Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1997, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997 fyrír 15 árum Um 1600 manns á Melarokki: Krúnurakaðir og með strý upp í loftið V* uxtin itítnéwd mMni „Sumirkrúni rakaðir og með s trý uppíloftjð” mitrc if¥mSSi aSSi „Æ! Það fór hálfgerður hrollur um mig að sjá unglingana. Hvernig þeir voru málaðir. ff■ I m j m Svo settu þeir alis lyril konar vitleysu arum utan á líkamann. Sumir höfðu krúnurakað sig og höfðu strý beint upp í loftið. Ég er að vísu orðinn aldraður en mér leist ekkert á unglingana," sagði starfsmaður Melavallarins þear DV ræddi við hann fyrir 15 árum. Þá var rokkhátíðin Melarokk nýafstaðin. Melarokk var kallaður konsert aldarinnar á íslenskan mælikvarða þar sem tuttugu innlendar hljómsveitir fluttu frumsamið efni. Mennirnir sem stóðu á bak við tónleikana kölluðu þá Rokk- festival. Tónleikarnir voru stærstu og lengstu útitónleikar sem haldnir höfðu verið en boðið var iiklist upp á 10 tíma stanslausa tónlist. Þarna þótti á ferðinni þverskurður af þeim vaxtarbroddi sem hlaupið hafði í íslenskt tónleikahald tveimur til þremur árum áður. Meðal þeirra sem komu fram voru Þeyr, sem þótti í fremstu röð íslenskra hljómsveita og hafði fengið lofsamlega umfjöllun í erlendum blöðum, Baraflokkurinn, Bandóðir, Vonbrigði, Pungó og Daisy, Lola, Grýlurnar, eina kvennahljómsveitin, Purrkur Pillnikk, þar sem Einar Örn Benediktsson söng, og Tappi Tíkarrass, þar sem Björk sá um sönginn. Skipuleggjendur Melarokks voru frekar óhressir með að ekki Æfingar hafnar hjá LR á Ástarsögu 3: Leikararnir brugðu á leik í Öskjuhlíöinni og glugguðu í helgarblað DV. Þetta eru þeir Arni Pétur Guðjónsson, Þor- steinn Gunnarsson og Þórhallur Gunnarsson. DV-myndir E.ÓI. Æfingar hófust aftur í vikunni að loknu sumarfrii Leikfélags Reykja- víkur á leikriti Kristínar Ómars- dóttur, Ástarsögu 3. Leikritið verð- ur frumsýnt á Litla sviði Borgar- leikhússins 12. september næstkom- andi. Það er eitt þeirra verka sem hlutu verðlaun í leikritasamkeppni LR vegna 100 ára afmælis þess. Melarokk í fullum gangi á gamla Melavellinum. Myndin er tekin af svölum Hótels Sögu. DV-mynd S skyldu fleiri áhorfendur mæta. Taiið var að um 1600 manns hefði mætt en hrollkalt var þennan laugardag síðast í ágúst. Starfsmaðurinn sem talað var við Einar Örn Benediktsson. sagði að töluvert margir hafi verið með pela með sér en annars hafi þetta farið prýðilega fram. „Engin slagsmál eða læti nema bara smávegis," sagði hann við DV. Einar Örn segir að á Melarokki hafi Purrkstímabilið, sem stóð í 15 mánuði, endað en þetta hafi verið gróskumikill og skemmtilegur tími. „Það voru allir að gera eitthvað og menn létu sig hafa það að spila hvar sem er. Ég á góðar minningar frá þessum tíma. En þessir tónleikar voru á vissan hátt endir á líflegu tímabili sem hófst á tímabilinu 1979-1980.“ í dag eru ekki skipulagðir tónleikar af sömu stærðargráðu og Melarokk enda þykir vanta mannskap til að standa undir slíkri uppákomu. En gróskan er engu að síður til staðar. „Það er allt á fullu í Hinu húsinu og Norðurkjallara MH svo ég nefni dæmi,“ segir Einar. Nú í haust er Einar Öm búinn að vera í hljómsveitar- og tónleikabransanum í 17 ár. Hann kemur að undirbúningi tónleika Skunk Anansie en fer brátt að draga saman seglin á þessum vettvangi. „Nú er nóg komið. Ég ætla að gerast tedrengur, laga te,“ segir Einar Öm. Leikarar era þrír, þeir Þorsteinn Gunnarsson, Þórhallur Gunnarsson og Árni Pétur Guðjóns- son. Leikstjóri er Auður Bjamadótt- ir. Leikhópurinn nýtti sér góða veðr- ið í vikunni og æfði utandyra, nán- ar tiltekið í Öskjuhlíðinni. Stemn- ingin var góð i hópnum enda ekki annað hægt í blíðviðrinu. í kynningu á verkinu segir að Ástarsaga 3 fjalli um ástir og vin- áttu, í senn rómantísk og djörf saga. Villst í ástarskóg „Höfundurinn leiðir okkur inn í táknrænan ástarskóg sem fólk villist í og týnist. Við ráfum um þennan skcg á mörkum draums og veraleika. .g ótal spumingar vakna. H\ ar liijgja mörk ástar og vináttu? f'líðu og hörku? Draums og vera- .eika? ímyndunarafli Kristínar Ómarsdóttur virðast lítil takmörk sett og óþrjótandi uppátækin í stíl og persónusköpun. Textinn er oft á tíðum grallaralegur en um leið afar ljóðrænn, blíður, angurvær og fynd- inn,“ segir m.a. í kynningunni. Kristín Ómarsdóttir er fædd í Reykjavík 1962. Ástarsaga 3 er hennar fjóröa leikrit. Önnur era Draumar á hvolfi, sýnt í Þjóðleik- húsinu 1987, Hjartatrompet, sýnt í íslenska leikhúsinu 1990, og Mar- grét mikla, sýnt hjá Lundúnaleik- hópnum í fyrra. Kristín hefur einnig samið ljóðabækur, örsögur, smásögur og skáldsöguna Dyrnar þröngu sem kom út hjá Máli og menningu fyrir tveimur árum og vakti nokkra athygli. Um þessar mundir er Kristín að leggja síðustu hönd á skáldsögu sem væntanleg er á markað í vetur. Leikmynd og skemmtilega skrautlegir búningar eru í hönnun Þórunnar Jónsdóttur, Lárus Björns- son sér um lýsingu, hljóðmeistarar era Ólafur Örn Thoroddsen og Há- kon Leifsson og sýningarstjóri Ást- arsögunnar er Jón Þórðarson. -bjb
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.