Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1997, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1997, Blaðsíða 28
28 helgarviðtalið LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997 Stiklað á stóru úr Skúnkasögu Skunk Anansie hóf feril sinn í Bretlandi í upphafi árs 1994. Nafngiftin á annars vegar viö hið ógeöfellda og illþefjandi dýr, Skúnkinn, og hins vegar er það vísun i þjóösögu Jamaíkabúa sem amma Skin var vön aö segja henni í æsku. Aðalsöguhetjan var köngulóar- maður sem hét Anansie. Þau bættu Skunk fyrir framan til að gera ímynd sveitarinnar aðeins meira „cool“. „Trommarinn ykkar er léleg- ur. Ég er miklu betri!“ Ekki leið langur tími frá stofnun þar til Skunk Anansie var fyrst uppgötvuð. Það var af sjálfum Rick Lennox í apríl- mánuði 1994, sama dag og Kurt Cobain gaf upp öndina. Hljómsveitin heillaði hann það mikið að tónlist hennar fékk hann til að gleyma dauðs- falli Cobains! Nokkrum mán- uðum síðar náði sveitin samn- ingi við One Little Indian, sama útgáfufyrirtæki og gaf út plötur Sykurmolanna og Bjarkar. Fyrsta platan sló í gegn „Þau“ eru söngkonan Skin, sem kynnt er rækilega til sög- unnar hér í opnunni, gítarleik- arinn Ace, fullu nafni Martin Ivor Kent, fæddur í Bretlandi í mars 1967, trommuleikarinn Mark Richardson, fæddur í Bretlandi í maí 1970, og bassa- leikarinn Cass, öðru nafni Ric- hard Keith Lewis, fæddur á Barbados í kringum 1970. Fyrsta smáskífan hét Little Baby Swastikkka en fyrsta stóra platan kom út i septem- ber 1995, Paranoid & Sunburnt. Meðal laga á þeirri plötu var Selling Jesus úr framtíðar- kvikmyndinni Strange Days. Hljómsveitin kom einnig fram í þeirri mynd. Fyrsta platan vakti sannarlega athygli á Skunk sem náði nokkrum lög- um ofarlega á vinsældarlista í Bretlandi. Á nokkrum mán- uðum seldust 200 þúsund ein- tök af plötunni í Bretlandi. Sveitin var kosin sú besta úr hópi breskra nýliða árið 1995 af lesendum tónlistartímarits- ins Kerang. Árið eftir gaf sami hópur sveitinni titilinn Besta tónleikasveitin. Næsta plata, Stoosh, kom út í október á síðasta ári. Lagið All I want af þeirri plötu hefur slegið alls staðar í gegn og fleiri smáskífur af plötunni. Nú síðast Brazen sem fengið hefur góðar viðtökur. Upprunnin í Kings Cross Bönnuð á MTV Hljómsveitin er upprunnin frá Kings Cross hverfinu í London. Þau Skin og Cass voru að hætta í einni hljóm- sveit þegar þau hittu Ace á næturklúbbi hans í Kings Cross. Þau ákváðu að stofna hljómsveit og fengu Robbie Hljómsveitin hefur á skömmum tíma náð miklum vinsældum í Evrópu, Banda- ríkjunum og Ástralíu. Hún þykir bjóða upp á einhverja þá bestu tónleika sem fást í dag og myndbönd hennar eru mikið spiluð á MTV. Þess má geta að eitt myndbandið, Hedonism, var í fyrstu bannað þar sem A f hverju ekki?“ spurði söngkonan Skin í Skunk Anansie þegar hún var * B spurð af hverju hljóm- sveitin væri að koma aftur til íslands að spila á tónleikum. Hún lék sem kunnugt er í Laugardalshöll í vor fyr- ir troðfullu húsi og bókstaflega gerði allt vitlaust! Tónleikarnir voru með því besta sem sést hefur hér lengi og er hljómsveitin með þeim heitustu í dag. Skin ásamt þeim Ace, Mark og Cass ætla að leika í Laugardalshöll næstkomandi fóstudagskvöld. Helgarblaðið sló á þráðinn til Skin í byrjun vikunnar. Hún var þá stödd í London, á kafi í sjónvarpsupptök- um. Hljómsveitin