Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1997, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1997, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997 55 ________________________________________________________ bridge k k Stórmót Bridgefálags Sauðárkróks 1997: Formaðurinn erfiður heim að sækja Mikil hátíðahöld hafa staðið yfir á Sauðárkróki á þessu ári og haldið upp á hin ýmsu afmæli. Eitt þeirra er 50 ára afrnæli Sauðárkrókskaup- staðar. Bridgefélag Sauðárkróks hélt Stórmót um síðustu helgi af þessu tilefni og tókst það mjög vel að sögn formannsins, Kristjáns Blöndals. Kristján hirti bróðurpart verðlaunanna ásamt félögum sín- um, svo hann getur trútt um talað. Helstu úrslit urðu annars þau að sveitakeppnina vann sveit Rúnars Magnússonar en með honum spil- uðu Kristján Blöndal, Jónas P. Er- lingsson og Eiríkur Hjaltason. í öðru sæti var sveit Guðjóns Braga- skák sonar, Helga Bogasonar, Bjöms Þor- lákssonar og Vignis Haukssonar. í þriðja sæti var svo sveit Ás- mundar Pálssonar, Aðalsteins Jörg- ensens, Sveins R. Eiríkssonar og Júlíusar Sigurjónssonar. Tvímenningskeppnina unnu hins vegar Akureyrarbræðumir og ís- landsmeistararnir Anton og Sigur- björn Haraldssynir. Sigurður B. Þorsteinsson og Svemir Ármanns- son urðu í öðru sæti en þriðja sæt- inu skiptu með sér Kristján Blöndal og Rúnar Magnússon, og Pétur Guð- jónsson og Magnús Magnússon. Sárabótatvímenninginn (B-úrslit) unnu síðan Jónas P. Erlingsson og Eiríkur Hjaltason. Það er ekki oft sem menn komast í slemmu eftir neikvæða sögn félaga með ekki meira en 18 hápunkta. Ei- ríkur Hjaltason varð hins vegar reynslunni ríkari í þessu skemmti- lega spili frá Sárabótatvímenningn- um. A/N-S * 2 4* ÁDG853 ♦ DG8 4 D97 4 DG98653 • 2 ♦ - 4 K10863 4 K » 10976 ♦ 1097653 4 G2 Með Eirík og Jónas í a-v gengu sagnirnar á þessa leið: Þreföld skákveisla fyrir austan - Hannes Hlífar og Þröstur sigruðu á helgarmótum tímaritsins Skákar Austfirskri skákveislu tímarits- ins Skákar lauk með 49. helgarskák- mótinu á Borgarfirði eystra um síð- ustu helgi sem haldið var í sam- vinnu við heimamenn. Flestir þátt- takenda komu beint frá Skjöldólfs- staðaskóla í Jökuldal þar sem teflt var „millihelgamót“. Helgina áður var svo teflt á Mjóafírði. Hannes Hlífar Stefánsson stór- meistari varð hlutskarpastur á mót- inu á Mjóafírði, fékk 8,5 vinninga af 9 mögulegum. Hann gerði aðeins eitt jafntefli, við Jóhann Hjartarson stórmeistara, sem varð i 2. sæti með 8 vinninga. Jóhann leyfði tvö jafn- tefli - móti Hannesi og Þresti Þór- hallssyni stórmeistara sem varð sið- an í 3. sæti með 6,5 v. Stórmeistar- arnir röðuðu sér því í þrjú efstu sætin en Ólafur Kristjánsson, Akur- eyri, kom þar þétt á eftir - varð einn í 4. sæti með 6 vinninga og hreppti með því verðlaun fyrir besta frammistöðu dreifbýlismanns. Best- ur heimamanna varð Jóhann Þor- steinsson, Reyðarfirði, unglinga- Umsjón Jón L. Árnason verðlaun hlutu Hjörtur Ingvi Jó- hannsson og Benedikt Bjarnason. Sturla Pétursson hlaut öldungaverð- laun. Keppendur á Mjóafirði voru 24 talsins og var gerður góður rómur að mótshaldinu. Tveir urðu efstir og jafnir í Skjöl- dólfsstaðaskóla; Þröstur Þórhalls- son og Sævar Bjarnason sem fengu 6,5 vinninga úr 7 skákum - gerðu innbyrðis jafntefli. Þriðja sæti deildu Erlingur Þorsteinsson, Gunnar Bjömsson og Guðmundur G. Þórarinsson sem fengu 4,5 v. Ólafur Kristjánsson hlaut aftur verðlaun dreifbýlinga en bestur heimamanna var Erlingur Þor- steinsson sem búsettur er á Seyðis- firði. Unglingaverðlaun hlutu Jakob Hafþór Björnsson, Vallahreppi, og Kristján Guðmundur Birgisson, Reykjavík. Stinla Pétursson hlaut enn og aftur öldungaverðlaun. Að- stæður þóttu frábærar I Skjöldólfs- staðaskóla og höfðu keppendur orð á því að þar mætti hæglega koma fyrir alþjóðlegum stórviðburði á skáksviðinu. Frá Jökuldal héldu skákmenn á