Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1997, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1997, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997 X>"\T Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjórí: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111,105 RV(K, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: httpV/www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centnjm.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Enska eða skandinavíska Enska er það erlenda tungumál sem flestum íslending- um er tamast. í samskiptum við aðrar þjóðir er það sú tunga sem nýtist best séu menn ekki mæltir á tungu heimamanns. Vart er hægt að gera ráð fyrir því að er- lendir viðmælendur séu mæltir á íslenska tungu nema í algerum undantekningartilvikum. Enskan hefur tekið við hlutverki dönskunnar eða skandinavískunnar að þessu leyti. Danska gegndi eðli- lega miklu hlutverki meðan stjórnskipuleg tengsl voru milli íslands og Danmerkur og eflaust er danska tamari mörgu eldra fólki en enskan. Danska hefur verið kennd sem fyrsta erlenda tungu- málið hér á landi þótt breytinga sé að vænta á því. Hún hopar fyrir enskunni. Flestir íslendingar geta lesið dönsku þokkalega en eiga erfiðara með að tjá sig á því máli, eða öllu heldur skandinavísku, en ensku. Margir íslendingar hafa hins vegar sótt menntun sína til norrænna landa eða hafa búið þar um hríð og tala tungur þeirra þjóða í framhaldi þess. Af yngri kynslóð- um fólks er það einkum þetta fólk sem er fært um að tjá sig á öðru norrænu tungumáli. Það geta síður þeir sem aðeins hafa lært dönsku í grunn- og framhaldsskóla. í samskiptum íslendinga og annarra Norðurlandabúa er því gjaman gripið til ensku, þess erlenda tungumáls sem mönnum er tamast og þeir eiga auðveldast með að tjá hugsanir sínar á. Menn laga sig að því ástandi sem er hvað sem líður gildi þess að norrænir menn geti átt samskipti sín á milli á norrænni tungu. íslendingur sem reynir að tjá sig af takmarkaðri getu á skandinavísku við mann sem talar móðurmál sitt stendur ekki jafnfæt- is honum. Tali báðir ensku er staða þeirra jöfn. Á norrænum þingum hafa Danir, Norðmenn og Svíar getað flutt mál sitt á móðurtungu sinni en íslendingar og Finnar hafa orðið að grípa til skandinavískunnar. Þetta getur háð fuHtrúum þessara þjóða. Því var það að von- um að það vakti athygli þegar það var haft eftir Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta íslands, í finnsku dagblaði að skynsamlegt væri að nota ensku í norrænu samstarfi. Blaðið nefndi raunar að forsetinn talaði ágæta skandin- avísku auk prýðilegrar ensku. Forsetinn segir að vísu að ummæli sín hafi verið slit- in úf samhengi. í fréttinni er haft eftir forsetanum að sér hafi alltaf fundist það einkennilegt að íslendingar og Finnar noti þriðja tungumál, tungumál nágrannaþjóð- anná,, til að tala saman. Eðlilegra væri að tala ensku. Ólafur Ragnar sagði, eftir að fréttin birtist, að hann hefði rætt þá staðreynd að ákveðinn hluti Finna treysti sér ekki til að halda uppi efnisríkum samræðum á sænsku eða öðrum Norðurlandamálum og hluti íslendinga treysti sér ekki til að gera hið sama. Þá sé skynsamlegra að nota þriðja tungumálið, ensku eða þýsku, en að tala ekki saman. Forsetinn og finnska blaðið geta deilt um það hversu nákvæmlega var eftir haft en það breytir ekki því að full þörf er á umræðu um málefnið. Eiga