Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1997, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1997, Blaðsíða 15
DV LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997' 15 Mánaðarlega flytja tugir manna af landsbyggðinni til höfuðborgar- innar umiram þá sem þaðan fara. Svo rammt kveður að þessum fólks- flótta að í sjónmáli er að heilu byggðarlögin leggist af á aflra næstu árum. Ástandið er slæmt um allt land en verst er staðan á Vest- fjörðum þar sem mannfækkun hef- ur orðið um mörg undanfarin ár þrátt fyrir að góðæri sé sýnilegt til sjávarins. Ekki virðist skipta máli þó velmegun sé á einstökum stöðum og næg atvinna, fólkið flytur samt. Enginn flótti sullað saman skyri og rabarbara- graut annars vegar og hins vegar látið ofan i sig hafragraut í nánu samráði við þekktan vestfirskan baráttujaxl sem nú mun hafa tekið upp mataræði forsetasonarins. Um- ræddur Kennedy er reyndar þekkt- ur fyrir að vera sonur fyrrverandi Bandaríkjaforseta og engum sér- stökum sögum fer af því að lífs- hlaup hans hafi verið merkilegt að öðru leyti. Rabarbaragrautsfréttin gefur reyndar orðinu gúrkutíö nýja vídd og vekur til umhugsunar um hvort ekki mætti nota rabarbara endrum og eins sem tflbreytingu frá gúrkunni. Uppflosnaðir Það má öllum vera ljóst að sú röskun sem hlýst af þessum mann- flutningum gerir engum gott og það eru mörg fyrirbæri skemmtflegri en uppflosnaður landsbyggðarmaður sem hálfnauðugur sest að í marg- menninu án þess að aðlagast. Hin Margir hafa orðið til þess að reyna að skilgreina þennan vanda af viti en ákveðinn hópur hefúr aft- ur á móti lokað augum fyrir stað- reyndum og kosið að leggjast í þá gryfju að halda því fram að það sé í raun enginn flótti; Þetta séu aðeins slæmir fjölmiðlar sem hafi ekki annað þarfara að gera en að sverta einstök landsvæði með upplognum fréttum um mannfækkun. Þannig hefur ákveðinn hópur forsvars- manna og taglhnýtinga þeirra á Vestfjöröum tekið til viö þá iðju að sverta þá fjölmiðla sem voga sér að halda því fram að þaðan fari fólk al- farið. Þessi sjónarmið hafa meðal annars rambað inn á síður Moggans sem sýnir samtímann í spé- spegli með því að segja fréttir af fréttum um mein- tan mannflótta. Þessi ekkifrétt Mogga, sem reyndar er endurómur úr vestfirsku dreifiriti, er angi af þekktri fjölmiðl- un þar á bæ þar sem Moggamenn líta á það sem skyldu sína að leiðrétta aðra fjöl- miðla eða eftir atvik- um snúa fréttaferli annars staðar vin- um og vandamönn- um í hag. Rabarbara- frétt Moggafréttin um fréttir um meintan fólks- flótta dúkkar upp í andrá sagðar fréttir John Kennedy jr. á ferð um Vest- firði og matar- æ ð i h a n s h v a r hann Metfækkun Nýjar tölur Hagstofunnar stað- festa að flóttinn frá landsbyggðinni er í hámarki. Uppgjör fyrir fyrstu mánuði ársins sýnir Vestfirðinga í fyrsta sæti listans með raunfækkun upp á 1,5 prósent af heildarfjölda. Norðurland vestra vermir annað sætið hvað varðar hlutfaflslegan fjölda þeirra einstaklinga sem flúið hafa en fækkun þar vegna brott- fluttra er um 1,4 prósent eða nánast sama raunfækkun. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að Vestfirð- ingar hafa mun lengur glímt við vandann og eru þannig komnir í mun alvarlegri stöðu en aðrir landshlutar. Reynir Traustason æðisgengna fólksfjölgun á suðvest- urhominu getur ekki orðið þjóðinni til hagsbóta í framtíðinni og öllum er ljóst að óþægindi eru þegar af aukinni umferð. Ótal skýr- ingar eru til á ástæðum flóttans af landsbyggðinni. Meðal skynsamlegra kenninga era skóla- mál í ólestri sem gera að verkum að böm landsbyggðarfólks sitja ekki við sama borð og bömin á höfuð- borgarsvæðinu. Framhaldsskólar era aðeins á helstu þéttbýlisstöðum og mesta úrvalið er á höfuðborgar- svæðinu. Nám kostar milljón Hugsandi einstaklingar á lands- byggðinni hafa bent á þá staðreynd að kostnaður vegna einstaklings sem þarf að stunda nám fjarri heim- kynnum er nær óyfirstíganlegur venjulegu launafólki. Það kostar fast að hálfri milljón króna á ári að halda úti námsmanni í Reykjavík. Þannig má sjá að ef tvö böm era í framhaldsnámi eru útgjöldin farin að slaga hátt í milljón og það er upphæð sem fáir hrista ffarn úr er- minni. Nærtækasta lausnin er því oft að flytja þangað sem skólamir era fremur en að fóma möguleikum bamanna til framhaldsmenntunar. Þetta era skiljanlegar ástæður því auðvitað vifl enginn að böm hans verði undir í lífsbaráttunni. Aðnnar