Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1997, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997 2 * éttir Eiríkur Jónsson segir kennara vilja 50 prósenta hækkun: Mikil hætta á að skólastarf rústist - aldrei eins mikil reiði meðal kennara „Við forum fram á yfir 50 pró- senta launahækkanir, það er rétt. Það er afstætt að tala um þetta í prósentum, við viljum 110 þúsund króna mánaðarlaun, að tímakaup kennara verði 675 krónur með or- lofi. Það er þeim mjög þóknanlegt að tala um þetta í prósentum," sagði Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands íslands, um þær fullyrðingar viðsemjenda þeirra að launakröfur kennara séu um 60 prósenta hækkun launa. Á fundi hjá ríkissáttasemjara á fimmtudag svaraði samninga- nefnd sveitarfélaganna ekki til- boði kennara. Næsti fundur er síð- degis í dag, laugardag. „Við feng- um blað frá þeim þar sem þeir óska eindregið að aftur verði farið að ræða vinnutíma. Þeir segja hvorki já né nei við tilboðinu okk- ar. Viðbrögð þeirra eru i þá veru að ég met sem þeir séu búnir að hafna þvf. Við mætum á fundinn í dag að ákvörðun sáttasemjara." Samninganefnd sveitarfélaga hefur sagt að í samningi, sem gerð- ur var í vor, hafi verið sátt um að ræða breyttan vinnutíma. „Þeir gleyma því að þar eru líka liðir um launaröðun og hafa ekkert gert I að ræða það atriði. Þeir lesa aldrei nema fyrri hlutann af sam- komulaginu. Það stefnir í ófremd- arástand." Eiríkur og Guðrún Ebba Ólafs- dóttir, varaformaður Kennarasam- bandsins, hafa notað hléin á milli funda til að hitta kennara víða á landinu. „Ég hef aldrei upplifað aðra eins reiði þau tæp tuttugu ár sem ég hef starfað að þessum mál- um. Fólki er misboðið. Ég fullyrði að ef þetta gengur ekki upp þá rústast skólastarf á íslandi. Ég held að sveitarstjórnarmenn átti sig ekki á að það stefnir í að fjöl- margir bekkir verði einfaldlega heima þar sem fæst ekki fólk til að kenna þeim og margar greinar munu falla niður. Ég heyri lítið í sveitarstjórnarmönnum. Þeir verja sig á bak við launanefndina og vísa ábyrgðinni frá sér. Þetta virkar á mig eins og hún verði í framboði f vor og standi þá ábyrg gerða sinna gagnvart íbúum sveit- arfélaganna. En auðvitað eru það meirihlutar á hverjum stað sem bera ábyrgðina," sagði Eiríkur Jónsson. -sme 14 kennarar í Alftanesskóla sögðu upp störfum í gær. Jóhann Jóhannsson, skrifstofustjóri Bessastaðahrepps, kemur hér til að taka við uppsagnarbréfum kennaranna í forföllum sveitarstjóra. DV-mynd Hilmar Þ. Draumur Eyja- manna rættist - drógust gegn þýska liðinu Stuttgart Einar Birgisson hjá Heimilistækjum: Erum að drukkna í hringingum - eftir frétt um klónaða GSM-síma „Við erum að drukkna í hringingum. Síminn þagnar bara ekki. Eftir fréttina um klónuðu sím- ana hefur ótrúlegur fjöldi fólks hringt og ótt- ast að það sé með svikna síma. En þeir sem keyptu síma hjá okkur þurfa ekkert að óttast, þeir eru frá framleiðanda en ekki frá MoviStar á Spáni,“ sagði Einar Birgisson hjá Heimilistækjum, en eftir að DV birti frétt um ólög- lega og klónaða GSM-síma frá Philips hefur mikið verið að gera hjá Heimilis- tækjum. „Philips-verskmiðjumar vöruðu okkur við þessu, en þessir símar eru einungis seldir á Spáni. Við vitum ekki hversu margir eru í umferð hér á landi, en þeir eru margir. Það hlýtur allt að verða gert til að stöðva þetta. Það gerist reyndar sjálfkrafa þegar IMEI- númerinu verður lokað, en eflaust eru tugir síma á sama IMEI-númeri og því á mörgum eftir að bregða þegar lokað verð- ur,“ sagði Einar Birgis- son. IMEI-númer er grunn- númer fyrir símakortið og þar sem klónuðu sím- amir eru allir meö sama IMEI-númerið lok- ast fyrir alla ef einum þeirra verður lokað, en þaö gerist til dæmis þegar simum er stolið. -sme Mosfellsbær inn í leiðakerfi SVR Mosfellsbær og Reykjavíkurborg gengu í gær frá samningi um að Mos- fellsbær bætist inn í leiðakerfi Stræt- isvagna Reykjavíkur. Samkvæmt þeim samningi mun SVR frá og með 1. september taka við umsjón með rekstri og þjónustu strætisvagna í