Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1997, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1997, Page 2
LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997 2 * éttir Eiríkur Jónsson segir kennara vilja 50 prósenta hækkun: Mikil hætta á að skólastarf rústist - aldrei eins mikil reiði meðal kennara „Við forum fram á yfir 50 pró- senta launahækkanir, það er rétt. Það er afstætt að tala um þetta í prósentum, við viljum 110 þúsund króna mánaðarlaun, að tímakaup kennara verði 675 krónur með or- lofi. Það er þeim mjög þóknanlegt að tala um þetta í prósentum," sagði Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands íslands, um þær fullyrðingar viðsemjenda þeirra að launakröfur kennara séu um 60 prósenta hækkun launa. Á fundi hjá ríkissáttasemjara á fimmtudag svaraði samninga- nefnd sveitarfélaganna ekki til- boði kennara. Næsti fundur er síð- degis í dag, laugardag. „Við feng- um blað frá þeim þar sem þeir óska eindregið að aftur verði farið að ræða vinnutíma. Þeir segja hvorki já né nei við tilboðinu okk- ar. Viðbrögð þeirra eru i þá veru að ég met sem þeir séu búnir að hafna þvf. Við mætum á fundinn í dag að ákvörðun sáttasemjara." Samninganefnd sveitarfélaga hefur sagt að í samningi, sem gerð- ur var í vor, hafi verið sátt um að ræða breyttan vinnutíma. „Þeir gleyma því að þar eru líka liðir um launaröðun og hafa ekkert gert I að ræða það atriði. Þeir lesa aldrei nema fyrri hlutann af sam- komulaginu. Það stefnir í ófremd- arástand." Eiríkur og Guðrún Ebba Ólafs- dóttir, varaformaður Kennarasam- bandsins, hafa notað hléin á milli funda til að hitta kennara víða á landinu. „Ég hef aldrei upplifað aðra eins reiði þau tæp tuttugu ár sem ég hef starfað að þessum mál- um. Fólki er misboðið. Ég fullyrði að ef þetta gengur ekki upp þá rústast skólastarf á íslandi. Ég held að sveitarstjórnarmenn átti sig ekki á að það stefnir í að fjöl- margir bekkir verði einfaldlega heima þar sem fæst ekki fólk til að kenna þeim og margar greinar munu falla niður. Ég heyri lítið í sveitarstjórnarmönnum. Þeir verja sig á bak við launanefndina og vísa ábyrgðinni frá sér. Þetta virkar á mig eins og hún verði í framboði f vor og standi þá ábyrg gerða sinna gagnvart íbúum sveit- arfélaganna. En auðvitað eru það meirihlutar á hverjum stað sem bera ábyrgðina," sagði Eiríkur Jónsson. -sme 14 kennarar í Alftanesskóla sögðu upp störfum í gær. Jóhann Jóhannsson, skrifstofustjóri Bessastaðahrepps, kemur hér til að taka við uppsagnarbréfum kennaranna í forföllum sveitarstjóra. DV-mynd Hilmar Þ. Draumur Eyja- manna rættist - drógust gegn þýska liðinu Stuttgart Einar Birgisson hjá Heimilistækjum: Erum að drukkna í hringingum - eftir frétt um klónaða GSM-síma „Við erum að drukkna í hringingum. Síminn þagnar bara ekki. Eftir fréttina um klónuðu sím- ana hefur ótrúlegur fjöldi fólks hringt og ótt- ast að það sé með svikna síma. En þeir sem keyptu síma hjá okkur þurfa ekkert að óttast, þeir eru frá framleiðanda en ekki frá MoviStar á Spáni,“ sagði Einar Birgisson hjá Heimilistækjum, en eftir að DV birti frétt um ólög- lega og klónaða GSM-síma frá Philips hefur mikið verið að gera hjá Heimilis- tækjum. „Philips-verskmiðjumar vöruðu okkur við þessu, en þessir símar eru einungis seldir á Spáni. Við vitum ekki hversu margir eru í umferð hér á landi, en þeir eru margir. Það hlýtur allt að verða gert til að stöðva þetta. Það gerist reyndar sjálfkrafa þegar IMEI- númerinu verður lokað, en eflaust eru tugir síma á sama IMEI-númeri og því á mörgum eftir að bregða þegar lokað verð- ur,“ sagði Einar Birgis- son. IMEI-númer er grunn- númer fyrir símakortið og þar sem klónuðu sím- amir eru allir meö sama IMEI-númerið lok- ast fyrir alla ef einum þeirra verður lokað, en þaö gerist til dæmis þegar simum er stolið. -sme Mosfellsbær inn í leiðakerfi SVR Mosfellsbær og Reykjavíkurborg gengu í gær frá samningi um að Mos- fellsbær bætist inn í leiðakerfi Stræt- isvagna Reykjavíkur. Samkvæmt þeim samningi mun SVR frá og með 1. september taka við umsjón með