Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1997, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1997, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997 isuðurskautið« „Það var einhver hópur úti á bát sem tilkynnti í talstöðina að há- hyrningar væru í kringum bátinn og að þeir yrðu að forða sér í land, út í eyju sem var algerlega friðuð. Maðurinn sem kallað var í sagðist þurfa að athuga hvort hann gæti leyft þeim að fara í land. Hópurinn var í mikilli klemmu og sagðist fara í land, með eða án leyfis. Eftir þetta fór maður að velta fyrir sér áhersl- unum, hvort væri mikilvægara frið- uð eyja eða mannslíf." Fyrir kom að ís legði að landi með miklum hraða og tvísýnt var hvort bátarnir gætu siglt. Laus is gat legið við land dögum saman. Hann var þá hvorki nógu þéttur til þess að hægt væri að ganga á hon- um né nógu gisinn til þess að sigla mætti í gegnum hann. Að sögn Ás- rúnar eru plasttunnur með öllum viðlegubúnaði úti í öllum eyjunum. Fyrir hafi komið að fólk hafi ekki komist i land og þá hafi það þurft að gista. Það sé þó ekki spennandi kostur þegar veðurhamurinn minni á sig. Þá geti kuldinn orðið rosaleg- ur og hreint ekki gaman að þurfa að vera úti í tjaldi. Sólarlagið yndislegt Spurð um frístundimar segir Ás- rún að lífið á Palmer hafi breyst með tilkomu Internetsins á síðasta ári. Þá hafi fólk eytt meiri tíma en áður við tölvurnar. „Annars var sólarlagið eitt það yndislegasta þarna. Fólk gat setið löngum stundum og hoift á sólina setjast. Flestir þama hafa mikinn áhuga á allri útiveru, gönguskíða- ferðum og bátasiglingum og síðan voru heiti potturinn og lyftingasal- urinn vinsælir." Spurð um geðheiisu fólks í ein- angrun af þessu tagi segir hún að nú sé skipt um áhafnir á hálfs árs fresti. Þrátt fyrir að starfsfólkið sé ekki sátt við það sé stefnt að því að lengja þennan tíma upp í ár. Því verði fylgt eftir með alls konar geð- rannsóknum. „Hálft ár í þeirri einangrun sem er á svona stað getur haft mikil áhrif á fólk. Fámennið og tilbreyt- ingarleysið hefur þau áhrif að það getur orðið mjög sérviturt og látið ótrúlegustu hluti fara í taugamar á sér. En þar með er ekki öll sagan sögð. Það eru mikil viðbrigði að koma aftur til baka „í menninguna“ sjá allan græna litinn, umgangast fullt af fólki á ný og ég tala nú ekki um að þurfa að fara að passa sig á bílunum." Sannkölluð ævintýraferð Ásrún Ýr er nú farin aftur til Bandaríkjanna þar sem hún er að vinna úr þeim gögnum sem hópur- inn aflaði sér við rannsóknirnar á mörgæsunum. „Það hefur lítill tími gefist til þess að spá nokkuð í niðurstöðurnar. Ég verð i þessu í ár og þá taka við önn- ur verkefni. Ég hafði einbeitt mér að fiskinum í náminu og átti eigin- lega frekar von á því að fara til Grænlands en Suðurskautslandsins. Þetta var sannkölluð ævintýraferð og ég á eftir að búa að henni alla UmboOsmenn um land allt. Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SÍMI 69 15 OO Rannsóknarskipið Polar Duke er lífæö stöðvarinnar. Það flytur fólk og nauð- synjar á þriggja til sex vikna fresti. ævi,“ segir Ásrún Ýr Kristmunds- stöðinni á Suðurskautslandinu. -sv dóttir erfðafræðingur, eini íslending- urinn sem dvalið hefur á Palmer- í stærðtræði Mikið úrval reiknivéla Verð frá: 1699 kr staðgreítt SET ehf. Eyravegur 41-45, 800 Selfoss SET vatnsrör úr PE og PP efni eru framleidd í öllum víddum frá 16 til 500 mm að þvermáli. Rörin henta vel í vatnsveitur, hitaveitur, snjó- bræðslu, ræsi o.fl. Röraverksmiðja SET á Selfossi hefur yfir að ráða fullkomnustu tækni sem völ er á við framleiðslu á plaströrum og leggur áherslu á vöruvöndun og góða þjónustu við íslenska lagnamarkaðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.