Mosfellsbæ. Við þetta batnar ÖE þjón- usta við ibúa MosfeUsbæjar hvað al- menningssamgöngur varðar og far- gjöld munu lækka frá því sem nú er. SVR hefur samið við Meiriháttar ehf. um að annast áfram akstur inn- anbæjar í MosfeUsbæ. Vagnar Meiri- háttar ehf. verða málaðir í litum vagna SVR og þeir verða í talstöðva- sambandi við stjómstöð SVR sem ger- ir auðveldara að samræma akstur þeirra við aðra vagna á þjónustu- svæði SVR. -S.dór Draumur Eyjamanna rættist í gær þegar dregið var í 1. umferö i Evrópu- keppni bikarhafa í knattspymu. Þeirra æðsti draumur var að mæta þýska liðinu Stuttgart og sú varð raunin á þegar dregið var upp úr hatt- inum í höfúðstöðvum evrópska knatt- spymusambandsins í Genf í Sviss. Eyjamenn duttu því heldur betur í lukkupottinn. Það er ekki nóg með að lið Stuttgart sé eitt af bestu liðunum í Þýskalandi heldur má reikna með því að Eyjamenn geti hagnast töluvert fjárhagslega með því að selja sjón- varpsréttinn tU þýskra sjónvarps- stöðva. íslendingar ættu að þekkja vel tU liðs Stuttgarts en þrír íslendingar hafa leikið með liðinu, Eyjamaðurinn Ásgeir Sigurvinsson, Eyjólfúr Sverris- son, bróðir Sverris í Eyjaliðinu, og Helgi Sigurðsson. Þá var Sigurvin Ólafsson, einn besti leikmaður ÍBV á þessari leiktíð, hjá félaginu í þrjú ár og æfði og spUaði með vara- og ung- lingaliði félagsins. Stuttgart varð bikarmeistari á síð- ustu leiktíð og hafhaði í þriðja sætinu í deUdarkeppninni. Eftir fjórar um- ferðir á yfirstandandi leUctíð er Stutt- gart í 3. sæti með 7 stig. í herbúðum Stuttgart eru margir snjaUir leik- menn. Frægasta má telja lands- liðsmiðherjann Fredi Bobic, búlg- arska landsliðsmanninn Krassimir Balakov og Thomas Berthold, þýskan landsliðsmann tU margra ára. Samkvæmt drættinum eiga Eyja- menn að spUa fyrri leikinn í Þýska- landi 18. september og heima 2. okt- óber en forráðamenn ÍBV ætla að ræða við koUega sína hjá Stuttgart og Tryggvi Guðmundsson, framherji í liði Eyjamanna, í hörkusókn. freista þess að snúa dæminu við og spUa fyrri leikinn á heimaveUi. Meistaradeildin Þá var einnig dregið í riðlana 6 í meistarakeppninni. ! A-riðli leika: Dortmund, Sparta Prag, Parma og Galatasaray. í B-riðli: Feyenoord, Kosice, Manchester United og Ju- ventus. í C-riðli: Barcelona, PSV, Dynamo Kiev, Newcastle. í D-riðli: Porto, Real Madrid, Rosenborg, Olympiakos. í E-riðli: Gautaborg, Bayem Múnchen, Beskitas, París og i F-riðli: Lierse, Sporting, Monaco og Bayer Leverkusen. -GH stuttar fréttir Leikskólaverkfall Viðsemjendur leUcskólakennara hafa hafhað samningstUboði þeirra og það stefnir i verkfaU á leikskólum 22. september. Ósamið er auk þess við grunnskólakenn- ara, sjúkraliða og lögreglumenn. Deilt um raflínu Bændur í Grímsnesi og Grafii- ingi segja að hin nýja BúrfeUslína 3a sé annað og meira maimvirki en ætlað var. Þeir segja Lands- virkjun ósamvinnuþýða um lin- una og krefjast umhverfismats. Kofi kemur 4. sept. Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, og frú koma í opinbera heim- sókn tU íslands nk. fimmtudag. Framkvæmdastjórinn hittir hér ráðherra og utanrikismálanefiid Alþingis og heldur fyrirlestur um starfsemi SÞ. Póstur skilinn frá síma Hluthafafúndur Pósts og síma hf. ákvað í gær að skipta upp fyr- irtækinu. P&S mun starfa áfram undir nýju nafni, Landssími !s- lands, en stofiiað verður fyrirtæk- ið íslandspóstur hf. um póstdreif- inguna. Halldór Blöndal sam- gönguráðherra er fuUtrúi eina hluthafans, ríkisins. Hermanns minnst í dag kl. 14 verður afhjúpaður að Brekku í Blönduhlíð í Skaga- firði minnisvarði um Hermann Jónasson, fyrrv. forsætisráðherra. Hermann var leiðtogi Framsókn- arfloklcsins á fyrri helmingi aldar- innar tU ársins 1962. Þormóður rammi Þormóður rammi - Sæberg hf. hagnaðist um 186 miEjónir króna eftir skatta á fyrri helmingi ársins. Fyrirtækið hefur keypt 45% hlut í sænsku rækjupökkunar- og sölu- fyrirtæki og hyggst efla markaðs- deUd þess, en flytja pökkunarstarf- semina tU íslands. -SÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.