Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1997, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1997, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997 27 Sextíu þúsund sænskar konur þvingaðar í ófrjósemisaðgerð frá 1946-1976: Kynþáttahreinsanir i velferðarkerfinu „Ég skammast mín ekki fyrir að hafa verið þvinguð í ófrjósemisað- gerð. Það eru aðrir sem eiga að skammast sín, ekki ég og nú fær heimsbyggðin að vita hvað var á seyði,“ segir hin 72 ára Maria Nor- din sem árið 1943 var neydd til að gangast undir ófrjósemisaðgerð. í sárskóla vegna sjóndepru Maria fæddist i bænum Österfarnebo í Gástrikland í Sví- þjóð. Hún er ein sex systkina. Fjöl- skyldan var fátæk en Maria segir að því hafi verið svo farið með flesta á þessum tíma. „Þegar ég byrjaði í skóla var ég mjög feimin og þorði ekki að segja orð. Ég hafði dapra sjón en það kom samt aldrei til tals að ég fengi gler- augu. Vegna sjóndeprunnar gat ég ekki séð það sem stóð á töflunni í skólanum. Því var ákveðið að senda mig í sérskóla. Þar var ég þar til ég varð 17 ára,“ segir Maria. Börnin réttlaus „Höghammarskólinn var eins og fangelsi. Þetta var algjörlega lokað- ur heimur þar sem börnin voru rétt- laus. Við máttum ekki hlægja og ef við voguðum okkur að svara fyrir okkur var okkur refsað. Ég hafði mikla heimþrá en fékk ekki að fara heim. Ég fékk ekki einu sinni að vera viðstödd jarðarfor móður minnar árið 1938. Hún ein hafði veitt mér það litla skjól sem ég hafði þannig að þegar hún var dáin var enginn sem stóð með mér. Dag einn bað forstöðukonan mig að koma inn á skrifstofu til að skrifa undir pappíra. Ég vissi um hvað málið snerist og hljóp niður á klósett og brast í grát. Að lokum fór ég þó upp. Hún sá að ég hafði grátið en það virtist ekki koma við hana. Ég var neydd til að skrifa undir pappíra varðandi ófrjósemisaðgerð. Ég vissi að annars kæmist ég ekki heim. Við stelpumar vissum að það væri nauðsynlegt að skrifa undir til að losna þaðan.“ Ekki skaðabætur „Ég var flutt á sjúkráhús þar sem allt var fjarlægt. Ég lá á sjúkrahús- inu í viku án þess að fjölskylda mín hefði hugmynd um það. Ég gleymi Maria Nordin sem gekkst 17 ára undir ófrjósemisaðgerð. þessu aldrei. Einn læknanna, dr. Ingvarsson, sagði við mig að ég væri ekki nægilega klár í kollinum til að annast bam.“ Eftir dvölina á sjúkrahúsinu fékk Maria loks að fara heim. Hún fékk vinnu á sveitaheimili þar sem hún sá um heimilishald og annaðist börnin. Að hafa loks fengið að yfir- gefa Höghammarsskólann fyllti hana lífslöngun og gleði. Djúpt niðri kraumaði þó sársaukinn og hann hefur hún borið síðan. 1 fyrra sótti hún um skaðabætur frá sænska rík- inu en fékk neitun. í hennar tilfelli -líkt við hugmyndafræði nasismans hafði ekki verið framið lögbrot. Lögiun og regl- um sem giltu á þessum tíma hafði verið fylgt í hvívetna. Kynþátta- hreinsanir Á árunum 1946-1976 voru yfir 60 þúsund konur látnar gangast - nauðugar undir aðgerð og er Maria eitt fórnar- lambanna. Greinar blaða- mannsins Maci- ej Zaremba um aðgerðir þessar í sænska dag- blaðinu Dagens Nyheter hafa valdið mikilli hneykslan en í greinum sínum líkir Zaremba