Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1997, Síða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1997, Síða 47
LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997 55 ________________________________________________________ bridge k k Stórmót Bridgefálags Sauðárkróks 1997: Formaðurinn erfiður heim að sækja Mikil hátíðahöld hafa staðið yfir á Sauðárkróki á þessu ári og haldið upp á hin ýmsu afmæli. Eitt þeirra er 50 ára afrnæli Sauðárkrókskaup- staðar. Bridgefélag Sauðárkróks hélt Stórmót um síðustu helgi af þessu tilefni og tókst það mjög vel að sögn formannsins, Kristjáns Blöndals. Kristján hirti bróðurpart verðlaunanna ásamt félögum sín- um, svo hann getur trútt um talað. Helstu úrslit urðu annars þau að sveitakeppnina vann sveit Rúnars Magnússonar en með honum spil- uðu Kristján Blöndal, Jónas P. Er- lingsson og Eiríkur Hjaltason. í öðru sæti var sveit Guðjóns Braga- skák sonar, Helga Bogasonar, Bjöms Þor- lákssonar og Vignis Haukssonar. í þriðja sæti var svo sveit Ás- mundar Pálssonar, Aðalsteins Jörg- ensens, Sveins R. Eiríkssonar og Júlíusar Sigurjónssonar. Tvímenningskeppnina unnu hins vegar Akureyrarbræðumir og ís- landsmeistararnir Anton og Sigur- björn Haraldssynir. Sigurður B. Þorsteinsson og Svemir Ármanns- son urðu í öðru sæti en þriðja sæt- inu skiptu með sér Kristján Blöndal og Rúnar Magnússon, og Pétur Guð- jónsson og Magnús Magnússon. Sárabótatvímenninginn (B-úrslit) unnu síðan Jónas P. Erlingsson og Eiríkur Hjaltason. Það er ekki oft sem menn komast í slemmu eftir neikvæða sögn félaga með ekki meira en 18 hápunkta. Ei- ríkur Hjaltason varð hins vegar reynslunni ríkari í þessu skemmti- lega spili frá Sárabótatvímenningn- um. A/N-S * 2 4* ÁDG853 ♦ DG8 4 D97 4 DG98653 • 2 ♦ - 4 K10863 4 K » 10976 ♦ 1097653 4 G2 Með Eirík og Jónas í a-v gengu sagnirnar á þessa leið: Þreföld skákveisla fyrir austan - Hannes Hlífar og Þröstur sigruðu á helgarmótum tímaritsins Skákar Austfirskri skákveislu tímarits- ins Skákar lauk með 49. helgarskák- mótinu á Borgarfirði eystra um síð- ustu helgi sem haldið var í sam- vinnu við heimamenn. Flestir þátt- takenda komu beint frá Skjöldólfs- staðaskóla í Jökuldal þar sem teflt var „millihelgamót“. Helgina áður var svo teflt á Mjóafírði. Hannes Hlífar Stefánsson stór- meistari varð hlutskarpastur á mót- inu á Mjóafírði, fékk 8,5 vinninga af 9 mögulegum. Hann gerði aðeins eitt jafntefli, við Jóhann Hjartarson stórmeistara, sem varð i 2. sæti með 8 vinninga. Jóhann leyfði tvö jafn- tefli - móti Hannesi og Þresti Þór- hallssyni stórmeistara sem varð sið- an í 3. sæti með 6,5 v. Stórmeistar- arnir röðuðu sér því í þrjú efstu sætin en Ólafur Kristjánsson, Akur- eyri, kom þar þétt á eftir - varð einn í 4. sæti með 6 vinninga og hreppti með því verðlaun fyrir besta frammistöðu dreifbýlismanns. Best- ur heimamanna varð Jóhann Þor- steinsson, Reyðarfirði, unglinga- Umsjón Jón L. Árnason verðlaun hlutu Hjörtur Ingvi Jó- hannsson og Benedikt Bjarnason. Sturla Pétursson hlaut öldungaverð- laun. Keppendur á Mjóafirði voru 24 talsins og var gerður góður rómur að mótshaldinu. Tveir urðu efstir og jafnir í Skjöl- dólfsstaðaskóla; Þröstur Þórhalls- son og Sævar Bjarnason sem fengu 6,5 vinninga úr 7 skákum - gerðu innbyrðis jafntefli. Þriðja sæti deildu Erlingur Þorsteinsson, Gunnar Bjömsson og Guðmundur G. Þórarinsson sem fengu 4,5 v. Ólafur Kristjánsson hlaut aftur verðlaun dreifbýlinga en bestur heimamanna var Erlingur Þor- steinsson sem búsettur er á Seyðis- firði. Unglingaverðlaun hlutu Jakob Hafþór Björnsson, Vallahreppi, og Kristján Guðmundur Birgisson, Reykjavík. Stinla Pétursson hlaut enn og aftur öldungaverðlaun. Að- stæður þóttu frábærar I Skjöldólfs- staðaskóla og höfðu keppendur orð á því að þar mætti hæglega koma fyrir alþjóðlegum stórviðburði á skáksviðinu. Frá Jökuldal héldu skákmenn