Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1997, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1997, Page 10
io éliðurskautið LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997 Sæfílar gera sig heimakomna nálægt mörgæsabyggö á Torgerseneyju. í baksýn eru Palmerstöðin og Bonapartetangi þar sem skúmur og kría verpa. Vann að hormónaerfðafræðirannsóknum á mörgæsum á Suðurskautslandinu: Maður verður sérvitur - segir Ásrún Ýr Kristmundsdóttir um dvölina Palmerstöðin á sumardegi. „Eg er ekki í nokkrum vafa um aö ég hef breyst við að fara. Þrátt fyrir miklar annir hefur fólk tíma fyrir sjálft sig og getur hugsað um lífið og tilveruna. Því fylgja ákveðn- ar hættur að vinna á þessum slóð- um og ég held að það geri fólk betur meðvitað um náttúruna og sjálft sig. Ég sé svo sannarlega ekki eftir því að hafa slegið til þegar mér var boð- ið að fara og gæti vel hugsað mér að fara aftur þangað suður eftir sem ferðamaður,“ segir Ásrún Ýr Krist- mundsdóttir erfðafræðingur sem er nýkomin frá Suðurskautslandinu þar sem hún vann að erfðafræði- rannsóknum á mörgæsum. Fyrirbyggja veikindi Ásrún segir að upphaflega hafi ekki staðið til að hún tæki þátt í þessu vekefni. Hún hafi verið að vinna fyrir dr. Carol Vleck við rík- isháskólann í Iowa í Bandaríkjun- um. Hún fékk styrk til erfðafræði- og hormónarannsókna á adelie-mör- gæsum á Suðurskautslandinu. Til hefði staðið að Ásrún sæi um rann- sóknarstofuna fyrir hana á meðan hún væri í burtu en þegar einn úr hópnum hefði forfallast hefði henni verið boðið að slást í fórina. „Ég var aldrei í vafa um að segja já,“ segir Ásrún og neitar að það hafi verið ei-fið ákvörðun að ákveða að fara til Suðurskautslandsins. „Þeir sem þangað fara þurfa að gangast undir mjög itarlegar lækn- isrannsóknir. Ef minnsti vafi leikur á skemmdri tönn er hún dregin úr. Það er ekki eins og fólk skreppi upp í næsta bíl eða næstu flugvél og fari á sjúkrahús í nágrenninu ef eitt- hvað bjátar á.“ Þriggja ára verkefni Palmer-stöðin, þar sem Ásrún Ýr var, er á litlum tanga undir Marrjökli á eyjunni Anvers, nálægt 65. gráðu suður (ísland er á 64. tU 66. gráðu norður). Stöðin er ein þriggja stöðva sem Bandaríkjamenn reka á Suður- skautslandinu. Um fjörutíu manns eru þar á sumrin en 10-15 manns sinna viðhaldi á vetrum. Um tuttugu manns sjá um rekstur, eldamennsku, viðhald, tölvumál og slíkt, og síðan eru nokkrir þriggja tU fjögurra manna rannsóknarhópar á sumrin. Weddelselur nýtur lífsins á sólríkum sumardegi. Ásrún segir í flóanum við stöðina sé fjöldi lítilla eyja þar sem mörgæsir og fleiri fuglar verpa, fáar teg- undir en mikill fjöldi af hverri. „Flestar eyjurnar eru al- friðaðar á varptíma. Þá má enginn stíga þar fæti en rannsóknir eru leyfðar á nokkrum eyjum yfir sum- artímann. Undanfarið hef- ur t.d. veriö rannsakað hvaða áhrif útfjólublá geislun hefur á heimskautajurtirnar tvær sem þarna vaxa. Þetta eru gras- og mosa- tegundir sem virðast lifa góðu lífi í gúanójarðveginum sem myndast hefur þar sem fuglalíf er. Kafarar rannsaka lindýr og fram fara mikl- ar haf- og verðurrannsóknir, auk fuglatalningar og vistfræði- og hormónarannsóknanna. Vissi lítið um suður- skautið Verkefni Ásrúnar og félaga var hugsað til þriggja ára, tvö ár á staðn- um og síðan eitt til að vinna úr nið- urstöðum. Hún dvaldi allt sumarið á suðurskautinu fyrra árið, frá október og fram í febrúar, og síðan sex vikur nú síðastliðið haust. Rannsakað var hvernig hormón stjórna varpi og annarri hegöun og enn fremur hvort aukinn ferðamannastraumur og við- vera manna þarna suður frá hafi áhrif á fuglana. Þetta eru fyrstu líf- eðlisfræðirannsóknimar á staðnum. „Ég vissi lítið um suðurskautið þegar ég sagði já við því að fara. í ljós kom kaldranalegt og hrikalegt en jafnframt töfrandi landslag. Þegar við komum þangað fyrst í október var þykkt snjólag yfir öllu, alger vetr- arveröld, 10-12 stiga frost og stórhríð- ir algengar." Yfir hásumarið, í desember og janúar, segir Ásrún hitann hafa far- ið upp í 5-6 gráður og dag og dag jafnvel upp í 10 gráður. „Annars er mjög stórviðrasamt þarna og flestir starfsmenn stöðvar- innar eru þjálfaðir björgunarmenn, af jökli og úr sjó. Mjög ströng gæsla er vegna þeirra sem vinna utan dyra. Allir eru tengdir með talstöðv- um og þeir sem ætla út á sjó þurfa að láta vita af sér, hvert þeir ætla og hvenær þeir eru komnir á áfanga- stað. Ef vindurinn fer upp fyrir 20 hnúta fær enginn að fara út á sjó.“ Hlábarðaselir hættulegir Ásrún segir að þótt tuttugu hnút- ar séu kannski ekki mikið á Islensk- an mælikvarða geti rokið upp í 50-70 hnúta á svipstundu á suður- skautinu. „Lífiö stjómast algerlega af veðr- inu á Anvers. Allir verða að vera vakandi fyrir öllum breytingum enda er það langvinsælasta um- ræðuefnið, slær meira að segja allri veðramaníu íslendinga við.“ En það er fleira sem ber að varast en veðr- ið. „Skæðasti óvinur mörgæsa og manna á og í sjó eru svokallaðir hlébarðaselir. Að horfa upp í þá er eins og sjá upp í ljónskjaft og tenn- urnar eru hárbeittar Þeir geta bit- ið gat á gúmmíbátana og okkur var skipað að forða okkur strax í land ef við yrðum vör við hlébarðasel í kringum bátana. Sömu sögu er að segja ef háhymingar nálgast því hætt er við að þeir velti bátunum um koll.“ Eyjan eða mannslíf Ein saga kemur upp í huga Ás- rúnar í þessu samhengi. Hún hlær við tilhugsunina en segir að vita- skuld hafi þetta ekki verið fyndið fyrir þá sem í því lentu. / / Chile Punta X Arenas Falklandseyjar Drake sund AnverseX Suðurskautslandið [031] Reykjavík er kannski ekki alveg í næsta nágrenni. Ásrún Ýr lætur fara vel um sig í góðra vina hópi á suðurskautinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.