Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1997, Blaðsíða 10
io éliðurskautið LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997 Sæfílar gera sig heimakomna nálægt mörgæsabyggö á Torgerseneyju. í baksýn eru Palmerstöðin og Bonapartetangi þar sem skúmur og kría verpa. Vann að hormónaerfðafræðirannsóknum á mörgæsum á Suðurskautslandinu: Maður verður sérvitur - segir Ásrún Ýr Kristmundsdóttir um dvölina Palmerstöðin á sumardegi. „Eg er ekki í nokkrum vafa um aö ég hef breyst við að fara. Þrátt fyrir miklar annir hefur fólk tíma fyrir sjálft sig og getur hugsað um lífið og tilveruna. Því fylgja ákveðn- ar hættur að vinna á þessum slóð- um og ég held að það geri fólk betur meðvitað um náttúruna og sjálft sig. Ég sé svo sannarlega ekki eftir því að hafa slegið til þegar mér var boð- ið að fara og gæti vel hugsað mér að fara aftur þangað suður eftir sem ferðamaður,“ segir Ásrún Ýr Krist- mundsdóttir erfðafræðingur sem er nýkomin frá Suðurskautslandinu þar sem hún vann að erfðafræði- rannsóknum á mörgæsum. Fyrirbyggja veikindi Ásrún segir að upphaflega hafi ekki staðið til að hún tæki þátt í þessu vekefni. Hún hafi verið að vinna fyrir dr. Carol Vleck við rík- isháskólann í Iowa í Bandaríkjun- um. Hún fékk styrk til erfðafræði- og hormónarannsókna á adelie-mör- gæsum á Suðurskautslandinu. Til hefði staðið að Ásrún sæi um rann- sóknarstofuna fyrir hana á meðan hún væri í burtu en þegar einn úr hópnum hefði forfallast hefði henni verið boðið að slást í fórina. „Ég var aldrei í vafa um að segja já,“ segir Ásrún og neitar að það hafi verið ei-fið ákvörðun að ákveða að fara til Suðurskautslandsins. „Þeir sem þangað fara þurfa að gangast undir mjög itarlegar lækn- isrannsóknir. Ef minnsti vafi leikur á skemmdri tönn er hún dregin úr. Það er ekki eins og fólk skreppi upp í næsta bíl eða næstu flugvél og fari á sjúkrahús í nágrenninu ef eitt- hvað bjátar á.“ Þriggja ára verkefni Palmer-stöðin, þar sem Ásrún Ýr var, er á litlum tanga undir Marrjökli á eyjunni Anvers, nálægt 65. gráðu suður (ísland er á 64. tU 66. gráðu norður). Stöðin er ein þriggja stöðva sem Bandaríkjamenn reka á Suður- skautslandinu. Um fjörutíu manns eru þar á sumrin en 10-15 manns sinna viðhaldi á vetrum. Um tuttugu manns sjá um rekstur, eldamennsku, viðhald, tölvumál og slíkt, og síðan eru nokkrir þriggja tU fjögurra manna rannsóknarhópar á sumrin. Weddelselur nýtur lífsins á sólríkum sumardegi. Ásrún segir í flóanum við stöðina sé fjöldi lítilla eyja þar sem mörgæsir og fleiri fuglar verpa, fáar teg- undir en mikill fjöldi af hverri. „Flestar eyjurnar eru al- friðaðar á varptíma. Þá má enginn stíga þar fæti en rannsóknir eru leyfðar á nokkrum eyjum yfir sum- artímann. Undanfarið hef- ur t.d. veriö rannsakað hvaða áhrif útfjólublá geislun hefur á heimskautajurtirnar tvær sem þarna vaxa. Þetta eru gras- og mosa- tegundir sem virðast lifa góðu lífi í gúanójarðveginum sem myndast hefur þar sem fuglalíf er. Kafarar rannsaka lindýr og fram fara mikl- ar haf- og verðurrannsóknir, auk fuglatalningar og vistfræði- og hormónarannsóknanna. Vissi lítið um suður- skautið Verkefni Ásrúnar og félaga var hugsað til þriggja ára, tvö ár á staðn- um og síðan eitt til að vinna úr nið- urstöðum. Hún dvaldi allt sumarið á suðurskautinu fyrra árið, frá október og fram í febrúar, og síðan sex vikur nú síðastliðið haust. Rannsakað var hvernig hormón stjórna varpi og annarri hegöun og enn fremur hvort aukinn ferðamannastraumur og við- vera manna þarna suður frá hafi áhrif á fuglana. Þetta eru fyrstu líf- eðlisfræðirannsóknimar á staðnum. „Ég vissi lítið um suðurskautið þegar ég sagði já við því að fara. í ljós kom kaldranalegt og hrikalegt en jafnframt töfrandi landslag. Þegar við komum þangað fyrst í október var þykkt snjólag yfir öllu, alger vetr- arveröld, 10-12 stiga frost og stórhríð- ir algengar." Yfir hásumarið, í desember og janúar, segir Ásrún hitann hafa far- ið upp í 5-6 gráður og dag og dag jafnvel upp í 10 gráður. „Annars er mjög stórviðrasamt þarna og flestir starfsmenn stöðvar- innar eru þjálfaðir björgunarmenn, af jökli og úr sjó. Mjög ströng gæsla er vegna þeirra sem vinna utan dyra. Allir eru tengdir með talstöðv- um og þeir sem ætla út á sjó þurfa að láta vita af sér, hvert þeir ætla og hvenær þeir eru komnir á áfanga- stað. Ef vindurinn fer upp fyrir 20 hnúta fær enginn að fara út á sjó.“ Hlábarðaselir hættulegir Ásrún segir að þótt tuttugu hnút- ar séu kannski ekki mikið á Islensk- an mælikvarða geti rokið upp í 50-70 hnúta á svipstundu á suður- skautinu. „Lífiö stjómast algerlega af veðr- inu á Anvers. Allir verða að vera vakandi fyrir öllum breytingum enda er það langvinsælasta um- ræðuefnið, slær meira að segja allri veðramaníu íslendinga við.“ En það er fleira sem ber að varast en veðr- ið. „Skæðasti óvinur mörgæsa og manna á og í sjó eru svokallaðir hlébarðaselir. Að horfa upp í þá er eins og sjá upp í ljónskjaft og tenn- urnar eru hárbeittar Þeir geta bit- ið gat á gúmmíbátana og okkur var skipað að forða okkur strax í land ef við yrðum vör við hlébarðasel í kringum bátana. Sömu sögu er að segja ef háhymingar nálgast því hætt er við að þeir velti bátunum um koll.“ Eyjan eða mannslíf Ein saga kemur upp í huga Ás- rúnar í þessu samhengi. Hún hlær við tilhugsunina en segir að vita- skuld hafi þetta ekki verið fyndið fyrir þá sem í því lentu. / / Chile Punta X Arenas Falklandseyjar Drake sund AnverseX Suðurskautslandið [031] Reykjavík er kannski ekki alveg í næsta nágrenni. Ásrún Ýr lætur fara vel um sig í góðra vina hópi á suðurskautinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.