Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1998, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1998, Page 8
LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998 D V s sælkerinn Hildur Helga Sigurðardóttir og Richard Middleton bjóða upp á breska máltíð: Ostaréttur og búðingur „Við veljum þennan osta- rétt 1 ofni vegna þess að hann er einfaldur og á jafnvel við á hversdagslegu boröi íjöl- skyldunnar (Óðinn Páll son- ur okkar er sólginn í hann) og í kvöldverðarboðum. Þetta er léttur réttur en þó saðsam- ur og sérlega bragðgóður. Sumir kjósa að hafa krabbakjöt eða fisk í stað ostsins í þessum rétti en svo langt erum við ekki komin með að þróa hann,“ segja Hildur Helga Sigurðardóttir og maður hennar, Richard Middleton, sem bjóða upp á mjög svo breska máltíð sem matgæðingar vikunnar, ofn- bakaðan ostarétt og brauð- og smjörbúðing. Ostaréttur klipa af smjöri 3/4 dl hveiti y21 mjólk 250 g sterkur ostur 4 egg, aðskilin Bræðið smjör og hveiti saman og bætið síðan mjólkinni við smám saman, hrærið án afláts á lágum hita. Setjið hluta af ostinum út í og Hildur Heiga og Richard maður hennar með ostaréttinn góða. hrærið. Takið síðan af hellunni. Setjið eggjarauðurnar út í blönd- una og restina af ostinum. Hitið að nýju þar til blandan er þétt í sér. Takið aftur af hellunni. Hellið síð- an eggjahvítunum mjög varlega saman við (gætið að því að sprengja ekki bólumar í eggjahvít- unum). Setjið réttinn í eldfast mót og eldið við 180° C (gas MK 4) í um 30 mínútur. Opnið ekki ofninn á meðan á elda- mennskunni stendur. Sé það gert getur verið að rétturinn lyfti sér ekki. Sem aðalréttur er hann fínn fyrir fjóra en sem for- réttur fyrir átta. Búðingurinn 3 sneiðar af brauði, smurð- ar báðum megin handfylli rúsinur og/eða kúrennur 2 egg y21 mjólk 1 msk. sykur Setjið eina sneið á disk og stráið rúsínum og/eða kúrennum á hann. Gerið það sama við aðra sneið og siðan þá þriðju. Hrærið saman eggin og mjólkina, bætið sykrinum út í og hellið síðan yfir diskinn. DV-mynd S Hyljið með púðursykri að ofan og bragðbætið með múskati. Eldið við um 150° C (gas MK 3) í um 30 mín. Látið grillið á síðustu þrjár mínúturnar til þess að bræða púðursykurinn að fuÚu. -sv Itölsk græn- metis- og baunasúpa 4 bollar vatn matgæðingur vikunnar 420 g dós Great Northem beans (eða cannellini-baunir), hreinsaðar og sigtaðar 450 g frosið græn- meti (t.d. brokkolí, gulrætur og blóm- kál) 450 g dós ristaðir tómatar með hvit- lauk, skomir í ten- inga, með sósunni y, boili saxaður laukur 4 msk. kjötkraftur m tsk. basilikum 3/4 bolli parmesa- nostur Aðferð Setjið allt hráefnið í pott, nema ostinn. Lát- ið sjóða á háum hita í 8-12 mínútur. Lækkið hitann og eldið þar til allt er orðið heitt í gegn (8-10 mínútur. Stráið 2 msk. af par- mesanosti yflr hvem disk. Smakkiö til með salti og pipar. -sv Guðrún Bjarnveig Magnúsdóttir er oft með súpur af ýmsu tagi: Fjölskyldan eignaðist brauðvél í haust og hefur hún orðið til þess að alls konar súpur eru nú oftar á borð- um en fyrr og auðvitað nýbakað brauð með. Reyndar höfðum við oft súpur áður en vélin kom til, ekki síst á þess- um árstíma," segir Guðrún Bjamveig Magnúsdóttir, píanókennari í Bolung- arvík, matgæðingur vikunnar. Guðrún segir fiskisúpuna hvað vin- sælasta. Hana má hafa misjafnlega matarmikla, allt eftir til- efni og á hvaða tíma sól- arhringsins hún er reidd fram. Hún segist ekki nota neina ákveðna upp- skrift því misjafnt sé hvað til er í ísskápnum og hvaða fiskur er á boðstólnum í verslun- inni hverju sinni. Guð- rún segir súpuna henta mjög vel þegar taka þurfi á móti mörgum í mat. í súpuna þarf grænmeti, t.d. kartöflur, gulrætur, lauk, hvítlauk og sellerí. Þetta er allt skorið í bita og steikt í ólífuolíu. Mik- ilvægt er að krydda grænmetið með karríi, gjarnan sterku, ásamt salti og