Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1997, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1997, Blaðsíða 50
LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997 .iTfr'X/* - :* 58* myndbönd r------- W W 7 / Rowan Atkinson er einn vinsælasti gamanleikari Breta. „Heitasta" myndin í Bretlandi um þessar mundir er ótvírætt Bean: The Ultimate Disaster Movie og hef- ur hún slegið öll aðsóknarmet. Mað- urinn á bak við hinn seinheppna Bean er Rowan Atkinson. En hver er þessi maður? Herra Bean Margir muna eftir honum úr grín- þáttunum um Mr. Bean, þekktustu persónu hans frá upphafi. Bean er andhetja, eins konar aulaútgáfa af Chaplin. Hann er manngerðin sem prófar tannbursta áður en hann kaupir þá, ýtir bílum annarra út úr bílastæðum ef þeir eru fyrir og neit- ar að deila poppinu með kærustunni í bíó. Hann lék prestinn i Four Wedd- ings and a Funeral sem sagði þá eft- irminnilegu setningu: „í nafhi fóður- in9, sonarins og hinnar heilögu geit- ar.“ Hann léði Zazu rödd sína í Lion King og lék auk þess i Never Say Never again, The Tall Guy, The Witches og Hot Shots-Part Deux. Sjónvarpsþættirnir sem hann hefur leikið I eru einnig orðnir æði margir, t.d. hinir óborganlegu þættir um Black Adder. Þá var hann síðbúinn meðlimur í Monty Python genginu. @.mfyr:Hefur meistaragráðu Rowan fæddist á bóndabæ í Dur- ham á Englandi 8. janúar 1956. Hann lauk námi í rafmagnsverkfræði frá Oxford. Hann bjóst alltaf við að eiga eftir að vinna á lítilli rannsóknastofu í miðju Englandi við rafrásir eða stýrikerfi í tölvum, sem hann sér- hæfði sig i þegar hann tók meistara- gráðu sína. „Ég er feginn því að þegar ég klár- aði skóla, með allar þessar gráður, fór ég strax að vinna í útvarpi og sjónvarpi. Reyndar fannst mér ég vera hálfgerður svikari - vegna þess að ég þurfti ekki að berjast í bökkum í 15 ár, eins og flestir aðrir, áður en ég var upgötvaður. Frami minn var mjög skjótur. Ég hafði þess vegna engan tíma til að sjá eftir því að hafa ekki haldið áfram í verkfræðinni. Ég hef oft hugsað til þess þegar ég vann við hana og aldrei hugsað: Æ, hvað ég vildi vera verkfræðingur. Núna hef ég eiginlega gleymt þessu. Elskar sportbíla Rowan ekur go-kart bílum um tennisvellina sína og hefur að sögn Stephen Fry, sem var svaramaður hans og lék þjóninn sem gæddur var stóískri ró í þáttunum Wooster and Jeeves, ekki dropa af skemmtana- bransanum í sér. Hann elskar sport- bíla og á marga slíka, meðal annars nokkra Aston Martin. Hann skrifar einnig greinar í breska bílatímaritið CAR. En hvaða sjónvarpsefni horflr maður eins og Rowan Atkinson á? „Eins og svo margir sjónvarpsleik- arar horfi ég sjaldan á sjónvarp. Ég fylgist hins vegar með Formula 1, það er eitt af stærstu áhugamálum mínum. En að því frátöldu eru það aðaflega framhaldsþættir og grín- þættir sem ég horfl á. Ég hef mjög gaman af Roseanne en reyni að horfa ekki á spítalaþætti eins og ER og Chicago Hope. Það tekur einfaldlega of langan tíma að horfa á þá. Ég get aðeins horft á sjónvarp í hálftíma í senn. Að þeim tíma liðn- um dettur mér alltaf eitthvað annað í hug sem mig langar að gera, eins og að leika mér á bíl, sem er ein uppá- haldsiðja mín. Ég er enginn sjón- varpssérfræðingur en ég hef gaman af hinu og þessu. Ég man eftir að hafa afltaf reynt að sjá þátt Monty Python, Flying Circus, sem barn. Monty Python höfðu mikil áhrif á mig.