Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1997, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1997, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997 Wr 'A W.yndbönd 59 Space Jam: stigahæstur og enn einu sinni val- inn verðmætasti leikmaður deild- arinnar. Bugs Bunny er aðalstjarna Loo- ney Tunes-teiknimyndanna,. hann hefur leikið í yfir 175 stutt- um teiknimyndum, fjórum sjón- varpsmyndum í fullri lengd og Michael Jordan leikur sjálfan sig í fríðu föruneyti teiknimyndapersóna. Bugs Bunny og félagar í Looney Tunes-teiknimyndunum eru í vandræðum. Fimm litlar geimver- ur með geislabyssur hafa tekið Bugs og Elmer Fudd sem gisla og tilkynna þeim og öllum Looney Tunes-teiknimyndapersónunum að þeir séu komnir á launalausan lífstíðarsamning hjá Swack- hammer, framkvæmdastjóranum í Moron Mountain-skemmtigarðin- um á fjarlægri plánetu. Þar sem geimverurnar eru pínulitlar skor- ar Bugs Bunny á þær í körfubolta- leik. Ef Looney Tunes tapa þá fara þeir í skemmtigarðinn en ef þeir vinna þá fara þeir hvergi. Bugs og félagar halda að nú sé málunum borgið þegar geimverurnar sam- þykkja áskorunina, en geimver- urnar leika á þá með því að stela hæfileikum allra helstu körfu- boltakappa í NBA-deildinni í raun- heiminum. Þegar Bugs Bunny sér að í óefni er komið ákveður hann að leita hjálpar hjá einu körfu- boltastjörnunni sem enn getur eitthvað - Michael Jordan, en hann hefur komist hjá hæfileikast- uldi geimveranna þar sem hann er nýhættur keppni i körfubolta og er að reyna fyrir sér í hafnabolta (með litlum árangri) í staðinn. Nýjasta tölvutækni I Space Jam er nýjustu tækni beitt til að blanda saman kvik- mynd og teiknimynd, teikni- myndafigúrum og leikurum af holdi og blóði. Ivan Reitman fram- leiðir, Joe Pytka leikstýrir og með- al tæknibrellumeistarann er Ed Jones, sá er hlaut óskarsverðlaun fyrir framlag sitt til myndarinnar Who Framed Roger Rabbit? Helstu leikarar eru Michael Jordan, Bugs Bunny, Wayne Knight, Theresa Randle og Danny DeVito sem rödd Swackhammer. Eitt erfiðasta verkefnið í mynd sem þessari er samleikur raun- verulegra leikara og teiknimynda- persóna. Leikararnir þurfa að ná augnsambandi við teiknimynda- persónurnar og hreyfa sig í sam- ræmi við hreyfingar þeirra. Til að ná þessu fram voru atriði fyrst tekin upp í grænum tökusal þar sem grænklæddir leikarar fóru með hlutverk teiknimyndapersón- anna. Á grænum veggnum í bak- grunninum voru merktir punktar og tölur til að auðvelda teiknurum staðsetningar. Á teikniborðinu (þ.e. í teiknitölvunum) var síðan blandað saman allri nýjustu tækni, tvívíðum og þrívíðum teikningum, CGI (Computer Generated Imagery) tölvuteikning- um og stafrænni vinnslu. Þótt Joe Pytka sé leikstjóri er aðalframleiðandinn Ivan Reitman maðurinn á bak við þessa mynd. Hann hefur framleitt myndir eins og National Lampoon’s Animal House, Beethoven og Beethoven’s 2nd og leikstýrt Meatballs, Stripes, báðum Ghostbusters-myndunum og Dave. Þá hefur hann leikstýrt þremur gamanmyndum með vöðvatröllinu Arnold Schwarzenegger - Twins, Kinderg- arten Cop og Junior. Mesta körfuboltahetjan Michael Jordan leikur sjálfan sig í fyrsta kvikmyndahlutverki sínu, en hann er af mörgum talinn besti körfuboltamaður sögunnar. Eftir að hafa verið valinn leikmað- ur ársins í háskóladeildinni 1983 og 1984 varð hann stigahæstur á fyrsta ári sínu í NBA-deildinni 1985 og valinn nýliði ársins. Hann hlaut nafnbótina verðmætasti leik- maður NBA árin 1988, 1991, 1992 og 1995. Hann er einn tveggja körfuboltaleikmanna sögunnar sem hafa skorað meira en 3000 stig á leiktíð. Hann hefur leikið 10 stjörnuleiki NBA og verið stiga- hæsti leikmaður NBA átta tímabii, þar af sjö í röð. Hann hefur skorað að meðaltali 32,3 stig í leik á NBA- ferli sínum sem er meira en nokk- ur annar og fleiri afrek hefur hann unnið sem of langt væri að telja upp hér. Eftir dauða foður síns 1993 dró hann sig í hlé frá körfu- bolta og reyndi fyrir sér i hafna- bolta, en eftir eitt tímabil sneri hann aftur og leiddi Chicago Bulls til sigurs í NBA-deildinni, varð 14 sjónvarpsþáttum. Hann er því enginn nýgræðingur