pipar. í spariuppskriftinni er hvítvíni hellt yfir grænmetið (hvers- dags er mysan góð). Þá er búið til flski- soð, t.d. með teningi, og þvi bætt sam- an við. Ef til er lárviðarlauf og/eða einiber er gott að bæta því út í. Látið malla í nokkrar mínútur. Hægt er að hafa súpuna tæra eða setja í hana rjóma. Undir lokin er gott að setja estragon og rifínn appelsínubörk út í. Fiskurinn, sem skorinn er í litla bita, getur verið margs konar. Gott er t.d. að blanda saman laxi og ýsu eða lúðu. Þá er enn betra ef rækjum, krabbakjöti og e.t.v. kræklingum er bætt við. Fiskurinn er settur út í sjóðandi Guðrún Bjarnveig segir tilfinningu ráöa miklu um súpuna hverju sinni. Smakka þurfi hana til á ölium stigum. DV-mynd Hörður soðið og súpan er tilbúin. Fiskurinn má alls ekki sjóða. Ef súpan er spari- spari er gott að bragðbæta með örlitlu af koníaki. Brauð mikilvægt Við eldamennskuna verður að smakka súpuna til á öllum stigum. Til- finning og smekkur ræður því miklu um útkomuna. „Auðvitað er nýbakað brauð mikil- vægt níeð, hvort sem er úr ofni eða brauðvél. Hversdags er gott að drekka blávatn með súpunni, en öl eða hvítvínsglas til hátiðabrigða," segir Guðrún Bjarnveig Magnúsdóttir mat- gæðingur. Hún skorar á Elísabetu Gunnarsdóttur, arkitekt á ísafirði, að vera matgæðingur næstu viku. -sv Fiskisúpa að vestan Asískar svína- kótelettur 1 msk. ólifuolía 4 3/4 úr tommu þykkar svinakóte- lettur y2 bolli appelsínusafi 2 msk. sojasósa (með litlu natríum) 2 msk. kalt vatn I 2 tsk. maísenamjöl Yt tsk. hvítlauksduft I % tsk. malaður rauður pipar I 2K bolli frosið, snöggsteikt, grænmeti i 1 dós (u.þ.b. 220 g) kastaníuhnetur í vatnslegi, sigtaðar Aðferð Hitið olíu á pönnu. Steikið kóte- lettur undir loki á meðalháum hita, snúið þeim einu sinni, þar til þær eru orðnar brúnar báðum megin (12 ' til 14 mínútur). Hellið olíunni af. ÍSetjið allt hráefnið, nema grænmet- ið og hneturnar, í skál. Hitið pönn- una að nýju, setjið kótelettumar og sósuna út á pönnuna, lokið og eldið ■ á meðalhita þar til sósan fer að sjóða (6-7 mínútur). Bætið loks grænmetinu og hnet- unum út í og haldið áfram að elda þar til grænmetið er orðið heitt í gegn (4-5 mínútur). Berið kótelett- umar fram á diski og grænmetið þar ofan á. Með þessu má hafa | hrísgrjón ef vill. Lítið lasagna í verslunum fæst mikill fjöldi | spagettísósa og því getur verið gaman að prófa suma rétti aftur og Saftur en skipta um sósu. Þannig er það meö þennan lasagnarétt. 2 bollar litlar lasagnanúðlur eða Ibow tie pasta 1 krukka (um 730 g) spagettísósa 1 dós (um 450 g) smjörbaunir, hreinsaðar og sigtaðar 1 lítill zucchini, saxaður 1 dós (um 100 g) sveppir, sigtaðir 1% bolli kotasæla, 1% feit ef fáanleg 2 eggjahvítur, létt pískaðar 1 msk. graslaukur í 2 bollar rifinn mozzarellaostur Aðferð Hitið ofninn í 200° C. Eldið núðl- | umar samkvæmt leiðbeiningum á pakka og hreinsið í heitu vatni, sigtið og geymið til hliðar. Á með- an verið er að sjóða spagettíið á að blanda saman á litla pönnu spa- gettísósu, baunum, zucchini og sveppum. Sjóðið á fullu í 5-6 mínút- ur, lokið pönnunni og látið malla áfram þar til zucchiniið er orðiö gljáandi og tilbúið (4-5 minútur). Hrærið kotasælu, eggjahvítum og graslauk saman í skál. Takið helminginn af núðlunum og hyljið botninn á eldföstu móti. Þar ofan á fer nokkuð af kotasæluhræmnni og nokkuð af spagettísósublönd- unni. Stráið helmingnum af mozzareOaostinum yfir og setjið loks restina af núðlunum, kota- sælublöndunni og spagettísósu- blöndunni yfir aOt saman. Hyljið með álpappír, bakið í 25 : mínútur, takið álpappirinn af og stráið restinni af mozzareOaostinum yfir. Bakið áfram í um 5 mínútur eða þar tO aOt er orðið heitt í gegn. Látið standa í nokkrar mínútur áður j en rétturinn er borinn fram. -sv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.