Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1997, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1997, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 3ð Cempoala - þorp í Mexíkó: Lífið Lucha aö störfum. Og hvenær ætlar þú að koma aft- ur? spyrja konurnar á heimilinu þegar borgarbarnið stendur í dyrun- um, nýbúið að setja töskuna sína niður á óhreint gólflð og er varla búið að segja góðan daginn. Svona móttökur fá gestir í Cempoala sem er 10.000 manna þorp rétt norður af hafnarborginni Veracruz í Mexíkó. Þær eru ekki að grínast. Ekki held- ur að gefa komumanni ábendingu um að taka næstu rútu til baka, því þá sjaldan honum tekst að segja bless þarf hann að fara minnst þrjá hringi milli fjölskyldumeðlima. Nei, þær eru ánægðar og stoltar yfir því að einhver utan úr heimi hefur áhuga á þessum litla rólega stað og eru þegar spenntar fyrir næstu heimsókn. Já, svona er fólkið í Cempoala, dálítið öðruvísi en ein- lægt og virkilega indælt. Einfalt líf Líflð er mjög einfalt í þorpinu og fátt virðist geta raskað ró þessa fólks. Innan grænna veggja heimil- isins búa 15 einstaklingar og 2 hundar ásamt óteljandi hænum sem ganga lausar í bakgarðinum. Á með- an Don Lupe, höfuð fjölskyldunnar, drífur karlmennina snemma á fætur til að vinna á landinu sínu, sem geymir sykurreyr, sér senora Carm- en um að hver kona á heimilinu sinni sinu verki. Lucha (Lutsja) er aðaldriffjöðurin meðal kvennanna og hún þvær og eldar allan liðlang- an daginn fyrir mannskapinn. Hin- ar konurnar hjálpa henni og sjá einnig um að reyna að halda rykinu í skefjun með því að bleyta reglu- lega í moldargötunni fyrir framan húsið. Saman sjá þær síðan um að ala gríslingana upp og eru Jesús og Flaco (mjói) duglegastir við prakk- arastrikin. Þegar karlarnir snúa heim af akrinum eftir erfiðan vinnudag njóta þeir algerrar friðhelgi innan heimilisins og eru aldrei beðnir um að gera neitt. Lífið er meira og minna fast í þessum skorðum. Allir virðast þekkja sitt hlutskipti mjög vel innan fjölskyldunnar. Og þó að svona margir búi undir saman þaki þá er furðulítið um árekstra. Húsið sjálft, hálfopið og hálfklárað, er end- urspeglun einfaldleikans og laust við allt sem lýtur að lífsgæðakapp- hlaupi. í stofunni eru t.d. tveir gaml- ir sófar, tveir stólar, berir veggir, brotinn gluggi, hillusamstæða með fjórum styttum á og sjónvarpi. Þrjár stöðvar af sjö virka á sjónvarpinu og þeim þykir það virkilega hin mesta píning að horfa á fréttir en kjósa heldur mexíkóskar sápuóper- ur og helst þrjár til fjórar á kvöldi. Sinnuleysi í sveitum Hugsunarhátturinn hjá fólkinu er í algjöru samræmi við einfaldleika lífsins. Það sem skiptir máli er þorp- ið. Næstum allt fyrir utan það er aukaatriði eða einfaldlega ekki til. Sum þeirra hafa þó komið til Mexikóborgar og vita um einhver nöfn á stöðum í Bandaríkjunum því einn sonurinn vinnur þar sem far- andverkamaður. Almenn málefni eins og stjórnmál hrífa þau ekki. Flest þeirra vita hvað forseti Mexíkó heitir en láta sig það litlu skipta þar sem hann er hvort eð er svo langt í burtu og á seint eftir að gera eitthvað fyrir þau. Þau taka ekki þátt í kosningum af sömu ástæðu og slíkt sinnuleysi er al- gengt í sveitum Mexikó. Hálf þjóðin er því sem næst lömuð pólitískt séð. Önnur félagsleg mál virðast ekki eiga upp á pallborðið heldur. Þó hef- ur aðkomumanni tekist að hefja smáumræðu um fóstureyðingu. Sen- ora Carmen, trúrækin kona, hlustar af athygli á skoðanir hans, þó hún sé auðvitað ekki sammála. Yngri konurnar fylgja henni að máli og rökstyðja það með því að „enginn má deyða líf nema guð“. Don Lupe, trúrækinn sjálfur, hefur þó tekið upp hanskann fyrir aðkomumann og sagt að rétt sé að virða þessi sér- stöku viðhorf. Svör hans og athuga- semdir eru þó í meira lagi loðin og erfitt er að skilja hans röksemdir með öllum þeim blótsyrðum sem hann notar jafnan og skreytir mál sitt með. Biblían eina bókin Það virðist sem fólk skorti áhuga á málefnum utan heimahaga sinna. Það viðurkennir það sjálft og gerir létt grín að því. En það