Borgarfjörð eystra. Þröstur Þór- hallsson stórmeistari varð þar einn í efsta sæti, hlaut 6,5 vinninga úr 7 skákum. Þröstur gerði jafntefli í síð- ustu umferð við Gunnar Björnsson og tryggði sér þar með sigurinn. Ró- bert Harðarson varð einn í 2. sæti með 5,5 vinninga en hann lagði Sævar Bjarnason að velli í lokaum- ferðinni. Sævar, Gunnar og Erling- ur Þorsteinsson deildu 3. sæti með 5 v. Erlingur hreppti jafnframt verð- laun fyrir besta frammistöðu dreif- býlismanna; bestur heimamanna var Gunnar Finnsson, Sturla var bestur öldunga og Finnur Gunnars- son og Jakob Hafþór Björnsson hlutu unglingaverðlaun. Harpa Rún Björnsdóttir hlaut kvennaverðlaun. Þátttakendur á Borgarfirði eystra voru 23 talsins. Stefnt er að því að 50. mótið verði haldið síðar á árinu, m.a. í tilefni af 50 ára afmæli tíma- ritsins Skákar. Hefur Viðeyjarstofa verið nefnd sem hugsanlegur keppn- isstaður. Sleipur unglingur Englendingar binda miklar vonir við upprennnandi skákstjömu, sem heitir Luke McShane. Hann er að- eins 13 ára gamall en hefur þegar gert mörgum stórmeistaranum skráveifu. Fyrir skemmstu var haldið at- skákmót í London sem bar yfir- skriftina „Skandía ólympíumótið í hugaríþróttum“. Þar voru þekktir stórmeistarar meðal þátttakenda og varð Michael Adams hlutskarpastur - vann tíu skákir og gerði fimm jafntefli í fimmtán umferðum. Ad- ams er stigahæstur enskra skák- manna og annálaður keppnismaður í styttri skákum ekki síður en lengri kappskákum. Matthew Sadler, sem er í 2. sæti á enska stigalistanum, varð í sama sæti á hraðmótinu, vinningi á eftir Ad- ams. Þess má geta að sigurvegarinn hlaut 2.000 pund að launum og að auki farmiða með Concorde- þotu til New York. Luke McShane tefldi á mótinu og varð efstur unglinga með 9 vinninga úr 15 skákum. Eftirfarandi skák við stórmeistarann kunna og sókn- djarfa, James Plaskett, tefldi McS- hane skemmtilega. Þetta er allt að því fyrirhafnarlaus sigur unglings- ins eftir að stórmeistarinn leggur of mikið á stöðuna með glannalegri taflmennsku í byrjun skákar. Hvítt: James Plaskett Svart: Luke McShane Sikileyjarvörn, Najdorf af- brigðið. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 e6 7. Dd2 h6 8. Bxf6 Dxf6 9. f4 g5! 10. g3 gxf4 11. gxf4 Dh4+ 12. Ke2?! Rc6 13. Rf3 Dh5 14. Kf2 d5! 15. Be2 Bc5+ 16. Kel d4 17. Rdl Bd7 18. Rf2 0-0-0 19. h4 Í5 20. Re5 De8 21. Red3 Bb6 22. e5 Re7 23. Bf3 Bc6 24. De2 Rd5 25. Hgl Hg8 26. Hxg8 Dxg8 27. Bxd5 Bxd5 28. Kd2 Dg3 29. Hfl De3+ 30. Kel Bg2 31. Hgl Bf3 32. Dxe3 dxe3 33. Rhl e2 34. Rhf2 34. - Hxd3! - og Plaskett var fljótur að leggja niður vopn. Ef 35. Rxd3 fellur hrók- urinn á gl og ekki tæki betra við eftir 35. cxd3 sem yrði svarað með 35. - Ba5+ 36. b4 Bxb4 mát. Austur Suður Vestur Norður 14 pass 14 W dobl V 3» pass 3G pass 9» pass 44 pass 64 pass pass pass Eitt lauf var Precision (16+) og einn tígull var afmelding. Eiríkur bjóst varla við geimi eftir það, hvað þá slemmu! Útspil suðurs var hjarta og norð- ur drap á ásinn. Eftir smáumhugs- un spilaði hann spaða til baka. Ei- riki þótti ólíklegt að suður hefði ein- ungis sagt tvö hjörtu með eyðu í Umsjón Stefán Guðjohnsen spaða. Hann rak upp ásinn og slemman var í húsi. Bílar á brandara- verái ! Frúin hlær í betri bíl frá Bílasölu Guðfinns. V/ Miklatorg Sími 562-1055 Fax 562-1738 Athugið Spartan School of Aeronautics Spartan flugskólinn býbur nemendum sínum til samfagnaðar í Hótel Keflavík 5. september 1997 kl. 18.00. Komið og rifjið upp gömul kynni eða kynnist nýju fólki. Fulltrúi frá Spartan flugskólanum Mr. Stan Gardner verður á staðnum. Vinsamlegasttilkynnið þátttöku með því að senda okkurfax 001-1-918-831-5287, E-mail: spartanaero@mail.webtek.com eða í síma 001-1-918-836-6886 8820 East Pine Street Tulsa, Oklahoma 74115 USA Heimsækið okkur á veraldarvefnum: www.spartanaero.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.