á Borgarfjörð eystra. Þröstur Þór- hallsson stórmeistari varð þar einn í efsta sæti, hlaut 6,5 vinninga úr 7 skákum. Þröstur gerði jafntefli í síð- ustu umferð við Gunnar Björnsson og tryggði sér þar með sigurinn. Ró- bert Harðarson varð einn í 2. sæti með 5,5 vinninga en hann lagði Sævar Bjarnason að velli í lokaum- ferðinni. Sævar, Gunnar og Erling- ur Þorsteinsson deildu 3. sæti með 5 v. Erlingur hreppti jafnframt verð- laun fyrir besta frammistöðu dreif- býlismanna; bestur heimamanna var Gunnar Finnsson, Sturla var bestur öldunga og Finnur Gunnars- son og Jakob Hafþór Björnsson hlutu unglingaverðlaun. Harpa Rún Björnsdóttir hlaut kvennaverðlaun. Þátttakendur á Borgarfirði eystra voru 23 talsins. Stefnt er að því að 50. mótið verði haldið síðar á árinu, m.a. í tilefni af 50 ára afmæli tíma- ritsins Skákar. Hefur Viðeyjarstofa verið nefnd sem hugsanlegur keppn- isstaður. Sleipur unglingur Englendingar binda miklar vonir við upprennnandi skákstjömu, sem heitir Luke McShane. Hann er að- eins 13 ára gamall en hefur þegar gert mörgum stórmeistaranum skráveifu. Fyrir skemmstu var haldið at- skákmót í London sem bar yfir- skriftina „Skandía ólympíumótið í hugaríþróttum“. Þar voru þekktir stórmeistarar meðal þátttakenda og varð Michael Adams hlutskarpastur - vann tíu skákir og gerði fimm jafntefli í fimmtán umferðum. Ad- ams er stigahæstur enskra skák- manna og annálaður keppnismaður í styttri skákum ekki síður en lengri kappskákum. Matthew Sadler, sem er í 2. sæti á enska stigalistanum, varð í sama sæti á hraðmótinu, vinningi á eftir Ad- ams. Þess má geta að sigurvegarinn hlaut 2.000 pund að launum og að auki farmiða með Concorde- þotu til New York. Luke McShane tefldi á mótinu og varð efstur unglinga með 9 vinninga úr 15 skákum. Eftirfarandi skák við stórmeistarann kunna og sókn- djarfa, James Plaskett, tefldi McS- hane skemmtilega. Þetta er allt að því fyrirhafnarlaus sigur unglings- ins eftir að stórmeistarinn leggur of mikið á stöðuna með glannalegri taflmennsku í byrjun skákar. Hvítt: James Plaskett Svart: Luke McShane Sikileyjarvörn, Najdorf af- brigðið. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 e6 7. Dd2 h6 8. Bxf6 Dxf6 9. f4 g5! 10. g3 gxf4 11. gxf4 Dh4+ 12. Ke2?! Rc6 13. Rf3 Dh5 14. Kf2 d5! 15. Be2 Bc5+ 16. Kel d4 17. Rdl Bd7 18. Rf2 0-0-0 19. h4 Í5 20. Re5 De8 21. Red3 Bb6 22. e5 Re7 23. Bf3 Bc6 24. De2 Rd5 25. Hgl Hg8 26. Hxg8 Dxg8 27. Bxd5 Bxd5 28. Kd2 Dg3 29. Hfl De3+ 30. Kel Bg2 31. Hgl Bf3 32. Dxe3 dxe3 33. Rhl e2 34. Rhf2 34. - Hxd3! - og Plaskett var fljótur að leggja niður vopn. Ef 35. Rxd3 fellur hrók- urinn á gl og ekki tæki betra við eftir 35. cxd3 sem yrði svarað með 35. - Ba5+ 36. b4 Bxb4 mát. Austur Suður Vestur Norður 14 pass 14 W dobl V 3» pass 3G pass 9» pass 44 pass 64 pass pass pass Eitt lauf var Precision (16+) og einn tígull var afmelding. Eiríkur bjóst varla við geimi eftir það, hvað þá slemmu! Útspil suðurs var hjarta og norð- ur drap á ásinn. Eftir smáumhugs- un spilaði hann spaða til baka. Ei- riki þótti ólíklegt að suður hefði ein- ungis sagt tvö hjörtu með eyðu í Umsjón Stefán Guðjohnsen spaða. Hann rak upp ásinn og slemman var í húsi. Bílar á brandara- verái ! Frúin hlær í betri bíl frá Bílasölu Guðfinns. V/ Miklatorg Sími 562-1055 Fax 562-1738 Athugið Spartan School of Aeronautics Spartan flugskólinn býbur nemendum sínum til samfagnaðar í Hótel Keflavík 5. september 1997 kl. 18.00. Komið og rifjið upp gömul kynni eða kynnist nýju fólki. Fulltrúi frá Spartan flugskólanum Mr. Stan Gardner verður á staðnum. Vinsamlegasttilkynnið þátttöku með því að senda okkurfax 001-1-918-831-5287, E-mail: spartanaero@mail.webtek.com eða í síma 001-1-918-836-6886 8820 East Pine Street Tulsa, Oklahoma 74115 USA Heimsækið okkur á veraldarvefnum: www.spartanaero.com

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.