stórir hópar íslend- inga og Finna að halda áfram að klæmast á skandina- vísku sem þeir hafa takmarkað vald á eða eiga þeir að tjá sig á tungumáli sem er þeim tamara, flestir á Norð- urlöndum skilja, og standa þá jafnfætis þeim? Það mun tæpast skaða samstarf norrænna þjóða þótt menn viðurkenni staðreyndir og lagi sig að raunveru- leikanum. Þótt tungur norrænna manna, að finnsku undanskilinni, séu af sama stofni er tungumálið ekki sameiginlegt í dag. Jónas Haraldsson NATO vex fylgi á Norðurlöndunum Sögnlegur fundur var haldinn í Norðurlandaráði í byrjun vikunn- ar í þinghúsi Finnlands í Helsinki til að ræða um öryggismál. Mála- flokkurinn hefur til þessa verið á bannlista hjá Norðurlandaráði og byggðist bannið á gagnkvæmri til- litssemi, því að þrjú rikjanna voru í NATO en tvö hlutlaus og þar af annað, Finnland, með sérstakan vináttusamning við Sovétríkin sálugu. Á tímum kalda stríðsins þótti mörgum Norðurlandasamstarfið hafa næsta lítið gildi í alþjóðlegu tilliti, þar sem menn voru sam- mála um að ræða þar ekki hin við- kvæmari alþjóðastjómmál. Var litið á það sem þátt í hinu nor- ræna jafnvægi í öryggismálum, að menn ræddu þau fremur í hópi sérfræðinga en stjórnmálamanna. Vissulega var efnt til norrænna ráðstefna um öryggis- og vamar- mál, þær sátu þó frekar embættis- menn og fræðimenn en beinir þátttakendur í stjórnmálum. Á síðustu árum hefur svo komið í ljós, að Svíar skipulögðu varnir sínar með þeim hætti, að þeir treystu alfarið á stuðning NATO- rikjanna á úrslitastundu og höfðu birgðastöðvar fyrir her sinn i Nor- egi. Hlutleysi úr sögunni Hlutleysishugtakið hefur glatað fyrri merkingu sinni í Evrópu, eft- ir að Sovétríkin og valdakerfi þeirra hvarf úr sögunni. Áður voru Svíar og Finnar hlutlausir á milli austurs og vesturs eða stóðu utan hernaðarbandalaga, eins og það var orðað. Nú er ekki lengur unnt að skilgreina sig með þeim hætti, þótt enn séu margir stjóm- málamenn í Svíþjóð og Finnlandi þeirrar skoðunar, að ekki sé tíma- bært fyrir ríkin að ganga í Atl- antshafsbandalagið (NATO). Hlýt- ur sú skoðun að teljast tíma- skekkja miðað við núverandi að- stæður og aðild ríkjanna að Evr- ópusambandinu. Næstu nágrannar Svia og Finna við Eystrasaltið sækjast allir eftir NATO-aðild. Póllandi hefur þegar verið boðið til aðildarviðræðna en á leiðtogafundi NATO-ríkjanna í Madrid í júlí síðastliðnum var ákveðið að setja Eistland, Lettland og Litháen í biðröð með óljósara orðalagi en því sem notað var um Rúmeníu og Slóveníu. Reiði Rússa Á fundi Norðurlandaráðs í Helsinki fengu Rússar enn einu sinni reiðikast vegna áhuga Eystrasaltsríkjanna þriggja á að- ild að NATO. Aleksandr Avdejevs, aðstoðamtanríkisráðherra Rússa, Erlend tíðindi fór hörðum orðum um stækkun NATO og taldi niðurstöðu leið- togafundarins í Madrid stærstu mistök veraldarsögunnar síðan kalda stríðinu lauk. Vildi hann að Eystrasaltsríkin stæðu auk Finn- lands og Svíþjóðar utan hernaðar- bandalaga. Með því væri best stuðlað að öryggi og gagnkvæmu trausti. Þessi reiði Rússa er sérkenni- leg, ekki síst í þvi ljósi að fyrir fundinn í Madrid samdi NATO sérstaklega við þá um samstarf og í Madrid gerðust Rússar aðilar að Evró-Atlantshafssamstarfsráðinu, sem þar var formlega stofnað og á að stuðla að alhliða samstarfl þátt- tökuríkjanna í öryggismálum. Næstu skref Úr því að menn eru teknir til við að ræða um öryggismál á vett- vangi Norðurlandaráðs, er