Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1997, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1997, Blaðsíða 7
UV LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997 7 Pétur H. Blöndal: Kvófakaupin fjármögnuð 1 á hlutabréfa- i markaði „Ég fæ ekki betur séð en að kvótakaup hafi að stærstum hluta verið fjármögnuð á hlutabréfamark- aði. Þess vegna er verðið svona hátt. Stóru útgerðarfyrirtækin, eins og Grandi og ÚA, sem hafa farið á hlutabréfamarkað, hafa notað þá peninga til að kaupa sér kvóta og þau hafa staðið upp úr. Og nú er Samnherji að fara á hlutabréfa- markað til að ná sér i fé til að kaupa kvóta eins og hin. Mótorinn á bak I við hlutabréfamarkaðinn hefur ekki verið arðsemi fyrirtækjanna heldur skattaafsláttur sem fólk fær þegar I það kaupir hlutabréf. Gengi hluta- bréfa hefur því hækkað alveg óháð arði fyrirtækjanna. Þess vegna er i gengi hlutabréfa í þekktustu fyrir- ' tækjum landsins orðið óeðlilega hátt. En nú er verið að taka þennan mótor úr sambandi. Verið er að af- nema skattaafsláttinn vegna hluta- bréfakaupa, í áföngum," sagði Pétur H. Blöndal alþingismaður í samtali við DV um kvótaverðið. Hann segir að þá um leið fari fólk að horfa á arðsemi fyrirtækjanna við hlutabréfakaup. Hlutabréfaverð verði miklu háðara hagnaði fyrir- tækjanna en nú er. „Það leiðir til þess að miklar sveiflur verða á gengi hlutabréfa hinna ýmsu fyrirtækja. Þau útgerð- ( arfyrirtæki sem sýna tap geta ekki farið á markað og geta því ekki keypt kvóta. Vel reknu fyrirtækin geta keypt kvóta. Þau eru miklu í færri og eftirspurn eftir kvóta mun því minnka. Ég hygg að þetta leiði til þess að kvótaverð lækki mjög mikið,“ segir Pétur H. Blöndal. Hann segir ástæðu þess að kvóta- verð helst svona hátt nú sé sú að um spottmarkað sé að ræða. „Útgerðarmaður báts sem er að veiða ýsu fær alltaf eitthvað af þorski með sem hann verður að koma með að landi. Það magn er svo lítið hlut- fall af aflanum að hann munar ekkert um að greiða 80 til 90 krónur fyrir leigukvóta. Annar þátturinn er sá að stærsti hluti kvótaeigenda hefur ekki borgað neitt fyrir kvótann. Þess vegna er meöalverð hans alveg viðr- áðanlegt," segir Pétur. Hann segir að við séum með lag- | skiptan markað. Annars vegar er gjafakvóti, sem útgerðarmenn fá út- hlutað og svo hins vegar kvóti sem þeir hafa keypt á markaði. í lagskipt- um markaði geti myndast svona spott- markaður þar sem verðið er hátt. „Þetta er þekkt með vexti. Þegar Húsnæðisstofnun var með niður- greidda vexti hækkuðu vextir alls staðar í kring þannig að meöalvext- imir voru nokkurn veginn eðlilegir. Þess vegna hygg ég að meðalkvóta- verðið í landinu á gefnum kvóta og keyptum kvóta sé alveg eðlilegt. Ég held því fram að ef hver íslendingur fær til sín sinn hluta í heiidarkvót- anum og færi að selja hann muni kvótaverðið alveg snarlækka. Þá kæmi í ljós að menn geta ekki borg- , að 80 krónur fyrir kílóið en fá svo ' ekki nema 100 krónur fyrir það hjá fiskvinnslunni. Þá hygg ég að verðið fari niður í 20 til 30 krónur fyrir kíló- ið,“ sagði Pétur H. Blöndal. -S.dór ) Óskalisti brúöhjónanna Gjafaþjónusta fyrir brúðkaupið (v?) SILFURBÚÐIN Vxy Kringlunni 8-12 •Sími 568 9066 - Þar fœröu gjöfina - Laugardag og sunnudag kl. 14 -17. OUTBACK Færir þig á vit ævintýranna. RúnarJónsson og Jón Ragnarsson margfaldir íslandsmeistarar í rallyeru komnirá sérsmíðaðan Subaru Lagacy rallbíl sem við sýnum um helgina. SUBARU 1998 •Kraftmiklir •Fjórhjóladrifnir •Mikil veghæð •Hátt og lágt drif • Frábær búnaður Komdu og prófaðu -Finndu kraftinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.