Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1997, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1997, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997 JjV útlönd Vestrænir embættismenn ræöa málefni Bosníu: Eru að missa þolinmæðina stuttar fréttir Ellefu fórust Ellefu manns fórust og 34 slös- uðust þegar strætisvagn keyrði af miklu afli aftan á vöruflutn- ingabíl á hraðbraut í Kína. í fangelsi fyrir innbrot Dómstólar á Kýpur dæmdu í gær tvær breskar konur til tjög- urra mánaða fangelsisvistar fyr- ir innbrot og þjófnað. Krefst aögeröa Nelson Mandela krefst þess að spilling í op- inberri þjón- ustu í Suður- Afrlku verði upprætt. Einnig verði tekið hart á svipuðum málum innan stjórnarinnar því þau trufli störf þeirra verulega. Teknir af lífi Tveir menn voru hálshöggnir i Saudi-Arabíu fyrir að smygla eiturlyfjum inn í landið. Fór aftakan fram í höfuöborginni Riyadh. I Lestarslys Einn maður fórst og 30 særð- ust er lest fór út af sporinu inn 50 km suður af Vín í Austurriki 1 í gær. Atvinnuleysi minnkar Atvinnuleysi í Frakklandi mældist minna í júlímánuði en | það var i júní það mesta sem mælst hefur. Þetta eru góð tíð- indi fyrir stjórn sósíalista. Tala látinna eykst Að minnsta kosti 76 manns hafa nú látið lifið síðustu fjóra daga í miklum flóðum í Pakist- San- Leysa ágreining Helmut Kohl, kanslari Þýska- lands, og for- sætisráð- herra Frakk- lands, Lionel Jospin, reyna nú að jafna ágreining sem upp hef- ur komið varðandi sameiginlega mynt í Evrópu. Ekki kjarnorkuprófun Rússar neita því að hafa ver- ið að prófa kjamorkuvopn og segja að jarðskjálfti neðansjávar hafi valdið hinum miklu hrær- ingum. Reuter Lækkandi olíuverð Olíuverð lækkaði nokkuð í lið- inni viku. Ástæðan er orörómur um að nefnd sú hjá Sameinuðu þjóð- unum sem annast framkvæmd við- skiptahindrana sem settar voru á írak eftir Flóabardaga kemur sam- an í næstu viku og er búist við því að hún heimili írökum að flytja út olíu fyrir 500 milljónir dollara sem eftir eru af heimild siðasta þriggja mánaða sölutímabils. Samkvæmt þeim viðskiptareglum sem nú gilda um olíuútflutning Bagdadstjómarinnar má hún flytja út olíu fyrir einn milljarð dollara á hverjum þremur mánuðum og kaupa í staðinn matvörur og lyf. Síðasta þriggja mánaða útflutnings- tímabilinu lauk í byrjun júnímánað- ar, en írakar höfðu áöur stöðvað út- flutninginn þegar kvótinn var hálfn- aður. Ástæðan var sú að þeir voru óánægðir með það hvernig staðið var að dreifmgu þeirra vara sem keyptar vom fyrir olíuna og kröfð- ust breytinga. Útflutningurinn lá síðan niðri fram til 14. ágúst er hann hófst aftur. Yfirstandandi út- flutningstímabili lýkur 5. september og ekki er talið líklegt að þeim tak- ist á þeim tíma að flytja út allan út- flutningskvóta yfirstandandi tíma- bils. Reuter Vestrænir embættismenn, sem greinilega eru að missa þolinmæð- ina, kenndu harðlínumönnum Bosníu-Serba um uppþotið sem varð í gær þegar reiður múgur réðst að friðargæsluliði Atlantshafsbanda- lagsins með þeim afleiðingum að tveir Bandaríkjamenn særðust. Svo virðist þó sem ástandið batni ekki við komu erindrekans Roberts Gelbards sem á að reyna að draga úr vaxandi spennu i landinu. Fulltrúar NATO komu í gær sam- Sinn Fein, hinum pólitíska armi írska lýðveldishersins, hefur verið boðið að taka þátt í viðræðum allra flokka í næsta mánuði um framtíð Norður-írlands. Mo Mowlan, N-írlandsráðherra Breta, segir flokkinn hafa fullnægt öllum skilyrðum fyrir aðild að við- ræðunum. Mowlan sagðist hafa ihugað málið vandlega og komist að an 1 Brussel í þeim tilgangi að ræða versnandi öryggisástand í Bosníu. Sögðust þeir vera að íhuga breyting- ar á skipan friðargæsluliðs í land- inu. Á fundinum í Brussel for- dæmdu þeir árásina á friðargæslu- liðana og vöruðu fjölmiðla í Bosníu við að hvetja til slíkra uppþota. Sögðu þeir að herafla yrði beitt gegn fjölmiðlunum ef þeir tækju' þetta ekki til greina. Yfirvöld í Þýskalandi fordæmdu