Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1997, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1997, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997 %nglingar Örn Arnarson og Hjalti Guðmundsson synda í fjóra tíma á dag: Vakna hálffimm - fyllilega þess virði, segja strákarnir „Skólafélagar okkar eru oft hissa á því að við skulum nenna að standa í öllum þessum æfmgurn en okkur flnnst þetta fyllilega þess virði. Við stefnum að þvi að ná ár- angri í þessu og til þess þarf þrot- lausa vinnu. Þegar fram líða stundir er hugsanlegt að sundið hjálpi okkur á styrki í skóla er- lendis og því má líta á þetta sem fjárfestingu til framtíðar," segja sundmenn framtíðarinnar, Örn Arnarson, 16 ára, og Hjalti Guð- mundsson, 19 ára, báðir í Sundfé- lagi Hafnarfjarðar. Örn og Hjalti eru nýkomnir til landsins eftir þátttöku á heims- meistaramóti í sundi í Sevilla á Spáni og náðu þar báðir mjög góð- um árangri. Hjalti varð í 20. sæti í 200 metra bringusundi, setti þar ís- landsmet en var síðan aðeins frá sínu besta í 100 metra bringusundi. Hann hefði enda miðað við að vera í toppformi á síðasta móti. Örn mið- aði hins vegar við að toppa fyrir mótið á Spáni og það skilaði sér. Hann náði heimsmeistaramótslág- marki í 200 metra baksundi, varð 16. og komst þar með í B-úrslit. Hann bætti sig í 200 metra skrið- sundi og 400 metra flugsundi, var að vonum sáttur við það og segist vera að byrja að æfa fyrir heimsmeist- aramótið sem fram fer í Ástralíu í jcmúar á næsta ári. Sundið á uppleið „Ég stefni að því að komast í B- úrslit og setja íslandsmet. Nái ég því get ég vel við unað,“ segir Örn. Aðspurðir um stöðuna í sund- íþróttinni segja þeir sundið vera á uppleið hér á landi eftir nokkra lægð. Til marks um það sé að eng- inn hafi átt von á að nokkur næði lágmörkum fyrir stórt unglingamót í Lúxemborg fyrir nokkru. Tuttugu krakkar hafi hins vegar, þvert á all- ar spár, náð lágmörkunum og fariö utan. „Það kom nokkur lægð eftir að Eðvarð Þór og Ragnheiður Runólfs- dóttir hættu en nú er þetta allt á uppleið. Öm var t.d. langyngstur strákanna á mótinu á Spáni og ég var yngstur í mínu sundi. Það er fullt af mjög efnilegu sundfólki að bætast við,“ segir Hjalti. Tveir skólar Strákarnir eru báðir nemar í Flensborgarskóla í Hafnarfirði og segjast ekki geta neitað því að sund- ið taki tíma frá skólanum. Þeir segja það reyndar taka svo mikinn tíma að það sé eins og þeirra annar skóli. „Ég tók það einhvern tíma saman að ég var jafn marga tíma á sundæf- ingum og í skólanum," segir Hjalti og Örn bætir við að þeir þurfi að vakna klukkan hálffunm á morgn- ana, mæting ofan í laugina sé klukkan frnim og síðan sé yfirleitt æfing á kvöldin lika. Þeir æfa í lauginni þetta átta til tíu sinnum í viku og síðan eru þrjár þrekæfmgar að auki. Strákarnir eru því í um fjóra tíma á dag að synda. En er ekki alger bilun að æfa 30 tíma á viku? „Jú, jú, það má sjálfsagt segja það og mörgum finnst það vissu- lega. Við þurfum helst að vera komnir í háttinn á milli tíu og ell- efu á kvöldin og það er kannski ekki alveg það sem ungt fólk gerir í dag. Við stefnum að því að verða Örn Arnarson, 16 ára, og Hjalti Guðmundsson, 19 ára, leggja mikið á sig til þess að verða sundmenn í fremstu röð. meðal þeirra bestu og gerum okk- æðingar," sögðu félagarnir og ur grein fyrir því að það gerist stungu sér til sunds, nema hvað? ekki nema við æfum eins og brjál- -sv hin hliðin Ragnheiður Jónsdóttir, markvörður Vals: Davíð er bestur! „Auðvitað urðum við svekktar og sárar. Við áttum alveg eins möguleika á sigri. Það var óheppni að komast ekki í fram- lengingu og fá þetta mark í lok- in,“ segir Ragnheiöur Jónsdóttir, 17 ára markvörður Vals, sem var valin maður leiksins í DV þrátt fyrir tap gegn Breiðabliki í bikar- úrslitaleik kvenna um síðustu helgi, 2-1. Ragnheiður stóð sig mjög vel og ekki ólíklegt að hún fari að banka á landsliðsdyrnar á næstunni. Hún æfði og lék með Blikunum þar til í fyrrasumar að hún skipti yfir í Vai. Var nýlega komin í byrjunarlið Vals eftir að aðalmarkvörðurinn, Birna Björnsdóttir, meiddist. Ragnheiður sýnir hina hliðina á sér að þessu sinni. Fullt nafn: Ragnheiður Ágústa Jónsdóttir. Fæðingardagur og ár: 5. júní 1980. Maki: Enginn. Börn: Engin. Bifreið: Engin Starf: Vinn hjá ORA. Laun: Þokkaleg. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói? Já, 150 krónur í happ- drætti. Hvað tlnnst þér skemmtileg- ast að gera? Fara i bíó og slappa af. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Vakna á morgnana. Uppáhaldsmatur: Hryggur og hamborgari. Uppáhaldsdrykkur: Vatn og kók. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur i dag? Ian Wright hjá Arsenal. Smeichel er líka góður. Uppáhaldstímarit: íþróttablað- ið. Hver er fallegasti karl sem þú hefur séð? Rúnar Gauti, systur- sonur minn. Ertu hlynnt eða andvíg ríkis- stjórninni? Hlynnt. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Celine Dion. Uppáhaldsleikari: Tom Cruise. Uppáhaldsleikkona: Sandra Bullock. Uppáhaldssöngvari: Celine Dion. Uppáhaldsstjómmálamaður: Davið er bestur! Uppáhaldsteiknimyndaper- sóna: Andrés Önd og félagar. Uppáhaldssjónvarpsefni: íþróttir. Uppáhaldsmatsölustað- ur/veitingahús: Eldhúsið hennar mömmu. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Enga sérstaka. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? FM 957. Uppáhaldsútvarpsmaður: Þór og Steini á morgnana í FM 957. Hverja sjónvarpsstöðina horf- ir þú mest á? Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Enginn sérstakur. Uppáhaldsskemmtistað- ur/krá: íþróttavöllurinn, helst Valsvöllurinn. Uppáhaldsfélag í íþróttum? Valur og Man. Utd. Stefnir þú að einhverju sér- stöku í framtlðinni? Komast í A- landsliðið í fótbolta. Hváð ætlar þú að gera í sum- arfríinu? Vinna áfram. Ragnheiður Jonsdóttir er í hópi efnilegustu markvarða landsins. I vinn- unni ekur hún út vörum fyrir ORA. DV-mynd Hilmar Þór
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.