Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1997, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1997, Blaðsíða 22
22 írstæð sakamál LAUGARDAGUR 30. AGUST 1997 Harðstjórinn Marisol Vila var átján ára og ánægð með útlit sitt. Hún þótti lag- leg og myndast vel. Þess vegna höfðu vaknað með henni vonir um að verða fyrirsæta. Hún gat setið klukkustundum saman fyrir fram- an spegilinn og íhugað á hvem hátt hún gæti farðað sig eða á annan hátt breytt útliti sínu til hins betra svo líkumar á að hún næði mark- miði sínu yrðu betri. Og stundum fannst henni hún sjá lausn á vanda- málum eins og því hve augnskugg- arnir mættu vera miklir eða hvern- ig hún ætti að líta í myndavélina. Að lokum sannfærðist Marisol um að leið hennar myndi liggja inn á brautir tískuheimsins þar sem hennar biði frægð og aðdáun. Juan Vila var faðir Marisol. Hann var framkvæmdamaður í Huesca, bæ á norðurhluta Spánar. Þótt hann væri efnaður og hefði tryggt hag sinn vel fannst honum hann ekki liafa náð eins langt í líf- inu og hann vildi. Húsin, sem hann hafði látið reisa, voru að vísu minn- isvarðar um framtakssemi hans en hann þráði meiri athygli og viður- kenningu samborgaranna og taldi að eina leiðin til þess að öðlast það sem hann þráði væri að gerast stjómmálamaður. En honum var ljóst að sá sem ætlaði að ná langt á því sviði yrði að koma þannig fyrir að hann yrði ekki fyrir gagnrýni vegna einkalífsins og því var hann mjög á móti því að Marisol gerðist fyrirsæta. Margir í hópi væntan- legra kjósenda hans væru íhalds- samt fólk sem teldi hlutverk kon- unnar í lífinu annað en það að sitja fyrir hjá ljósmyndurum, oft jafnvel fáklædd. Hefðbundið hlutverk henn- ar væri eldamennska og almenn heimilisstörf. Reiði og andúð Dag einn fann Juan myndir af Marisol á heimilinu. Þær hafði ljós- myndari einn í Huesca tekið og var greinilegt að dóttir hans hafði í hyggju að sýna þær fólki í tísku- heiminum í þeim tilgangi að sýna því hve gott efni í fyrirsætu hún væri. Juan varð mjög reiður. Hann hellti sér yfir dóttur sína fyrir að kalla skömm yfir fjölskylduna og sverta ættamafnið. Hann lauk svo reiðilestrinum með því að segja Marisol að gerði hún alvöm úr því að gerast fyrirsæta léti hann setja hana í afskekkt klaustur þar sem hún myndi síðan ala aldur sinn. Eins og nærri má geta brást hún illa við þessari hótun föður síns og eftir þetta lagði hún hatur á hann. Samskipti foður og dóttur voru mikið til umræðu á heimilinu næstu daga en Marisol átti nítján ára systur, Marie, og tvíburabræð- uma Rablo og Luis sem voru Juan Vila. sautján ára. Móðir þeirra, Nieva, þrjátíu og níu ára, tók einnig þátt í umræðunni og þótti þeim öllum sem ofríki Juans væri orðið nær óþolandi. En ástandið átti eftir að versna svo um munaði. Reynt að gægjast inn framhaldi af því krafðist hann þess að kona sín og böm notuðust fram- vegis við reiðhjól eða færu með al- menningsvögnum. Ráðstefnan í framtíðina Nieva Vila. Juan Vila var hjátrúarfullur og nú, er hann hugði á frama á stjórn- málasviðinu, þótti honum rétt að leita til spákonu til þess að létta hul- unni af því sem fram undan væri. Hún tók á móti hinum efnaða manni og sá að hann bar hring með dýrum demanti. Hvort það hafði áhrif á spádóm hennar skal ekki fullyrt en það sem hún sagði var í meginatriðum á þann veg að Juan skyldi huga vel að varðveislu eigna sinna. Hann skyldi varast að treýsta nokkrum og einkum og sér í lagi skyldi hann ekki treysta á sína nán- ustu. Juan gekk hugsi af fundi spákon- unnar. Og þegar hann hafði íhugað orð hennar um hríð ákvað hann að taka nýja stefnu í lífinu. Hann skyldi gæta þess að missa ekki úr höndum sér það sem hann hafði eignast. Hann breyttist því skyndilega úr tiltölulega örlát- um manni í nískupúka. Hann lokaði ein- býlishúsi fjöl- skyldunnar á Benidorm, tók úr umferð öll greiðslukort eig- inkonunnar og stöðvaði notkun sporthíls sem hann hafði ný- lega gefið dóttur sinni, Marie. í Þessi breyting kom eins og þruma úr heiðskíru lofti yflr Nievu og böm hennar fjþgur. Þau stóðu uppi nán- ast ráðallus því þeim var Ijóst að þýðingarlaust væri að rejgia að telja heimilisföðurnum hughvarf. Hann var orðinn að harðstjóra sem engu tauti varð komiö við. En þar eð ástandið var óviöunandi varð að flnna einhverja lausn á vandanum. Því komu eiginkonan pg . bömin Qögm saman til að fmna lausn á vandanum. En umræöan færði þau lausninni fyrr en þau nála um að gera yrði Juan „óskaðlegan". Það kallaði aft- ur aöeins á eina lausn. Ryðja yrði honum úr vegi. En skyldi fenginn til þess leigumorðingi