í gær árásina á bandarísku hermenn- þessari niðurstöðu. Nú sé tími til að snúa baki við fortíðinni og horfa fram á veginn. Sinn Fein tók síðast þátt í viðræð- um við bresk stjómvöld árið 1921 þegar írski uppreisnarforinginn Michael Collins fór fyrir sendinefnd til London. Forsætisráðherra írlands, Bertie Ahem, sagðist fagna þessari ina og sögöu að slíkt væri ekki hægt að líða. „Árásir á friðargæsluliða er alls ekki hægt að líða, ekki síst vegna þess að hið alþjóðlega samfélag er að reyna að treysta öryggi í land- inu,“ sagði Klaus Kinkel, utanríkis- ráðherra Þýskalands. Hann sagði einnig að sú staðreynd að Momicilo Krajisnik, aðstoðarmað- ur Karadzics, hefði þakkað þeim er tóku þátt í árásinni væri móðgun við alþjóðlegt samfélag. Reuter ákvörðun Mowlans. „Þetta er mikilvægur dagur fyrir friðarferlið á Norður-írlandi og von- andi verður uppskeran góð,“ sagði Ahern. Sambandssinnar brugðust hins vegar hart við og sögðu að vopnahlé IRA væri blekking ein og ekki var- Tíska Elvis lifir Kóngurinn er dáinn en tíska hans lifir enn og fær.safnara víða um heim til að hristast af liamingju. Um helgina verður haldið uppboð á a.m.k. hundrað hlut- um sem vora í eigu Elvis Presley. Þar á meðal eru sviðsfót af kappanum, byssur og lokkar úr hári hans. Er þetta eitt stærsta uppboð sem haldið heíúr verið hvað varðar fjölda hluta og er áætlað að ágóðinn hljóði upp á nokkur hundrað þúsund pund. Flestir hlutirnir eru nú í eigu Pauls Lichters sem var tónleikahald- ari og umboðsmaðm- á 7. ára- tugnum en hann og Elvis voru góðir vinir. Stóð ein upprétt ítölsk kona hreppti nýlega starf sem grafari í kirkjugarði nærri Flórens eftir að hinir um- sækjendurnir höfðu allir fallið í p yfirlið. Rossana Giusti kom ein til | greina eftir að búið var að prófa alla umsækjenduma. Tíu karl- : menn sóttu einnig um stöðuna en þeir féllu allir í yfirlið þegar á reyndi. Þegar staðan var aug- 1 lýst slæddist villa með þannig að auglýst var eftir „necrophili- acs“ í staðinn fyrir „necrofori“, ' eða grafara. Bann við jarð- sprengjum Fulltrúar 100 landa sitja nú ráðstefnu i Ósló til að undirbúa sáttmála um alheimsbann við jarðsprengjum. Fulltrúar á ráðstefnunni | munu eyða 19 dögum í að und- irbúa sáttmálann sem vonast er til að skrifað verði undir í ÍOttawa í Kanada 1 desember næstkomandi. Nokkrir af stærstu framleiðendum og not- endum jarðsprengja eiga ekki fulltrúa á ráðstefiiunni, t.a.m. Rússar og Kínverjar. „Það er háleitt markmið að undirbúa ráðstefnu um al- heimsbann við þessu óhugnan- 1 lega vopni sem jarðsprengjum- I ai- eru,“ sagði Jan Egeland, ut- anríkisráðherra Noregs, i gær. Jarðsprengjur deyða og særa 25 þúsund manns á hveiju ári. Flest fómaiTambanna eru kon- ur og börn á striðssvæðum. Talið er að finna megi um 100 milljónir jarðsprengna grafhar a í jörð víða um heim. Trúarleiötoga rænt Þær fréttir bárust frá innan- i ríkisráðuneytinu í Tajikistan í a gær að stríðsherrar hefðurænt 4 trúarleiðtoga múslíma, Amunullo Nigmatzoda. Sömu menn rændu tveimur sonum hans fyrir nokkru og hafa S striðsherrarnir nú hótað að a taka trúarleiðtogann af lífi ef j einn félagi þeirra verður ekki j látinn laus úr fangelsi. Vandræði í IVIÍR Það varð uppi fótur og fit í j geimstöðinni MíR í gær er aðal- súrefnisrafall geimstöðvarinn- ;; ar fannst hvergi. Áhöfnin sem j nú hefur yf- irgefið stöð- ; ina setti 5 rafalinn til hliðar þeg- ar skipt var | um súrefn- iskerfi fym í þessum mánuði. Þegar við- j gerð átti að hefjast í gær fannst rafallinn hvergi. Haft var samband við geimfarann Tsibliyev sem útskýrði' hvar hann væri að finna. Reuter anlegt. Reuter ísraelskur hermaöur er huggaður af vini við jarðarför starfsfélaga síns, Roys Shukermans, sem var einn fjögurra ísraelskra hermanna sem féllu í átökum við skæruliöa múslíma í Líbanon í gær. Sfmamynd Reuter Málefni Norður-írlands: Sinn Fein boðin þátttaka í viðræðum allra flokka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.