hefur verið á tón- leikaferðalagi um Evrópu til að fylgja eftir útkomu nýjustu hljómplötunn- ar, Brazen, sem er hennar þriðja plata. ísland er viðkomustaður á leið- inni til Bandaríkjanna þar sem hljómsveitin heldur nokkra tónleika. heillast af hljómsveitunum sem hit- uðu upp fyrir þau í Höllinni í vor, mundi bara ekki nöfnin á þeim en til upplýsinga fyrir lesendur voru þetta Unun og Botnleðja. Skunk Anansie hefur verið á ferðalagi um Evrópu eins og áður segir. Skin sagði þetta hafa verið frábæra ferð, ein tónlistarhátíð allan tímann. í fyrra hefðu þau einmitt verið á tónlistarhátíðum en núna með sína eigin stórtónleika, enda mun frægari en þá. Núna hefði tæki- færi gefist til að skoða sig um í þeim löndum sem þau fóru til. Hljómsveit- in hefði gefið sér tíma til að taka smáfrí í ísrael og spókað sig á sólar- strönd þar. Skin sagðist ekki vilja líta á sig sem rokkstjörnu, til væru frægari hljómsveitir. Þau sjálf hefðu a.m.k. lítið breyst á undanfórnum árum. Allt annað hefði breyst. Héldum bara tónleikana og duttum í það! Upptökur í draugahúsi „Það er vel við hæfi að koma við á íslandi. Við fmnum fyrir miklum áhuga þar og viljum því uppfylla óskir aðdáenda okkar. Síðasta ís- landsferð okkar var frábær þrátt fyr- ir að við stoppuðum þar aðeins í 12 tíma. Við héldum bara tónleikana og duttum svo í það. Við hlökkum mjög mikið til núna og munum stoppa lengur. ísland er mjög sérstakt land. Þið eruð hálft árið í myrkri og viljið nota hvert tækifæri til að njóta lífs- ins. Nú er farið að dimma aftur og því gaman að geta komið og stytt ykkur stundirnar," sagði Skin. Uppnefnið frá mömmu Island er frábært Aðspurð hvort hún gæti hugsað sér að búa hér á íslandi, kaupa íbúð í Reykjavík líkt og Damon í Blur, sagði Skin að sér litist ekki illa á hugmyndina í sjálfu sér en: „Ég hef svo gaman af að ferðast að Svo skemmtilega vill til að Skin, réttu nafni Deborah A. Dyer, verður þrítug 3. september næstkomandi eða um það leyti sem hún kemur til ís- lands. Hún fæddist á Jamaíku en ólst upp í Brixton-hverfinu í London. Nafnið Skin er komið frá uppnefni hennai- í barnæsku, Skinny, sem móð- ir hennar gaf henni. Skin sagðist hafa haft mörg uppnefni sem krakki en þetta hefði fest við sig. „Ég sé mig ekki fyrir mér uppi á sviöi öskrandi meö Skunk þegar ég verö sextug," segir Skin m.a. í opinskáu viötali viö helgarbiaöiö. Elskar kynlíf Skin sagði að það ætti að vera öll- um kunnugt að hún væri tvikyn- hneigð, hún elskaði kynlíf. Aðspurð hvort hún hefði reynslu af íslenskum konum eða körlum sagði hún svo ekki vera, hún hefði ekki haft tækifæri til þess í vor hvað sem gerðist um næstu helgi! „Annars er ég mjög stillt stúlka. Við í hljómsveitinni dettum í það eins og aðrir en notum ekki flkniefni, höf- um aldrei gert. Allir vita að við höfum mjög mikið að gera og við værum ekki komin svona langt hefðum við verið að sukka í fikniefnum. Við erum mjög samstillt," sagði Skin. Kynþáttafordómar víða Fyrstu tvær breiðskífur sveitar- innar voru teknar upp í gömlu og draugalegu sveitasetri skammt frá London. Andans menn telja sig hafa séð þar drauga. Skin var spurð hvort hún hefði séð eitthvað yfir- náttúrulegt en hún svaraði því neit- andi. Félagi sinn, Ace, hefði fundið fyrir einhverju en hann væri alltaf að finna á sér! „Einu andarnir (e. spirits) sem ferðast með