eða var til önnur leið? | Það var Marisol sem tók af skar- ið. Hún taldi ekki ráðlegt að leita á náðir atvinnumorðingja. Best væri að þau fimm geymdu leyndarmálið um örlög heimilisfoðurins. Hún skyldi því sjálf ráða hann af dögum enda mun henni hafa fundist hún hafa enn meiri ástæðu til að hefna sin en nokkurt hinna, því henni þótti ljóst að ekkert yrði úr því að óbreyttu að hún gæti hlotið frama sem ljósmyndafyrirsæta og tísku- sýningarstúlka. Það eina sem Marisol sagðist fara fram á við móður sína og systkini var að þau veittu sér trygga fjarvist- arsönnun þannig að sök yrði ekki komið á hana. af kertaljósi gekk Marisol hljóðlega að dyrum þess, opnaði varlega dym- ar og gekk inn fyrir. Rétt fyrir aftan hana gengu systkini hennar. Hún tók púða, lagði aö höfði föður síns, og tók 1 gikkinh. Nokkru síðai' hafði fjölskyldan JW''rarL Eftir frumr- Aftakan Nótt eina í desemher 1981 tók Marisol fram Cordero-skammbyssu föður síns en hana geymdi hann í skrifborðsskúffu. Juan, sem hafði leitað leiðbeininga hjá spákonunni af og til, hcifði þá nýverið ákveðið að hætta að sofa í sama herbergi og kona hans, Nieva, og svaf því í gestaherberginu. í daufri birtunni annsðkn þötti flest benda til þess að innbrotsþjófur hefði reynt að kom- ast inn í húsið og innbrotstilraunin hefði endað með morði. Enginn grunur beindist að fjölskyldunni sem grét örlög heimilisföðurins fölskum tárum. Og við yfirheyrslur bára þau fimm, hvert um sig, að þau hefðu setið saman niðri í stofu þegar atburðurinn gerðist. Þau hefðu hlaupið til og séð dökkklædd- an mann flýja út í desembernóttina. Grunur vaknar Cordero-skammbyssan lá á gólf- inu i gestaherberginu er lögreglan kom á vettvang. Hún var tekin og send til rannsóknar hjá tæknideild lögreglunnar en þar vakti það at- hygli að á henni fundust engin fingraför og var ljóst að þau höfðu verið vandlega þurrk- uð af henni. Hvernig mátti vera að inn- brotsþjófur, sem var nýbúinn að skjóta mann til bana og vildi hraða sér sem mest úr húsinu, gaf sér tíma til að þurrka fingraför sín af morðvopninu og kastaði því síð- an á gólfið í stað þess að taka það með sér? Við vénjulegar að- stæður hefði maður sem var að fremja auðg- unarbrot tekið skammbyssuna með sér og jafnvel reynt að koma henni í verð því byssur af þessari tegund voru verðmætar. Engan grunaði þó neinn í fjöl- skyldunni. Ættingjarnir fylgdu Juán til grafar og var ekki annað að sjá en þeir syrgðu hann. En eftir nokkurn tima varð breyting á lífi Nievu og bamanna fimm. Þau tóku aftur upp fyrri lifnaðarhætti, fóru að aka um á einkabílum og nota greiðslukort. Þá fór Marisol að sitja fyrir hjá ljósmyndurum. Ábendingin Allir í fjölskyldunni virtust nú hafa tekið gleði sína á ný en spákon- an var ekki ánægð. Hún hafði misst góðan viðskiptavin þar sem Juan Vila var og þar eð hún vissi um þá breytingu sem orðið hafði á háttum fjölskyldunnar eftir að heimilisfað- irinn hafði leitað til hennar og einnig um þá breytingu sem varð eftir að hann varð allur fór hún til lögreglunnar. Hún sagði að sig grunaði að fjölskyldan hefði komið Juan fyrir kattarnef. Það varð til þess að málið var tekið til rann- sóknar á ný. Við yfirheyrslur skýrði loks eitt þeirra fimm sem að morðinu stóðu frá því sem gerst hafði. í kjölfarið fylgdi ákæra. Fyrir rétti var öll sagan sögð og vakti málflutningurinn og dómarnir athygli. Nieva, húsmóðirin, var tal- in bera höfuðábyrgðina enda var hún móðir barnanna fjögurra. Hún var dæmd í tuttugu og átta ára fang- elsi. Maria og tvíburabræðurnir fengu hvert um sig tíu ára fangelsi og flestum til furðu slapp Marisol við fangelsisdóm. Hún var þess í stað dæmd til þess að ganga í klaustur. Hún fór því þangað sem faðir hennar hafði hótað að senda hana ef hún félli ekki frá öllum áformum sínum um að gerast fyrir- sæta. Flóttinn Nieva og börnin þrjú fóru öll í fangelsi. Marisol fór aftur í klaustur en með aðstoð garðyrkjumanns þess tókst henni að flýja. Hún komst til Barcelona og þaðan til Frakklands. En þar var hún handtekin og flutt í klaustrið. Aftur tókst henni að flýja en þá var hún send í annað klaust- ur þar sem strangari reglur giltu en í hinu fyrra. í ljós kom hins vegar að klaustur- múrar nægðu ekki til að svipta Marisol frelsinu. Enn flúði hún og í þetta sinn tókst henni að komast til Portúgals. Þar hvarf hún sporlaust. Óstaðfestar fréttir herma hins vegar að henni hafi tekist að komast til Rio de Janeiro þar sem hún reki nú umboðsskrifstofu fyrir fyrirsætur. Marisol Vila.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.