þáttur, sem vísað er til, er kvótakerfi í fiskveiðum sem þjappað hefur veiðiheimildum sam- an og þannig upprætt atvinnu á ein- stökum stöðum og fært til þéttbýlli svæða. Afleiðingin er sú að fólkið fylgir á eftir og eftir standa bæir og þorp í rúst. Bent hefúr verið á þá leið að tekið verði upp veiðileyfa- gjald þar sem arðurinn yrði eyma- merktur að einhverjum hluta byggðarlögum um allt land. Það má segja að engin byggða- stefiia sé við lýði á íslandi. Horfið hefur verið frá þeirri stefriu að styrkja atvinnurekstur með beinum eða óbeinum hætti. Þannig þekkist ekki lengur að lána af ríkisfé til bágstaddra fyrirtækja. Nú er það markaðurinn einn sem látinn er ráða hvemig byggð þróast á ein- stökum stöðum. Einstaklingar styrktir Þekkt era dæmi erlendis um byggðastefiiu sem grundvölluð er á styrkjum til einstaklinga. Þannig er bensín niðurgreitt og jafnvel nauðsynjavörur á jaðar- svæðum. Þetta gera m.a. stjómvöld í Suður- Afríku í því skyni að viðhalda byggð á útnárum. Þar er ein regla gullvæg; byggðastyrkirnir renni beint i vasa íbúanna, al- Svo rammt kveður aö þessum fólksflótta að í sjónmáli er að heilu byggðariögin leggist af á allra næstu árum. Myndin tengist ekki efni pistilsins en sýnir íbúa af landsbyggðinni með hluta búslóðar sinnar. DV-mynd BG menn- ingi til hagsbóta, en ekki til fyrir- tækja. Það gæti verið áhugavert að sjá hvað byggðastefha imd- anfarinna áratuga hefur kostað á ís- landi og hvað hægt hefði verið að gera almenningi á jaðarsvæðum til beinna hagsbóta fyrir þá upphæð. Hvað sem því líður þá er sú spum- ing áleitin hvort lengur sé veijandi að horfa upp á þá þjóðflutninga sem eiga sér stað án þess að spoma viö fótum. Stríðsástand Það er einkenni samfélags sem er að hrynja að einstaklingar fara í hár saman og stríðsástand skapast. Þetta mun hafa gerst á Homströnd- um um það bil sem byggð lagðist þar af. Hver höndin var uppi á móti annarri og samfélagið ólgaði af inn- byrðisdeilum og erjum. Hið sama virðist vera uppi á teningnum á Vestfjöröum í dag þar sem illdeilur eru algengar og áframhaldandi hnignum virðist óumflýjanleg. Hatrömmu verkfalli lauk með samningum en án sáttar. Einstök fyrirtæki í fiórðungnum eru enn að berja á verkafólki sem stóð í verk- fafli og niðurstaðan er enn örari mannfækkun. Þingmenn kjördæm- isins virðast engin ráð kunna til að stöðva fólksflóttann enda flestir bú- settir fyrir sunnan. Að vísu hafa þeir sameiginlega lagt fram tillögu um að fyrirtæki leggi saman í púkk sem nemur þúsund krónur á hvern starfsmann. Sjóðurinn verði notaö- ur til að framleiða „heimildar- mynd“ um Vestfirði. Myndinni er ætlað að laga ímynd svæðisins út á við. Ótrúlegt er að þjóðin muni sifia límd fyrir framan sjónvarpsskjái til að innbyrða þar pantaðan boðskap. Reyndar er reynsla af slíkum gjöm- ingi þar sem ísfirðingar létu á sín- úm tíma gera slíka mynd, fiármagn- aða af fyrirtækjum og bæjarsjóði. Ekki fer neinum sögmn af þvi að boðskapurinn hafi virkað. Myndefii- ið var að hluta konur við færibönd í rækjuverksmiðjum sem nú hafa flestar lokað og í mörgmn tflvikum era konumar fluttar. Algjört ráðleysi Ráðleysið virðist algjört og allt sem einstakir sveitarstjórnar- menn hafa til málanna að leggja er að vondir fiölmiðlar og einstak- ir fiölmiðlamenn reyni að koma höggi á byggöarlög þeirra með því að segja fféttir af því sem er að gerast á líðandi stundu. „Góðir fiölmiðlar" halda sig við að skrifa um rabarbaragraut og skyr í sömu skál en loka augunum ásamt hinum veraleikafirrtu heimamönnum fyrir staðreynd- um. Mannlegir harmleikir Margir einstaklingar halda því fram að þessi byggðaþróun eigi að fá að halda áfram án afskipta sfiómmálamanna. Þetta sé eðli- legt framhald á breyttum útgerð- arháttum þar sem ekki skipti lengur máli hvort stutt sé á fiski- miðin. Hvað sem þeim sjónarmið- um líður má ekki gleyma því að fiöldi mannlegra harmleikja er fylgifiskur byggðahruns. Ófáir verða að fara frá eignum sínum og fara á byrjunarreit á ný í lífs- gæðakapphlaupinu. Almenningur á rétt á því að raunhæfar skýring- ar og mat á stöðunni komi upp á borðið. Ljóst er aö skilreining á vandanum er lífsspursmál til að lækning verði mögifleg. Á meðan slikt ástand ríkir er engin von til þess að takist að stöðva þá þróun sem engum íslendingi er til góðs og mestu þjóðflutningar á seinni tið munu halda áfram af fullum og vaxandi þunga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.