bætir jafn- framt við að tækifærin séu fá í Mexíkó og því þá að eyða tímanum í efni eins og bækur þegar nóg er að gera í húsinu. Engar bækur eru á heimilinu nema eitt eintak af Bibl- íunni í svefnherbergi senoru Carm- enar. Jafnvel þó frítimi gefist á milli verka þá höfðar bókin ekki til þeirra. Sápuóperur og gróusögur sjá alveg um að fylla þann tíma og vel það. Kjaftasögur eru svo vinsælar að það er alveg sama hverjum mað- ur segir eitthvað, alltaf veit öll fjöl- skyldan það um kvöldið og jafnvel nágrannarnir líka. En þó svo að fólkið viti ekki mik- ið um hvað er að gerast í heiminum, jafnvel hér í Mexíkó, þá er ekki hægt að segja að það sé heimskt. Það þekkir vel til margra annarra hluta, bara ekki sömu hluta og við. Það veit allt um sveitina: dýr, plönt- ur, uppskeru o.s.frv., nokkuð sem við borgarbörnin höfum ekki hug- mynd um og nennum vart að hugsa um. Naglasúpa í fyrstu heimsókn borgarbamsins til þorpsins upplifði hann þessa skiptingu milli tveggja heima, borg- ar og sveitar. Honum var þá boðið út í skóg, settur í hengirúm með romm og kók í hönd og sagt að bíða á meðan kokkurinn Juan myndi laga þá bestu súpu sem hann hefði smakkað. Það eina sem menn höfðu með sér var stór pottur og nokkrar skeiðar. Kokkurinn hvarf niður að á og á meðan muldraði aðstoðarmað- ur hans í sífellu um gæði þessarar miklu súpu sem ekkert bólaði á nema eldur kraumaði og vatn hafði verið tekið úr ánni í pottinn. Hálf- tími leið og ekkert hafði gerst og fóru þá að renna tvær grímur á borgarbarnið, þeir hlutu að vera að spila með hann. En þá sneri kokkur- inn brosandi aftur með snigla, rækj- ur og nokkra smáfiska. Þessu var fleygt í pottinn og aftur hvarf kokk- urinn. En hann sneri þó fljótt aftur með ýmiss konar grös sem áttu að bragðbæta súpuna. Svona gekk þetta nokkrum sinnum og alltaf hvarf kokkurinn og kom með eitt- hvað beint úr náttúrunni: tómata, chile, maís, já jafnvel banana. Þessi kokkur þurfti ekki að fara út í búð og ná í matvörur eins og við gerum í borgum. Skógurinn var hans stór- markaður. Hefur borgarbarnið nokkurn tíma hugsað um það? Síð- an var grein brotin og notuð sem sleif og smærri tálgaðar svo hægt væri að ná upp sniglunum og byrjað að borða. Og það var eins og maður- inn sagði: betri súpu hefur borgar- barnið ekki smakkað. Að hverju spyrja þær? Skemmtilegasti tíminn til að heimsækja Cempoala er í mars, í 30 stiga hita, þegar kamivalið stendur sem hæst. Þá fyllist þorpið af alls kyns fólki, tívolíi er komið upp á að- altorginu og skrúðgöngur eru gengnar. Annar góður tími er jólin, ekki eins heitt en einnig mikið um gleðskap. Auk þess að upplifa þorp- ið sjálft og mannlífið sem það státar af er einnig gaman að heimsækja rústir Cempoala. Þær eru frá tímum Totonaca-indíánanna. En það var einmitt sá ættbálkur sem Spánverj- inn Hernn Corts og hans fylgdarlið komust fyrst í kynni við þegar þeir lentu á strönd Veracruz árið 1519. En í raun er sama hvenær þorpið er sótt heim, alltaf eru hlýjar móttökur og alltaf veit maður að hverju kon- urnar spyrja: Hvenær kemurðu aft- ur? Stefán Á. Guðmundsson Prakkarinn „Flaco“ (mjói) tekur sig vel út meö gyllta skikkju og kórónu á karnivalinu. notuð Einnig: CAT 438 '89 vst 10.500, gott eintak. Verö 1.750.000 + vsk. MF 50 D '84, 4x4, skotbóma, vst. 3.200. Verö 1.300.000 +vsk. CAT 212 hjólagrafa '90, m/hamarslögum, vst. 6.800. Verö 4.300.000 + vsk. CAT D 7 F jaröýta 71. Verö 1.500.000 + vsk. CASE 1150 jaröýta '83, vökvast. tönn. Verö 1.800.000 + vsk. Hjólaskófla Dresser 530 A2, ca 12 tonn '82, vst. 9.700. Verö 1.500.000 + vsk. Scania 113 H 6x4 '89 ek. 340.000 km. Góöur bíll. Verö 2.900.000 + vsk. m HEKLA CAT 426 '87, upptekin skipting, vst. 9000 Verð 1.500.000 + vsk. véladeild Laugavegi 170-174, sími 569 5500 á skrifstofutíma 2 stk. Scania 113 H 4x4 '93, ek. 580.000 km með kassa og vörulyftu. Verö 4.300.000. CASE 580 G '87 vst. 5.600, góð vél. Verö 1.400.000+ vsk. CAT 428 '87 nýlegur mótor, mikið end- urnýjuð vél. Verö 1.700.000 + VSK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.