Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1997, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1997, Blaðsíða 56
 FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 LAUGARDAGUR 30. AGUST 1997 Eyrnalokkar, hringir og kross eru fest á hlutinn. DV-mynd Hilmar Pór Gróttuíjara: Torkennileg- ur gripur „Ég var að ganga niðri i fjöru við Gróttu með frænku minni þegar við rákumst á þennan grip. Við ákváðum að taka hann með heim rannsaka hann. Mér þótti þetta ' mjög sérstakt. Þarna var skart inn á milli - kross og hringir - og bréf sem virðist skrifað á spænsku," sagði Helga Pálsdóttir, íbúi í vest- urbænum, sem fann torkennilegan grip i íjörunni við Gróttu í vik- . unni. Eyrnalokkar, hringir og ýmislegt fleira virðist hafa verið sett inn í brenndan, tjörukenndpn grunn sem fjörusteinar umlykja. Bréf með erlendu frímerki er einnig á grunn- inum. Helga fór ásamt DV til gull- ^-jtniðs í gær með gripinn. Hann taldi ekki að skartið, sem sést mis- mikið í á gripnum, væri úr góð- málmum. Á hinn bóginn hefur eng- inn getað útskýrt hvers konar grip er um að ræða. Helga segist ætla að varðveita gripinn á heimili sínu. Aðspurð um það hvort hún ætlaði að freista þess að brjóta hann upp til að kanna hvort meira skart leyndist inni 1 efnismassanum, sagði hún: „Ég tími ekki að taka þetta í sund- ur. Ég ætla að hafa þetta svona eins og ég fann það.“ -Ótt L O K I Jón Marteinn Jónsson, stjórnarmaöur í Flugunni: Þetta stóð víst ansi tæpt - tveir laxveiðimenn hætt komnir í Blöndu Tveir veiðimenn sem voru við veiðar í Blöndu rétt fyrir ofan Æsustaði í Langadal í fyrradag voru hætt komnir. Þeir voru að fara yfir ána þar sem farið er á báti rétt fyrir inn- an Æsustaði. Slitnaði kaðallinn, sem þeir toguðu sig yfír með, með þeim afleiðingum að þeir féllu í ána. Blanda er vatns.mik- il þessa daga og hefur lítið veiðst í henni, einn og einn lax. „Það er rétt að þetta stóð víst ansi tæpt, en báturinn fylltist af vatni. Þetta voru veiðimenn frá Akureyri sem lentu í þessu volki,“ segir Jón Marteinn Jóns- son, stjórnarmaður í Stanga- veiðifélaginu Flugunni á Akur- eyri sem leigir Blöndu. „Við fréttum þetta í gær og mennim- ir eru enn að veiða í ánni. En þeir komust í land og það er fyr- ir mestu." Það var bóndinn á Æsustöð- um sem sá veiðimennina í ánni og kom þeim til aðstoðar. Mönnunum tókst að koma sér að landi en þeir misstu stangir og veiðidót í ána. Það er metið á 80-90 þúsund krónur. Talið er útilokað að það flnnist þar sem það hafi borist með straumi ár- innar til sjávar. Veiðimennirn- ir hafa jafnað sig að fullu eftir volkið. Lögreglan á Blönduósi sagði í samtali við DV í gærkvöldi að þetta mál hefði ekki komið inn á borð til hennar. G.Bender Þremur vagnstjórum SVR sagt upp: Kvíði meðal starfsmanna „Það er kvíði í mönnum vegna þessara uppsagna og menn óöruggir um starf sitt,“ sagði Sigurbjörn Halldórsson, trúnaðarmaðúr hjá SVR. Tveimur vagnstjórum var sagt upp í vikunni og einum í síðasta mánuði. Sigurbjöm sagði engar ástæðar hafa verið tilgreindar fyrir upp- sögnum tveggja starfsmannanna. „í uppsagnarbréfi til eins þeirra var talað um samstarfsörðugleika. Dag- legur verkstjóri þessa vagnstjóra tjáði mér hins vegar að hann hefði aldrei orðið var neinna sam- starfsörðugleika." „Ég er satt að segja undrandi á að þetta mál skuli vera umfjöllunar- efni í fjölmiðlum," sagði Lilja Ólafs- dóttir, forstjóri SVR, þegar DV leit- aði eftir viðbrögðum hennar. Lilja vildi ekki fara út í ástæður upp- sagnanna þar sem ekki væri við hæfi að hún ræddi málefni ein- stakra starfsmanna opinberlega. „Ég vil taka fram að það er ekkert samhengi milli uppsagnanna og hrein tilviljun að þær ber upp á sama tíma. -kbb ft r Tl Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Halldór Blöndal samgönguráöherra hjálpast aö við að klippa á borðann á nýju göngubrúnni yfir Miklubraut í gær. DV-mynd Pjetur Kennarar á Álftanesi: Flestir hafa sagt upp „Ástæðan fyrir uppsögnunum er einfaldlega sú að fólk hefur gef- ist upp á að bíða eftir að eitthvað gerist í okkar kjaramálum. Við erum þreytt á því að menntun okkar og ábyrgð skuli ekki metin til launa,“ sagði Jóhanna Rúts- dóttir, ein þeirra sem sagt hafa upp. Fjórtán af sautján kennurum skólans hafa sagt upp, þar af allir umsjónarkennararnir. Þeir einu sem ekki hafa sagt upp eru tveir leiðbeinendur, auk eins kennara sem ekki hefur gert vinnusamn- ing. Kennararnir mættu í gær- morgun á skrifstofu hreppsins á Bjarnastöðum og afhentu upp- sagnir sínar. Þar tók Jóhann Jó- hannsson, staðgengill sveitar- stjóra, á móti þeim. Sjá einnig frétt af kennaradeilunni á bls. 2 -kbb Veðrið á morgun og mánudag: Fer kólnandi Á morgun verður austan- og suðaustangola eða kaldi. Rigning eða súld Á mánudag verður austan- og norðaustanátt, stinningskaldi eða all- um sunnanvert landið en þurrt að mestu norðanlands. Hiti verður 6 til hvasst um norðvestanvert landið en kaldi annars staðar. Rigning eða 13 stig. súld sunnan- og austanlands en annars þurrt að mestu. Hiti verður á bil- inu 5 til 10 stig. Veðrið i dag er á bls. 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.