aðgerðunum við kynþáttahreins- anir í Þýska- landi nasism- ans. Segir í greininni að víða hafi yfir- völd skilgreint neðanmálsfólk en þetta ekki orðið að veru- leika nema í ein- staka löndum í Evrópu. Voru Sviar þar fremstir í flokki. Önnur ríki voru Danmörk, Noregur, Finn- land, Eistland, Þýskaland og ein- staka sýslur í Sviss. Zaremba segir hugmyndafræðina vekja mesta athygli. í Þýskalandi hafi hún verið nasistanna en á norð- urlöndunum séu það velferðarflokk- arnir sem sýni mestan áhuga á því að hreinsa íbúana frá blöndun og erfðafræðilegum undirmálsþáttum. Segir hann sósíaldemókrata i Sví- þjóð hafa staðið fyrir því að margir íbúar landsins voru sviptir mögu- leikanum á því að fjölga sér vegna fötlunar sinnar eða uppruna. Segir hann það ekki fegra myndina að Stór hluti af því fólki sem gekkst undir ófrjósemisaögerö var „óheppilegt" af einhverjum ástæöum. Myndin hér aö ofan tengist ekki máli því sem hér er fjaltaö um. í sænsku lögunum sagði að fólk þyrfti að óska eftir slíkri aðgerð og að það gengist undir hana af fúsum og frjálsum vilja. Zaremba segir þetta blekkingu eina og saga Mariu Nordin sé skýrt dæmi um það. Hann segir það ljóst að fólk hafi verið beitt miklum þrýstingi ef „tilhlýðilegt" þótti að það gengist und- ir slíka aðgerð. Var því gjaman hótað ef það ekki skrifaði undir pappira sem leyfðu ófrjósemisað- gerð. Zaremba segir það ekki koma á óvart við athugun þessa máls að stór hluti af því fólki sem gekkst undir ófrjósemisaðgerð var „óheppilegt" af einhverjum ástæð- um. í mörgum til- vikum hafi verið um að ræða fólk sem skar sig úr vegna efnahags- legra þátta eða var frábrugðið að ein- hverju leyti, t.d. af blönduðum kyn- þætti. Svíar ekki einir á báti í greinum Zaremba kemur fram að á árunum 1934-76 hafi yfir 40 þúsund Norðmenn verið vanaðir, 6 þúsund Danir og eins og áður sagði 60 þúsund Svíar. Um konur var að ræða í 90 prósent tilvika. Sænsk stjómvöld hafa lýst því yf- ir að mál þetta verði rannsakað og reynt verði að svara þeirri spurn- ingu hvers vegna slík lög voru svo lengi í gildi. Félagsmálaráðherra Svíþjóðar, Margot Wallstrom, sagði sl. fimmtudag að einnig yrði skoðað hvort hægt væri að greiða fómar- lömbunum skaðabætur. Talið er að milli 20 og 25 þúsund konur, sem gerðar voru ófrjóar fyrir þær sakir að þær vora taldar „óæðri“, séu á lífi. í kjölfar þessara uppljóstrana i Svíþjóð hafa birst fréttir frá Austur- ríki og Sviss þess efnis að þar gildi enn lög sem svipi mjög til laganna í Svíþjóð. Mannréttindasamtök í Austurríki segja að andlega van- heilt fólk sé enn gert ófrjótt gegn vilja sínum. Talsmaður Græningja- flokksins, Theresia Haidlmayr, segir að engin lög í landinu banni ófrjósemisaðgerðir án samþykkis. Hans Ulrich Jost, prófessor í sagnfræði við háskólann í Lausanne, sagði fyrr í vikunni að mjög margir andlega fatlaðir einstaklingar þar í landi gengjust undir ófrjósemisaðgerðir gegn vilja sínum. Væra níu af hverjum tiu konur. Sagði hann að stuðst væri við lög frá 1928 sem sett vora í kantónunni í Vaud. „Jafnvel Hitler óskaði eftir að fá afrit af lögunum og notaði þau til að undirbúa lagalegan grunn að kynþáttahreinsunum