rekstri og þjónustu strætisvagna í Mosfellsbæ. Við þetta batnar ÖE þjón- usta við ibúa MosfeUsbæjar hvað al- menningssamgöngur varðar og far- gjöld munu lækka frá því sem nú er. SVR hefur samið við Meiriháttar ehf. um að annast áfram akstur inn- anbæjar í MosfeUsbæ. Vagnar Meiri- háttar ehf. verða málaðir í litum vagna SVR og þeir verða í talstöðva- sambandi við stjómstöð SVR sem ger- ir auðveldara að samræma akstur þeirra við aðra vagna á þjónustu- svæði SVR. -S.dór Draumur Eyjamanna rættist í gær þegar dregið var í 1. umferö i Evrópu- keppni bikarhafa í knattspymu. Þeirra æðsti draumur var að mæta þýska liðinu Stuttgart og sú varð raunin á þegar dregið var upp úr hatt- inum í höfúðstöðvum evrópska knatt- spymusambandsins í Genf í Sviss. Eyjamenn duttu því heldur betur í lukkupottinn. Það er ekki nóg með að lið Stuttgart sé eitt af bestu liðunum í Þýskalandi heldur má reikna með því að Eyjamenn geti hagnast töluvert fjárhagslega með því að selja sjón- varpsréttinn tU þýskra sjónvarps- stöðva. íslendingar ættu að þekkja vel tU liðs Stuttgarts en þrír íslendingar hafa leikið með liðinu, Eyjamaðurinn Ásgeir Sigurvinsson, Eyjólfúr Sverris- son, bróðir Sverris í Eyjaliðinu, og Helgi Sigurðsson. Þá var Sigurvin Ólafsson, einn besti leikmaður ÍBV á þessari leiktíð, hjá félaginu í þrjú ár og æfði og spUaði með vara- og ung- lingaliði félagsins. Stuttgart varð bikarmeistari á síð- ustu leiktíð og hafhaði í þriðja sætinu í deUdarkeppninni. Eftir fjórar um- ferðir á yfirstandandi leUctíð er Stutt- gart í 3. sæti með 7 stig. í herbúðum Stuttgart eru margir snjaUir leik- menn. Frægasta má telja lands- liðsmiðherjann Fredi Bobic, búlg- arska landsliðsmanninn Krassimir Balakov og Thomas Berthold, þýskan landsliðsmann tU margra ára. Samkvæmt drættinum eiga Eyja- menn að spUa fyrri leikinn í Þýska- landi 18. september og heima 2. okt- óber en forráðamenn ÍBV ætla að ræða við koUega sína hjá Stuttgart og Tryggvi Guðmundsson, framherji í liði Eyjamanna, í hörkusókn. freista þess að snúa dæminu við og spUa fyrri leikinn á heimaveUi. Meistaradeildin Þá var einnig dregið í riðlana 6 í meistarakeppninni. ! A-riðli leika: Dortmund, Sparta Prag, Parma og Galatasaray. í B-riðli: Feyenoord, Kosice, Manchester United og Ju- ventus. í C-riðli: Barcelona, PSV, Dynamo Kiev, Newcastle. í D-riðli: Porto, Real Madrid, Rosenborg, Olympiakos. í E-riðli: Gautaborg, Bayem Múnchen, Beskitas, París og i F-riðli: Lierse, Sporting, Monaco og Bayer Leverkusen. -GH stuttar fréttir Leikskólaverkfall Viðsemjendur leUcskólakennara hafa hafhað samningstUboði þeirra og það stefnir i verkfaU á leikskólum 22. september. Ósamið er auk þess við grunnskólakenn- ara, sjúkraliða og lögreglumenn. Deilt um raflínu Bændur í Grímsnesi og Grafii- ingi segja að hin nýja BúrfeUslína 3a sé annað og meira maimvirki en ætlað var. Þeir segja Lands- virkjun ósamvinnuþýða um lin- una og krefjast umhverfismats. Kofi kemur 4. sept. Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, og frú koma í opinbera heim- sókn tU íslands nk. fimmtudag. Framkvæmdastjórinn hittir hér ráðherra og utanrikismálanefiid Alþingis og heldur fyrirlestur um starfsemi SÞ. Póstur skilinn frá síma Hluthafafúndur Pósts og síma hf. ákvað í gær að skipta upp fyr- irtækinu. P&S mun starfa áfram undir nýju nafni, Landssími !s- lands, en stofiiað verður fyrirtæk- ið íslandspóstur hf. um póstdreif- inguna. Halldór Blöndal sam- gönguráðherra er fuUtrúi eina hluthafans, ríkisins. Hermanns minnst í dag kl. 14 verður afhjúpaður að Brekku í Blönduhlíð í Skaga- firði minnisvarði um Hermann Jónasson, fyrrv. forsætisráðherra. Hermann var leiðtogi Framsókn- arfloklcsins á fyrri helmingi aldar- innar tU ársins 1962. Þormóður rammi Þormóður rammi - Sæberg hf. hagnaðist um 186 miEjónir króna eftir skatta á fyrri helmingi ársins. Fyrirtækið hefur keypt 45% hlut í sænsku rækjupökkunar- og sölu- fyrirtæki og hyggst efla markaðs- deUd þess, en flytja pökkunarstarf- semina tU íslands. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.