ekki unnt að láta við það eitt sitja. Er þess að vænta, að ríkin leitist við að samræma stefnu sína í þessum málaflokki eins og öðrum. Þar hafa hægri flokkarnir undir for- mennsku Geirs H. Haarde, þing- flokksformanns Sjálfstæðisflokks- ins, tekið skýra forystu með því að hvetja Svía og Finna til NATO- aðildar og mæla með því að Eystrasaltsríkin þrjú komist í NATO. Andstaða við NATO-aðild fer minnkandi í Svíþjóð og Finnlandi. Forystumenn Eystrasaltsrikjanna meta mikils, að norrænir þing- menn snúist til varnar, þegar fuli- trúar Rússlandsstjómar vega að þeim og tala eins og þeir, sem valdið hafa. Flokkar á borð við Alþýðu- bandalagið, sem er andvígt aðild íslands að NATO og stækkun bandalagsins, eru í miklum minnihluta í Evrópu. Þeir eiga einnig æ eifiðara með að finna rök fyrir andstöðu sinni við NATO. í raun eiga þeir enga sam- leið með stóru jafnaðarmanna- flokkunum á Norðurlöndunum, sem höfðu forystu um það í Nor- egi og Danmörku á sinum tíma, að rikin gengu í NATO. Jafnaðar- mannaflokkarnir í Svíþjóð og Finnlandi vilja frekar vera í hópi með þessum bræðraflokkum sín- um en Alþýðubandalaginu og skoðanabræðrum þess. Áhugi á NATO-aðild mun þvf vaxa innan þeirra. Umræður um öryggismál á vett- vangi Norðurlandaráðs munu þannig verða til þess, að ótti Svía og Finna við NATO-aðild minnk- ar. Á 50 ára afmæli bandalagsins 1999 kunna þeir að sækja um aðild að því. Frá fundi Borisar Jeltsíns og Martti Ahtisaari í Norður-Rússlandi fyrr í sumar. Þar varaöi Jeltsín sem fyrr viö því aö Eystrasaltslöndin fengju inn- göngu í NATO. Símamynd Reuter skoðanir annarra Á móti jarðsprengjum „Stjóm Clintons ákvað réttilega í þessum mán- uði, þó seint væri, að slást í lið með rúmlega 100 ; öðrum þjóðum sem vinna að því að ná samkomu- j lagi um bann við notkun jarðsprengna sem ætlað er i að granda fólki. Því miður stendur stjórnin enn fast á því að gerðar verði tvær undanþágur, að undir- lagi varnarmálaráöuneytisins. Þær yrðu ekki að- eins til að tefja fyrir málinu, sem Kanadamenn hafa ; haft frumkvæði að, heldur gæti þær oröið til að grafa undan tilraunum til að fá Rússa og Klnverja til að fallast á samkomulagið. Clinton ætti því að hafha báðum kröfunum." Úr forystugrein New York Times 27. ágúst. Ófrelsi í Hong Kong „Þegar Kínverjar tóku við yfirstjórn Hong Kong I úr hendi Breta 1. júlí, lofaði nýr hæstráðandi, Tung j Chee-hwa, að lýðræðið í borgríkinu yrði meira en fmm - &&&& gyg gg qmwmi WWBBSSSKBSSSSWKM WWHmUSlMSHWIKHi&li nokkru sinni fyrr. Frumvarp að kosningalögum sem hann hefur lagt fram í ráðgjafaþinginu gengur þvert á þau loforð. Algjört frelsi var aldrei í Hong Kong undir stjórn Breta. Chris Patten, siðasti land- stjóri Breta, lét þó undan þrýstingi á síðustu árum og jók mjög frelsi íbúanna til að kjósa sér fulltrúa. Ef ráðgjafaþingið samþykkir tUlögur Tungs verður um afturför að ræða á þessu sviði.“ Úr forystugrein Washington Post 26. ágúst. Að sitja sem fastast „Fjárlagafrumvarpið fyrir 1998 sýnir fram á að ríkisstjórn Nyrups á sér aðeins eitt metnaðarmál sem skyggir á öll önnur: Að halda áfram um stjórn- artaumana eftir næstu þingkosningar. Það er kannski bamalegt aö búast við meiru. Það er þó ansi fátæklegt að stjórnarstefnan skuli ráðast af því að ráðherrarnir fái að sitja áfram á ráðherrastólun- um sínum.“ Úr forystugrein Jyllands-Posten 27. ágúst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.