nasista,“ sagði Jost í sjónvarpsviðtali. Byggt á Dagens Nyheter og Reuter. Úfrjósemisaðgerðir á Islandi: Aldrei gerðar í kynbótaskyni - segir Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir Greinar blaöamannsins Maciej Zaremba hafa víöa vakið athygli. slík lög vora sett á lýðræðislegan hátt og nánast með blessun þjóðkirkjunnar. Svipaðar ástæður hafi legið að baki annars staðar á Norðurlöndum. Segir hann mjög áhugavert að skoða sambandið milli hinnar norrænu jafnaðarstefnu og þjóðemissósíalismans eða nasism- ans. Þrýstingi beitt t grein Zaremba kemur fram að lítið hafi skilið að norrænu ófrjó- semislögin og nasistalögin frá 1933. Matthías Halldórsson aðstoðar- landlæknir segir að þær séu telj- andi á fingrum annarrar hand- ar ófrjósemisaðgerðirn- ar sem gerðar era gegn vilja þol- andans á ári hverju á ísiandi. „Þetta hefur verið gert í ein- staka tilvikum á undanförn- um ár- um ef um er að ræða mjög þroska heft fólk sem ekki er talið geta no tað aðrar getnaðarvarn- ir. Það er töluverður pró- sess sem þarf að ganga í gegs um og þetta er því ekki gert létti- lega. Þetta hefur aldrei ver- ið gert í kynbótaskyni á ís- landi. Það er kannsi aðalatrið- ið,“ sagði Matthías í við- tali við DV. - Er hægt að slá því al- veg fóstu? „Maöur getur engu slegiö alveg föstu en við sjáum eng- in merki þess að það hafi nokkur n tíma ver- ið gert, alla vega er engin ákvörð- un um það frá yfirvöld- um. Hvað einhver einstakling- ur kann að hafa gert ein- hvem tíma fýrir löngu veit mað- ur ekk- ert um en ég hef enga trú að sú vi ðmiðun hafi ver- ið hér,“ sagði Matthías. Um ófrjósemisaðgerðir á ís- Matthías Halldórsson aöstoöar- iandlæknir. landi gilda lög um fóstureyðing- ar og ófrjósemisaðgerðir frá ár- inu 1975. Áður en grip- ið er til þess ráðs að gera þroska- heftan einstakling ófrjó- an gegn vilja sínum er tal- aö við viðkomandi. Hon- um er gerð grein fyr- ir því sem til stend- ur og reynt að fá hann til að taka þátt í því og skilja að aðgerð- in sé nauðsynleg. Samkvæmt níundu grein lag- anna eru þvingaðar ófrjósemisað- gerðir heimilaðar ef sjúkdóm- ur, hvort heldur hann er geð- rænn eða líkamlegur, dregur al- var- lega úr getu konu eða karls til að arrnast og ala upp barn. „Það er það sem skipt- ir máli í lögunum. Ekki vernd- un kynstofnsins," sagði Matthías. Hann sagði að ef um mjög þros kaheftan einstak- ling væri að ræða væri hon- um skipaður sérstakur lögráða- maður. Einnig þyrftu að koma til umsagnir tveggja manna, lækn- is og félagsráð- gjafa eða tveggja lækna. Ann- ar læknirinn þarf þá að vera sér- fræöingur í viðkomandi sjúk- dómi eða fötlun. „Ég held að það sé mjög vel try ggt í lögun- um að þetta sé aldrei gert nema m jög ríkar ástæð- ur séu til,“ sagði Matthias. Hann sagðist muna eftir tveim- ur kvörtunum um svona aðgerð- ir frá því hann hóf störf við land- læknisembættið fyrir sjö ár- um. Það voru kvartan- ir um að ekki hafi veriö rétt stað- ið að hlutun- um. Þær voru til komn- ar vegna mála sem höfðu gerst lö ngu áður, þar af var annað tilvik- ið frá því fyrir setningu núgild- andi laga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.