir Guðbjörg Björnsdóttir sem býöur upp á Chow chow og eplaköku. Eplakaka Helgu ömmu 150 g smjörlíki 200 g sykur 2 egg 200 g hveiti 2 tsk. lyftiduft 2 epli hnetuspænir og kanilsykur Þeytið smjörlíki, sykur og egg saman og blandið þurrefnunum út í. Eitt og hálft epli er brytjað smátt út í og deigið sett í form. Hálft epli skor- ið í báta og sett ofan á deigið. Stráið hnetuspæninum og kanilsykri yfir. Bakið i u.þ.b. eina klst. við 200° hita. „Þetta er mjög góð kaka og ekki verður hún verri við að hafa með henni ís eða rjóma,“ segir Guðbjörg. Hún skorar á samstarfskonu sína, Bryndísi Halldórsdóttur, til þess að vera næsti matgæðingur. -sv Hráefni 800-900 g nautakjöt 1 stór laukur 1 græn paprika 1 rauð paprika 300 g ferskir sveppir 3 msk. tómatkraftur 1 lítil dós svepp- ir (með vökva) 1 lítil dós an- anas (án vökva) 1 lítil dós maís- kom (án vökva) iy2 tsk. karrí Yz-Vi lítri rjómi smjör til steik- ingar Aðferð Brúnið kjötið á pönnu í smjöri og stráið karríi yfir. Steikið sveppi, lauk og papriku á pönnu. Allt saman sett í pott ásamt niðursoðnu svepp- unum, tómatkrafti og rjóma. Látið malla við vægan hita þar til kjötið eru orðið meyrt. Maísbaunir og an- anas sett út í síð- ast og hitað með. Berið fram með hrísgrjónum og hvítlaukshrauði. Guöbjörg Björnsdóttir matgæðingur býöur upp á rétt sem hún vill helst ekki nota hversdags. Eplakakan hennar Helgu ömmu. DV-mynd Pjetur Núðlur með fiskisósu 10 ansjósur 2-3 msk. mjólk 75 g smjör 1 stór saxaður laukur 1- 2 hvítlauksgeirar, saxaðir mjög smátt 150 ml þurrt hvítvín 250 ml fiskisoð 175 rækjur salt og pipar 2- 3 msk. söxuð persilla 500 g ferskar núðlur skreyta má með ópilluðum rækjum eða ansjósuflökum. Látið ansjósurnar standa í mjólk I um 30 mínútur. Látið síð- an leka af þeim, skerið niður og leggið til hliðar. Bræðið 50 g af smjörinu á pönnu og brúnið lauk- inn í smjörinu. Setjið hvítlaukinn út í og eldið í eina mínútu. Hellið víninu út á pönnuna, látið suðuna koma upp og sjóðið kröftuglega þar til helmingurinn er gufaður ! upp. Þessu næst er fiskikrafturinn settur út í, ansjósurnar og rækj- umar og salt og pipar eftir smekk. Sjóðið án loks í tvær mínútur. Takið af hitanum og stráið persill- unni yfir. Sjóðið núðlurnar þar til þær era nærri tilbúnar (al dante). Sigtið vatnið af þeim og setjið á heitan disk. Setjið restina af smjörinu út á og blandið vel. Hitið sósuna í eina mínútu, hellið yfir núðlurnar og blandið vel. Berið fram strax með parmesanosti. Rétturinn er fyrir sex. Fiskisoð Til þess að gera fiskisoðið er haus og bein af fiski sett í pott ásamt einum lauk, einni gulrót og bouquet gami. Hellið köldu vatni út á, látið suðuna koma upp og lát- ið malla í eina klukkustund. Sigt- ið. Sveppa- og lauk- pottréttur 50 g smjör 500 g saxaðir laukar 500 g sneiddir sveppir 200 ml kraftur 2 msk. sérrí 2 msk. sítrónusafí salt og pipar söxuð steinselja til skrauts Aðferð Bræðið smjöriö í eldföstum potti. Setjið laukinn út í og steikið í 10 mín. eða þar til hann er orð- inn mjúkur. Bætið sveppunum, kraftinum, sérríinu og sítrónusafanum út í og saltið og piprið eftir smekk. Setjið lok á pottinn og eldið í 180 gráða heitum ofhi i 15 mín. Berið fram heitt og skreytið með steinselju. -sv
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.