okkur eru tequila og vodka," sagði Skin og hló. Textar hljómsveitarinnar eru oft beittir og taka á heitum málefmnn, s.s. eins og pólitík og kynjamisrétti. Enda segjast þau ekki semja ástar- söngva heldur miklu frekar haturs- söngva. Skin sagðist víða finna fyr- ir kynþáttafordómum á ferðalögum sínum, í þau fáu skipti sem hún fengi tækifæri til að fara út á meðal fólks, en hún hefði ekki orðið vör við neitt slíkt hér á íslandi. Annars ætti hún í erfiðleikum með að fella dóma um einstök lönd því samskipt- in við íbúana væru ekki það mikil. „Hvert land hefur sitt einkenni en ég held að ég geti fullyrt að kyn- þóttafordómar séu minnstir á ís- landi af þeim löndum sem við höf- um heimsótt. Svartur maður, bú- settur á íslandi, gæti hins vegar haft aðra sögu að segja, ég veit það ekki.“ Peningar skipta engu Skin sagðist ekki vera rík, pening- ar skiptu hana litlu. Hún hefði alist upp í fátækt þar sem hver dagur hefði verið tekinn fyrir í einu. „Ég byrjaði snemma að vinna fyrir mér, vU ekki þiggja peninga frá öðr- um. Annars er það ekki mitt mikU- vægasta í lífinu að safna peningum, ég hugsa um eitthvað aUt annað en peninga í dag. Frekar vU ég hugsa um að komast á þá staði þar sem áhugi er fyrir okkur og plöturnar seljast vel, sinna aðdáendunrnn." Skunk Anansie er bókuð langt fram í tímann og Skin taldi að hljómsveitin ætti langa lífdaga framundan, þó ekki eins langa og RoUing Stones! „Ég sé mig ekki fyrir mér uppi á sviði öskrandi með Skunk þegar ég verð sextug. Vonandi verð ég komin í aðra og rólegri tegund af tónlist, hver veit?“ Fljót að reiðast Skin minnir um margt á Grace Jones hvað limaburð varðar og ímynd, en röddm er aUt önnur. Hún sagðist hafa verið sköUótt frá því hún var tvítug og ahtaf verið svona horuð. Sumir segja að hún sé ofbeld- ishneigð en Skin sagði það alrangt. Hún væri reyndar ekki aUtaf ljúf sem lamb. „Ef þú snertir rangar taugar þá Skin, söngkonan litríka í hljómsveitinni Skunk Anansie, verður þrítug í vikunni í ai Ætlar að detta ærlei nokkurn France til að berja húðir. Hann hætti í sveitinni í júli 1995 og Mark tók þá við. Mark kom úr hljómsveitinni Little Angels og hitti meðlimi Skunk bara í partíi. Hann sagði einfaldlega við þau: tvær konur sáust í heitum kossaflens! Skunk þurfti að búa til nýtt og siðlegra eintak svo myndbandið fengist sýnt á MTV. KaUa þeir þó ekki aUt ömmu sína þar! -bjb ég vU helst ekki setjast að neins staðar. ísland er frábær staður, ítal- ía er það líka og sama er að segja um London, Sydney og New York.“ Skin hefur hitt Björk og er hrifin af tónlist hennar, hefur tU þessa ver- ið hjá sama útgefanda, One LitUe Indian. Um aðra íslenska listamenn sagðist hún lítið vita. Hún hefði þó Hún sagðist vera búin að halda upp á þrítugsafmælið að minnsta kosti tvisvar sinnum, fyrst i London á dög- unum og síðan í Israel langt fram á morgun! „Kannski höldum við áfram í veisluhöldum i Reykjavík og dettum ærlega í það,“ sagði Skin og hló enn meir. bregst ég við, kannski fljótar en margir aðrir. Ég læt engan vaða yfir mig og er fljót að reiðast. En ég beiti aldrei ofbeldi. Við erum pólitísk í okkar lögum af því að við tökum af- stöðu. Það er vel hægt að gera án þess að beita ofbeldi. Við erum ekki hljómsveit sem fær fólk til að mála skrattann á vegginn. Við höfum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.