“ mjög svipaður og hann er núna. Hann er í rauninni barn. Það er kjarni persónunnar - hann er barn í fullorðnum líkama. Ég held í rauninni að það sé þetta sem fólki líkar best við hann. Hann sýnir óþekktina og sjálfselskuna sem böm ein geta stundum sýnt. Mr. Bean er ótrúlega sjálfselsk- m- maður, í rauninni afskaplega óheill - mjög hefnigjarn. Hann lít- ur út fyrir að vera ægilega saklaus og hið besta skinn en sé honum ögrað getur hann umturnast í hið versta skrimsli. -sf Það getur verið hættulegt að raka sig. m m m mmmmmmmmmmm Fjölhæfur leikari John Cusack er gamafl í hettunni og hefur leikið í ótal bíómyndum en hefur í rauninni aldrei skotist óum- deilanlega upp á stjömuhimininn fyrr en á síðustu misserum. John leikur í myndinni Grosse Point Blank sem sýnd hefur verið um skeið hér á landi. Hann er einnig meðframleiðandi að henni og vann handritið fyrir kvikmyndatökur. Þekktur leikstjóri Auk þess að leika í bíómyndum var hann einn af stofnendum New Crime Theatre Company, sem er annað stærsta fyrirtækið í leiklist í Chicago á eftir hinu fræga Stepp- enwolf Company. Hann hefur leik- stýrt nokkrum leikritum fyrir fyrir- tæki sitt, meðal annars „Amalgaz- am...After the Dog Years“ og „Met- husalem", en hann hlaut viðurkenn- ingu sem besti leikstjóri á hinni þekktu Joseph Jefferson verðlauna- hátíð. Hann leikstýrði einnig leik- riti Hunters S. Thompsons, „Fear and Loathing in Las Vegas“. Meðal nýlegra bíómynda með John má nefna leik hans með Nicolas Cage og John Malkovich í spennumyndinni Con Air og City Hall með A1 Pacino og Bridget Fonda. Á afrekaskránni er einnig hin þekkta gamanmynd leikstjórans Woody Allens, Bullets over Broad- way, og kvikmyndin eftir bók T.C. Boyle, Road to Wellville sem Bridget Fonda lék einnig í. Undrabarn John Cusack fæddist í borginni Evanston í Illinois. Móðir hans var kennari en faðir hans gerði heim- ildamyndir og vann meðal annars Emmy-verðlaunin fyrir verk sín. Góðir vinir fjölskyldunnar ráku leiksmiðju þar sem eldri systumar Annie og Joan byrjuðu að leika, litli bróðir fetaði svo fljótlega í fótspor þeirra. Að horfa á hann leika af fingrum fram var, að sögn leiklist- arkennara hans, eins og að horfa á undrabarn í tennis á þeim aldri, ekkert nema eðlisávísun og áræðni. Þó að honum hafi alla tíð þótt geysilega gaman að leika hafnaði hann formlegri menntun í leiklist. Þegar hann fór svo í menntaskóla fór hann prufu fyrir aðal- hlutverkið í Hamlet í skóla- uppfærslu. Hann fékk hlutverkið ekki. Raunar fékk hann ekk- ert hlutverk í verkinu. Hann vildi ekki sleikja upp leikstjórann. Lít- ið hefur breyst. John lætur ekki ráðskast með sig. Nokkrar kvikmyndir með John Cusack Grosse Point Blank Con Air CityHafl Bullets over Broadway The Road to Wellville The Grifters Eight Men out Say Anything The Sure Thing Stand by Me Class Sixteen Candles Grandville USA Better off Dead One Crazy Sum- mer The Journey of Natty Gann Tapeheads -sf John hefur leikið frá ungaaldri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.