i leiklistinni þótt Space Jam sé reyndar hans fyrsta kvikmynd í fullri lengd. Hann hlaut óskarsverðlaun árið 1958 fyrir stuttmyndina Knighty- Knight Bugs og hefur verið til- nefndur til óskarsverðlauna þrisvar í viðbót. -PJ Óárennilegar geimverur skora á félagana í körfubolta. UPPÁHALDSMYNDBANDIÐ MITT Stefán isson hin kostulega Great Rock & Roll hún er hreinasta gullnáma áhugamenn um sögu pönksins. Myndinni er ætlað að segja sögu hljómsveitarinnar Sex Pistols allt frá því að umboðsmaðurinn og fatabúðareigandinn Malcolm McLaran kom henni á legg sem auglýsingabrellu fyrir verslun sina 1976, fram yfir hina eiginlegu lokatónleika Sex Pistols í Winter- land- hljómleika- höliinni i San Francisco í upp- hafi árs 1978. Því fer hins vegar fjarri að ferli sveit- arinnar og þeim hugsjónum sem lágu að baki henni séu gerð raunsönn skil í myndinni. Þvert á móti er hún frá upphafi eitt stórt einkaflipp Malcolms, þar sem hann lætur í það skina að pönkið hafi verið uppfinning hans sjálfs, gerð í þeim tilgangi einum að narra gríðarlega fjármuni út úr plöjuframleiðendum. Ekki bætir heldur úr skák aö myndin var gerð á löngum tima og komu ýms- að verkinu, þ.á.m. Ross Meyer, sem er fyrir ljósbláar mynd- ir með barmmiklum leikkonum i aðalhlutverkum. Þá neitaði Johnny Rotten, sem var hjartað og sálin í Sex Pistols að koma ná- lægt gerð myndarinnar. Fyrir vikið var hann rægður og lítið gert úr hans hlut. En þrátt fyrir þessa augljósu vankanta er gildi myndarinnar ótvirætt. Hún inniheldur t.d. fjölmörg stór- merkileg mynd- skeið frá bernskudögum pönksins og tón- listin er vita- skuld frábær. Þá má vissulega not- ast við hana sem heimildarmynd ef menn lesa samhliða henni bókina „Lipstick traces“ eftir Greil Marcus eða „England\s Dreaming“ eftir fé- lagsfræðinginn John Savage. Einnig er sjálfsagt að benda áhugasömum pönkurum á nýlega sjálfsævisögu Johnny RottenXs „Rotten: No Irish, No Blacks, No dogs.“ Michael Sögusagnir þess efnis að erki- engillinn Michael sé staddur á bóndabæ i Iowa-fylki Bandarikj- anna verða til þess að * ___ hinn út- brunni blaðamað- ur Frank Quinlain (John Hurt) fer á staðinn til að semja uppsláttar- frétt, sama hvort sönn se eða log- .■Æ. iS..- „ in. Önugur -----** ritstjóri blaðsins (Bob Hoskins) treystir honum þó ekki betur en svo að hann sendir englasérfræðinginn Dorothy Winters (Andie McDowell) og annan álíka mis- heppnaðan blaðamann (Robert Pa- storelli) með honum, ásamt hund- inum Sparky sem er lukkudýr blaðsins. Á leiðinni eru allir sannfærðir um að þetta sé ekkert annað en gabb, en það breytist er þau hitta Michael (John Travolta). Hann er fiðraður mjög á bakinu og fram- leiðir kraftaverk i bunum ásamt því að ganga í störf Amors og par- ar saman ólíklegasta fólk gegn vilja þess. Jerry Maguire Jerry (Tom Cruise) starfar hjá umboðsfyrirtæki og er sérfræðing- ur í að búa til stjörnur úr efnileg- um íþrótta- mönnum. tom cruise Einn dag- inn tekur hann upp á því að fara að efast um siðgæðið innan fyr- irtækisins og skrifar skýrslu um leiðir til úr- bóta. Þetta hefur þau áhrif að hann er rekinn, samstarfsmönnum hans til ómældrar ánægju þar sem þeir fá nú alla iþróttakappana sem hann hafði á sínum snærum. Einn þeirra hefur þó tröllatrú á Jerry. Það er Ron Tidwell (Cuba Gooding Jr.) en hann er annars flokks ruðningskappi sem er sannfærður um að hann eigi skiiið að verða stjarna á stjörnulaunum. Jerry einsetur sér að gera þetta að veru- leika samkvæmt hinum nýju dyggðum og sanna fyrir sér og öðrum að hann hafi rétt fyrir sér. Platoon Stórmyndin Platoon er nú að koma út í endurútgáfu. Myndin gerist á nokkrum dögum í Ví- etnamstríð- inu þegar það stóð sem hæst og er sagan sögð frá sjónarhóli nýliðans Chris Taylors (Charlie Sheen). Deild hans er stjórnað af tveimur liðþjálfum, þeim Barnes og Elias (Willem Dafoe og Tom Berenger). Barnes lítm- stríðsreksturinn nokkuð öðrum augum en félagi hans og nýtur drápanna en Elias ofbýður grimmdin. Sveitin ræðst á þorp eitt þar sem Barnes drepur sak- lausan mann og eftir það fer allt úr böndunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.